Dagur - 21.05.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 21.05.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 21. maí 1959 Frá Glerárskólanum Akureyri sótt. Ágóðin nrann í ferðasjóð barnanna. 1- Sveit Húsvíkinga, hlaut 21 Nokkrir tímar í danskennslu vinnmg. Sigurður Óli Brynjólfsson: rrEn við nánari íhugun.., Svar til Kristjáns Jónssonar, fulltrúa Skólanum var slitið 9. maí sl. Nemendur voru skráðir 96. Af þeim luku 14 prófi úr skólanum. Hæstu einkunn hlaut Olafur L. Baldursson, 8,71. Sýning á handavinnu barna var 3. maí. Stúlkur luku 275 munum, rúm 8 stykki á hverja til jafnaðar. Drengir í yngri deild söguðu út, en í eldri deild bundu þeir bækur og gerðu leðurveski. Stundarkennari í handavinnu stúlkna var frú Guðrún Jóhann- esdóttir. Nokkur brögð voru að misl- ingafaraldri í vetur og inflúenza dró úr skólasókn í lok kennsl- unnar og torveldaði prófstörf. — Hjúkrunarkona við skólann er frú Guðríður Þorsteinsdóttir. Foreldrafundur var í skólanum í des. og komu þá allmargar mæður til viðtals. Skemmtisamkomu héldu börn- ODDEYRARSKÓLANUM á Akur- eyri var slitið 9. maí síðastliðinn. Eiríkur Sigurðsson skólastjóri skýrði frá skólastarfinu á árinu, úrslitum prófa og ávarpaði brautskráða nem- cndur. Margt gesta var við skóla- slitin. Sú breyting varð á kennaraliði á síðastl. hausti, að Sigrún Björg- vinsdóttir kom að skólanum í stað Eiríks Stefánssonar og Jakob org- anisti Tryggvason var ráðinn siing- kennari'skólans. Ný hjúkrunarkona frú Guðríður Þorsteinsdóttir, var ráðin að skólanum í haust. í skólanum voru í vetur 260 biirn í 11 deildum. Fastir kennarar voru sjö mcð skóíastjóra og tveir stunda- kennarar. Þrír foreldrafundir voru haldnir á vetrinum. Þann 18. október fóru kennarar með- 5. og 6. bekki í námsför um Eyjafjörð og skoðuðu siigustaði. Frá íþróttakennara- skóla lslands íþrótakennaraskóli íslands hef- ur með leyfi Menntamálaráðu- neytisins og í samvinnu við fram- kvæmdastjórn íþróttasambands íslands, Ungmennafélags íslands og stjórn Knattspyrnusambands íslands, ákveðið að efna til náms- skeigs að Laugarvatni fyrir leið- beinendur í knattspyrnu, dagana 1. til 11. júní næstk. Aðalkennari námskeiðsins verð- ur Karl Guðmundsson íþrótta- kennari. Væntanlegir þátttakendur þurfa að vera fullra 17 ára og hafa meðmæli íþrótta- og ungmenna- félags í byggðarlagi sínu. Gert er ráð fyrir, að þátttakendur hafi með sér rúmfatnað. Áætlaður kostnaður á Laugarvatni er kr. 1.000.00: Fæði, húsnæði, áhöld og kennsla. Umsóknir um þátttöku þurfa að berast til skólastjóra íþrótta- kennaraskóla íslands fyrir 28. maí næstkomandi. Síðastliðið vor var leiðbein- endanámskeið að Laugarvatni og gaf það mjög góða raun, svo að búast má nú við góðri þátttöku. Mikill skortur er á mönnum, er taka vilja að sér að leiðbeina í knattspyrnu. Ungmenna- og íþróttafélögum er einkum bent á að nota þetta ágæta tækifæri og hvetja efnilega félagsmenn og jafnvel styrkja þá til þátttöku í námskeiðinu. voru í skólanum síðari hluta vetrar. Þátttaka var dálítil. Kennari var Heiðar Ástvaldsson. Eldri deild skólans fór í apríl skíðaferð upp að Skíðahóteli, 4. bekkur fór bílferð um Eyjafjörð með kennurum sínum og yngstu bekkir heimsóttu Náttúrugripa- safnið. í skólanum voru keypt spari- merki fyrir kr. 8.600.00, eða um 90.00 kr. á barn til jafnaðar. Vegna sjóslysanna miklu, söfn- uðu börnin kr. 1850.00. Hreingerningu í skólanum ann- aðist frú Petrína Stefánsdóttir. Á ýmsan hátt er mun verr búið að Glerárskólanum heldur en hin- um barnaskólum bæjarins og er það orðin brýn þörf, að úr því sé bzætt hið fyrsta með auknu hús- Staðnæmzt var við Kristnes, Grund, Saurbæ og Möðruvelli, og börnun- um sagt frá jressum merkisstöðum. Skólaskemmtun barnanna var í byrjun marz, og var hún vel sótt. Agóðinn gekk í ferðasjóð barnanna til að kosta ferðalag, sem farið er að vorinu með börnum, sem útskrif- ast. U msama leyti var gefið út skólablaðið „Eyrarrós". Sparifjársöfnun fór fram í öllum deildum skólans, og voru seld spari- merki fvrir rúmlega 15.000.00 kr. Er það svipað og síðastliðið ár. Heilsufarið var gott framan af vetri, en síðari hluta vetrar gengu í skólanum mislingar og inflúenza, og hafði jrað mikil áhrif á skóla- sókn barnanna. Börnin fengu víta- míntöflur daglega. Ymsar gjafir bárust skólanum frá velunnurum hans. Má þar nefna eftirprentanir af málverkum frá Eiríki Stefánssyni kennara og Ragn- ari jónssyni forstjóra. Forkunnar- fttgui^ fánasföpgTrá Magnúsi Péturs- sýhi 'k'énnára.1 Tíu' Íiindi af íslend- ingasögum frá Elinborgu Árnadótt- ur, einum af nemendum skólans. Þá barst skólanum myndarleg pen- ingagjöf frá ncmcndum, sem luku barnaprófi að jtessu sinni, og skal henni varið til kaupa á einhverju til gagns eða prýði í skólanunt. Pottablóm í Skálann barst frá tveim ur konum o. fl. Af kennslutækjum eignaðist skól- inn á vetrinum skuggamyndavél og nýja slaghörpu (píanó). Lestrarstofa var opin í skólanum tvo daga í viku, og urðu lesstofu- gestir alls um 1200. Vegna hinna miklu sjóslysa í fcbr. mánuði gáfu skólabörnin 5100 kr. í hjálparsjóðinn. Barnaprófi luku 40 börn. Hæstu einkunnir á barnaprófi hlutu Jó- hanna Antonsdóttir, 9.42, Rebekka Árnadóttir, 9.13, og Sigurlína Þor- steinsdóttir 9.10. Kvöldvökuútgáfan á Akureyri sýndi skólanum þá vinsemd, að gefa fjórar af útgáfubókum sínum til verðlauna við barnapróf. Verðlaun hlutu jicssi börn: Gestur Pálsson og Guðný Styrmisdóltir fyrir prófrit- gerðir, Pétur Torfason fyrir hæsta einkunn í reikningi og Elinborg Árnadóttir fyrir beztu prófrítgerð í sinni deild. r Prófdómari var frú Kristbjörg Pétursdóttir. Sýning á skólavinnu barnanna var í kennslustofum skólans við skólaslit og einnig daginn eftir, sunnudaginn 10. maí. Sýningin var vel sótt. Skákkeppni H. S. Þ. lauk 20. marz. Urslit urðu sem hét' segir: 2. Sveit Höfðhverfinga, hlaut 16 vinninga. 3. Sveit Aðaldæla, hlaut 15V2 vinning. 4. Sveit Kinnunga, hlaut 14% vinning. 5. Sveit Reykdæla, hlaut 13 vinninga. 6. B-sveit Fnjóskdæla, hlaut 11 vinninga. 7. —8. Sveit Mývetninga, hlaut 10% vinning. 7.—8. A-sveit Fnjóskdæla, hlaut 10% vinning. Af fyrstaborðsmönnum hlaut Jónas Þórólfsson flesta vinninga, eða 6 af 7 mögulegum, tapaði engri skák. Sama var að segja um Halldór Þorgrímsson á öðru borði og Dag Jóhannesson á fjórða borði, en hann tefldi raun- ar tvisvar á öðru og tvisvar á rriðja borði. Albert Jóhannesson hlaut flesta vinninga á þriðja borði, 5%. Loftur Árnason tefldi fimm umferðir á fjórða borði og vann allar sínar skákir. (Frá Héraðssamb. S.-Þing.). Tilraunir með áhrif áfengis á liunda Amerískur vísindamaður einn, Neumann að nafni, hefur gert til- raunir á hundum sem hér segir: Hann gaf þeim áfengi stöðugt í 13 mánuði, og að þeim tíma liðn- um, voru þeir allir orðnir að „ofdrykkjuhundum,“ með öllum þeim breytingum, andlegum og líkamlegum, sem fylgja því ástandi. Allan þennan tíma fengu þeir vatnsblöndu með 10% áfengismagni. í fyrstu vildu hundarnir ekki drekka þessa blöndu, en eftir nokkurn tíma fóru þeir að lepja hana af mikilli græðgi. Eftir nokki-a mánuði fóru þeir að megrast, hárbragðið varð ljótt, þeir ui'ðu skapvondir og lágu stöðugt í illindum og áflogum. Sama tala tilraunahunda fékk alveg sams konar meðferð, að öðru leyti en því, að þeir fengu hreint vatn í stað áfengisblönd- unnar. Þeir tóku engum breyt- ingum. Þeir héldu fullkomlega heilsu sinni, voru fallegir á hár og alltaf í góðu skapi. Eftir 13 mánuði fengu drykkju- hundarnir aftur vatn í stað áfengisblöndu, og stóð sú tilraun í 7 mánuði. Á þessum tíma fóru þeir aftur að fitna, fengu sitt fyrra hárbragð og urðu á ný eðlilegir í skapi. Áfengisnautn gerir lífið alltaf ófegurra. Mannlíf án áfengis verður bæði fegurra og hamingju samara en í fylgd með því. Hvað sem líður allri „veizlugleði.“ Það lítur allt nógu vel út í upphafi veizlunnar, en hvernig enda þær sumar? Það er vissulega glatt á hjalla í byrjun dansleikjanna og allt virðist eins og það á að vera. En hvernig lítur myndin oft út, þegar haldið er heim? Árið 1958 voru 13 milljóna- brunar í Noregi. Þeir kostuðu vátryggingafélögin 30 milljónir norskra króna. Sex af þessum stórbrunum stöfuðu frá sígar- ettureykingum, samkvæmt upp- lýsingum frá vátryggingafélög- unum. Það er stundum óvenju- lega dýrt gaman að reykja sígar- ettur. Frá Áfengisvarnanefnd Ak. í ræðu sem Kistján Jónsson, fulltrúi, hefur flutt og birzt hefur í „íslendingi,“ farast honum svo orð: „Ég skal fúslega játa, að fyrst er ég fór að hugleiða þessi mál var ég einn af þeim, sem að- hylltust frekar einmenningskjör- dæmi en fá og stór kjördæmi. En við nánari íhugun þessara mála“ — „virðist mér“ — „að fá en stór kjördæmi séu miklu farsælli lausn.“ Ég get ekki að því gert að hugsa til allra þeirra mörgu manna, sem á undanförnum mánuðum hafa orðið að íhuga málið nánar og leita að einhverj- um rökum er gætu hjálpað þeim til þess að fylgja foringjum sín- um í kjördæmamálinu, þessu velferðarmáli foringjanna. Og þeir hafa svo sem ekki þurft að leita lengi til að finna rök með málinu, t. d. þessa fögru setn- ingu: „Réttlát kjördæmaskipan hlýtur alltaf að byggjast á því, að allir menn hafi sem jafnastan kosningarétt, í hvaða flokki sem þeir eru og hvar, sem þeir eru búsettir á landinu.“ En hins veg- ar hefur þeim gengið ver að kveða niður í samvizku sinni öll þau gagm-ök sem á þá hefur sótt í þessu máli. K. J. segir t. d. rétt á eftir áður nefndri tilvitnun um sem jafnastan kosningarétt: „Eitt hið mesta vandamál í sambandi við breytingu á kjördæmaskipan- inni, er að finna réttlátt hlutfall milli áhi-ifavalds breifbýlisins og þéttbýlisins á skipan þingsins. Oll sanngirni mælir með því, að dreifbýlið fái fleiri þingmenn en þéttbýlið." Sjá ekki allir, að hér er að mestu strikað yfir ein áhrifa- mestu rökin, sem þeir hafa haldið á lofti, enda varla á öðru stætt, þótt þeir hiki ekki við, eftir sem áður, að veifa því framan í fólk, sem aöal kjarna málsins. Eðlilegt var .... Um þá sök að verið er að leggja niður öll kjördæmi utan Reykjavíkur og með því að raska fornhelgi'i skipari, farast K.'J. svo orð: „Þegar Alþingi var endurreist, var þáverandi sýsluskipun látin ráða kjördæmunum .... Var þá ekki óeðlilegt að láta sýslumörk- in í'áða kjördæmunum þar, sem ekki var um aðrar afmai'kaðar heildir að ræða.“ En að hvaða leyti er Eyjafjarðai-sýsla og Þing- eyjarsýslur afmarkaðri heild nú en þá? Eða hafið þið heyrt, að Jón Sigurðsson og Fjölnismenn hafi látið það eftir kónginum, að hafa kjördæmin bundin við sýsl- urnar, en ekki að hafa þau fá og stór? Nei, sýsluinar voru og eru heildir sem rétt er að láta halda sér. K. J. vill líka láta líta svo út, því að hann segir: “Með þessu frumvarpi, sem hér liggur fyrir, er á engan hátt tgkmarkaður rétt ur sveitarfélaga til að ráða mál- um sínum og ekki heldur valda- svið sýslnanna skert að neinu leyti.“ En trúa má hver sem vill að þetta sé ekki spor í þá átt, að rýra vald sýslnanna. - Eða finnst mönnum það ólíklegt, þegar fimm, sex eða sjö þingmenn fara að fjalla xlm málefni kjördæmis- ins, að þeim hætti til að gleyma sýslumörkunum þegar fram í sækir? Nei. Gerum okkur góða grein fyrir mismun á sameiningu litilla heilda í eina stóra, eða samvinnu lítilla heilda. í þessu sambandi vil ég benda á eftirfar- andi ummæli K. J. „Það hefur alla tíð verið einkenni einvalds- stjórnai', að rýra sem mest vald hreppanna eða héraðanna . . . ,“ og bendir hann í því sambandi á ástandið hér á landi. En skyldi konungi ekki hafa orðið enn Ijúf- ara að geta ekki aðeins rýrt vald hi-eppanna, heldur einnig vald sýslnanna, enda þótt hann skip- aði sýslumenn lengi að eigin geð- þótta? Flokksræði innleitt. Um það atriði, að fáein stór kjöi'dæmi slíti fólkið úr tengslum við þingmennina, vil ég enn láta K. J. tala: „Þegar úi'slit kosninga velta á öi'fáum, vafasömum at- kvæðum, er hægt fyrir kjósendur að beita þingmennina þvingun- um, svo að vai'la er hægt að segja, að þeir séu sjálfráðir gerða sinna, ef þeim er í mun að halda kjöi'dæminu." Þarna er kjósend- um að vísu ekki fagurlega ætluð verkin, en gi'einilegt er, að K. J. vill og telur einmitt, að samband- ið rnilli kjósenda og .þingmanns rofni við breytinguna á kjör- dæmafyrirkomulaginu. En þarna mótar líka gi-einilega fyrir því mikilvæga atriði, sem höfundar tillagnanna hafa áreið- anlega gert sér grein fyrir, en það er.hugmyndin að gera kjós- andann' að óvirkai'i þátttakanda um val fi-ambjóðenda og að geta, haft áhrif á þingmann sinn eðaí þingmenn. En þingmönnum gert; auðveldara fyrirmð hlýða skip- unum flokkanna eða flokks- bi'oddanna, sem ráða munu mestu, er fx'am.í séekir, um val fi'ambjóðenda. — „Deildu og drottnaðu“ mun vei'ða þeirra leiðai-stjarna. Þegar héruð hinna- stóru kjördæma fara að deila um öruggu sætin á listanum, verðai það áreiðanlega flokksstjórnirn- ar sem í'áða ebdániega. — Og foi'smekkinn af þessu flokksræði sem innleiða .á,' fiririúr maður í eftirfai-andi setningu K. J. „Mik- ill meirihluti þjóðai'innar hefur nú ákveðið að víkja til hliðar . . “ núverandi kjördæmafyi'ii'komur, lági, ;Það' ei;- eleki að furða, þótt' þessír menn tali um gildi hins jafna kosningai'éttar. Menn, sem ekki hika við að gei'a skoðanir eða öllu heldur áætlanir örfárra flokksforingja að vilja mikils meiri hluta þjóðarinnar, löngu áður en hún, þjóðin, hefur látið skoðun sína í ljósi, — og telja mönnum í því sambandi trú um, að kosið verði í vor um allt ann- að en það, sem kjósa á um, sam- kvæmt núgildandi stjórnarskrá. Verurn viss. Við skulum hafa það ríkt í huga að hver málstaður á sín rök og þau oft sterk, en málstaðurinn getur, þi'átt fyrir það, verið slæmur, ef jafnframt er mikið til af rökum gegn honum. Og þegar breyta á jafn Yeigamiklu atriði og kjöi'dæmaskipaninni, þurfa rökin með breytingunni að vera augljóslega sterkari gagnrökun- um, því að í slíkum málum má ekki spila neitt happdi'ætti og ekki er nóg að segja: „Við skul- um vona, að vel fari og þessi breyting verði þjóðinni til far- sældar" og þess vegna gxeiða at- kvæði með tillögunni. Nei, við vei'ðum að vera alveg viss. Ég held þó, að marga skorti vissuna í þessu máli en ætli sér, því mið- ur, samt sem áður að greiða at- kvæði með breytingunni í von- inni einni. En við „nánari íhug- un“ finnst mér að mönnum ætti Framhald á 7. síðu. in í skólahúsinu. Var húiv vel | næði. Frá Oddeyrarskólanum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.