Dagur - 27.05.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagum
DAGUR
kemur nsest út laugar-
daginn 30. maí.
XLII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 27. maí 1959
28. tbl.
Öldruð hjón og flugmaður fórusf
Sjúkraflugvél var á leið frá Skagafirði til
Reykjavíkur - Slysið varð á Snæfellsnesi
Sá hörmulegi atburður varð á
sunnudagskvöldið, að önnur
sjúkraflugvél Björns Pálssonar
fórst við fjallið Sátu á Snæfells-
nesi.
I vélinni voru hjónin Jón
Guðnason frá Heiði í Sléttuhlíð í
Skagafirði og kona hans Björg
Sveinsdóttir, bæði um sjötugt, og
flugmaðurinn Hilmar Daníelsson,
Reykjavík, 27 ára. Flugvélin fór
noður til að sækja Björgu og
flytja hana í sjúkrahús.
Báðar vélar Björns Pálssonar
flugu norður þennan dag. Bjórn
flaug þeirri vél, sem fór til
Vopnafjarðar, einnig til að sækja
sjúkling.
Björn fann flak flugvélarinnar
snemma á mánudagsmorgun á
þeim stað er fyrr segir. Líkin
voru flutt til Reykjavíkur með
þyrilvængju. Þoka var á þegar
slys þetta bar að höndum.
Hagsfæff reksfursár Úfgeriarfél. Ak. h.f.
G. A. gróðurseffi 4000 f rjáplönfur
ið Miðhálssföðum í Öxnads!
Mér er bæði ljúft og skylt að
þakka Gagnfræðaskóla Akureyr-
ar fyrir frábæra aðstoð við skóg-
ræktina vorin 1958 og 1959.
Síðastliðinn sunnudagsmorgun
fóru nærri allir nemendur 4.
bekkjar og nokkrir kennarar
skólans vestur að Miðhálsstöðum
í Öxnadal og gróðursettu þar
4000 trjáplöntur. Þessu verki var
lokið á þrem tímum og unnið af
þeim þegnskap, gleði og krafti
sem á aS vera einkenni íslenzkr-
ar æsku. Með þessu verki hafa 4.
bekkingar G. A. frá vorinu 1959
reist sér minnismerki, sem lifir,
stækkar og hækkar löngu eftir að
dagar ungmennanna. sem verkið
unnu, eru taldir.
Það er mjög skemmtilegt og
vel viðeigandi að síðasta verk
nemendanna á Vegum skólans
skuli vera ræktunarstarf. Væri
óskandi að sem flestir skólar
landsins færu að dæmi Gagn-
fræðaskóla Akureyrar í þessu
efni.
Þorsteinsdagur.
Laugardaginn 30. maí verður
aðalskógræktarferðin að Mið-
hálsstöðum farin. Þess er fastlega
vænst að menn mæti vel til skóg-
ræktar þann dag. Takmarkið er
að gróðursetja þá 5000 plöntur.
Farið verður frá Hótel KEA kl.
3 e. h.
Framhald á 5. sitSu.
Árni Jónsson syngur á
Akureyri n. k. f östud.
Árni Jónsson, tenór, syngur á
vegur Tónlistarfélags Akureyrar
næstk. föstudagskvöld í Nýja^
Bíó kl. 9. Fritz Weisshappelverð-
ur við hljóðfærið.
Árni hefur getið sér góðan orð-
stýr í söngnámi sínu erlendis í
vetur og á nú ýmsra góðra kosta
völ þar.
Aðgöngumiðar eru bornir þessa
dagana til styrktarfélaga og
verða einnig afhentir við inn-
ganginn. Nýir félagar geta snúið
sér til Haraldar Sigurgeirssonar
á skrifstofu bæjarins.
Félagið bætti hag sinn verulega - Af labrögð voru
góð - Yfir 20 millj. kr. voru greidd í vinnulaun
Kviknaði í nialbik-
unarvél
f gær kviknaði í tjöru í mal-
bikunarvél víð áhaldahús bæjar-
ins viS Glerárgötu. StóSu logar
og reykur hátt í loft upp.
Slökkviliðið réði niðurlögum
eldsins" á skammri stundu, en
malbikunarvélin mun hafa
skemmzt mikið. Tjón varð ekki
að öðru leyti.
Vísitalan óbreytt
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar í
Reykjavík 1. maí 1959 og reyndist
hún vera 100 stig eða óbreytt frá
grunntölu vísitölunnar 1. marz
1959. .
formerK sfarfsemi Sam
æk
Aðalfundur þess var haldinn 20. þ. m.
Jónas Kristjánsson, formaður
sambandsins, skýrði frá starf-
seminni á liðnu ári. En aðalvið-
fangsefni SNE er einkum þrí-
þætt. Fyrst má nefna sæðingar-
stöðina að Grísabóli, í öðru lagi
er þar rekið svínabú og síðast, en
ekki sízt, er svo hin nýja bú-
fjárræktarstöð að Lundi.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu, hefur SNE
rekið umfangsmikið og eftirtekt-
arvert kynbótastarf í nautgripa-
ræktinni á undanförnum árum.
Samband nautgriparæktarfé-
]aga Eyjafjarðar er 30 ára. Það
var stofnað af 6 nautgriparæktar-
félögum og var hlutverk þess að
vinna að kynbótum á nautgripa-
stofninum og einnig að auknum
skilningi bænda fyrir umbótum í
fóðrun og hirðingu nautgripanna.
Nautgriparæktunarfélögunum f
SNE hefur nú fjölgað um helm-
ing og starfið orðið meirá og
fjólþættara.
Sæðingarstöðin hefur verið
rekin í 13 ár við vaxandi þátttöku
bændanna. Og telja má, að þær
framfarir í nautgi-iparæktinni,
sem náðst hafa á þeim tíma, megi
að meira eða minna leyti rekja til
áhrifa frá Sæðingarstöðinni.
Búfjárræktarstóðin að Lundi
hefur nú starfað í 3 ár. Þar eru
um 140 nautgripir að staðaldri og
á öllum aldri. Þar er búið að af-
kvæmaprófa kynbótanautin Ægi
og Völl, kvíguhópar undan Þela
og Fylki eru hálfnaðar með sitt
tilraunaskeið og í haust ganga
dætur þeirra íra og Týs undir
prófið og enn eru tveir kvígu-
hópar í uppeldi, undan þeim
Galta og Mýra.
Á Lúndi og Rangárvöllum eru
nálega 200 dagsláttur ræktað
land, sem bæði er notað til beitar
cg slægna.
Yfir 3 þús. kýr hafa verið
sæddar með árangri frá Sæðing-
arstöð SNE á síðasta ári. Sam-
kvæmt skýrslum hafa 52 kýr á
sambandssvæðinu mjólkað yfif
20 þús. fitueiningar. Bókfærð,
skuldlaus eign SNE var rúml. 1
milljón króna.
Bústjóri að Lundi er Sigurjón
Steinsson búfræðikandidat frá
Ölafsfirði, en fjósameistari
Kristian Buhl, danskur búfræð-
ingur, sem hér hefur dvalið all-
mörg undanfarin ár. Tilráuna-
starfið er framkvæmt undir
stjórn Ólafs Jónssonar ráðu-
nauts. : '
' í stjórn SNE eru: Jónas Krist-
jánsson, formaður, og meðstjórn-
endur Kristinn Sigmundsson,
Arnarhóli, og Árni Jónsson, til-
raunastjóri.
Á aðalfundinum voru, meðal
annarra gesta, Ólafur Stefánsson,
ráðunautur B. I., og Jóhannes
Eiríksson, bústjóri að Laugar-
dælum.
Aðalfundur Útgerðarfélags Ak-
ureyringa h.f. var haldinn í Sam-
komuhúsinu á Akureyri 19. þ. m.
Helgi Pálsson, formaður félags-
stjórnar, rakti í stórum dráttum
starfsemi félagsins á síðasta ári
og drap á þýðingu hennar fyrir
bæjarfélagið.
Gísli Konráðsson framkvæmda^
stjóri gerði grein fyrir reiknings-
legri afkomu, las sundurliðaða
reikninga félagsins og svaraði að
því loknu nokkrum fyrirspurn-
um.
Reikningarnir voru síðan sam-
þykktir samhljóða.
Afli togaranna.
Hér fer á eftir yfirlit um afla
togaranna á árinu 1958 (töiur
ekki nákvæmar, sleppt eða fyllt
upp, eftir ástæðum):
Kaldbakur fór 18 veiðiferðir,
þar af 1 á ísfisk erl. og 1 á salt-
fisk. Afli 4790 tonn fiskjar, 65
tonn lýsi.
Svalbakur 24 veiðiferðir, þar af
1 á ísf. erl. Afli 4746 tonn, lýsi
109.7 tonn.
Harðbakur fór 21 veiðiferð,
allar innl. Afli 5030 tonn, lýsi
101.1 tonn.
Slétbakur fór 22 veiðiferðir,
þar af 1 á ísf. erl. Afli 4938 tonn,
lýsi 108 tonn.
Alls fóru því togararnir 85
veiðiferðir og öfluðu 19.5 þús.
tonn. Lýsisframleiðsla nálega 384
tonn. Einn togaranna, Svalbakur,
skilaði 494.5 þús. kr. hagnaði. —
Fæoiskostnaður hans var og mun
lægri en hinna togaranna.
Ráðstöfnn afla.
Til frystingar tók félagið 13733
tonn, í herzlu 1768 tonn og til
söltunar 1268 tonn. 234 tonn af
nýjum fiski voru seld frá skipun
um og 668 til vinnslu í Krossa
nesi. Utan Akureyrar (innan-
lands) voru seld 1373 tonn og til
útlanda 461.2 tonn.
Framleiðslan.
Hraðfrystihúsið framleiddi á
árinu 152920 kassa af freðfiski til
útflutnings (úr 3908 tonnum af
fiski), 86 kassa til sölu innan-
lands (2.3 tonn), 48.6 tonn af
refafóðri, 14 tonn af sóltuðum
þunnildum, 3 tonn söltuð roð,
11.2 tonn af heilfrystum flatfiski,
24'tunnur af hrognum, 794 kg. af
upsalýsi og 7015 tonn af ís.
Framleiðsla á skreið nam 333.5
tonnum, og.frá fiskverkunarstöð
358.7 tonn. Úrgangur til Krossa-
nesverksmiðju frá öllum vinnslu-
greinum nam 9222 tonnum.
DAGUR
kemnr næst út laugardag. 30.maí.
Vinnulaun.
Vinnulaun námu alls 20.746
millj. króna. Til skipshafna voru
greíddar 11.6 millj., til frysti-
hússins 5.7 millj., til skreiðarverk
unar 584 þús., saltfiskverkunar
596 þús., netaverkstæði 672 þús.,
akstur 129 þús., laun bifreiða-
stjóra 254 þús. o. s. frv.
Hagnaður.
Togarar félagsins, frystihús og
aðrar eignir var samtals afskrifað
um kr. 4.112.817 krónur og standa
nú togararnir í 14.827.673 krón-
n. Reksturshagnaður á árinu
varð kr. 2.442.680.60, og sam-
þykkti aðalfundurinn samhljóða
þá tillögu stjórnarinnar að verja
honum óskiptum til afskrifta á
eldri skuldum félagsins.
Þá var gengið til kosninga. Til
stjórnarkjörs kom aðeins einn
listi fram, og varð hann því sjálf-
kjörinn.
Stjóm félagsins.
Síjórn félagsins skipa nú: Helgi
Pálsson, Jakob Frímannsson,
Jónas G. Rafnar, Albert Sölvason
og Tryggvi Helgason. Varamenn:
Gunnar H. Kristjánsson, Gísli
Konráðsson, Eyþór H. Tómasson,
Jón M. Árnason og Jóhannes
Jósefsson. Endurskoðendur voru
kjörnir Ragnar Steinbergsson og
Þórir Daníelsson.
Þeir þorðu ekívi
Framsóknarmenn fóru þess
á leit við meirihluta stjórnar-
skrárnefndar í Ed., að þrí-
flokkamir féllust á, að lögin
um nýja skipan kjördæmanna
tækju ekki gildi nema kjós-
endur samþykktu það við al-
menna atkvæðagreiðslu.
Þessu var neitað, og sýndi
það ljóslega að þeir treystu
ekki málstað sínum svo vel, að
þeir þyrðu að leggja hann
undir dóm kjósendanna til
staðfestingar eða synjunar.
Þríflokkarnir treysta ekki
málstað sínum vel, en vona að
flokksböndin haldi og menn
kyssi á vöndinn af einskærri
flokkshlýðni.
Flokkarnir, sem ekki þora
að leggja málið EITT SÉR
undir dóm þjóðarinnar, mega
ekki koma því fram hjá dómi
hennar. Það eiga kjósendur að
sjá um í kosningunum í vor.
Um kjördæmamálið eitt er
kosið í vor. Á þinginu í sumar
verður eingöngu fjallað um
kjördæmamálið.
Einn þáttur stjórnarskrár-
innar hefur verið gerður að
hraklegu kaupskaparmáli í
höndum þríflokkanna. Þessir
flokkar heyja stríð við þjóð-
rækni og átthagatryggð. En
hver vill fylgja þeim?