Dagur - 27.05.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 27. maí 1959
D A G U R
5
upp afstöðu Einars Þveræin
í kosningunum
eyðið kjördæmabylt
mguni
Nokkrir kaflar úr útvarpsræðu Karls Kristjáns-
sonar alþingismanns í síðustu eldhúsumræðum
FLARAÐ UPPLAUSNAR-
TILRAUN.
Ljóst er, að næstu kosningar
snúast íyrst og fremst um kjör-
dæmamálið. Fjárhagsmálunum
hefur að vísu verið stefnt út í
kviksyndi, en þó hönnulegt sé til
þess að hugsa, að þar verði kaf-
hlaup, er þó sú grundvallarbylt-
ing, sem felst í kjördæmabreyt-
ingunni svo háskaleg, að f jármál-
in hverfa í skuggann í næstu
kosningum. En eftir þær skulu
þau brenna réttum aðilum á baki.
Kjördæmabreytingin er fláráð
upplaúsnartilraun. Með því að
leggja núverandi kjördæmi niður
og svipta félagsheildir þær, sem
þau eru, sínum sérstöku fulltrú-
um á Alþingi, er verið að lama
þessar félagsheildir. Það er verið
að skera á afltaugar þeirra.
Það verður að muna, að nú
orðið er Alþingi aðili, sem skiptir
árlega í stórum stíl þjóðartekjun-
um beint og óbeint milli stétta og
atvinnugreina og þar með milli
uandshluta. Þingmenn þurfa þess
vegna að þekkja nákvæmlega hag
og þarfir siima umbjóðenda í
hverri byggð, — að vera í nánu
sambandi við þá og gæta réttar
þeirra gagnvart ríkisvaldinu og
stofnunum þess á stjórnarsetrinu.
Vitanlega er slík umboðsmennska
óhjákvæmilegust og víðtækust
vegna þess fólks, sem ekki er bú-
sett í nánd við stjórnarsetrið. Að
ætla að svipta þáð fólk sínum
sérstöku þingmönnum er tilræði
við fólkið.
ÞEEVl ÞYKIR LANDSBYGGÐ-
IN OF STERK.
í stað hinna 27 kjördæma, sem
nú eru utan Reykjavíkur, og af-
nema skal, á að stofna 7 stór hlut
fallskosningakjördæmi með 5—6
þingmönnum. Þessi stóru kjör-
dæmi verða engar félagsheildir.
Fólkinu þar er aðeins öllu skipað
að vélja milli sömu framboðslista
— og atkvæðum allra á því svæði
steypt saman.
Val til framboðs færist úr liönd-
um heimamanna í hendur flokks-
stjórna, sem hafa auðvitað aðset-
ur í höfuðstaðnuin og koma fram
fyrir hönd ríkisvaldsins. Þing-
menn verða því miklu meir en
nokkru sinni áður háðir flokks-
stjórnarvaldi og ríkisvaldssjón-
armiðxun, — en óliáðari en nú
umbjóðendum sínum, — og til
þess er líka leikurinn gerður. —
Flokkum þeim, sem að kjördæma
breytingunni standa, þykirlands-
byggðin of sterk með núverandi
kjördæmaskipun, — og eru henni
gramir fyrir að vilja ekki ljá sér
fylgi og lúta sér. Þeir bera fram
þau falsrök, að Framsóknar-
flokkurinn hafi forréttindi vegna
einmenningskjördæmanna, af því
að hann hefur meira fylgi en þeir
úti um landið, þó að þeir keppi
dæmi, að þau eru félagsheildir
eða hafa verið það til skamms
tíma.
þar undir nákvæmlega sama
skipulagi nú og hann.
Þeim þykir þess vegna ekki nóg
að fjölga þingmönnum í þéttbýl-
inu — eins og Framsóknarflokk-
urinn telur rétt að gert sé, vegna
fólksfjölgunarinnar þar, heldur
vilja þeir líka gera þingmenn
landsbyggðarinnar áhrifaminni
en þeir eru nú fyrir umbjóðendur
sína, með því að rjúfa samband
þeirra við núverandi kjördæmi
og drepa með því umhyggju
þeirra og ábyrgð á dreif.
Hinir hlutfallskosnu 5—6 þing-
menn í kjördæmi verða af ýms-
um flokkum og fulltrúar stríð-
andi hópa í kjördæminu. Þeir
hafa því alls ekki sprungulausa
samstöðu út á við fyrir hið stóra
kjördæmi, þess gjalda svo mál-
efnin og þingmennirnir kenna
hver öðrum. Þeir verða ábyrgð-
arlausari en í einmenningskjör-
dæmum — og eirtn skýtur sér
bak við annan, rétt eins og ráð-
herrar í samsteypustjórnum.
PÉTUR LATINN GANGA SÉR
TIL HÚÐARINNAR.
Mér fannst í gærkvöldi rauna-
legt að heyra heiðurskempuna,
háttv. þingmann Borgfirðinga,
Pétur Ottesen, sem nú er að
hætta þingmennsku, strika yfir
skjalfestar fyrri skoðanir sínar á
kjördæmaskipuninni og taka
ekkert tillit til síðari tíma reynslu
annarra þjóða, sem styður hans
fyrri skoðanir.
Heyra hann mæla með stóru
kjördæmunum, vegna þess að nú
væri stúdentafélag á miðvestur-
landi, sameiginlegur bygginga-
fulltrúi þar, rétt fyrir bændur
eins og þeirra högum væri komið,
að hafa hægt um sig, gott fyrir
stóra svæðið að mega vænta þess
að líklega yrði þar alltaf éinhver
fulltrúi, er væri í náðinni hjá
ríkstjórn, hver sem hún yrði
hverju sinni.
Þetta voru svo lágkúruleg rök,
að mér fundust þau alls ekki sam
boðin hinum mæta manni, en að
vísu fyllilega samboðin málstaðn-
um og flokknum.
Við bættist svo, að hann lagði
áherzlu á hve tvímenningskjör-
dæmi hefðu reynzt vel, þar sem
sinn maður væri kjörinn af hver-
um flokki.
Dagamunur hygg eg að sé á
því. Horft hef eg á slíka þing-
menn greiða atkvæði hvorn móti
öðrum í þýðingarmestu málum.
Þannig hefur minnihluti orðið
jafnvígur meirihluta kjördæmis,
þvert á móti lýðræðisreglum.
Undir slíkum kringumstæðum,
þ. e .við slíkar atkvæðagreiðslur,
er sama sem slíkt kjördæmi sé
þingmannslaust.
Eitthvað er bogið við það. En
með þau kjördæmi er komið sem
komið er. Og þau hafa það fram
yfir hin stóru, fyrirhuguðu kjör-
SETJA FLOKKANA OFAR
STJÓRNARSKRANNI.
Þríflokkarnir, sem við köllum
nú Alþýðufl., Sjálfstæðisfl. og
Alþýðubandalag einu nafni, sam-
þykktu á laugard. var, með
meirihlutavaldi sínu á Alþingi
frumvarp sitt til kjördæmabreyt-
inga. Alþýðubandalagið gerðist
stjórnarstuðningsflokkur í þessu
máli, eftir mikla eftirgangsmuni
frá stjórnarflokkunum. Ekki mun
þó hafa staðið á kommúnistum
þar, heldur munu hinir í þeim
skrýtilega samsetta flokki hafa
Karl Kristjánsson alþingismaður.
talið málefnið vafasamt. Stjórn-
arskráin hefur verið í endurskoð-
un síðan lýðveldið var stofnað
1944. Allir viðurkenna, að þar sé
margt sem breyta þurfi. Fulltrú-
ar Sjálfstæðisfl. töluðu á sínum
tíma um 20 atriði og aðrir nefndu
fleiri.
Nú hafa þríflokkarnir tekið
eitt þessara efnisatriða út úr og
ætla með því að búa sér í haginn
sem flokkar og umturna til þess
grundvelli lýðræðisins, — hvað
sem öílu öðru líður, ér breyta
þarf í stjómarskránni. Með því
eru þeir að þjóna flokkshyggjum
sínum. Hringla með stjórnar-
skrána. Laga hana eftir flokkum
sínum í stað þess að laga flokk-
ana eftir henni. Þannig setja þeir
flokkana ofar stjórnarskránni.
SÉRSTAKT STJÓRNLAGA-
ÞING.
Við Framsóknarmenn bárum
fram tillögu um að milliþinga-
enfnd, — sem er til siðan 1947,
vegna stjórnarskrárendurskoð-
un, — yrði falið að ljúka heildar-
endurskoðuninni á þessu ári —og
reyna af ýtrasta megni að ná
samstöðu allra flokkanna, sVo
sem til var ætlazt, er lýðveldið
var endurreist og málið falið
nefnd allra flokkanna.
Við lögðum ennfremur til, að
þá yrði athugað, hvort ekki væri
rétt að fela sérstáklega kjörnu
stjórnlagaþingi að setja stjói-nar-
skrána — og taka þannig málið
úr sambandi við önnur deilumál
líðandi stundar, ef bein sam-
komulagslausn þess næðist ekki
í nefndinni.
Þetta var stráfellt.
Við gerður ennfremur til vara
beinar breytingartillögur við
frumvarp þríflokkanna. Þær voru
um eðlilega fjölgun þingmanna í
þéttbýlinu á þeim grundvelli, sem
frá öndverðu hefur verið byggt á.
Þær tilögur voru einnig felldar
hiklaust.
Hinar beinu breytingartillögur
okkar við stjórnarskrána —vara-
stillögurnar — voru tilboð um
samkomulag. Þær voru í sam-
ræmi við vilja síðasta flokksþings
okkar. Grundvöllur þeirra sjálf-
stæði héraðanna og aðalregla
einmenningskjördæmi. Og á milli
bar ekkert, nema það til sam-
komulágs. Önnur atriði, sem á
milli bar, létum við kyrr liggja.
EINA MALIÐ.
Næstu kosningar eiga að snúast
um kjördæmamálið eitt. Aldrei í
sögu íslands hefur verið stofnað
til örlagaríkari kosninga.
Þær eru um það, hvort íslend-
ingar vilja halda áfram að byggja
landið sitt eða láta það fara í
meiri og meiri auðn.
Þríflokkarnir telja, að ofmikið
hafi verið gert á síðustu árum til
þess að viðhalda jafnvægi í byggð
landsins, — en geta þó ekki sýnt
fram á, að þéttbýlið hafi verið
fyrir borð borið í þjóðfélagsleg-
um athöfnum, nema síður sé.
Þeir segja fólkinu í Reykjavík
og þéttbýlinu við Faxaflóa, að
það hafi of fáa fulltrúa á Alþingi,
— en hafna þó tillögum um fjölg-
un þeirra á grundvelli sögulegra-
ar þróunar.
Þeir segja fólkinu úti um land,
að fulltrúum þess verði yfirleitt
ekki fækkað, — en þeir aðeins
gerðir sameiginlegir fyrir stór
svæði. Á bak við liggur sú hugs-
un, að taka fulltrúana úr því
nána, persónulega sambandi, sem
þeir eru í við hverja sveit nú —
og ná undir flokkana vali þeirra.
Hér er ofurvald flokkshyggj-
unnar að svíkjast að þjóðinni.
Hér er sú samstefna þríflokks-
hyggjunnar á ferð, sem er ósárt
um, þótt hún í verki eyði núver-
andi byggð á stórum svæðum
landsins — og mælir þvert um
hug sinn meðan hún er að ná
tökunum til þess.
VILJA MEEN FLEIRI
PÚSTRA?
Framkoma stjórnarflokkanrta í
efnahagsmálunum í vetur gagn-
vart bændastéttinni sýnir, hvað í
hugunum býr.
Rafvæðingarskerðingin, sem
þeir hugsa sér, er hættumerki.
Fullyrðingar, sem fallið hafa
um, að fjárfgestingin úti um land
á undanförnum árum hafi verið
vitleysa eða „pólitísk fjárfesting“
eru engar duirúnir.
Bátafiskinn, sem sjómenn
veiða á heimamiðum víðs vegar
með ströiidum fram, og fá
greiddan sæmilegu verði, kalla
þessir flokkshyggjumenn „Fram-
sóknarýsu“ og „Eysteinsstútung“.
Ut úr þeim nafngiftum skín lítils-
virðingin á fólkinu, sem að þess-
um afla vinnur. — Þeir líta á það
sem eins konar bónbjargarlýð, —
og svo kemur þar fram napur
kuldinn til þeirra, sem staðið hafa
vörð um hagsmuni þessa fólks.
Nú fara frambjóðendur þessara
flokka innan stundar út um land
til framboðs og áróðurs fyrir
flokka sína. — Þeir munu várla
segja þar: „Við erum komnir til
þess að leggja kjördæmi þetta
niður. Við höfum engan áhuga á
því, að veidd sé „Framsóknarýsa11
né evrið sé að rafvæða þetta
strjálbýli.“
Nei, nei, þeir munu segja eins
og Morgunblaðið:
„Þéttbýlið réttir ykkur nú með’
kjördæmamálinu bróðurhönd
sína.“
Varið ýkkur á þessari hörtd
þríflokkahyggjunnar, — hún er
loðin og óhrein. Takið ekki í
hana.
Þetta er alls ekki bróðurhönd
þéttbýlisfólksins, sem hugsar yf-
irleitt áreiðanlega hlýtt til lands-
byggðarinnar og vill henni vel.
ÓRÉTTUR FORN OG NÝR.
Allir muna frásögnina um það,
þegar _ Ólafur Haraldsson, Nor-
egskonungur, sendi íslendingum
kveðju guðs og sína og kvaðst
vilja vera þeirra drotinn, ef þeir
vildu vera hans þegnar og hvárir
skyldu vera annarra vinir og
fulltingismenn.
Þar var ísmeygilegt vald að
seilast eftir yfirráðum eins og nú.
Til voru þá menn eins og nú,
sem vildu að tekið væri í vinar-
höndina. Jafnvel ekki ómerkari
maður en Guðmundur ríki á
Möðruvöllum flaskaði á því.
En Einar Þveræingur reis gegn
beiðni konungs, „því þann órétt
gerum vér ekki oss einum, held-
ur aíiri ætt vorri, er þetta land
byggir,“ sagði hann, og mótmælti
kröftuglega.
Svo er enn. Málið snertir ekki
okkur ein, heldur líka komandi
kynslóðir.
Takið nú, góðir íslendingar,
upp afstöðu Einars Þveræings og
eyðið þessu máli.
Greiðið engum frambjóðenda
atkvæði við næstu kosningar,
sem ekki lofar að fella þessi lög,
— og stuðla þess í stað að heil-
brigðri endurskoðun stjórnar-
skrárinnar í heild með eðlilegum
hraða.
Eg mæli þetta líka til fólksins
í þéttbýlinu, vegna þess að auð-
vitað fara hagsmunir þess og
landsbyggðarfólksins saman.
(Fyrirsagnir gerðar af
blaðinu.)
Hefur konuna hjá sér!
í blaði úr Vestmannaeyjum
stendur þessi klausa:
„Guðlaugur segist ekki murti
flytja til Reykjavíkur. Það má
vera, en reynslan er sú, að flestir
þingmenn utan af landi hafa
neyðzt til þess að búa í Reykja-
vik um þingtímann, og þingin
standa nú meirihluta ársins. Við
myndum því ekki á neinn hátt
telja það óeðlilegt, þó að Guð-
laugur hefði konuna hjá sér yfir
þingtímann. Reynslan hefur sýnt,
að annað er óheppilegt.“