Dagur - 27.05.1959, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 27. maí 1959
íhðlcfið samfylkir með kotnmúnisfum um að
• leggja Akureyrarkjördæmi niður
Einstakt virðingarleysi gagnvart höfnðstað Norðurlands
Fyrir Akureyringa snúast
kosningarnar í sumar íyrst og
íremst uin það, hvort Akur-
eyri verði áfram kjördæmi,
eða lögð niður sem slíkt. Ef
þríflokkarnir, hinir nýju
bandamemi í aðförinni að
landsbyggðinni, kommúnistár,
Sjálfstæðismenn og Alþýðu-
flokksmenn, fá sínu máli
framgengt, verður Akureyri
EKKI sérstakt kjcrdæmi frá
haustdögum í ár að telja.
ÓVIRÐING VIÐ
AKUREYRI.
Svo lítils meta þessir herrar
höfuðstað Norðurlands, að
þeir skirrast ekki við að svipta
hann einu greinilegasía yíra
tákni sínu um sjálfstæði og
sérstakan myndugleik. Þarf
ekki að deila neitt um það, að
sóma bæjarins er mjög ofboð-
ið með slíkum aðgerðum, og
næsta ólíklegt að Akureyring-
ar kæri sig um vinnubrögð af
þessu tæi. Svo mjög finna þeir
til metnaðar vegna staðarins.
REYKJAVÍK HELDUR
ÖLLU SÍNU.
Á annan veg er málum skip-
að í tillögum þríflokkanna að
því er Reykjavík varðar. Hún
verður áfram sérstakt kjör-
dæmi með aukinni þing-
mannatölu. Það sama hefði
mátt gera fyrir Akureyri.
Hún á skýlausan rétt til þess
að vera sjálfstætt kjördæmi.
Allt mælir með þvi, hvaða
heildarskipulag, sem annars er
á kjördæmunum. Þannig hefði
Akureyri átt að vera scrstakt
kjördæmi í því skipulagi, sem
þríflokkarnir hugsa sér, því að
ekki getur það talizt réttlætis-
mál að hafa þennan mjög ört
vaxandi bæ í kjördæmi með
sýlunum á Norðurlandi, þar
sem fólksfjölgunin er miklu
hægari og sjónarmiðin á
margan hátt ólík að öðru leyti.
ÓGÆFUVÆNLEGT
NÁBÝLI.
í raun og veru gerist því
tvennt, sem athugavert er við
væntanlega kjördæmaskipun,
að því er tekur til Norður-
lands og Akureyrar. í fyrsta
lagi sú óvirðing í g'arð höfuð-
borgar Norðurlands að svipta
hana einu greinilegasta sjálf-
stæðistákni sínu og í öðru lagi
það glapræði að ætla svo stór-
um bæ og ört vaxandi að vera
í kjördæmi með sveitum.
Af því mun leiða, svo að
ekki þarf um að villast, að
sveitirnar eiga örðúgt með að
halda til jafns við Akureyri í
slíku nábýli, ÁN ÞESS ÞÓ að
Akureyri sé tryggð sú aðstaða
til þjóðmálaáhrifa, sem verða
mundi, ef hún væri sérstakt
kjördæmi og fjölgað væri
þingfulltrúum héðan. Það
er því hvorki Akureyringum
né íbúum sýslnanna til hags-
bóta að steypa saman hinum
gömlu kjördæmum á Norður-
landi í eitt. Nauðungar,,gift-
ing“ af því tæi mun leiða til
mikillar sundurþykkju og lít-
illar gæfu, svo sem ávallt er,
þegar fólki er þröngvað á einn
eða annan hátt til að eigast.
TILLAGA FRAMSÓKNAR-
FLOKKSINS.
Framsóknarflokkurinn hefur
lagt fram tillögur í kjördæma-
málinu, og samkvæmt þeim á
að viðhalda gömlu kjördæm-
unum en bæta við nýjum á
helztu þéttbýlissvæðum eða
bæta við þingmönnum í hin'-
um gömlu þéttbýliskjördæm-
um. Jafnframt leggur Fram-
sóknarflokkurinn til, að upp-
bótarsætum verði haldið, til
þess að jafna hlut þeirra
flokka, sem lítið fylgi eiga í
strjálbýlinu.
í þessum tillögum er tekið
nokkurt tillit til allra sjónar-
miða, sem uppi eru í kjör-
dæmamálinu, og á þessum
grundvelli hefði mátt semja
um lausn kjördæmamálsins og
sætta alla flokka á lausnina,
en svo mjög er íhaldinu í mun
að deila og drottna, að ekki
virtist koma til mála að ræða
þessar tillögur, hvað þá meira.
AKUREYRI FÁI FI.EIRl
ÞINGMENN.
í tillögum Framsóknar-
manna er gert ráð fyrir að
fjölga þingmönnum fyrir Ak-
ureyrarkjördæmi, hafa hér
tvo þingmenn í stað eins, svo
sem nú er. Ef Akureyringar
sjálfir hefðu niátt ráða þessari
skipan í stað íhaldsbroddanna
í Rcykjavík, þarf ckki að efa,
að’ 'þejr..Jhpfð«.kosið. þá .leið,.
sem Framsóknarmenn vilja
fara, þ. e. að halda kjördæm-
inu og bæta við þingmanni
fyrir kaupstaðinn. Er það
sýnu skynsamlegri Iausn cg
meira í samræmi við virðingu
höfuðstaðar Norðurlands, en
sú skipan, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn ætlar að koma á
með atfylgi fomvina sinna,
Moskvu-kommúnistanna.
KOSNINGA-
SKRIFSTOFAN
er í Hafnarstræti 95.
SÍMI 1443
Heimasími
Ingvars Gíslasonar
1746
MUNIÐ að kjósa áður
en )>ér farið úr bænum,
ef víst er, að |>ér verðið
fjarverandi á kjördegi.
MINNIÐ aðra á að
kjósa.
KOSNINGASKRIFSTOFA
FRAMSÓKNARFL.
„Tilslökmi á rctti okkar kemur að sjálfsögðu
ekki til greina“
Rætt við Ingi'ar Gíslason, frambjóðanda
Framsóknarflokksins á Akureyri.
Þátturinn náði nýlega tali af Ingvari Gíslasyni, lögfræðingi,
frambjóðanda Framsóknarflokksins á Akúreyri. Ingvar er enn
ungur að árum, aðeins 33 ára gamall, en hefir þó lagt gjörfa
hönd á margt og ríkir mikill einhugur meðal Framsóknarmanna
hér í bæ um framboð hans. Sérstaklega fagna ungir Framsókn-
armenn framboði hans, því að hann er glæsilegur fulltrúi unga
fólksins í kosningum þeim, sem í hönd fara. — Því miður gafst
ei kostur á, sökum rúmleysis í blaðinu, að >-æða við hann nema
um tvö málefni, en þátturinn væntir þess að síðar gefist tæki-
færi til áframhalds á þessu spjalli.
Hvað vilt þú, Ingvar, segja
um kjördæniamálið?
í fyrsta lagi finnst mér að
hrapað sé að afgreiðslu máls-
ins með því- að ákvörðun er
tekin í mikilli skyndingu. Eg
tel að sjálfsögðu alveg rétt að
breyta átti kjördæmaskipun-
inni, eða lagfæra, en eg tel að
öll rök mæli með því að
haldið hefði verið hinum
gamla grundvelli hennar og
lagfæringin hefði farið fram
með sama hætti og fyrri
breytingar á kjördæmaskip-
uninni, og með því hefði verið
hægt að sætta alla flokka um
afgreiðslu málsins.
.. Vanu ekki )Vv.instri stjórnin“
citthvað að breyíingum á
kjördæmaskipunipni?
I stjórnarsáttmála „vinstri
stjórnarinnar" 1956, var
ákvæði um að stjórnin ynni að
lagfæringu á kjördæmaskip-
uninni, og hafnar voru undir-
búningsumræður milli þáver-
andi stjórnarflokka um málið,
og voru horfur á samkomulagi
góðar að því er virtist.
En þá sagði stjórnin af sér?
Já, — upp úr þessu,m við-
ræðum slitnaði eðlilega eftir
að stjórnin sagði af sér, og Al-
þýðuflokksþing samþykkti
ályktun sína í kjördæmamál-
inu um það leyti, sem stjórnin
var að falla. Er ekki annað
sýnna en samgangur hafi ver-
ið milli Sjálfstæðismanna og
margra ráðamanna í Alþýðu-
flokknum um að tengja þessa
flokka saman um þetta mál,
því að skömmu seinna yfirlýsa
Sjálfstæðismenn vilja sinn til
breytinga á kjördæmaskip-
uninni mjög í sama anda, þ. e.
að landið verði fá kjördæmi
með hlutfallskosningu. Fyrir
þann tíma hafði Sjálfstæðis-
flokkurinn ekki fastmótaða
stefnu í kjördæmamálinu, en
virtist þó fremur hneigjast til
einmenningskjördæma. í um-
ræðum flokkanna um stjórn-
armyndun í desember strand-
aði samkomulag ekki sízt á
því, að Sjálfstæðisflokkurinn
gerði það að algjöru skilyrði,
að kjördæmamálið yrði leyst
þegar í stað og á þeim grund-
velli, sem hann hafði lagt.
Og „pínulitli flokkurinn“
beit á agnið?
Já, því miður, og upp úr því
var minnihlutastjórn Alþýðu-
flokksins mynduð í skjóli
Sjálfstæðisflokksins, og var
meginstefn uskráratriði stj órn -
arinnar að koma fram kjör-
dæmabreytingunni. Þingfylgi
höfðu þessir flokkar þó ekki
til þess að fylgja málinu fram,
en eftir mikil átök og umbrot
tókst að vinna fylgi kommún-
ista og allan þennan tíma hafa
Framsóknarmenn barizt af;
eldmóði gegn hinni róttækút
breytingú ‘cfg*'tí?ff9 lil'gr iTSfh'
tillögur, sem- foIa-í-sé>'-allmikl-
ar breytingar, en byggja þó á;
hinum forna grunfiÞ héraða-
kjördæjnarina, Kosningarnar í:
sumai’ rriunú’ fýrst' ög fremst
snúast um kjördæmamálið, og
veltur það því mjög á afstöðu
kjósenda, hverjar lyktir málið
fær.
Því hefir verið haldið mjög
fram af andstæðingum Fram-
sóknarflokksins, að hann
berðist gegn hinni nýju kjör-
dæmaskipan af flokkshags-
munum einum saman. Hvað
vilt þú segja um það, Ingvar?
Framsóknai'flokkui'inn beist
ekki gegn þessari breytingu
vegna þess að hann telji
flokkshagsmunum sínum
stefnt í voða, því að það mun
sannast, að ef hið fyrirhugaða
skipulag kemst á, þá nýtast
atkvæði Framsóknarmanna
vfða betur en nú er. — Annars
er það mín skoðun, að hin
nýja kjördæmaskipun feli í
sér alla þá annmarka, sem
gamla skipulagið er talið hafa,
en kostum hins gamla skipu-
lags er hins vegar kastað fyrir
róða. — Á það má benda, að
þó að fyrirhugaðar breytingar
nái fram að ganga, mun mik-
ill mismunur verða á fólks-
fjölda í kjördæmunum, og það
hlutfall, sem gert er ráð fyrir
við upphaf breytinganna, get-
ur að sjálfsögðu breytzt,
þannig að eitt kjördæmi vaxi
öðru yfir höfuð. Eins sýnist
augljóst, að hlutfallskosning-
arnar leysi ekki það vandamál
að fullur jöfnuður náist milli
flokkanna, enda gerir hið nýja
skipulag ráð fyrir að haldið
verði uppbótarþingsætum til
jöfnuðar milli flokkanna. Eg
álít því að sú kjördæmaskip-
un, sem stefnt er að, verði
ckki til ncinnar frambúðar.
Það verður farið að úthrópa
hana sem ólýðræðislega og í
alla staði óhafandi, og þá sýn-
ist nokkurn veginn augljóst
að stefnan verði sú, að gera
Framhald á 7. síðu.