Dagur - 27.05.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 27.05.1959, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 27. maí 1959 Bagijr ir gæðingar á skeiðvelii „Léltis" viS Eyjafjarððrá Góðhestakeppni og kappreiðar - Fjörutíu og sjö hestar komu fram og fjöldi fólks horfði á Styrktarféiag fangefinsia stofnað á Ákureyri sl. föstudag Formaður þess er Jóhannes Óli Sæmundsson 1 Kappreiðar og góðhestasýning IJestamannafélagsins Léttis á Akureyri eru haldnar á ári hverju, og nú hin síðari ár á bökkum Eyjafjarðarár, skammt sunnan við flugvöllinn hér sunn- an við bæinn. Þar er skeiðvöllur félagsins og æfingarsvæði. Þrennt var einkum skemmtilegt við þetta mót Léttis á sunnu- daginn. í fyrsta lagi hafa veður- guðirnir verið skapmildir með afbrigðum að undanförnu, svo að gras hefur gróið mjög ört, tré laufgast og öll skepna fagnað hjýindum og sönnu sumri. Eyja- fjarðaráin hélt sér nokkurn veg- inn í skefjum, þótt hún væri meira en bakkafull er líða tók á daginn í lok kappreiðanna. Þá er að geta þess, að hestarnir voru flestir vel hirtir, fallegir á að líta og margir hreinir gæðingar, áhorfendum augnayndi og eig- endum til sóma. Ekki er trútt um, að hestarnir séu að vaxa knöpunum yfir höfuð, þ. e., að hestarnir hafi tekið meiri fram- Þetta segi ég nú: „KJÓSIÐ um ávirðingar I vinstri stjómarinnar,“ segir Sjálfstæðisflokkurinn. „KJÓSIÐ um herstöðvar og kaupbindingu,“ segja komm- únistar gegnum barka Al- þýðubandalagsins. „KJÓSIÐ um fjárhagsbjarg- ráðin og blíðan róm ráðhcrr- anna. Munið, að við höldum ætíð loforð og samninga,“ segir Alþýðuflokkurinn. SVO stilla þeir sér upp og kyrja í kór: „Kjósið ekki um kjördæmabreytinguna.“ ÞINGMÖNNUNUM á sum- arþinginu eru ekki ætlaðir langir lífdagar, því að aftur á að kjósa í haust. Þeim er ætl- að aðeins eitt: Að greiða at- kvæði um hina óvinsælu stjómarskrárbreytingu. ÞAÐ er ekki furða, þótt þríflokkarnir vilji sló ryki í augu kjósenda, sem þcir cru að reyna að hlunnfara. Þeir munu leggja geysikapp á blekkingarnar og fagurgalann, þar til þeir hafa fengið kjör- dæmabrcytinguna samþykkta á sumarþinginu, og fjölgað hefur verið þingmönnum Suð- Vesturlands. Þá munu þeir ætla sér að lyfta grímunni og þykjast hafa í fullu tré við dreifbýlið. NEI, nú skal kjósa um kjör- dæmamálið eitt. Burt með öll flokksbönd í því máli. Tökum allir höndum sanian, dreifbýl- ismenn! HLUSTUM ekki á söng þrí- flokkakórsins, á meðan báfinn ber að hinum hættulegu skerjum. Björgum rétti okkar til lands, og berjumst ekki í fylkingu Suð-Vesturlands gegn sjálfum okkur og héruð- urn okkar. — X. förum en reiðmennirnir. í þriðja lagi er ánægjulegt að sjá árlega fleiri og áhugasamari áhorfendur á kappreiðum og hrossasýning- um. Góðhestakeppnin. Urslitin í alhliða góðhesta- keppni urðu þau, samkvæmt úr- skurði dómnefndarinnar, en hana skipuðu: Björn Jónsson, Stein- grímur Óskarsson og Steingrímur Níelsson: Hrafnhildur, eigandi Pétur Þorvaldsson, Akureyri, hlaut fyrstu verðlaun, verðlaunabikar- inn. Dómsorð: Léttbyggð, gang- mikill og fjölhæfur gæðingur. — Hrafnhildur er 9 vetra. Draumur, eigandi Eirikur Brynjólfsson, Kristneshæli, hlaut önnur verðlaun. Dómsorð: Fjöl- hæfur, ljúfur, gangmikill og vel taminn gæðingur. Draumur er 7 vetra. Ofeigur, eigandi Hallur Jó- hannesson, Akureyri. Dómsorð: Glæislegur fjörhestur með drif- miklum gangi. Hesturinn er 8 vetra. í fjórða og fimmta sæti urðu svo Stjarna Guðmundar Snori-a- sonar, Akureyri, 7 vetra, og Freyfaxi Sverris Haraldssonar í Skriðu, 9 vetra. Klárhestar með tölti. Víkingur, eigandi Árni Magn- ússon, Akureyri. Dómsorð: Áferðafallegur tölthestur með ljúfan vilja. Aldur 9 vetra. Flosi, eigandi Helgi Hafliðason. Dómsorð: Léttbyggður, ljúfur töltari með glaðan vilja. Flosi er 15 vetra. — (Frarnh. á 7. bls.). Á föstudaginn var stofnað hér í bænum nýtt félag, líknarfélag, er ber nafnið Styrktarfélag vangef- inna. Var félagsstofnunin gerð að umtalsefni áður hér í blaðinu. — Tilgangur hins nýja félags er sá, að hjálpa vangefnu fólki á eipn og annan hátt. Á fundinum á föstudaginn var Jóhann Þorkelsson héraðslæknir fundarstjóri, Erlingur Davíðsson fundarritari. i Framsögumaður var Jóhannes. Óli Sæmundsson námsstjóri. Þótt fundur þessi væri fámennur höfðu 58 manns óskað að gerast félagar,- þótt ekki væru þeir allir mættir. Samþykkt var að stofna Styrkt Y f irlögregluþ jóns- starfið Þegar Dagur benti á hæpna málsmeðferð í sambandi við veit- ingu yfirlögregluþjónsstarfs hér í bæ, kipptist íhaldið við. saman- ber síðasta íslending. En við- brögð þess gefa ótvírætt til kynna, að það og kratar hafa um það samið í vetur eða áður, hver embættið hlyti. Sérmenntuðum lögreglumanni var ráðið frá að sækja, og sýnir það leynimakkið og að auglýsingarnar um stöðuna voru skrípaleikur einn. — Það hefði hins vegar eflt lögreglu bæjarins, að fá mjög hæfan og æfðan yfirmann, og í því fellst alls enginn áfellisdómur yfir þeim tveim lögreglumönnum hér í bæ, sem sóttu um starfið og báðir hafa getið sér gott orð. Þá þótti það harla einkennilegt — þegar upp komst — að annar umsækjandinn, Gísli Ólafsson, var „hækkaður í tigninni“ og gerður að yfirmanni lögreglu- þjónanna næstur yfirlögreglu- þjóni og því haldið leyndu fyrir Iögregluþjónunum hvað þá öðr- uin. íslendingur bætir gráu ofan á svart og segir að þetta hafi skeð fyrir 3 eða 4 árum. Leyndin hef- ur því staðið lengur en álitið var og bætir það sízt hina ógeðfelldu málsmeðferð. arfélag vangefinna. Einnig voru samþykkt lög félagsins — að mestu sniðin eftir lögum sams konar félags í Rvík. Stjórn félagsins skipa: Jóhann- es Óli Sæmundsson, formaður, Bára Aðalsteinsdóttir, ritari, Al- bert Slövason, gjaldkeri, og með- stjórnendur Jón Ingimarsson og Jóhann Þorkelsson. Varastjórn: Þorgeir Pálsson, Agnete Þor- kelsson, Hjörtur Eiríksson, Har- aldur Sigurðsson og Páll Gunn- arsson. Stofnendur eru þeir taldir, sem láta innrita sig í yfirstandandi mánuði. Leitað að trillubát Eftir hádegi í gær hóf mótor- báturinn Helga frá Húsavík leit að trillubát, sem fór á handfæri út að Grímsey á föstudaginn og ekki hefur til spurzt frá því á sunnudagskvöld. Það var Jóhannes Straumland, sem í róðurinn fór og var einn á bátnum. Hann kom til Grímseyj- ar á laugardag. Á sunnudags- kvöldið hafði bátur úr Ólafsfirði samband við hann og eru það síðustu fréttir af bátnuin. Þegar blaðið leitaði frétta um þetta á f jórða tímanum í gær, var Helga búin að koma auga á bát, en greindi ekki, vegna fjarlægð- ar, hvaða bátur það var. Fregnir Iiafa nú borizt um, að báturinn sé fundinn. Vélin liafði bilað en ekki annað orðið að. Hámarksliraði innan- bæjar 35 km. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt, eftir tillögu umferða- nefndar, að breyta ákvæði lög- reglusamþykktar bæjarins um hámarksökuhraða þannig, að hann verði 35 km. á klst. í stað 25, sem verið hefur. Ennfremur hefur verið sam- þykkt, að kantsteinar verði fram- vegis málaðir með gulri málningu í stað rauðrar, þar sem bifreiða- stöður eru bannaðar. B Margt nianna horfði á góðhestakeppni og kappreiðar Léttis á sunnudaginn. Myndin tekin vestur yfir Eyjafjarðará. (Ljósmynd: E. D.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.