Dagur - 27.05.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 27.05.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 27. maí 1959 Ðagijk Skrilstol.i í 1 l;ilh.iimnni !)() — Sími Híifj RITSTJÓRI; E R L i N c; lí R I) A V í 11 S S (1 N Aui'lýs'mgaMjóti: J Ó N S A MÍE L S S () N Argaitgtiriiin koslur kr. 7.rt.00 HlaðiA kemur tif á iiiiAvikudögiMn og laugárclögum, |in>ar efni stamla til Cjalddagi cr 1. júlí 1’UF.NTVrRK <)1)I)S ItJÖUNSSONAR ll.f. Kjósa skal um eitt mál SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁNNI eiga kosningar að fara fram, ef Alþingi samþykkir breytingu á stjórnarskránni. Síðasta Alþingi sam- þykkti breytingu á kjördæmaskipuninni. Þess vegna fará þingkosningar fram nú í næsta mán- uði, þótt enn sé ár eftir af kjörtímabilinu. Kosn- ingarnar snúast að sjálfsögðu um stjórnarskrár- breytinguna — það er hún, sem kosið er um. — Alþingi, sem kallað verður saman eftir kosn- ingarnar samþykkir eða synjar þessari breytingu. Staðfesti þingið samþykkt þríflokkanna frá síð- asta Alþingi, tekur kjördæmabreytingin gildi, annars ekki. Þingið í sumar fjallar eingöngu um þetta mál. Alþingismenn ber því fyrst og fremst að kjósa eftir afstöðu þeirra til þess, hvort þeir vilja láta leggja héraðakjördæmin niðúr og stofna stór, fá kjördæmi með hlutfallskosningu eða fara aðrar leiðir, án þess að þurrka gömlu hér- aðakjördæmin út. Tæplega þarf að efast um það, að fólk sé almennt búið að glöggva sig á þessum atriðum, þess vegna er það skaðlaust, þótt t. d. Morgunblaðið prediki hvað eftir annað, að það sé ýmislegt annað, sem kosið verði um í vor, með- al annars, og jafnvel fyrst og fremst, verði kosið um vinstri stjórnina! Stjórnarblöðin fylgja þessari ályktun sinni i verki og eyða mestu af sínu pólitíska púðri á vinstri stjórnina, en sneiða hjá rökræðum um kjördæmamálið — hið stóra og örlagaríka mál, sem er hrein herferð gegn héruðum landsins. En hinn málaefnalegi flótti er ekkert undarlegur. Æ, íleiri finna til skyldunnar við sveit sína og hérað og láta flokksböndin ekki blinda sér sýn. „Nú er færi á að leggja undirstöðu hollari stjórnarhátta í framtíðinni," segir Morgunblaðið á föstudaginn. Og Morgunblaðsmennimir fengu nýja bandamenn til liðs við sig, það voru kofttm- únistar. Ekki hefur verið farið dult með það hing- að til á síðum Morgunblaðsins og í öðrum flokks- blöðum Sjálfstæðismanna, hvers helzt væri að vænta frá hinum rauða söfnuði hvað blessað lýð- ræðið snertir. Það gefur nokkuð glögga hugmynd um kjördæmabreytinguna, „undirstöðu hollari stjórnarhátta" á íslandi, að kommúnistar eru henni mjög fylgjandi. Sannleikur málsins er sá, að Sjálfstæðisflokkur- inn tók málið upp á arma sína af flokkspólitískum ástæðum, sem hann setur ofar þjóðarhag. Komm- únistar fylgja því af því að kjördæmabreytingin veikir lýðræðið í landinu og Alþýðuflokkurinn notar málið af lítið meiri gætni en upphafsmaður þess í þeim flokki notar vandmeðfarin lyf. En þessar ástæður réttlæta ekki flausturslega breyt- ingu á kjördæmaskipuninni. Ekki eru útsendarar þríflokkanna, sem brátt munu ganga fyrir hvers manns dyr og biðja um fylgi til að afmá sýslukjördæmin, sérlega öfunds- verðir. Þeim verður sveitafólkið að svara einum munni og neita að kjósa hvern þann mann, sem ekki lofar því hátíðlega, að réttur og áhrifaaðstaða héraðanna haldist óskertur. Svikin í raforkuframkvæmdunum og verðlags- grundvelli iandbúnaðarins, niðurgreiðslurnar, lögboðin launaskerðing og fölsuð fjárlög, eru sýn- ishorn af því, sem koma mun, ef tilræðið við hér- aðakjördæmin nær fram að ganga. Fimmtugur sl. suimudag: Jón Sigurgeirsson, yfirkennari og iðnskólastjóri Af öllum þeim mörgu prúð- mennum og gæðadrengjum, sem eg hef kynnzt á lífsleiðinni og orðið samferða lengra eða skemmra skeið á eilffri og óstöðvandi vegferð allrar skepnu frá vöggu til grafar — tel eg naumast annan líklegri né mak- legri að erfa stóra og væna skák framtíðarlandsins en einmitt vin minn og samstarfsmann Jón Sig- urgeirsson, yfirkennara Gagn- fræðaskólans á Akureyri og skólastjóra Iðnskóla Akureyrar, en hann átti fimmtugsafmæli á sunnudaginn var og var þá hyllt- ur að maklegleikum og honum sýndur margs konar virðingar- og vináttuvottur af stórum hópi frændliðs, vina, samstarfsmanna og nemenda í tilefni þessara merku tímamóta á ævi hans. Má það sjálfsagt kallast, að blöð og útvarp hafi sitthvað fréttnæmt að segja af því, sem gerðist þá um daginn og hugsað var, sagt og gert Jóni til heiðurs, og verður því ekki við það dvalizt í þeim fáu línum, er hér verða skráðar. — En því aðeins nefndi eg í upp- hafi þessa máls óvefengjanlegan og öruggan erfðarétt „afmælis- barnsins* til framtíðarlandsins, að sá réttur byggist og grundvallast á hvergi lakari heimildum eða fyrirheitum en því sæluboði meistarans mikla í Fjallræðunni, þar sem lýst er hlutskipti og erfðarétti hinna hógværu til landsins og framtíðarinnar. Og Jón Sigurgeirsson er vissulega hógvær maður, svo að af ber, og raunar á marga lund svo fágætur drengur og framúrskarandi sakir hjartahlýju sinnar, skapstillingar, góðfýsi, grandvarleika og hvers konar mannkosta annarra — að, því verður með engu móti gerð nokkur sæmileg skil að lýsa hon- um, dagfari hans og viðbrögðum öllum, nema þá helzt í miklu lengra máli en svo, að því verði hér viðkomið að sinni. Og þó raunar alls ekki til fullrar hlítar rökstutt eða sennilegt gert, að hér sé hvergi ýkt eða stækkað um skör fram lofið, sem á hann er borið, — nema með því einu móti, að menn eigi þess sjálfir kost að sannreyna þetta með per- sónulegum kynnum og helzt þó í áratuga samstarfi, í blíðu og stríðu. En af slíkri reynslu er hér einmitt mælt og vitnað, heilshug- ar um staðreyndir einar. Nemendum Jóns Sigurgeirs- sonar, nánum vinum hans og samstarfsmönnum, mun hins vegar ekki þurfa að segja þessa sögu oft né ítarlega, svo að'þeir trúi henni án hiks nokkurs eða vefengingar, enda þekkja þeir hana að ósögðu og vita mæta vel, að lýsingin er sönn og rétt, það sem hún nær. Mikið lán er það og heill hverri þeirri stofnun og hverju því samfélagi, þar sem slíkir drengir ganga óskiptir, heilshugar og ennþá á góðum manndómsaldri að fræðslu-, upp- eldis- og mannbótastörfum og hafa ennfremur til þess aðstöðu og mannaforráð að láta þar nokkuð til sín taka og ráða að verulegu leyti starfsaðferðum sínum og stefnu. Hærra er að vísu blásið í herlúðrana og æsi- legar barðar bumbur áróðurs og lýðskrums í sambandi við störf og umbótaviðleitni ýmissa ann- arra stétta og manna, ekki sízt þeirra, sem sjálfir ganga fram fyrir skjöldu, eða ýtt er og att af öðrum fram í fremstu víglínu, þegar svo ber undir —á hólmi þjóðmálabaráttunnar og valda- streitunnar á hinum „æðstu“ stöðum, enda skal hér ekki í efa dregið, að stórmiklU máli skipti það á stundum, hverjir veljast þar til forustu. En hitt er þó engu að síður rétt og satt, að sízt verður það markað af hávaðan- um einum, herblæstrinum né vopnagnýnum, hvar þeir muni helzt gerast eða hvernig — at- burðirnir, sem mestum örlögum valda eða úrslitum ráða í menn- ingarbaráttu og framsókn þjóðar- innar og kynslóðanna, þegar til lengdar lætur eða dýpra er skyggnzt en á yfirborðið eitt hinnar miklu og torræðu móðu menningarinnar, sögunnar og framvindunnar. Sú er trúa mín, að hlutverk hinna trúu, hljóðu og hógværu ræktunarinanna landsins og andans muni þar sizt ómerk- ara reynast né minni örlögum ráða, þegar öll kurl koma til grafar og lengra er haldið, — en hinna, sem harðast vegast á, há- værast láta og víglegast fyrir lýðsins augum. Allir hinir fjölmörgu vinir Jóns skólastjóra Sigurgeirssonar óska honum blessunar og langra líf- daga í tilefni fimmtugsafmælis hans, þakka unnin störf, alúð hans og vináttu á liðnum árum. Jóhann Frímann. - Gróðursetning G. A. Framhald af 1. siðu. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að börn innan 11 ára, sem ekki eru í fylgd með fullorðnum, getum við ekki flutt til skóg- ræktar. Vegna flutninganna kæmi sér vel að Ármann Dalmannsson (sími 1464) eða undirritaður fengju að vita um þátttöku fyrir hádegi á laugardag. Aðstoð við fólksflutningana yrði vel þegin. Eg þakka ágæta þátttöku í skógræktarferðum á undanförn- um Þorsteinsdögum og vænti þess að hún vérði nú meiri en nokkru sinni áður. Tryggvi Þorsteinsson. Baðmoftur 6 litir. Algjör nýjung. JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD KRYDDJURTIR. Nú er blessað vorið komið og sáningartíminn að hefjast. Þeir, sem eiga matjux-tagarða, eru farnir að hreinsa hann og plægja. Garðinum má ekki sníða of þröngan stakk. Æskilegt er að stærð hans sé þannig, að hann geti fullnægt grænmetisþörf heimilisins sem lengstan tíma árs. Það bofgar sig ekki að hafa gai'ðlandið stærra en það, að vel sé viðráðanlegt í hii'ðingu, vegna þess að uppskeran veltur að miklu leyti á góði'i umhii'ðu og aðbúð. Þegar sett er niður í garðinn má ekki gleyma kx-yddjui'tunum, sem þui'fa sitt pláss. Þeim, sem þykir gaman að laga mat og bragðbæta hann með öðru en salti og pipar, geta auðveldlega ræktað kryddið sjálfir. GRASLAUKUR. Þetta er harðgerð , fjölær jurt, er setur aðeins öi-smáa lauka, en hefur græn, hol og safarík blöð, og eru þau notuð sem ki-ydd í mat og matvæli. — Graslaxiknum er fjölgað með fræsáningu, eða með skiptingu, á svipaðan hátt og rabarbara og fleiri jurtum. — Lauknum er valinn staður í gai'ðinum, þar sem hann getur fengið að vaxa í friði í nokkur ár. í matjurtagai'ðinum er þægilegast að rækta graslaukinn á beði, sem er um 120 cm. á breidd. Hæfilegt er þá að hafa 5 raðir á beðinu og 15 cm. á milli plantna í röðunum. Blöðin þurfa að fá að vaxa vel, áður en þau eru skoi'in. Ei'u þau skoi'in niður við moldina og bundin í smá knippi og geymd þannig, þar til þau eru notuð. Ný blöð vaxa þá fljótlega í staðinn og hægt er að hafa fleiri „upp- skerur“ á sumri á þennan hátt. Graslaukui'inn hef- ur gott af því að fá áburðai'vatn við. og við, það örvar vöxtinn. Rétt er að skipta lauknum og gróð,- ursetja hann um á þriggja til fjögurra ára fresti. STEINSELJA (Pétursselja eða persilla). ■«?8».*•*«II....................... ....... Hér er raunar um tvær tegundir ,að ræða og hafa þær veríð kallaðar seljurót og blaðselja, eftir því hver hluti plöntunnar er hagnýttur. Hagkvæm- asta og öruggasta ræktunaraðferðin er að sá í gróð- urreit (eða kassa, sem geymdur er á björtum stað) að vorinu og gróðui'setja síðan úti í garði. Gott er að hafa 30 cm. milli raða og 5 cm. milli plantna í röð- um, sem er æskilegt vaxtari'ými, til þess að jurtin skjóti kröftugum rótum, en kröftug rót er frum- skilyrði fyrir stórum og góðum blöðum. , Steinseljan er tvíær og ber þi'oskað fræ síðara árið. Þarf því að sá henni árlega. Ársgamlar rætur gefa þó góð, notadi'júg blöð, framan af sumi'i, ein- mitt áður en nýju plönturnar koma í gagnið. Notkun. — í matreiðslunni á steinseljan víða heima. Er hún notuð í súpur, sósur, salöt til bragð- bætis og til skrauts á steikur o. fl. Við notkun ríð- ur á að tekið sé tillit til þess að bragð, og einkum hinn fíni keimur blaðanna, fer forgörðum við suðu eða mikinn hita. Einkum eru það blöð blaðseljunnar, sem notuð eru, en einnig má nota blöð seljurótaiinnar. Þá má einnig nota rót blaðseljunnai', þótt hún sé venju- lega minni en rót seljurótai'innax'. Rótin er soðin, notuð í salöt og sósur. — O. Á. Veiðiþjófar stangast Á sunnudagskvöldið bar svo við norðvestur af Galtarvita, að tveir brezkir veiðiþjófar í'enndu skipum sínum saman. Við áreksturinn kom gat á síðu annars togaraus og varð hann að halda heimleiðis. Höggvið var á togvíra beggja skipanna strax og skipin rákust á. Aðstoð Óðins var afþökkuð, en bi'ezka herskipið Agincourt kom fljótt á vettvang og tók hina ógætnu veiðimenn undir verndarværtg sinn. Auglýsingasími Dags er 1166 |

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.