Dagur - 10.06.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 10.06.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 17. júní. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. júní 1959 31. tbl. Rafmagnslaus! í rúman sólarhring í HRETINU um helgina varð bær- inn og nærsveitir raíniagnslausar, nánar til tekið lrá kl. tæplega 7 e. h. á mánudag til kl. 10 í gærkveldi. Háspennulína á Vaðlaheiði hafði bilað, kubbazt alveg sundur, allir vírar á tveim stöðum og tveir vír- anna á þriðja staðnum. Feiknarleg ísing olli skemmdun- nm. Isingin mældist 30 cm, og er það með eindæmum. Vírarnir, sem víðast eru í um 6 m hæð, lágu á jörð milli stauranna. Á 3 km kafla þurfti að berja klakann af vírunum, og var það mikið verk. Þá tafði ó- veðrið og ófærðin viðgerðarfram- kvæmdir. Viðgerðirmennirnir voru þreyttir mjög að verki ioknu. Þeim, sem heima sátu, þótti seint ganga við- gerðin, en sennilega hefði þó eng- inn viljað skipta. Kjósendafundir á Dalvík og Ólafs- firði haldnir í síðusfu viku Framsóknarflokkurinn boSaði til almennra kjósendafunda á Dalvík og Ólafsfirði í síðustu viku. Fundir þessir, sem haldnir voru í samkomuhúsum staðanna, voru ágætlega sóttir og góður rómur gerður að ræðum frum- mælenda. Dalvíkurfundurinn var hald- inn á þriðjudaginn. Frummæl- endur voru þau frú Edda Eiríks- dóttir, Stokkahlöðum, Garðar Halldórsson, Rifkelsstöðum og Bernharð Stefánsson alþingis- maður og töluðu þau í framan- greindri röð eða í öfugri röð við sæti þeirra á framboðslistanum. Að frumræðum loknum tóku til máls: Valdimar Sigtryggssori skrifstofumaður og Helgi Símon- arson á Þverá. Fundarstjóri var Jón Jónsson frá Böggvisstöðum. Olafsfjarðarfundurinn var haldinn á fimmtudaginn 4. júní og var þar húsfyliir. Fundarstjóri var Björn Stefánsson. Frummæl- endur voru: Bernharð Stefáns- son, Garðar Halldórsson, Björn Stefánsson og Eysteinn Jónsson. Frá Akureyrarfundinum hefur áður verið sagt. En hann var mjög fjölmennur og margir, sem tóku til máls. ¦ :¦ ^** Banaslys á minkaveiðum í Skagaf. Talið frá vinst.-i: Alexander Stefánsson, Egill Jóhannsson, Jón Steinn Halldórsson, Tryggvi Gunnars- son, skipasmíðamcistari, Halldór Jónsson, útgerðarmaður, Leifur Halldórsson, Sigurjón Kristjánsson, skipstjóri, Kristmundur Halldórsson, Bjarni Jóhannesson, forstjóri Útgerðarfél. KEA. — Fremst er ungur sonur Haildórs, Víkingur að nafni. — Myndin tekin um borð. —--(Ljsmynd: G. K). æsíSegur báiur frá í gærkveldi varð það slys í Sléttuhlíð í Skagafirði, að ungur maður, Oddur Tryggvason í Lónkoti, beið bana af slysaskoti. Oddur var á minkaveiðum er þetta bar til og er þess getið til, að byssukúla hafi endurkastast úr klöpp eða steinflís hafi valdið slysi þessu, en það var órannsak- að er blaðið hafði fregnir af. Hvalur við Grænland Færeyska blaðið Dimmalætting ræðir nýlega um minnkandi hvalveiðar kringum Færeyjar. Bendir blaðið á að sögur fari af miklum hval við Austur-Græn- land og þar séu ekki verri mögu- leikar að koma upp yinnslustöð, en annars staðar, þóft stofn- kostnaður yrði mikill. Framkvæmdir Raf veit- unnar við Laxá Rafveitan hefur sent flokk Jíianna austur í Mývatnssveit til að breikka og dýpka Geirastaða- kvísl. Þar á ennfremur að setja stíflu eða loku til að reyna að tryggja jafnt rennsli úr Mývatni til orkuversins. Sennilega munu 40—50 menn vinna þar eystra á næstunni — mest við sprenging- ar o. fl. Framkvæmdir þessar hófust 1953, en hafa legið niðri tvö síðastliðin ár. Oddur heitinn • var einkasonur hjónanna í Lónkoti, stoð þeirra og stytta og prýðispiltur hinn mesti. Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA - Eigandi Halldór Jónsson útgerðarmaður í Olafsvík í tilefni af smíði nýs báts á Skipasmíðastöð KEA á Akureyri kom hingað fyrir helgina Halldór Jónsson úígerðarmaður í Óláfsvík, hinn nýi eigandi bátsins. Blaðið náði sem snöggvast tali af Hálldóri og ræddi við hann um stuiid.cn hann var þá á förum vestur, eftir að hinn nýi bátur hefði verið sjósettur. Halldór minntist á gamla tíma. Meðal annars gerði'hann saman- burð á lífi og störfum manna fyr- ir nokkrum áratugum í saman- j.burði við það, sem nú er. Áður Hér er verið að setja „Jón Jónsson" fram. — Ljósmynd: E. D.). bjó nær öll alþýða manna í hrör- legum vistarverum, nánar tiltek- ið í moldarkofum. En allir voru þó ánægðir og flestir voru bjart- sýnir á framtíðina. En nú lifa allir í allsnægtum og lúxusíbúð- um og eru þó margir mjög svartsýnir á framtíðina. Mörgu hefur þokað í rétta átt, Halldór? Þegar hinn mikli auðtir barst á fjörurnar með hernáminu og öllu sem því fylgdi, bæði til góðs og ills, verkaði hann að sumu leyti eins og deyfilyf. Okkar 170 þús. manna þjóð varð allt í einu rík og með fullar hendur fjár, og þá vildu allir framkvæma stóra hluti á sem skemmstum tíma. Við höfum farið hraðara en við máttum, til að jafnvægið raskað- ist ekki'. En þrátt fyrir það að hratt var farið tel eg ekki að við séum á neinni vonárvöl, ef við sýnum kjark og dugnað, ef við slítum ekki samhengið við þá at- vinnuvegi, sem þjóðih hefur.lifað af um aldaraðir og verður enn að setja allt sitt traust á, ef vel á að fara. Ólafsvík vaxandi staður? Eg þurfti fyrr á árum, eins og svo margir a&rir, að fara í at- vinnuleit að heiman og dvelja langdvölum fjarri heimili mínu, og þótti það síður en svo ánægju legt. Nú blasir velmegunin við okk- HALLDÓR JÓNSSON, útgcrðarmaður. ur hvert sem litið er. Heima í Ólafsvík eru tvö hraðfrystihús og ein fiskvinnslustöð og 15 dekk- bátar. Þar er mikið athafnalíf og hefur staðurinn verið byggður upp á 15 árum frá grunni, en ennþá eru hafnarskilyrði mjög léleg. I Ólafsvík eru 720 manns og hafa mjög mikla atvinnu árið um kring. Já, Ólafsvík er ört vaxandi staður. En stjórnarvöld landsins hafa verið of þröngsýn á þarfir okkar og hafa ekki komið nægilega til móts við atorku iólksins á staðnum. Og mun svo vera úti um land. Þú hefur lengi búið í Ólafsvík? Eg er nú orðinn 55 ára gamall og kom til Ólafsvíkur á fyrsta árinu. Útgerð mín hefst á því, að eg keypti bát ásamt félaga mín- um og gerðum hann út í tvö ár. Keypíi svo bátinn allan og hóf mína eigin útgerð ásamt sonum mínum. og fjölskyldu. Þessi bátur var 9 tonn, Víkingur að nafni. Hann var stækkaður í 14 tonn Framhald á 5. siuu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.