Dagur - 10.06.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 10.06.1959, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 10. júní 1959 Óraunliæf fjárlög Þegar núverandi ríkisstjórri tók við völdum, varð ramakvein stjórnarflokkanna enn fjölbreytt- ara og háværara en verið hafði hjá íhaldinu, enda munar um mannsliðið. Þó var það ekki vandinn af stjórnarstörfunumeða eggjunarorð tl þjóðarinnar, sem þessi hávaði stafaði af, heldur stóð vinstri stjórnin sáluga og verk hennar í gegnum stjórnar- iiðið eins og glóandi fleinn og varnaði fullrar skynsemi. Morg- unblaðið átti engin nægilega sterk orð til að lýsa þeim hörm- ungum, sem nýja stjórnin þyrfti að taka við af hinni fyrri. Oll loforð höfðu verið svikin og allir sjóðir tómir, sögðu stjórnarblöð- in. — Það var því síður en svo nokk- ur fögnuður hjá Bjarna Ben. og Emil þegar ljóst varð, að veru- iegur greiðsluafgangur var hjá ríkissjóði og útflutningssjóði og að til voru í landinu fiskbirgðir fyrir 70 milljónir króna. Bjarni Ben. lýsti þessu í þingræðu eftir áramótin af allri mælsku sinni hve allir sjóðir væru févana, en lauk ræðunnni með því* að telja Eystein Jónsson hinn mesta ó- reiðumann og tók til dæmis um það, að hér og þar fyndust sjóð- ir og nokkrir tugir milljóna í sumum. Von var, að þegar þetta bættist við þá staðreynd, að aldrei áður hafði atvinna í landinu verið meiri eða jafnari en í tíð vinsti'i stjórnarinnar, aldrei meiri fram- kvæmdir úti á landsbyggðinni, fólksstraumurinn til Reykjavík- ur stöðvaður og öll þjóðin — meira að segja íhaldið — hafði sameinast undir merki vinstri stjórnarinnar í landhelgismálinu, hafi stjórnarflokkunum fundizt vandlifað í ráðherrastólunum. Þótt vinstri stjórninni væri rist níð á hverjum degi í Morgun- blaðinu og Alþýðublaðinu mánuð eftir mánuð, vissu allir, að vin- sældir vinstri stjórnarinnar voru meiri og almennari um land allt en svo, að hægt væri með endur- teknum rógi að gera hana óvin- sæla. Hún var fyrir fólkið í land- inu og henni var stjórnað af því í gegnum samvinnu allra stéttar- félaga við stjórnina. Fjölbreytni tungunnar og hin- ar æfðu áróðursaðferðir íhalds- ins voru léttvæg fundin í saman- burði við heilbrigt athafnalíf, Nýr togari til Færeyja LAUST fyrir síðustu mánaðamót kom til Færeyja nýr togari, smíðað- ur í Portúgal. Skipið heitir „Leivur Össursson", 200 fet að lengd, og hefur lestarrúm fyrir 530 tonn mið- að við saltfisk. Skipið er útbúið nýj- um vélum til fiskimjölsvinnslu, sem unnið geta úr 12 tonnum á sólar- hring. Ennfremur írystigeymslu til frystingar á fliikum eða heilagfiski, ef með jrarf. Leivur Össursson þykir mjög vandað og glæsilegt skip. Eru vistarverur áhafnarinnar ekki stærri en á eldri togurum, en innrétting hagkvæmari og smekklegri. Mesti ganghraði á heimleið var 13.6 mílur. Leivur er farinn á veið- ar við Grænland. næga atvinnu og trausta stjórn- arforystu. Allt varð íhaldinu til ama. Jafnvel jrað, að það þyrfti að rekast á hinn trausta viðskilnað fyrrv. fjármálaráðherra og finna það, sem jreir leituðu að, en vildu ekki finna. Eitt stjórnarblaðanna nefndi Jietta sjóði í sokkbol og hafði háðuleg orð um. En nú er íhaldið leyst undan „ofurvaldi" og ráðríki Eysteins Jónssonar og fjármálastjórnin í annarra hönd- um. Loksins kom það í hlut íhalds og krata að afgreiða fjárlögin. Það var gott fyrir þessa flokka að geta nú sýnt hæfni sína og fjármálasnilli, sem þeir hafa lengi gumað af. Það reyndist þessum flokkum jró algerlega um megn að leysa þennan vanda á sómasamlegan hátt. Fjórlögin eru raunverulega fölsuð. Tekjuáætlun á ýmsum liðum var stórlega hækkuð, án þess að líkur bentu til að gæti staðizt. Utgjöldin voru hins vegar lækk- uð og er það í sjálfu sér virðing- arvert. En þegar litið er á, hvar lækkunin kemur niður, verður fyrst greinilegt hvert stefnir. Það á að skera niður rafvæðinguna í dreifbýlinu og til þess að tryggja sparnaðinn þar, var 10 ára áætl- uninni varpað fyrir borð sem slíkri og önnur áætlun gerð. Sú áætlun sparar þjóðinni 88 millj- ónir króna segja stjórnarflokk- arnir og dieselrafstöðvar eru al- veg nógu góðar í sveitamanninn. Afl fossa og fallvatna til að lýsa og verma heimili landsfólksins, fellur ekki inn í framtíðai'áætl- anir stjórnarflokkanna. Ræktunarsjóður, fiskveiða- sjóður og byggingasjóður eru all- ir tómir nú. Öllu hefur verið kastað í gin dýrtíðarófreskjunn-' ar. Venjulega hefur tekjuafgang- ur ríkissjóðs í ráðherratíð Ey- steins Jónssonar eflt þessa þurf- andi og nauðsynlegu sjóði. Þetta neitaði hin nýja stjórn að gera nú og felldi tillögur Framsókn- armanna um að verja nokkrum hluta af greiðsluafgangi síðasta árs til þessa. Húsbyggjendur, bændur og sjómenn geta þakkað núverandi stjórn fyrir hugulsemina, ef þeir eru í fjárþörf vegna fram- kvæmda og er neitað um lán. íhaldið hefur gefið loðin loforð um lán í sambandi við húsnæð- ismálasjóð ef vel tækist til um erlendar lántökur. í því sam- bandi er vert að minna á, að þeg- ar vinstri stjórnin tók erlend lán, hét það á máli Morgunblaðsins landsal eða föðurlandssvik, hvort sem þau lán voru tekin í austri eða vestri. Að vísu er einn stór munur á þessum lántökum og þeim, sem nú eiga að fara fram. Núverandi stjórnarandstaða spillir ekki lánstrausti þjóðar- innar hjá helztu viðskiptalönd- unum með rógskeytum og af- fluttum fréttum eins og fyrri stjórnarandstaða sannanlega gerði hvað eftir annað. Sjómenn heiðraðir Að þessu sinni hlutu tveir Norðlendingar afreksbikar Sjó- mannadagsins. Það er mikill heiður að hljóta þann bikar og var til hans unnið nú, sem oft áður. Afreksbikarinn hlutu þeir Magnús Lorenzson á bv. Kald- bak Akureyri og Sigurður Krist- jánsson á bv. Norðlendingi, Ól- afsfirði. Báðir þessir menn björg- uðu skipsfélaga frá drukknun út á rúmsjó og sýndu karlmennsku og snarræði. Stefán Jónasson skipstjóri á Akureyri og Axel Björnsson vélstjóri fengu heiðursverðlaun sjómannadagsins og Svalbakur hlaut bikar fyrir bezt verkaðan afla. Akraborg sigraði i róðri meðal sjómanna, en „áhuga- menn“ urðu hlutskarpastir af róðrarsveitum „landkrabba". Gullpening sjómannadagsins hér hlutu Kristín Jóhannesdóttir, Jóninna Sigurðardóttir, Halldór Ásgeirsson og Karl L. Benedikts- son. — Utihátíðahöld féllu niður á sunnudaginn vegna óveðurs. Hátollavörur RÍKISSTJÓRNIN hefur boðað aukinn innflutnirig hátollavara, og verður hann látinn sitja fyrir öðru. hessi innflutningur hlýtur að leiða af sér vöntun á rekstrarvörum og öðrum nauðsynjavörum vegna liins takmarkaða gjaldeyris. keppnir 13. júní: Punkta keppni, 18 holur, kl. 2 e. h. 20. júní: Myck’s cup, 18 holur, kl. 2 e. h. 24. júní: Gunnarsbikarinn, 18 holur, kl. 7.30 e. h. 27. júní: Gunnarsbikarinn, frh., 18. holur, kl. 2 e. h. 28. júní: Gunnarsbikarinn, úr- slit, 36 holur, kl. 8.30 f. h. 18. júlí: Olíubikarinn, 18 holur, kl. 2 e. h. 23. júlí: Einnar kylíu keppni kl. 7.30 e. h. 25. júlí: Olíubikarinn, 18 holur, kl. 2 e. h. 26. júli: Nýliðabikarinn, 18 hol- ur, kl. 8.30 f. h. 29. júlí: Afmælisbikarinn, 18 holur, kl. 7.30 e. h. 30. júlí: Nýliðabikarinn, 18 hol- ur, úrslit, kl. 7.30 e. h. 1. ágúst: Amælisbikarinn, 18 holur, úrslit, kl. 2 e. h. 2. ágúst: Öldungabikar Ak., 18 holur, kl. kl. 2 e. h. 5. ágúst: Meistaramót Ak., 18 holur, kl. 6 e. h. 8. ágúst: Meistaramót Ak., 18 holur, kl. 2 e. h. 9. ágúst: Meistarmót Ak, úrslit, 36 holur, kl. 8.30 f. h. 15. ágúst: Firmakeppni, 18 hol- ur, kl. 2 e. h. 16. ágúst: Bændaglima, 18 hol- ur, kl. 1.30 e. h. 22. ágúst: Flaggakeppni, 18 holur, kl. 2 e. h. 6. sept.: Nafnlausi bikarinn, 18 holur, kl. 8.45 f. h. Áframhald af keppnum, ef veð- ur leyfir. Meðferð olíulita. — (Ljósmynd: Gísli Ólafsson.) Æskulýðsheimiii tempiara á Ak. Starfsemi þess veturinn 1958-1959 Æskulýðsheimili templara hóf starfsemi sína að þessu sinni um miðjan október 1958. Voru þá opnaðar lestrarstofur og leikstof- ur í Varðborg og auglýst nokkur námskeið, sem fyrirhuguð voru á vetrinum. Leikstofurnar voru opnar á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 5—7 fyrir börn á aldrinum 10 —12 ára og sömu daga kl. 8—10 fyrir unglinga. Eins og að undan- förnu voru í leikstoíunum knatt- boi-ð, borðtennis, bobb og margs konar töfl og spil. Nú hafði Æskulýðsheimilið yf- ir fleiri stórum herbergjum að ráða en áður, og veitti ekki af, því að aldrei hefur aðsókn verið jafn mikil. Fram til jóla var oft- ast yfirfullt í húsinu, bæði fyrri og seinni tímann, sem opið var, en þegar líða tók á veturinn minnkaði aðsóknin eins og jafnan áður. Suma dagana sóttu heimilið nokkuð á annað hundrað manns. Sérstaklega var aðsókn ungling- anna á tímanum 8—10 mun meiri en áður, og hélzt svo til loka. Námskeið, sem fram fóru á vegum Æskulýðsheimilisins, voru þessi: 1. Námskeið í föndri (börn). Kennari Indriði Úlfsson. Nem- endur 12. 2. Námskeið í föndri (börn). Kennari Jóhann Sigvaldason. Nemendur 12. 3. Námskeið í méðferð olíulita. Kennari jEinai' Helgasón. Nem- endur 10. 4. Flugmódelnámskeið. Kenn- ari Dúi Eðvaldsson. Nemendur 15. 5. Námskeið í tágavinnu.Kenn- ari Sigríður Skaftadóttir. Nem- endur 14. 6. Námskeið í tágavinnu.Kenn- ari Hermann Sigtryggsson. Nem- endur 14. 7. Námskeið í Hjálp í viðlögum. Kennari Tryggvi Þorsteinsson. Nemendur 15. Alls voru því á þessum 7 nám- skeiðum 92 nemendur. 8. Auk þessarra nómsk. starfaði Módelfélag Akureyrar í Varð- borg tvo til þrjá daga í viku og fékk þar húsnæði, ljós og hita án endurgjalds. Þátttakendur í fé- laginu hafa flestir verið á nám- skeiðum í Varðborg. Og eftir námskeiðið í vetur hafa myndast nýir hópar í þessari tómstunda- starfsemi. 9. Skák. Æskulýðsheimilið lét Skákfélagi Akureyrar í té hús- næði til skákæfinga fyrir ungl- inga nokkurn hluta vetrarins. Var teflt eitt kvöld í viku og leiðbeindu þá fullorðnir skák- menn úr taflfélaginu. Umgengni barna og unglinga í Æskulýðsheimilinu var yfirleitt góð, og samstarf við starfsfólk hússins ágætt. Starfseminni lauk að þessu sinni 30. marz. Fram- kvæmdastjóri heimilisins var eins og áður Tryggvi Þorsteinsson, yfirkennari. Var starfsemi heim- ilisins í vetur með fjölbreyttasta og þróttmesta móti. Bókasafnið. Bókasafnið var opnað jafnt heimilinu um miðjan október og var opið tvo daga í viku á sama tíma og leikstofurnar. Það var opið til marzloka. Á þeim tíma voru skráð lánuð 1630 bindi (bækur og blöð), þar af voru 980 skrásett fyrir áramót. Af blöðum var Spegillinn langvinsælastur og mest lesinn. En af bókum, eink- um nýju bækurnar, sem bætzt höfðu í safnið, svo sem Fjölfræði- bókin, og nýju barnabækurnar eftir Ármann Kr. Einarsson, Margréti Jónsdóttur og Jennu og Hreiðar. Yngstu börnin fengu mikið Ævintýri Andersens, hiná nýju, myndskréytiu útgáfu. Sú breyting varð einnig á lestrarefni nú og áður, að mikið var nú beð- ið um þjóðsögur og voru það einkum þjóðsögur Jóns Árnason- ar, sem voru eftirsóttar, og einn-; ig Olafs Davíðssonar. Safnvörður: lét binda nokkuð af bókum og blöðum. Talsvert af nýjum bókum var: keypt til safnsins. Einnig bárust' safninu bókagjafir frá tveimur útgáfufélögum: BókaútgáfuÆsk- unnar og Bókaútgáfunni Setberg. Bókavörður var eins og áður Bjarni Hallflórsson skrifstofu- ‘ .stjo.n.. > .. .. 7 Eiríkur Sigurðsfeon ’ var, fyrir1 hönd stjórnarinnar, í ráðum með framkvæmdastjóra og bókaverði um starfsemi heimilisins og sá um bókaútvegun til safnsins. Stjórn Æskulýðsheimilisins skipa: Jón Kristinsson, Eiríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnús- son, Stefán Ág. Kristjánsson og Guðmundur Magnússon. Símaimmer kosninga- skrifstofu Framsóknar- flokksins eru Heimasími Ingvars Gíslasonar er 1746 Góð auglýsing gefur góðan arð. Dagur er mest lesna blaðið á Norðurlandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.