Dagur - 24.06.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 24.06.1959, Blaðsíða 2
DAGUR - ¦ | BM Miðvikudaginn 24. júni 1959 Sjölugasti aíalfundur iröifiga var um mtojan júní Fjárhagur félagsins er góður og viðskiptin aukast með ári hverju Aðalfundur Kaupfélags Skag- íirðinga var haldinn á Sauðár- króki dagana 15. og 16. júní sl. Hann sátu 56 fulltrúar frá 11 fé- ]agsdeildum, auk stjórnar félags- ins, framkvæmdastjóra, endur- skoðenda og margra gesta. Þetta er 70. aðalfundur Kaup- félags Skagfirðinga. Heildarvörusala félagsins varð 61 milljón króna, og er það 15% meira en árið áður. Sala erlendra vara nam 28,8 milljónum, sala frá verkstæðum og skipaafgreiðsla 1,7 millj. og sala inlendra vara 30V2 milljón króna. Viðskiptamönnum voru greidd- ar 24 millj. fyrir landbúnaðaraf- urðir. Félagið greiddi í starfs- laun og þjónustu 6,4 milljónir. Vinnulaun og akstur hjá Fisk- iðju Sauðárkróks h.f. námu 1,7 millj. kr. En á vegum þess fyrir- tækis er framleiðsla sjávarafurða hjá félaginu. Nokkur aukning varð á við- skiptaskuldum, en innstæður í innlánsdeild hækkuðu einnig nokkuð. Rekstursafkomu félagsins má telja góða. Fullar afskriftir voru færðar af eignum félagsins og námu þær lJ/2 milljóna króna. Tekjuafgangur varð 460 þús. krónur. Félagsmönnum voru endurgreiddar 448 þús. kr. af ágóðaskyldum vörum. Kaupfélag Skagfirðinga gaf að venju Sögufélagi Skagf. eitt þús. kr. og upphæð var veitt til efl- ingar skákíþrótt og hesta- mennsku. Sjö þús. kr. var varið til fegrunar á lóð Héraðssjúkra- hússins og 50 þús. kr. voru gefn- ar til skógræktar. Ennfremur 70 þús. kr. til nýja héraðssjúkra- hússins. Fundinum ]auk með fjöimennu samsæti, þar sem mættir voru fulltrúar aðalfundarins, starfs- iólk félagsins, formenn og kaup- félagsstj. Kaupfél. Austur-Skag. og Samvinnufélags Fljótamanna og aðrir gestir. Fjölmargar ræður voru fluttar og félaginu árnað heilla með af- mælið. f samsæti þessu var afhjúpað málverk af séra Sigfúsi heitnum Jónssyni, fyrrverandi kaupfé- lagsstjóra. f stjórn Kaupfélags Skagfirð- inga eru: Tobias Sigurjónsson, bóndi, Geldingaholti, formaður, Gísli Magnússon, bóndi, Eyhild- arholti, varaformaður, og Magn- ús Bjórnsson, kennari, Sauðár- króki, ritari, Bessi Gíslason, bóndi, Kýrholti, og Páll Sigfúss., bóndi, Hvíteyri, meðstjórnendur. Framkvæmdastjóri félagsins er Sveinn Guðmundsson. Hafið þetta lmgf ast Kommúnistar reyna af öllum mætti að elgna sér friðunarráð- stafanir sem gerðar hafa verið til verndar íslenzkum fiskimiðum. Staðreyndirnar eru þessar: Friðun fiskimiðanna hefur ver- ið framkvæmd stig af stigi og hafa kommúnistar sjaldnast komið þar nálægt. 1948 voru lögin um vísindalega verndun fiskimiðanna sett á Al- þingi að tilstuðlan Framsóknar- manna. • - 1952 voru stór, fiskauðug svæði friðuð með lagningu nýrrar grunnlínu og stækkun fiskveiði- lögsögunnar úr 3 mílum í 4. íhaldsmenn fengust ekki til samstarfs um sameiginlega af- stöðu allra flokka um aukna út- færslu landhelginnar 1958, en rógbáru fyrirætlanir íslenzkra stjórnarvalda við erlendar frétta stofnanir. Kommúnisíar hafa frá upphafi, og aldrei ákafar en nú, reynt að draga þetta þjóðarmál inn í póli- tíska dægurmálabaráttu og reynt á alla lund að blekkja menn hér- lendis og erlendis til trúnaðar við þá kenningu að kommúnistar einir standi að þessu lífsbjargar- máli þjóðarinnar. Kommúnistar og Alþýðuflokks- menn höfðu nærri sprengtstjórn- arsamstarfið með illvígum deil- ur um framkvæmdaatriði og aðrar aðgerðir sem voru minna virði en framgangur friðunar- málsins sjálfs. Framsóknarmenn unnu ein- huga og sleitulaust að sam- komulagi milli flpkka um lausn málsins og léðu aldrei máls á samningum við erlenda aðila um málið né nokkurt afsal á sjálfs- ákvörðunarrétti íslendinga. Þeir hindruðu stjórnarslit vorið 1958 og jafnframt tryggðu þeir, að staðið væri við fyrirheit stjórn- arsáttmálans um útfærslu fisk- veiðilandhelginnar. Þjóðin stendur einhuga og óklofin í landhelgismálinu. Um það mál eru skoðanir óskiptar, um það er ekki kosið. Ágreining- urinn milli stjórnmálaflokkanna er um allt annað og ekkert myndi veikja málstað þjóðarinn- ar meira á erlendum vettvangi en það, að hægt væri að benda á, að menn skiptust í fjandsamlegar fylkingar um landhelgismálið. Þeir, sem vekja illdeilur, — hvort heldur er með rógburði eða skrumkenndu sjálfhóii, — sá fræi sundrungar og sundruð þjóð er veik þjóð. Sty'rkúr okkar >er fólginn í éiningu og þolgæði.V— Sameinaðir kraftar þjóðarinnar megna að vinna sigur í núver- andi átökum og búa í haginn fyrir næstu sóknarlotu. (Austri.) Stjórnmálaþróun okkar íslend- inga er víst ekki mjög til fyrir- myndar nú til dags og mætti þar margt um tala, en eg mun aðeins vikja örfáum orðum að einum þætti stjórnmálanna, flokksvald- Jón Hjálmarsson. ihu. Mér virðist sem sé að flokks valdið, sem í raun og veru er í höndum örfárra manna í hverj- um flokki, sé að verða ískyggi- - Athugasemd .... Framhald af 5. siðu. Hvarvetna berast þær fréttir, að æ fleiri kjósendur allra stjórn málaflokka neiti kjördæmabylt- ingunni með öllu og greiði þeim eina flokki atkvæði, sem berst GEGN henni, en fyrir réttlátri kjördaemaskipun ásamt heildar- endurskoðun stjórnarskrárinnar. - Opið bréf .... Framhald af 1. síðu. gezt vel að þeirri tillögu, og sú skipan ætti örugglega að komast á, ef Framsóknarflokknum er veitt brautargengi í þessum kosningum. Eg skora því eindregið á alla kjósendur í Akureyrarbæ að fylkja sér um þann málstað, serrf áreiðanlega er hinn rétti og til mestrar gæfu fyrir bæinn okkar í nútíð og framtíð. Virðingarfyllst, Ingvar Gíslason. lega mikið. Kjósendurnir eru sí- fellt beizlaðir betur og betur með allskyns aðferðum og for- ingjunum mun ekkert um það gefið að hinn almenni flokks- maður sé að burðast með ein- hvei-ja sannfæringu, samanber Kristin í Borgarholti. Þetta er nokkuð langt gengið og virðist nú að því komið að fólkið sé að- eins og til fyrir flokkana, en ekki flokkarnir fyrir fólkið eins og lýð ræðshugsjónin mun þó ætlast til. Eg held að kjósendurnir ættu að gefa þessu gaum áður en það verður um seinan. Það sem eg á við, er, að kjósendur mega ekki láta binda sig, svo sem nú er, heldur hvarfla milli flokka meir en nú tíðkast. Þingmenn eiga sem sagt að standa og falla með verkum sínum og mundu þá flokksráðin hika við að gera ýmsar mjög svo vafasamar að- gerðir í von um fyrirgefningu kjósenda á kjördegi. Alþingi var rofið vegna frum- varps um breytingu á kjördæma- skipan landsins. Kosning þing- manna nú snýst því óumdeilan- lega um þetta írumvarp og ekk- ert annað. Fjöldi manna í öllum stjórnmálaflokkum er óánægður með frumvarpið og er því tilvalið tækifæri fyrir þá að sýna flokks- valdinu fram á, að þeir kunni undir vissum kringumstæðum að greiða atkvæSi^gagnstætt viVjá þess og mundF það þcjrf lexía. — Ekki er nauðsynlegt fyrir menn að hrópa upp með afstöðu sína, því að atkvæðagreiðslan Á að vera einkamál kjósandans, en at- kvæðaseðillinn talar sínu máli og skiptir engu hvaðan hann er kominn. Kjósendur! Athugið það, að verði þetta kjördæmafrumvarp að lögum og reynist illa, sem all- ar líkur benda til, þá fáið þið samt ekki ykkar gamla kjördæmi aftur, því að hvenær höfum við, fengið það, -sem stjórnarvöldin hafa einu sinni af okkur tekið. Þið, sem teljið ykkar gam]a kjördæmi einhvers virði látið at- kvæðaseðlana tala 28. júní n.k. Jón Hjálmarsson, Villingadal. Sýiiishorn af kjörseðli fyrir Eyjafjarðarsýslu Á kjörseðlinum eru nöfn allra frambjóðenda hvers flokks prentuð í röð hvert niður af öðru, en ofan við nöfnin er bókstafur listans. Fyrir framan bókslaf listans ber að setja krossinn. Sá, sem vill kjósa lista Framsóknarflokksins setur krossinn framan við' B, sem stendur ofan við nafn Bernharðs Stefánssonar, og lítur þá seðillinn þannig út: A X B D F G Listi Alþýðuflokksins. Listi Framsóknarflokksins. Listi Sjálfstœðisfiokksins. Listi A Iþýðubandalagsins. Bragi Sigurjónsson Gís]i Gíslason o. s. frv. Bernharð Stefánsson Garðar Halldórsson Edda Eiríksdóttir Björn Stefánsson Magnús Jónsson Árni Jónsson o. s. frv. i Tryggvi Helgason Ingólfur Guðmundsson o. s. frv. A. Landslisti A Iþýðuflokksins. B. Landslisti Framsóknarflokksins. D. Landslisti Sjálfstœðisflokksins. F. Landslisli Þjóðvarnarflokksins. G. Landslisti A Iþýðu bandalagsins. Aldrei má setja kross framan við nema einn listabókstaf, og aldrei strika yfir nafn eða selja nokkurt merki, hvorki tölustaf né annað, við annan lista en þann, sem kjósandi kýs. Sé það gert, er seðillinn ógildur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.