Dagur - 08.07.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 08.07.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Sverrir Áskelsson MINNINGARORÐ VEL man ég enn allflesta nemend- oir úr unglingahópnum stóra og fríða, sem skráður var til náms í Gagnfræðaskóla Akureyrar haustið 1930, enda var það fyrsti nemenda- hópurinn, sem þar kom nokkuð við sögu, því að skólinn hóf starfs- feril sinn einmitt þetta haust. í annan stað var þetta upphafið að minu eigin starfi við þann skóla, sem alllangt er nú orðið, því að segja má, að það starf og þau kynni, er þarna var í fyrsta sinni til stofn- að, hafi aldrei að fullu rofnað né niður fallið síðan. Loks er mér full- Ijóst, þegar ég fletti nú nemenda- skránni frá þessu upphafsári skól- ans og hugleiði í ljósi þeirrar reynslu, sem síðan er fengin á hart- nær þrem tugum ára, hversu margt sveina og meyja úr þessum hópi, sem að vfsu var stór eftir atvikum þá, en náði þó ekki fimm tugum alls — hefur komizt ágætlcga til manns og þegar mótað djúp og eftirminnileg spor í sögu sveitar og samtíðar, liver á sínu sviði að kalla — að ekki er það skrum ncitt né of- mæli, þótt ég segi nú, það sem okkur, kennurunum öllum, fannst þá, að hópurinn sá var sérlega mannvænlegur á marga lund og því minnisstæður að því leyti, þótt ekk- ert annað hefði komið.þar til, er gerði árganginn scrstæðan og siigu- legan í annálum skólans og hugar- heimum kennaraliðsins. EINN var þó sá sveinn í þessum ílokki, er fengri og sögulegri sam- leið átti 'með skólanum í það sinn en nokkur liinna nemendanna. Sá hét Sverrir Askelsson, fæddur að Þverá í Laxártlal í Suður-Þingeyjar- sýslu 18. janúar 1916, sonur þeirra hjóna frú Guðrúnar Kristjánsdótt- ur og Áskels Snorrasonar tónskálds, en þaú voru, þegar hér var komið sögu, flutt hingað til bæjarins fyrir allmörgum árum, og Áskell stóð þá þegar mitt í þjóðkunnu starfi sínu sem söngkennari og söhgstjór.i. Svo merkar og alkunnar eru þær ættir, er að Sverri stóðu, og svo margt gáfu- og merkisfólk á næstu grösum við hann að ætt og uppruna, að of langt mál væri að freista þess hér að nefna það eða lýsa því að nokkru, enda óþarft, þar sem all- flestir þeir, sem líklegt er að lesa muni greinarstúf þennan, muni kunna á þessu góð skil sjálfir. En sú er skýring á þeim ummælum mínum áðan, að Sverrir Áskelsson hali upphaflega átt lengri og sögu- legri samtíð með Gagnfræðaskóla Akureyrar en aðrir þeir, er þar voru skráðir til náms fyrsta haustið, að skólinn var fyrstu árin aðeins tveSgj'a vetra skóli, þannigað burt- fararprófið, sem stundum var nefnt „gagnfræðapróf hið mmná“, var þá tekið upp úr 2. bekk. En fljótlega bættist þriðji námsveturinn, eða þriðji bckkurinn, við, og var Sverrir annar þeirra tveggja pilta, er fyrstir allra nemenda stunduðu slíkt fram- haldsnám og luku því öðrum fyrr i þeim skóla „gagnfræðaprófi hinu meira“, — báðir með ágætum vitnis- burði. Fjölmennari en þetta var nú ekki fyrsti gagnfræðingahópurinn úr G. A., en góðmennur vissulega, og þar með var markaður sá áfangi í sögu þessarar menntastofnunar, er lengi hélzt, eða allt fram til þess tíma, að fjórðu árdeildinni var bætt við til undirbúnings gagnfræða- prófi því, sem nú er, en það er önnur saga. SVERRIR ÁSKELSSON er mér engan veginn -kær og hugstæður fyrir þá sök eina, að -tilviljun að kalla réði því, að hann varð með þeim hætti, sem þegar hefur verið rakinn að nokkru, eins konar braut- ryðjandi á þróunarferli stofnunar, sem mér er sérlega hugstæð og hjartfólgin. Vissulega var hann þó sérlega ágætur og minnisstæður nemandi þá og síðar, er hann sat á skólabekk hjá mér í Iðnskóla Akur- eyrar — þessi gálaði og gjörvulegi sveinn, svo einbeittur og dugmikill sem hann var við nám sitt, ljúfur og prúður í allri umgengni, bjartur yfirlitum og sviphreinn. Kyrrt og prútt var yfirborðið, en vel vissi ég þó, að undir því bjó rík réttlætis- kennd, viðkvæm og. stór lund, heitt og heilt hjarta. Kærastur og hug- stæðastur er hann mér þó sem maður, sem tók því með æðruleysi og karlmennsku, að lílið lék aldrei svo dátt við hann, að djörfustu æskudraumar lians, sem fjölþættar gáfur og hæfileikar blésu honum í brjóst, gætu rætzt í bókstaflegum skilningi. Ég þykist t. d. fara nærri um það, að unt eitt skeið hafi hann óskað sér að „ganga menntaveg- inri", enda hafði hann vissulega bæði gáfur og atorku til þess mörg- um frernur, ef svo hefði skipazt. Listhneigð sú, sem svo rík er í fari margra ættmenna hans, og hann hafði vissulega lilotið vænan skerf af í vöggugjöf, hefur og vafalaust á stundum kallað hástölum á hann og hvatt hann óspart til að varpa af sér hverju oki brauðstritsins og „hversdagslegrar' ‘ á byrgðarken ndar að sjá sér og sínum vel farborða á „veraldlega" vísu — en gerast í þess stað listamaður, Ijóðskáld eða list- málari, nema hvort tveggja væri — þvx að til þess hafði hann bæði hneigð og góða hæfileika. — En honum mun engu síður hafa verið í blóð borið að fara varlega og með fullri ábyrgðarkennd í sakirnar hverju sinni, verið óljúft að brjóta allar brýr að baki sér í þjónustu hugsýna, sem ef til vill kynnu þó að reynast draumsjónir einar, hill- ingar og jafnvel sérgæðingsháttur í hans augum, þegar aðrar og brýnni skyldur við hið „hversdagslega" líf, fjölskyldu og heimili, kölluðu á krafta hans. Þar vildi hann hafa fast land undir fótum, þótt hitt efi ég ekki, að lund bans var slík, að öllu þessu hefði h'ann fúslega fórn- að, cf tryggð hans við þær hugsjón- ir, sem hann taldi sammannlegar, vafalausar og sígildar, liefði krafizt. SVERRIR ÁSKELSSON varð því hvorki „menntamaður" á skólavísu, né heldur „listamaður" í vcnjuleg- um skilningi þess harla tvíræða orðs. Hann gerist húsamálari að iðn, dugnaðarmaður og listamaður á þá vísu, ábyrgur og ástfólginn fjölskyldufaðir, vrnsæll og velmet- inn borgari í sínum bæ og þjóðfé- lagi. En þótt hann yrði þannig ekki „mcnntamaður", varð hann þó vafalaust menntaður maður, í þess orðs beztu merkingu. Hann las og lærði mikið alla tíð, þótt hann sæti ekki langan aldur á skólabekk. Hann var hinn eilífi lærisveinn, sí- leitandi, síhugsandi um vandamál samtíðar og framtíðar og jafnvel um hin hinztu rök allrar tilveru. En í mínum augum er það þó mest virði og minnilegast í fari hans, að hann var alla ævi sanri góði og heili drengurinn, hjartað ávallt jafn heitt og stórt, hinn sanni listamað- ur í eðli lians ávallt jafn ungur og ódrepandi. Og ekki efa ég það, að þótt hið líkamlega hjarta hans hafi brostið langt um aldur fram, muni það negg, er ég á hér við, enn slá, heilt og trútt, á öðru og æðra til- verusviði. SVERRIR heitinn var sá gæfumað- ur að vera getinn af merkum og ágætum foreldrum, alast upp í ást- ríkum og samstæðum systkinahópi á fyrirmyndarheimili, ávinna sér traust, virðingu og vináttu allra þeirra samferðamanna, er höfðu af honum náin kynni, eignast ágæta eiginkonu, efnilegar dætur, gott og myndarlegt heimili, fyrst hér í bæ, síðar á Akranesi. — Andlátsfregn hans kom mér, vandalausum, á ó- vart og varpaði skugga á veginn.. Hversu miklu fremur hlýtur þó ekki sá atburður að hafa dunið sem reiðarslag yfir þá, sem honum voru nánastir — foreldra hans og syst- kini, eiginkonu lians og ungar dæt- ur. Fá orð og'fátækleg, hripuð nið- ur í skyndi, óhugsuð, en af innri þörf, fá hér engu um breytt og eru enda harla lélegt eftirmæli, ef þeim einum væri þar til að dreifa. Auð- velt væri að vísu að skreyta þessar línur í lokin með fallegri tilvitnun í einhver spekiorð um líf og dattða, forn eða ný. Ég læt mér nægja að segja í einfaldri einlægni minni: Sú stærsta gæfa, sem dauðlegum manni getur hlotnazt, ást, friður og vinátta, fylgdi þér í lífinu, og hún mun einnig fylgja þér í jiessu tor- ræði, sem við köllum dauða, og jieim, sem eiga góðs tlrengs að minnast, leggst ávallt líkn með Jiraut. Farðu heill og sæll, nemandi minn og vinur! Jóhann Frimann. HEIMA ER BEZT Júlíhefti Heima er bezt, sem nýlega er út komið, flytur meðal annars grein eftir ritstj. um Sig- urð Jónsson bóndi í Stafafelli og birtir mynd á forsíðu af honum og afmælisljóð til hans eftir Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöð- um, Guðmundur B. Árnason skrifar um fyrstu för sína úr föð- urgctrði, Þorsteinn Jósepsson um Njarðvík og Njarðvíkurskriður, Jóh. Ásgeirsson um drauma og svefngöngur og Kr. Ingi Sveins- son um ferðalög. Þá eru fram- haldssögur, þáttur fyrir unga fólkið eftir Stefán Jónsson o. fl. Nonnahúsið er opið sunnudaga kl. 2.30-4 e. h. Miðvikudaginn 8. júlí 1959 ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Knut Hamsun (1858—1952). Nokkru fyrir síðustu aldamót dvaldi Knut Hamsun einn vetur í París. Er hann kom þaðan heim til Noregs, spurði einn vin- ur hans: „Áttirðu ekki í erfiðleikum með frönskuna þína fyrstu vik- urnar?“ „Nei,“ svaraði Hamsun, „ekki eg, heldur Parísarbúar." Um aldamótin átti Hamsun heima í Kaupmannahöfn, og þar hitti hann því nær daglega einn landa sinn, rithöfundinn Thomas Krag. Dag nokkurn lýsti Krag því yfir, að hann væri nú loks orðinn svo þunglyndur, að hann hefði tekið ákvörðun um að hengja sig. Hamsun svaraði því til, að sig hefði alltaf langað óskaplega til að sjá hengdan rithöfund, og bað um fá að vera viðstaddur at- höfnina. Krag gaf samþykki sitt til þess, og fór Hamsun heim með honum, fullur eftirvæntingar. — Fundu þeir félagar heppilegan gluggakrók í herberginu og út- veguðu sér snæri, en þegar allt var tilbúið, fór að koma hik á Krag, og svo ákvað hann að slá athöfninni á frest. Hamsun horfði undrandi og gramur á vin sinn og sagði bitr- um rómi: „Nú, er hún þá svona vinátt- an þín?“ Henrik Ibsen (1828—1906). Eitt sinn var Henrik Ibsen á gangi á-götu í Kristianíu (Ósló), þungt hugsandi. Allt í einu vatt sér að honum ungur maður og sagði hrifinn: „Nei, þetta er hinn frægi rit- höfundur, Henrik Ibsen! Eg þori að veðja um, að þér munið alls ekki eftir mér.“ Henrik Ibsen tók kurteislega ofan, leit á unga mannirin og sagði: „Þér hafið unnið veðmálið." Að því búnu sneri hann sér við og hélt áfram göngunni. Gottfried Keller (1819—1890), svissneskt skáld. Gottfried Keller, þótti mjög gaman að fá sér neðan í því, og kvöld nokkurt gerði hann það heldur svona hressilega. Hann rataði ekki heim til sín og varð að biðja um aðstoð. Hann vatt sér að fyrsta manninum, sem hann sá á götunni, og spurði hann, hvort hann gæti sagt sér hvar Keller bæjarritari ætti heima. — En það eruð þér sjálfur, hr. Keller, sagði maðurinn undrandi. — Þér eigið bara að svara því, sem þér eruð spurður að, sagði Keller. Eg veit nú vel, hver eg er — en eg vil fá að vita, hvar eg á heima! Rudyard Kipling (1865—1936), enskt skáld, fékk bókmennta- verðlaun Nóbels 1907. Dag nokkurn las Kipling sér til mikillar undrunar í blaði nokkru, að hann væri dáinn. Hann skrifaði ritstjóranum strax bréf á þessa leið: — Eg er rétt að enda við að lesa, að eg sé dáinn. Viljið þér nú gjöra svo vel að muna líka að strika mig út af kaupendalistan- um. Paul Kriiger (1825—1904), stjórn málamaður í Suður-Afi’íku, for- seti í Transvaal 1885—1900. Einn dag kom æstur Búi til Kriigers gamla, forseta í Trans- vaal, og bar sig illa. Maðurinn hafði nefnilega beðið gestgjafa nokkurn að geyma fyrir sig 100 pund í gulli, og nú þvertók gest- gjafinn fyrir að hafa nokkurn tíma tekið við peningunum. Forsetinn hugsaði sig um stundarkorn og sagði því næst: — Taktu önnur 100 pund, farðu til gestgjafans og biddu hann, í viðurvist tveggja vitna, að geyma þau fyrir þig. Farðu svo aleinn til hans daginn eftir og biddu hann að afhenda þér peningana. Gestgjafinn mun gjöra það, því að hann veit um vitnin tvö. Næsta dag skaltu svo fara með vitnin til hans og krefjast pen- inganna. Þá verður leikurinn tekinn að jafnast, því að nú nærðu á honum sama takinu og hann náði 'á þér. Henry Labouchere (1871—1912), enskúr blaðamaður. I Eitt sinn, er Labouchere vai ungur maður, sat liánn í klúfcbr einum í Lundúnum og fræddi nokkra eldri meðlimi um heims- ins vandamál, og hvernig skyldi leysa þau. — Áheyrendunum gramdist þessi mikla sjálfsgleði, og loks gat einn þeirra ekld lengur orða bundizt: — Ungi maður, eg þekkti ömmu yðar. Labouchere stóð á fætur, hneigði sig kurteislega og sagði: — Veitist mér kannski sá heiður að tala við afa minn? John Pierpont Morgan (1837— 1913), bandarsíkur fjármálamað- ur og milljónamæringur. Eitt sinn birti blaðið The World viðtal við J. P. Morgan um fjármálaástand Bandaríkj- anna, og það var eina blaðið í landinu, sem gat náð tali af hon- um. Þetta hafði gerzt: Morgan hataði blaðamenn og neitaði að ræða við nokkurn slíkan. Þegar blaðamaðurinn frá The World hafði þröngvað sér inn á skrifstofuna til hans, þá fékk hann líka neitun. — Ekkert ónæði! Þér vitið, að eg tala aldrei við blaðamenn. En blaðamaðurinn gerðist nú samt svo djarfur að halda áfram samtalinu. — Hr. Morgan, en bandaríska þjóðin á heimtingu á því að fá að heyra álit yðar á ástandinu. — Mér er djöfuls sama um bandarísku þjóðina, þrumaði Morgan. — Þakka yður fyrir, sagði blaðamaðurinn. Þetta er þriggja dálka! — Ha, hvað eigið þér við? Framhald d 4. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.