Dagur - 31.07.1959, Page 5

Dagur - 31.07.1959, Page 5
Föstudaginn 31. júlí 1959 D A G U R 5 MINKURINN KOMINN TIL AKUREYRAR OG SÆKIR AÐ ÚR TVEIMUR ÁTTUM Fuglar eru liorfnir úr Eyjaf jarðarárhólmum, og sjófuglar halda sig f jarri ströndinni norðan bæj- Margir minkar hafa þegar verið drepnir anns Á MEÐAN sunnanfréttir ein- ar bárust af spellvirkjum hins mesta skaðræðiskvikindis, senr flutt hefur verið til landsins, minksins, vöktu þær forvitni manna liér, á borð við furðu- scgur fjarlægra landa. En nu þurfa Norðlendingar ekki að kvarta lengur um, að þeir séu afskiptir á þessu sviði. Mink- urinn er orðinn plága í rnörg- um sveitum og fer mjög hratt yfir og leggur á ári hverju undir sig ný lönd og eyðir þar hvarvétna fugli og fiski. Slóð minksins er glögg, og hún liggur upp með ám og vötnum sunnan ]ands og yfir hálendið og niður með ánum norðan fjalla. Minksins hefur alltaf fyrst orðið vart frammi í dölum, en síðan lieldur hann niður með ánum og allt til sjávar. Nú hefur hann gert vart við sig f öllum nærliggjandi dölum en er ekki alls staðar kominn til manna- byggða. En höfuðstað Norðurlands hefur hann þó sótt heim. Bærittn er í eins konar umsátúrsástandi, þar sem óvinurinn sækir að úr tveimur áttum, bæði að norðan og sunnan. Fuglarnir eru horfnir. Allir muna, hve fugialífið hefur fram að þessu verið fjölskrúðugt ]iér innan við bæinn. Þar hafa á þessum á’rstfma endur verið með unga sína í lmndraðatali og nfijög gæfar, oft á þjóðvegunum eða fast við þá, og ekki látið umferðina trufla sig, enda sennilega að meiri liluta heimagangar við Andapoll- inn öðrum þræði og því matgefnir fuglar og hálfgerð húsdýr. Nú er enga fugla að sjá, þegar ekið er inn fyrir bæinn. Þar eru bæði endur og jafnvel mófuglar flúnir. Engum getum þarf að leiða að þessari leiðu breytingu. Þar er minkurinn að verki. Sömu sögu er að segja af hólmunum í Eyjafjarð- ará, þar sem nokkurt varp er á vor- in og jafnan fullt af fugli á sumrin. Þar er nú engan fugl að sjá utan veiðibjöllu og hettumáf. Nokkrir ferðamenn hafa séð mink við brýrnar yfir Eyjafjarðará og á sundi í'ánni og holur eftir þá nokkru norðar. Ennfremur hafa minkahundar rakið minkaslóðir á svipuðum stiiðum. Fullvist má því telja, að þessi óvelkomni gestur hafi þegar náð góðri fótfestu hér innan við bæinn á sjálfu bæjarlandinu. Skaul þrjd minka út um eldhusglugga. Norðan við bæinn hefur minkur- inn þó gert sig enn meira heima- kominn. Lausafregnir gengu um það, að minkur hafi sézt þar í sumar, en aðrir siigðu það vcra ketti eða jafnvel hunda og skelltti við skollaeyrum. Ekki þarf nú leng- ur að velta því fyrir scr, hvort þar hafi verið minkur á ferð, því að á litlu svæði norðan við Krossanes er þegar búið að drepa sjö minka, sem náðst hafa. Ingi Jónsson á Þórsnesi skaut þrjú dýr út um eldhúsgluggann, en bær lians stendur á sjávarbakkan- nm, og tvo aðra þar skammt frá. Þá gekk maður einn úr Glerár- hverfi, Sveinn í Asi, fram á mink, þegar hann var að sækja hross þar litlu norðar, og varð fátt um kveðj- ur. Tókst Sveini að bana kvikind- inu áður en J>að náði að flýja. Þá náði Haraldur Skjóldal refa- skytta einum mink skammt neðan við Lónsbrúna nú í sumar og hafði þá minkatíkina Skottu. Æðarfuglinn heldur sig langt frá landi, Jiar sem minkur er kominn í stað ]>ess að véra í hópum saman uppi í fjörum með unga sína, svo sem venja hans er unt }>etta leyti ársins. Fram til orrustu! Akureyringar geta búizt við Jjví á næstunni að sjá mink á götum bæj- arins. Hann mun og heimsækja hænsnahúsin, ef að líkum lætur, og einhverja nóttina drepur hann trú- lega J>ær fáu endur á Andapollin- um, sem af sérstakri kurteisi liafa ekki notfært sér jxið að fara í gegn um liina lclegu girðingu. Hér verður liin veraldlega for- sjón bæjarins að tefla fram sínu heimavarnarliði og leggja til orr- ustu við hinn harðgerða óvin. Sú orusta verður löng og hörð. Minka- hundar, gildrur, byssur, sprengjur og eldvörpur verða notaðar, og mun ekki af veita að liraða vígbún- aðinum. Þá má telja trúlegt, að minka- veiðar verði bráðlega „sportveiðar" svo sem laxveiði er nú, og gæti [>að sport verið til nytsemdar. Fréttir af starfsemi Iíirkjufélags íslendinga í Vesturheimi Nonnahúsið er opið sunnudaga kl. 2.30-4 e. h. í bréfi frá Ólafi Skúlasyni, rit- ara hins íslenzka kirkjufélags, segir m. a. svo: Á nýloknu lringi Hins Evan- geliska Lúterska Kirkjufélags íslendinga í Ameríku, sem haldið sar í Selkirk, Manitoba í Kan- ada, var hr. Sigurbjörn Einars- son, biskup íslands, einróma kjörinn verndari Kirkjufélagsins. Er liann þriðji íslenzki biskup- inn, sem kjörinn hefur verið í þann sess. Hr. Sigurgeir Sig- urðsson,. sem ferðaðist mikið -vestan hafs og prédikaði í ís- lenzkum kirkjum hér, var fyrsti verndari Kirkjufélagsins og við lát hans var hr. Ásmundur Guð- mundsson, sem einnig var vel þekktur á meðal Vestur-íslend- inga, hafði m. a. þjónað íslenzk- um söfnuði í Kanada um hríð, kjörinn verndari Kirkjufélagsins. Og nú standa vonir til, að hinn nýi biskup, hr. Sigurbjörn Ein- arsson, muni ferðast á meðal ís- lendinga vestan hafs næsta sum- ar, og þ>á einnig sitja Kirkjuþing, en á J>ví þingi mun verða haldið hátíðletg 75. afmæli Hins ís- lenzka Kirkjufélags. Á þessu þingi voru hr. Ás- mundur Guðmundsson og frú Steinunn Magnúsdóttir kjörin heiðursfélagar Kirkjufélagsins og eru J>au fyrstu íslendingarnar, sem heima eiga austan Atlants- ála, sem þann heiður hljóta. Embættismenn Kirkjufélags- ins, kjörnir á þessu þingi, eru: séra Eric H. Sigmar, forseti; séra Valdimar J. Eylands, varaforseti; séra Ólafur Skúlason, ritari; og Qscar Bjorklund, gjaldkeri. Tveir nýir prestar gengu inn í Kirkjufélagið á þessu þingi, báð- ir að heiman, og báðir frá Akur- eyri, þeir séra Jón Bjarman, sem verið hefur prestur í Lundar, Man. síðan síðastl. ha.ust, og séra Ingþór Indriðason, sem kallaður hefur verið til að þjóna Herðu- breiðarsöfnuði í Langruth, Man. Og vonir standa til, að enn einn íslenzkur prestur muni hverfa vestur til starfa á næsta hausti, og verða J>á fimm prestar að heiman í þjónustu Kirkjufélags- ins, hinir eru séra Eiríkur S. Brynjólfsson og séra Ólafur Skúlason. Við hátíðlega athöfn síðasta dag þingsins, sem fram fór í Elliheimilinu Betel í Gimli, af- henti séra Jón Bjarman málverk eftir Jóhannes Kjarval, sem ís- lenzka þjóðkirkjan og íslenzka ríkið gefa elliheimilinu. Málverk inu var veitt mótttaka af séra Eric Sigmar, sem Jiakkaði þessa rausnarlegu gjöf, sem hr. Ás- mundur Guðmundsson var frumkvöðull að, og minntist á þau sterku bræðrabönd, sem tengja íslendinga beggja megin hafsins. Konráð Vilhjálmsson, skáld og fræðimaður, og kona hans, Þórhalla Jónsdóttir, áttu gullbrúðkaup hinn 18. júlí sl. — Um leið og Dagur sendir þeim heiðurshjónum beztu hamingjuóskir, þakkar hann Konráði fyrir marga góða aðstoð og óeigingjarna samvinnu um fjölda ára. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Edmond de Rothschild (1845—1934), franskur Gyðingur, bankastjóri og auðkýfingur. Barón de Rotschild átti ýmsa ættingja, sem höfðu ]>örf fyrir fjár- hagsaðstoð hans, og oft fengu ]>eir hana, en hann kærði sig ekkert um að þeir kæmu í heimsókn til lians í höllina, þar sem hann bjó. Gestir hans þar voru helztu aðalsmenn og auðkýfingar Evrópu. Er sextugsafmæli Rotschilds nálg aðist, sendu ættingjarnir nefnd manna á fund hans til ]>ess að spyrja um, livort [>að væri ekki neitt sérstakt, sem hann langaði til að fá í afmælisgjöf. Jú, Rotschild sagði, að sig langaði mjög til J>ess að eignast myndaalbúm, J>ar sem inn í væru límdar myndir af öllum ættingjunum. Daginn fyrir afmælið fékk Rot- schild stóran pakka, og var ]>ar bókin komin. Hann greip hana strax í hönd sér, gekk til dyravarð- ar hallarinnar og sagði: — Jean, viltu skoða vcl þessar myndirl Ef þú hleypir nokkurri af þessum manneskjum hér inn fyrir dyr framar, þá verðurðu rekinn úr vistinni. Á árunum milli heimsstyrjald- anna tveggja kom barónsfrú nokk- ur, Oppenheim frá Köln, til Ber- línar og fór inn á Hótel Adlon. Er hún skyldi rita í gestabókina, renndi hún augunum niður blað- síðuna og sá þar m. a. skrifuð orð in „R. de Paris“. Þegar hún spurðist fyrir, hvíslaði dyravörðurinn að henni, að þetta væri barón de Rotschild frá París. — Einmitt það já, sagði baróns- frúin, greip gestabókina og skrifaði i hana: — O. de Cologne. Tage Erlander (f. 1901), sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra. Tage Erlander ferðaðist eitt sinn með svefnvagni til Norður-Svíþjóð- ar, en þar átti hann að flytja ræðu á stjórnmálafundi daginn eftir. Hann var í efra rúminu í klefan- um, en í rúminu beint fyrir neðan lá maður og reykti ákaft pipu sína, svo að dimmt var af reyk í klefan- um. Erlander bað samferðamann sinn að hætta reykingunum, en það var til einskis. Vesalings forsætis- ráðherrann var að lokum að kafna í reyk, og hann kallaði því á járn- brautarþjóninn og sagði: — Þetta er forsætisráðherrann. Framhald á 7. siðu. Á veðramótum Ný ljóðabók eftir Braga Sigurjónsson ritstjóra. Út er komin ný ljóðabók eftir Braga Sigurjónsson ritstjóra á Akureyri og nefnir höfundur hana „Á veðramótum“. í henni eru nær 40 kvæði, þar með taldir ljóðaflokkurinn Þrjár niðurstöð- ur (ívars þáttur Ingimundarson- ar) og Svarthöfðamál Dufgus- sonar. Bókin er prentuð í Prent- smiðju Björns Jónssonar á Ak- ureyri. Hin nýja ljóðabók Braga Sig- urjónssonar, „Á veðramótum“, er 5. bók hans. -Áður eru komnar út: Hver er kominn úti?, Hraun- kvíslar og Undir Svörtu loftum, ennfremur sögubókin Hrekkvísi örlaganna. Síðar verður hinnar nýju ljóðabókar nánar getið í blaðinu. Arbók Þingeyinga 1958 Ritstjóri hennar er Bjartmar Guðmundsson frá Sandi. Norður- og Suður-Þingeyjar- sýslur og Húsavíkurkaupstaður hafa hleypt af stokkunum nýju ársriti er nefnist Árbók Þingey- inga. Eru þar meðal annars fréttaþættir úr héruðum, annáll úr hverjum hreppi, ritgerðir og ljóð, skáldsögur og sagnaþættir. Ritið er rúmar 200 bls. í Skírnisbroti og verðið mjög lágt, aðeins kr. 50.00 til þeirra er ger- ast áskrifendur, en kr. 70.00 í lausasölu. Ritið fæst á Akureyri hjá Grími Sigurðssyni frá Jök- ulsá, er tekur á móti áskriítum. Ritið hefst á ávarpi Jóhanns Skaptasonar sýslumanns, Páll H. Jónsson skrifar grein um hyggða safn Þingeyinga, séra Sig. Hauk- ur Guðjónsson skrifar greinina: Hvað óttast minn vin? Jóhannes Sigfússon ritar um Lestrafélag Mývetninga 100 ái’a og Grímur Jónsson um sauðfjárrækt N.- Þingeyinga. Ljóð eiga: Eigill Jóansson, Benedikt Björnsson, Guðm. Þor- steinsson frá Lundi og Brynjólf- ur Sigurðsson. — Ennfremur: Þegar heiðin brann eftir Bj. G., Sóknarvísur í Staðarsókn í Köldukinn eftir Jón Sigurðsson, Hveitið á Stóruvöllum eftir P. Þ., Guðmundur í Flatey eftir Bj. G., Eggjagrjót eftir Helga Hálfdán- arson og margt fleira. Margar myndir prýða ritið. —• Prentverk Odds Björnssonar h.f, sá um prentun. Ritstjóri er Bjartmar Guðmundsson og með honum í ritnefnd séra Páll Þor- leifsson og Þórir Friðgeirsson. Árbók Þingeyinga 1958 fer vel af stað og er hið myndarlegasta ársrit.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.