Dagur - 26.08.1959, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 26. ágást 1959
Daguk
Skrifstnfa i HafAarsrraUi ‘)ll — Sítni H66
KITSTjéRh
ERLINGUR O A V í I) S S O N
AtigtvNÍHgdM ji>ti:
J « X S X MÍ? ELSSOX
ÁtgangUrinn kostai kr. 75.00
Hlaíiið kemur ót á iniðvikttitiígum og
iaugardtigtini, f,cSar t'fni stanila til
Ojaldttagi er 1. jútí
PRENTVERK <)l)hs HJÖRNSSONAR M.F.
FÁNÝTAR HUGLEIDINGAR
„ALÞÝÐUMANNSINS44
NÚ ÞEGAR undirbúa stjórnmálaflokkarnir bar-
áttu sína fyrir liaustkosningarnar, sem fram eiga
að fara tuttugasta og fimmta og tuttugasta og
sjötta október næstkomandi. Svo sem að líkum
lætur er ákvörðun framboða í hinum emstöku
kjördæmum liður í þeim undirbúningi. En lands-
menn utan Reykjavíkur hafa nýjan vanda við að
glíma vegna hinna breyttu kjördæmaskipunar. —
Erfiðara er nú en áður að velja þingmannsefni
1 fyrir hin stóru kjördæmi. Sú staðreynd blasir við,
þrátt fyrir áróður og vísvitandi villandi ummæli
þríflokkanna um liina dásamlegu einingu, sam-
stöðu og samábyrgð, að hin fyrri kjördæmi, sem
nú eru lögð niður og svift sérstökum fulltrúum,
! eru eftir sem áður félagslegar, efnahagslegar og
víða landfræðilegar heildir með ólíkar aðstæður
og verða það eftirleiðis. Þess vegna var það hið
i mesta óftappaverk, að kjördæmabreytingm varð
! með þeim hætti, sem raun er á orðin.
! Menn láta sér tíðrætt um fyrirhuguð framboð í
hinum nýju kjördæmum, og eftir því sem nær
dregur úrslitum á niðurröðun á lista, verður
! mönnum það æ ljósara, hve hin nýja kjördæma-
' skipan er ákjósanleg til þess að grafa undan rétt-
mætri áhrifaaðstöðu byggðanna á þróun hinna
opinberu mála. í umræðum gizka menn á fráleita
i hluti, reyna að spá o. s. frv. En hitt er greypt í
1 vitund alþjóðar, að kaupstaðaflokkarnir hafa söls-
að undir sig dýrmætan rétt með því að hafa
rangt við.
Síðasta tölublað „Alþýðumannsins“ vitnar mjög
' áberandi um hneigðir manna til þátttöku í um-
ræðum um framboðin, og kemur þar fram meiri
vankunnátta og hneigð til beinna Gróusagna en
! blöð ættu að láta sér sæma að bera á borð fyrir
lesendur sína. Þar segir til dæmis, að sagan segi
! „að Bernharð Stefánsson vilji ekki láta af þing-
mcnnsku“, Eyfirðingar liafi fundið ráð tilað„losna
i
við Garðar“ og hvernig eigi að lofa Ingvari að
komast inn á Alþingi. Með því að umrædd grein
„Alþýðumannsins“, sem birt er á fyrstu síðu
' blaðsins, undir tveggja dálka fyrirsögn, er upp-
spuni og hinn mesti þvættingur, að því er sneríir
1 framboð Framsóknarflokksins hér. Ætti ritstj.
hið bráðasta að birta leiðréttingu, sér og blaði
i sínu til afsökunar.
' Um sögur „Alþýðumannsins“ gagnvart öðrum
i flokkum skal látið hlutlaust, en aðeins á það bent,
; að um framboð Alþýðuflokksins er ekki vikið
! einu orði, að öðru leyti en því, að það verði gert
! einhvern tíma seinna. Um framboð þess flokks
j var þó trúlegast að blaðinu væri kúnnugast.
| í sama tölublaði og vitnað er til hér að ofan gef-
ur ritstjóri „Alþýðumannsins" lesendum sínum
allglögga mynd af þjónslund sinni við íhaldið, með
rætnum skrifum um kaupfélög landsins og Sam-
[ 'bandið. Ilann fer þar sömu blindgötu og Morgun-
blaðsmenn. En það er sannarlega gott fyrir liina
mörgu, scm lyft hafa Grettistökum í samvinnu-
' starfinu, að fá það jafn skihnerkilega staðfest
hverjir vilja rýra hlut samvinnumanna, hverjir
það eru, sem eru raunverulegir óvinir tiinna
^ frólsu samtaka fólksins í kaupfélögum landsins.
Reiður bifreiðastjóri sendir
blaðinu eftirfarandi:
„ÚT AF grein í Degi um mis-
notkun bíla í opinberri þjónustu
hér í bænum, vil eg fá eftirfar-
andi upplýst:
1. Er átt við einhvern einn, sem
misnoti aðstöðu sína á kostnað
almennings?
2. Hver er hann þá og vill blaðið
ekki ganga hreint til verks og
birta nafn hans, svo að aðrir
liggi ekki undir grun?
3. Hver er ákærandinn í þessu
máli?
4. Eru bifreiðastjórar í þjónustu
opinberra stofnana hér í bæ of
vel launaðir?
5. Er ástæða til að sverta heilan
hóp manna, þótt finnast kunni,
að einhvers staðar væri pottur
brotinn?“
Svar: Blaðið þakkar þetta bréf
og ýmsar athugasemdir frá fleiri
mönnum, sem finnst að til sín
hafi verið talað. Sýnir þetta að
greinin um misnotkun bifreiða í
opinberri þjónustu hér á Akur-
eyri hefur verið lesin og skilin —
og ennfremur að mörgum finnst
sérstaklega átt við sig. En þá skal
vikið að spurningunum, hverri
fyrir sig.
Fyrsta spurning svarast neit-
andi, og er þá annarri spurningu
svarað um leið.
Við þriðju spurningu liggur
svarið ljóst fyrir. Greinin er
nafnlaus og því á ábyrgð blaðs-
ins.
Fjórða spurning kemur þessu
máli ekkert við. Ekki er þó
ástæða til að ganga fram hjá
henni. Bent skal á, að launamál
bifreiðastjóra eru ekki tengd
einkanotkun á bifreiðum í kaup-
og kjarasamningum.
Fimmtu spurningunni ættu hin
opinberu fyrirtæki að svara með
því að setja ákveðnar reglur um
staðsetningu bifreiða sinna og
meðferð, þegar þær ekki eru í
notkun, í stað þess, sem nú virð-
ist nokkuð algengt, að bifreiða-
stjórarnir noti bílana sem sína
eign til eigin afnota, þegar dag-
legum vinnutíma lýkur. — Hvað
eftir annað hafa blaðinu borizt
fyrirspurnir um þessi mál og
mörg dæmi nefnd. Þess vegna
þykir rétt að vekja athygli á
þessu á opinberum vettvangi.
Greinin um misnotkun bifreiða
er alvarleg ábending til þeirra
fyrst og fremst, sem fyrirtækjum
stjórna. Þeim er skylt að svara
til saka, ef þeir láta það viðgang-
ast að gálauslega sé farið með
sameiginlega eign borgaranna.
Hér er því ekki haldið fram, að
opinber fyrirtæki megi ekki
undir neinum kringumstæðum
lána starfsmanni sínum bifreið til
einkanotkunar — þegar mikið
liggur við. En það ætti þó að til-
heyra undantekningum.
. Hins vegar hlýtur almenningur
að líta það tortryggnu auga, er
hann sér nefndar bifreiðir í
skemmtiferðum, við heyskap eða
aðflutninga á byggingarefni í
prívathús eða jafnvel „rúnt-
keyrslu" í miðbænum á síð-
kvöldum, svo að eitthvað sé
nefnt. Sé slíkt með leyfi fyrir-
tækjanna og gjald komi fyrir,
ætti það að koma í Ijós á reikn-
ingunum.
í þessu sambandi skal hér að
lokum bent á Mjólkursamlag
KEA sem fyrirmynd. Þar er bif-
reiðunum lagt á vinnustað að
dagsverki loknu, svo sem þéir
taka eftir er þar eiga leið. Hvers
vegna ekki að hafa þann hátt á
annars staðar? Eða vilja fyrir-
tækin liggja undir grun, svo að
ekki sé nú meira sagt, um vönt-
un á heiðarleika í meðferð fjár-
muna?
Auðvitað áttum við skilið
jafntefli.
ÍSLENZKIR íþróttafréttaritar-
ar — það eru mínir menn. Þeir
eru alltaf sanngjarnir í okkar
garð, og eiga til frásagnargleði í
ríkum mæli.
„Ríkarður hefur brotizt í gegn!
Hann lyftir fætinum og ætlar að
sparka — en. .. . “ .
Já, það er reyndar satt, að þetta
„en“ heyrist nokkuð oft, en hvað
um það. Einhvern tíma verða
þeir að segja en, það er svo al-
gengt orð, og hví ekki segja það
af tilfinningu.
I einu Reykjavíkurblaðanna
var sagt frá landsleiknum við
Norðmenn. Fyrirsögnin var:
fslendingar áttu skilið jafntefli.
Auðvitað áttum við það skilið, og
eg hef lúmskan grun um, að við
■ höfum átt enn betra skilið, kann-
■ ski ekki vegna frammistöðu,
heldur af því bara.
Fyrri liálfleikur.
Blaðið lýsir fyrri hálfleik, og
þar stendur orðrétt: „Norska lið-
ið hefði átt að vera þremur til
fjórum mörkum yfir í hálfleik.“
Já, það er nú það. En við hefðum
nú samt átt skilið að standa okk-
ur betur. Þetta var nú erfitt
ferðalag, mjög heitt í veðri stund
um, og maturinn ekki ávallt sem
heppilegastur. Þrátt fyrir allt
var aðeins eitt mark skorað í
fyrri hálfleik og ekki munaði
nema hársbreidd að við fengjum
jafntefli, sem við áttum sannar-
lega skilið.
Síðari háltleikur.
í frásögn blaðsins stendur orð-
rétt:
„f síðari hálfleik jafnaðist leik-
urinn nokkuð. Noregur var þó sá
aðilinn, sem átti meira í leikn-
um.“
Það er engin sanngirni í því,
að sá aðilinn, sem meira á í
leiknum, þurfi endilega að vinna.
En samt fór það nú svo. Norð-
menn gerðu tvö mörk, dæmalaus
óheppni, íslendingar eitt.
í fyrirsögn blaðsins stendur, að
íslendingar hafi átt skilið jafn-
tefli, og eg er sannfærður um,
að það er rétt. Við erum miklu
færri en Norðmenn, og knatt-
spyrnumennirnir okkar eru Ijóm-
andi strákar, afbragðsstrákar. —
Fararstjórarnir okkar voru bæði
margir og öflugir. Nei, við hefð-
um a. m. k. átt að fá jafntefli, og
það hefði ekki verið nema rétt
eftir okkur að sigra. — Sparkó.
Heildverzlun með
kjörbúðarsniði
Kjörbúðir hafa rutt sér mjög
til rúms í heiminum á síðustu
árum. Hefur eingöngu verið um
smásöluverzlun að ræða, en nú
virðist röðin vera komin að
heiidverzlununum.
Heildverzlun nokkur í Kaup-
mannahöfn hefur nú opnað eins
konar kjörbúð fyrir kaupmenn-
ina. Koma þeir og velja sér vör-
urnar, og aðstoðarmenn þeirra
eða þeir sjálfir, bera vörurnar út
í bifreið. Á þennan hátt fá þeir
vörurnar við eitthvað lægra
verði. — Er ekki talið ólíklegt
að fleiri heildverzlanir í Dan-
mörku taki þetta upp.
íbúð til sölu
Tvö herbergi og eldhús á
Ytri-Brekkunni. — Uppl. í
síma 1720 frá kl. 7—9 á
kvöldin.
LJÓSGEISLAR LEIFTRA i
f alheims geimnum ljósgeislar leiftra,
Ijómar þín gæzka við þinn alveldis stól. [
Hátt upp til hæða hugurinn leitar, (
ljós þitt mér lýsir himnanna sól. j
Þinn faðmur er opinn, ég Iæt mig hvíla
í örmum þínum, Frelsari minn. , i
Að brjóstinu þínu, hlýtt ég mér halla, ;
þar hvíldina og friðinn og öryggið finn.
Bið ég nú Guð minn mér lýsa og leiða : *
og ljósgeisla tendra í skugganna dal.
Birtu og fegurð að breiða yfir alla,
blessa og vernda hvert sprund og hvern hal.
Send þú af himnutn heilagan kraft þinn,
helga þú hugsun, orð vor og verk.
Gef oss þinn anda, ástkæri faðir, ,
í viljanum þínum svo verðum við sterk. t
Um jörðina láttu ljósgeisla líða,
láttu hann verma hvert blóm og hvert strá.
Börnunum smáu, blessunar bið ég
og bið þig að vera alltaf þeim hjá.
Ollum sem á liafinu þurfa að vera ,
og þangað sækja björg sína í bú.
Vertu þeim viti, veittu þeim styrk þinn,
hættum og erfiði í hagsæld þú snú.
Og alla þá, sem um loftgeiminn líða,
leiði höndin þín voldug og sterlc.
Við lofum og þökkum þér ljúfasti faðir,
við lofum og þökkum og undrumst þín verk.
KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR
frá Syðra-Hvarfi.
ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR
Brezk eiginkona nokkur sendi tilkynningu til
lögreglunnar um daginn og kvað mann sinn vera
týndan, hann hefði ekki komið heim í nokkrar vik-
ur. Vinkona hennar var viðstödd, er hún hringdi til
lögreglunnar, og varð steinhissa, er hún heyrði lýs-
inguna: „Hár, gjörvilegur, dökkhærður, með
mjallhvítar tennur.“
— Nei, heyrðu mig, Hazel, sagði hún, h'vers
vegna lýsirðu manninum þínum svona? Þú veizt,
að hann er lágur, feitur og sköllóttur, og hann er
þar að auki gjörsamlega tannlaus!
— Uss, segðu þetta ekki hátt, sagði konan. Eg;
veit, að þetta er rétt hjá þér, en heldurðu, að eg
kæri mig um að fá slíkan mann aftur?
---o----
Kona nokkur í Bandaríkjunum fór til sálfræðings
og bar sig illa út af manni sínum. — Hvað á eg að,
gera? Þetta er óþolandi! Hann er sítalandi upp úr
svefninum.
— Nú, já, sagði sálfræðingurinn. — Eg skil það.
Bældar hvatir, innilokaðar tilfinningar. Leyfið
honum að tala á daginn.
Bóndi nokkur í Minnesota átti gamla móður á
elliheimili. Hann kom alloft að heimsækja hana og
tók alltaf með sér mjólkurflösku handa henni að
heiman. Hann setti alltaf dálítið af koníaki saman
við mjólkina og minntist aldrei á það við gömlu
konuna. Hún minntist heldur aldrei á það, að sér
þætti mjólkin undarleg á bragðið.
Einn daginn sagði hún við hann: „Alfreð minn,
eg ætla nú að biðja þig að gera dálítið fyrir mig.“
„Sjálfsagt, mamma mín,“ sagði hann. „Hvað er
það?“
„Seldu ekki þessa kú, sem mjólkin er úr.“
---o----
Bandaríkjakona nokkur var að koma frá Evrópu.
Hún kom með nokkrar flöskum af ilmvatni, sem
hún faldi vandlega í einni töskunni, svo að toll-
þjónarnir fyndu ekki.
Tollþjónarnir límdu miða á farangurinn, án þess
að nokkuð væri við að athuga, en er þeir komu að
lokum að töskunni, þar sem ilmvatnið var, sagðfl
8 ára dóttir hennar: „Mamma, nú fara þeir að verða
dálítið heitir, er það ekki?“