Dagur - 04.09.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 04.09.1959, Blaðsíða 4
4 D AG UR Föstudaginn 4. september 1959 Dagu® Skrifslolii í HaliouMViHi ‘III ~ Sími i HiG KITSTJÓRI. E R L í N G V R I) A V I 1) S S (> N VugK'iligastjoi i: J Ó N S V M l E I S S (> N Árgangurinn kostar kr. 75.00 lilaAiiV kfiiuii út á iniOvikiutiigum og lauguitlösjuni, jicgar eftii staiula iil (ijalililagi cr I. júli PÚENTVEIIK. (>!>I)S lijOKNSSONAR H.F. Iðnstefna samvinnumanna ! HIÐ ATHYGLISVERÐASTA við iðnað sam- vinnumanna er það, að hann byggist að langmestu leyti á innlendum hráefnum. Iðnaðurinn þróaðist úr heimilisiðnaði í verksmiðjurekstur. Nærtæk ' dæmi er tóskapurinn, sem stundaður var á hverju íslenzku heimili fram undir síðustu áratugi, til þess að gera ullina nothæfa til fatnaðar. Framhald þessa iðnaðar er Ullarverksmiðjan Gefjun. Sömu sögu er að segja um meðferð shinna og húða. Þar hafa verksmiðjur á Gleráreyrum tekið við þeim 1 störfum húsfreyjanna að sauma skó. Þar eru framleidd 60 þús. pör af skóm árlega og skinnin : verkuð til annarra nota í þeirri einu skinnaverk- j smiðju, sem starfrækt er á landinu. Þannig miðar þessi og annar iðnaður samvinnumanna beinlínis að því, að auka verðmæti hinna innlendu fram- ] leiðsluvara og skapa mörgu fólki trygga og sæmi- lega launaða atvinnu ] Á hverju einasta ári koma fram margs konar nýjungar í flestum greinum iðnaðarins og þær er ! nauðsyn að kynna, og í heild er þessi iðnrekstur svo umfangsmikill orðinn, að gott er öðru hvoru : að nema staðar um stund til að sjá með eigin aug- | um þá byltingu, sem hér hefur gerzt í iðnaði sam- vinnumanna og enn er að gerast og þróun hinna ýmsu greina iðnaðarins. Iðnstefnur eru vörusýningar hinna ýmsu fyrir- ; tækja, þar sem verksmiðjustjórar eða fulltrúar þeirra leiðbeina hinum almenna borgara og kynna hinar ýmsu vörutegundir, þar sem sölumenn og j innkaupastjórar gera einnig viðskipti. | Þessa daga stendur ein slík iðnstefna samvinnu- : manna yfir. Hún er í Gefjunarsalnum, miklum og vistlegum samkomusal, ’vel upp sett og mun ; vekja mikla og verðskuldaða athygli. Hún var sett 3. sept. og er opin fyrir almenning á morgun : og sunnudaginn. Á undanförnum iðnsteínum hafa menn undrazt og dáðst að hinum norðlenzku '• vörum, sem vissulega hafa gefið iðnverkamönn- j um okkar og forystumönnum samvinnuhreyfing- j arinnar hinn bezta vitnisburð. Verksmiðjur sam- ; vinnumanna á Akureyri veita öðrum innlendum I verksmiðjum harða samkeppni, sem leitt hefur í ■ verðlækkunarátt. Iðnrekendur í Fæykjavík hafa : nú ekki aðstöðu til einokunar á þeim iðnvörum, ! sem hér eru framleiddar. Þá sjá allir hvers virði í , hin mikla atvinna er og njóta bæði einstaklingar ] og bæjarfélagið þess í ríkum mæli. Nú er svo komið, að iðnaður samvinnumanna hér nyrðra er hluti af okkar daglegu nauðsynj- um, gildir það bæði um klæði, fæði og hreinlæt- 1 isvörur, og nú er vöruval mikið, bæði af inn- I lendum og erlendum iðnvörum og oft vandi að j velja og hafna. Sem betur fer, hefur ékki þurft að fórna neinu á altari föðurlandsástarinnar til þess að velja fremur hinar innlendu vörur. Verksmiðj- ! urnar eiga byrjunarörðugleikana langt að baki og ! standa traustum fótum, og enn eru verkefni á ‘ 1, ■ sviði iðnreksturs ótæmandi og samvinnumenn : láta sér engin framfaramál óviðkomandi. Að þessu sinni mæta góðir gestir úr öðrum ] landshlutum á iðnstefnunni. Fjögur fyrirtæki, frá ; Húsavík, Selfossi og Reykjavík, sýna einnig sína j framleiðslu og er það norðlenzkum samvinnu- ! monnum gleðiefni. , Sýningardeild Ullarverksmiðjunnar Gefjunar. Efnagerð Selfoss — Kaupfélags Árnesinga. Efnagerðin Flóra á Akureyri. Skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri. - Iðnsfefnðn Framhald af 1. siðu. Hvert gildi liafa þessar Iðn- stefnur einkum? Þær eru til ómetanlegs hag- ræðis fyrir þá, sem sjá um inn- kaup vara og um dreifingu á þeim meðal almennings. Þær hvetja til vöruvöndunar og fjöl- breytni og Iðnstefnur eru auk þess gagnkvæmur hagur fram- leiðenda og neytenda, einkum þegar um nýjungar er að ræða og það gildir einnig um vandaðar vörur yfirleitt og af þeim höfum við meira en flesta grunar. Iðn- stefnur okkar eru bæði sölusýn- ing og almenn vörusýning, en slíkar sýningar eru fastur liður viðskiptalífsins í flestum löndum. Og enn má telja Iðnsýningum okkar það til gildis, að þær aulca kynningu starfsmanna okkar og örfa mjög viðskiptin, auk þess sem þær eru mjög lærdómsríkar fyrir innkaupastjórana, svo og allan almenning sem sækir þær. Gætir þú gefið lesendum hug- mynd um vörumagn hjá verk- smiðjum samvinnumanna í stuttu máli? Iðnaðardeildin er 10 ára sjálf- stæð deild innan Sambandsins. Tölur um framleiðslumagn nokk urra verksmiðja er miðað við það tímabil. Stærsta verksmiðjan er Gefjun, segir Harry. Ullardúkarnir, sem þar hafa verið framleiddir og eru 140 sm. breiðir, myndu ná héðan til Reykjavíkur og þaðan til Ör- æfa, án þess að komið væri á enda. Það yrði svo sem 60 km. bútur eftir. Það fer búið að sauma mikinn fatnað á landsmenn úr þessum dúk" á liðnum árum. Iðunn hefur sútað um • 400 þús. skinn og húðir. Skóverksm. hennar hefur framleitt yfir hálfa milljón pör af skóm, saumastof- urnar okkar hér á Akureyri og í Reykjavík hafa framleitt um 90 þús. alklæðnaði, kvenkápur, karlmannafrakka og buxur, vinnufataverksmiðjurnar Fífa og Hekla hafa framleitt nær 400 þús. stk. af vinnufatnaði, 37 þús. úlp- ur 771 þús. sett af ltvenundir- fatnaði o'g 400 þús. pör af sokk- um, ennfremur um 200 þús. stk. af alls konar prjónafatnaði. Þess- ar tölur gefa til kynna hve fram- leiðslan er mikil, og þarf þó þá skýringu, að allar verksmiðjur, bæði þær, sem hér eru taldar og aðrar verksmiðjur, hafa framleitt þetta vörumagn að langstærstum hluta síðustu árin vegna þess hve eftirspurnin hefur farið ört vax- andi. Sjöfn hefur framleitt um 3 millj. kg. af sápum og þvottaefn- um og skyldum vörum, sem sýnir það að íslendingar eru þrifin þjóð. Kaffibrennslan hefur fram- leitt kaffi í 326 milljón kaffibolla, því að mörgum þykir sopinn góð- ur. . . . og nú hefur sá, er þetta ritar, ekki lengur við að skrifa og fleiri þykjast eiga erindi við framkvæmdastjórann. Blaðið þakkar Harry Frede- riksen svörin og vonar, að al- menningur geti í sem ríkustuct mæli notið Iðnstefnunnar í Gefj- unarsalnum á morgun og sunnu-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.