Dagur - 04.09.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 04.09.1959, Blaðsíða 7
Föstudaginn 4. september 1959 DAGUR 7 Uliarmótíaka Ullarmóttöku er nú senn að verða lokið. — Eru því allir þeir, sem eiga eftir að koma með ull sína til innleggs, vinsamlega beðnir að gera það sem allra fyrst. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. - Verksraiðja semskilar ölliim ágóða sínum til meniiingarmála Framhald. af 8. siðu. staklega nefna margs konar sult- ur, saftir og búðingsduft. Einstök samþykkt. Hinn aimenni neytandi mætti Gluggafjaldaefni þykk og þunn. - Gott úrval. Babvgarn Fjölmargir litir. VEFNAÐARVÖKUDEBLD vel minnast þess, er hann gerir innkaup þeirra vara, sem Efna- gerðin Flóra á Akureyri fram- leiðir, hvort hann hefur áhuga á því að styðja að menningarmál- um héraðsins með því að kaupa F'lóruvörurnar — að öðru jöfnu. Ekki þekkir blaðið neitt fyrir- tæki hér á landi annað en Efna- gerðina Flóru, sem það ákvæði gildir um, að skili ágóða sínum til menningarmála í heimahéraði sínu. Fyrir það ákvæði eiga sam- vinnumenn þakkir skildar og fyrir það ákvæði eitt sér, ættu ailir að geta óskað þessu fyrir- tæki til hamingju með rekstur sinn. og ilmandi þvottalögurinn Tandur gerir tandurhreint - Rokkar og kambar Framhald af 1. siðu. framleiðsluna nýjum gerðum dúka, t. d. síðastliðið ár kven- kjólaefnum og nýjum tegundum kvenkápu- og dragtaefna. Við höfum nú eignast nýja vél, sem auðveldar og bætir þessa fram- leiðslu. En Iivað um öll gerfiefnin? Á umliðnum árum hefur orðið mjög ör þróun í hvers konar gerfiefnum í heiminum. Sum þessara efna henta mjög vel til dúkagerðar, í blöndun með ull. Þessi gerfiefni eru t. d. nylon, grilon, perlon, daeron og nú síð- ast, en ekki sízt, terrilene. Öll þessi efni eru sterkari en ullin og hafa vissa eiginleika umfram ull- ina, þótt hún hafi hlýleikann um- fram þau. En íízkan er breytileg? Já, segir Arnþór, tízkan er skrýtin. Fyrir nokkrum árum gengu allir í gaberdinefötum. Nú er margþætt munstrun sú gerðin, sem mest er beðið um. Verk- smiðjan hefur að sjálfsögðu mætt þessurn tízkusveiflum með því að sveigja framleiðsluna í samræmi við kröfurnar. Þannig notum við gull- og silfurþræði og fleiri skrautþræði til að auka fjöl- breytni hinna munstruðu efna. Við verðum hverju sinni að hafa opin eyru fyrir og hlusta eftir tónum tízkunnar. Það er dýrt að brjóta þá reglu. f Iivaða grein er framleiðslu- aukningin niest? Stöðug aukning er til dæmis í öllum greinum bandframleiðsl- unnar, eða 17,5 tonna aukning síðasta ár. Grilonstyrkt band nýtur stöðugt rneiri vinsælda, einnig loðband. Það færist óðum í vöxt að börn séu klædd ullar- nærfötum og sjómannastéttin notar íslenzku ullina í vaxandi mæli. Hafið þið flutt nokkuð á er- lcndan markað? Verksmiðjan hóf útflutning húsgagnaáklæða og margt bendir til þess, að framhald verði á því. Hvernig er þetta umtalaða Golfgarn? Það er ný framleiðsla af garni, sem við framleiðum í 20 litum. Hörgull var á þessum garngróf- leika á markaðinum, segir Arn- þór Þorsteinsson að lokum. Blaðið þakkar fyrir upplýsing- arnar. Athugasemd um örnefni í Degi 12. ágúst sl. er smágrein um örnefni. Þar er meðal annars nefnd Vetrarbraut, sem liggur norðvestur frá Dagverðareyri að Skipalóni. Nokkurrar missagnar gætir um Vetrarbraut þessa, þar sem sagt er, að hún liggi um ása, því að hún liggur mitt inni í mýra- flóafláka, sem nær óslitinn milli þessara bæja, að kalla má. Má vafasamt telja, eða öllu held- ur er nær óhugsandi, að þar hafi nokkru sinni skógur vaxið, síðan land byggðist, enda hef eg aldrei heyrt talað um Vetrarbrautina sem gamla skógargötu. Hitt heyrði eg sagt, að á sl. öld, í tíð Þqrsteins Daníelssonar eldra á Skipalóni, að mig minnir, hefði braut þessi verið löguð til, svo að þar fengizt slétt sleðabraut inn yfir mýrarnar. Lá Vetrarbrautin oft undir svelli og því gott ak- færi þar,‘ þótt illfært væri utan hennar. Gunnsteinsþúfa, sem nefnd er í sömu grein, er hæsta þúfan á svonefndum Lóuhól, og segir sagan, að þar væri Gunn- steinn á Lóni, tengdafaðir Víga- Glúrns, heygður. Engar líkur eru til, að í þúfunni séu nokkurr mannvirki, enda töldu ýmsir að vafasamt væri, hvort það væri hin rétta Gunnsteinsþúfa. Steindór Steindórsson frá Illöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.