Dagur - 09.09.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 09.09.1959, Blaðsíða 2
2 D A G UR Miðvikudaginn 9. scptcmber 1959 Séra Sigfryggur Guðlaugsson á Núpi Þegar eg las fyrst nokkuð ýt- arlega ritgerð um Albert Schweitzer, postulann mikla í myrkviðum Suðurálfu, minnti hann mig með sérstökum hætti á séra Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi. Hér kemur enginn mann- jöfnuður til, enda ólíkur ævifer- ill. Þó finnst mér enn að eg skilji Albert Schweitzer betur vegna þess, að eg þekkti Sigtrygg Guð- laugsson. Virðing fyrir lífinu, lotning fyrir sameiginlegum líf— gjafa alls, siðferðileg, kristileg alvara, sem birtist einkum í þjónustuvilja, sem jafnvel verður að fórnargleði, eru persónuein- kenni beggja þessara manna. En þegar einhverju frábæru er lýst fyrir okkur, kallar það fram í hug okkar það, sem við þekkjum skyldast því. —o— Ævisaga séra Sigtryggs Guð- iaugssonar verður ekki rakin að ráði í þessari smágrein. Gera má ráð fyrir því, að á aldarafmæli hans, sem er skammt undan, verði saga hans rituð eins og samboðið er söguþjóð, ekki endi- lega í stórri bók, en svo að þar komi fram glögg og sérkcnnileg mannlýsing og aldarfarssaga. Sigtryggur Guðlaugsson fædd- ist 27. september 1862 á Þremi í Garðsárdal í Eyjafirði. Foreldrar hans bjuggu þar, hjónin Guð- iaugur Jóhannesson og Guðný Jónasdóttir. Þar ólst hann upp til fullorðinsára, hóf skólanám hátt á tvítugsaldri, varð stúdent 1894 og tók embættihpróf í guðfræði 1897. Næsta vetur var hann harnakennari í Reykjavík, en tók prestsvígslu haustið 1898. Fyrsta veturinn var hann settur prestur í Svalbarðs- og Presthólapresta- köllum, en var veittur Þórodds- staður og Lundarbrekka vorið 1899. Það sama vor giftist hann Ólöfu Sigtryggsdóttur frá Stein- kirkju í Fnjóskadal, en hún lézt haustið 1902. Haustið 1904 fékk séra Sig- tryggur veitingu fyrir Dýrafjarð- arþingum og fluttist vestur að Núpi vorið eftir. Þar var hann svo sóknarprestur til vorsins 1938 og átti jafnan heima á Núpi úr því. Hann kvæntist aftur 12. júlí 1918 Hjaltínu Guðjónsdóttur frá Brekku á Ingjaldssajidi.Og lifir hún mann sinn. Þau eignuð- ust tvo syni, Hlyn veðurfræðing og Þröst stýrimann hjá landhelg- isgæzlunni. Séra Sigtryggur andaðist 2. ágúst síðastliðinn og var jarðsett- ur 9. sama mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Þessi ártöl úr ævisögu Sig- tryggs segja harla lítið um mann- inn. Hann var á unglingsárum nemandi Guðmundar Hjaltason- ar og alla tíð áhugamaður um alþýðumenntun. Hann stofnaði skóla á Ljósavatni og rak hann 1903—1905, lýðskóla. Ungmenna- skólann að Núpi stofnaði hann 1906, stjórnaði honum og rak hann sem einkaskóla til vorsins 1929, að skólinn kom undir hér- aðsskólalögin. Ævistarf sitt vann hann því öðrum þræði sem skóla- maður og brautryðjandi í upp- eldismálum og mun það ekki sízt halda nafni hans á lofti. Þó var allt skólastarfið nánast tóm- stundastarf hans. Enginn prestur var honum skylduræknari um cmbættisstörf og skólastjóralaun sín gaf hann skóla sínum lengst- um. Það var tíðum hart í ári norð- anlands þegar séra Sigtryggur var í bernsku og æsku. Hann mundi vel þá daga að fátt var til matar. Bæði minntist hann vor- dags, þegar hrossleggir, sem legið höíðu úti í hlöðu, voru soðnir til miðdegisverðar, og þess, að smá- síld, þurrkuð í flekk, var höfð í alla mata dögum saman, auk mjólkursopa. Slíkt taldi hann hafa verið lærdómsríkan skóla, sem kenndi að meta verðmætin. Honum var jafnan öll sóun þvert um geð og því meiri raun, sem meii’i dýrmæti voru í húfi. Því hlaut hann að vera bindindis- maður á tóbak og áfengi. Að eyða fé til þess að sóa stai'fski'öftum og lífsþreki var í hrópandi mótsögn við alla lífsskoðun hans. Séra Sigtryggur hafði til að bera búhyggindi góð. Fáir munu hafa haft lag á að gei-a meira af litlum efnum en hann. Hann kunni manna bezt að meta pen- inga. En hann langaði ekki tii að safna fé, heldur- til að láta það gegna þjónustuhlutverki. Hann gérði litlar kröfur til líísþæginda og-múnaðár óg undi því glaður að vera fátækur og lifa spai-t, ef hann gat orðið góðu máli að liði. En reglusamari maður og skil- vísari í viðskiptum mun torfund- inn. Liðlega fertugur að aldri kom sérá Sigtryggur til Vestfjarða. Ymsar ástæður kunna að hafa legið til þess, en einna helzt sú, að hann vildi mjög gjarnan vera í nágrenni við Kristin bróður sinn, sem hann unni mjög og mat umfram flesta menn, en Kristinn fór til búnaðarstarfa vestur í Dýrafjörð strgx að loknu námi á Hólum 1892 og átti þar heima úr.því. Einnig má vera að Sig- tryggur hafi ekki til fulls fest yndi í prestakalli sínu nyrðra eftir missi konu sinnar, en hana tregaði hann mjög. Aldrei gleymdi séra Sigtrygg- ur æskustöðvunum. Þeim var hann alla tíð góður og ræktar- samur sonur. Á síðustu árum átti hann á stofuþili sínu málaða mynd af Garðsárdal. Þó var eng- inn betri Vestfirðingur eða sann- ari Dýrfirðingur en hann. Hann skildi manna bezt þá hamingju að finna fegurð umhverfisins og unna því. Þegar Guðmundur Guðmundsson skáld var á ísa- firði fengu þeir Núpsbræður hann til að yrkja Dýrafjarðar- kvæði sitt. Séra Sigtryggur samdi lag við það kvæði og orti sjálfur annað kvæði um Dýra- fjörð undir sama lagi. Dýrfirzkur metnaður var honum svo ríkur í skapi, að hann undi ekki öðru en Dýrfirðingar ættu sjálfir lag og ljóð helgað sinni sveit, þegar þeir vildu minnast hennar. Eg var nemandi í skóla séra Sigtryggs síðasta veturinn, sem hann hafði skólastjórn. Hann var þá fyrir nokkru hættur kennslu að mestu, því að heyrn var tekin að sljóvgast. Sjálfur kenndi hann einungis söng og söngfræði. En hann talaði öðru hvoru við nem- endurna og flutti nokkur erindi á laugardagskvöldum um ýmis efni. Þar kom fram. lífsskoðun- hans og hugsjónir. Trúin skyldi sjást af vei'kunum, menntunin skyldi auka manngildið og vera undirstaða að vönduðu mannlífi jafnframt því, sem aukin þekk- ing og kunnátta opnuðu nýjar leiðir. Brautryðjandastai'f sr. Sig- ti-yggs í í-æktunarmálum er að sinu leyti jafn mei'kilegt og skólastai'f hans. Hann ræktaði gai'ð sinní Skrúð, á Núpi, svo að löngu er orðið þjóðfrægt. Sá reit- ur hefur oi'ðið mörgum Vest- firðingi vakning og opinberun. Það mun vei-a almenningsálit þar um sveitir sem fi-am koma í orð- um nemanda hans eins, er stadd- ur var í heimilisgai'ði í ná- grannasveit að kvöldi dags 2. ágúst. Hann leit á trén, sem þar stóðu og sagði: „Nú dó hann í nótt, blessaður gamli maðurinn á Núpi. Hann er faðir alls þessa.‘‘ Séra Sigtryggur hafði ekki stundað neitt gai'ðyi'kjunám, en saga skrúðgai'ðanna var að hefj- ast norðanlands meðan hann var þar, því að Schiöth gamli var þá kominn til Akui'eyrar. En hér vestra sýndi sr. Sigtryggur í vei'ki hvílík prýði og yndisbót má vera að slíkum í-eitum og má víða finna áhrif þess, þó í smá- urn stíl sé. Fyrir séra Sigtryggi var fegr- un heimila og átthaga uppeldis- meðal með tvöfalda þýðingu. — Hann vissi að þjónusta til fegr- unar og bóta hefur mannbætandi áhi'if í sjálfu sér, jafnframt því sem átthagatryggð og heimai-ækt ér uppspretta staðfestu og menn- ingai'. Hann vildi gera menn skyggna á fegurð og ýndi nátt- úrunnar, ekki sízt heima fyrir, svo að þeim þætti vænt um ná- grenni sitt og umhvei'fi og fegurð þess fyllti hjörtu þeirra glaðri lotningu fyrir lífi og lífgjafa. Séra Sigtryggur var skapmað- ur og kappsmaður mikill að lundai'fari og mun hafa verið ör- lyndur að upplagi, þó að honum dygði kai'lmennska til að temja skap sitt. Hygg eg að lundarfar hans og sjálfstæði í skoðunum og háttum hafi stundum orðið til nokkui-rar ásteytingpr og enda hneykslunar á fyrri árum, því að hvor'ki' skorti fjör né kapp til baráttu. Okkur nemendum sín- um sagði hann að skapið leiddi sig stundum til þess í fljótræði, sem hann vildi ekki, en lítt sá eg þó deili til þess. En hann mun hafa talið hættulegra þroska manna og sálai'heill að telja sjálf- an sig öi'uggan í réttvísi en að játa breyskleika sinn. Auðmýkt hans var engin uppgerð, heldur sannur ávöxtur, sem spratt af ríkum þjónustuvilja, næmri dómgreind og bljúgri lotningu fyrir guði sínum. Þó að okkur sýndist hann um margt öðrum mönnum meiri, gleymdi hann aldrei takmörkunum sínum. Fjármark mitt er: Hálft af franian vinstra, sýlt hægra. Tryggvi Jónsson Garðsvík, Svalbarðsstr. Ágæfar gulrófur í Iieilum og hálfum Sendum heim. HAFNARBÚÐIN Séra Sigtryggur var léttur í hi-eyfingum og kvikur í spori og,1 hljóp gjarnan við fót fram í háa 1 elli. Hann var brennandi í and- ■ anurn til hinztu stundar að kalla má. Áhugi hans á mannlífsbótum virtist ekki geta dofnað. Það sem gera skyldi í ræktunarmálum og skólamálum voru ekki einangruð viðfangsefni, heldur hluti af því mannbótastarfi er vinna þurfti. Stundum er sagt, að þeir, sem guðii'nir elska, deyi ungii'. Eg held að menn verði á engan hátt metnir eftir langlífi. En þegar eg hugsa um síðustu ár séx-a Sig- tryggs, hvarflar að mér hvort sannindi þessara oi'ða eigi ekki við þá menn, sem eru ungir í anda til hinztu stundar og unna hugsjónum jafnheitt og lifa fyrir þær fx-am í háa elli. Slíkir deyja ungir með vissum hætti. Og hverja myndu guðirnir fremur elska? Mér er það ógleymanlegt af hve mikilli víðsýni og skilningi séi-a Sigti-yggur talaði um þjóð- mál og stjórnmál fram á síðustu ár og hve vel hann áttaði sig á því, sem var að gei-ast innan lands og utan í þeim efnum. Hann var einlægur samvinnu- maður og skildi vel öfgahreyf- ingar, sem í-eyna að efla áhrif sín með því að bi'jóta niður allt sem stutt getur jafnvægi og hófsemi. Hann taldi það hlutvei'k alþýð- legra fjöldahreyfinga, svo sem samvinnuhreyfingar og vei'ka- lýðshr^yfingar, að efla hófsemi og yfettlæti í skiptum manna. Barnavagn til sölu ‘ í Hrafnagilsstræti 24. m sölu, með tækifærisverði, 'ymsíf nötdðir húsmunir ‘ svo sem: Hpover-þvoltavcl, sem ný, Rafha-eldavél, Borðslofuhorb, Fjórir armstólar, Dívan, Borb, Skáþar o. fl. Til sýnis í Munkaþverárstræti 34 e. h. á langardag og sunnu- dag n. k. — Síriii 1132 og 1955: BÁTUR Trillubátur, 214 tonn, með ágætri vél, til sölu. Sigurbur Eiríksson Sími 2127. ATVINNA! Kona óskast til hreingern- ingar á verzlunarhúsnæði. Afgr. vísar á. TIL SÖLU Chvrolet vörubíll í góðu lagi, 17 feta pallur, byggður á grind, tvískipt drif, fimm gíra kassi. Sérlega hentugur bíll til fjárflutninga. Vökva- sturtur geta fylgt. Upplýs. í síma 1822. ATVINNA! Tvær stúlkur óskast til af- greiðslustarfa. Vaktavinna. Blaba- og sœlgcctissalan, Ráðhústorgi 3. ! Hanrt trúði því að fólk, sem næði rétti sínum án þess að gleyma 1 sjálft skyldum sínum eða taka ! sér forréttindi, yrði- hófsamara og myndaði fai'sælla samfélag. Á þeim grundvelli fylgdi hann Framsóknarflokknum að málurn. Hversdagslega var séi-a Sig- tryggur glaðvær í tali og gaman- samur og löngum heillandi skemmtilegui'.. Hann dáði glað- væi'ðina, þó að honum væri fátt fjær skapi en léttúðin. Eg hygg að öll verk og öll viðbrögð hafi hann metið út frá ki'istilegri sið- fræði, því að kristindómurinn var lífsskoðun hans. Hann vann það heit í veikindum, ungur maður, en þó fulltíða, að hann skyldi læi'a til prests, ef hann næði heilsu. Hann fi'amkvæmdi síðan guðsþjónustu í kii-kjum sinum um áratugi, en skólastarf hans og raunar allt hans líf var vígt sömu hugsjón, svo að vandi er að segja hvar guðsþjónustan tókst bezt. Alvara hans var djúp og öll viðfangsefni tekin föstum tökum af miklum heilindum. Nemendur séra Sigtryggs eru nú allir löngu fulltíða menn og mai'gir hnignir á efri ár. En áhrif séra Sigtryggs ná víðar og lengra. Þau berast fi'á manni til manns og kyni til kyns og halda áfram að vísa veginn til þi'oska og far- sældar og fyllri lífsnautnar á grundvelli samvinnu og þjón- ustu, þjóðlegrar menningar og átthagatryggðar og kristilegrar lífsgleði. Halldór Kristjánsson. Geymsliiplássóskast nálægt i Upplýsingar í síma 1094 Alltaf eitthvað nýtt! Hinir margeftirspurðu DÖMUJAKKAR (SKINNLÍKI) eru komnir. Hvítir og diapplitir. FALLEGAR ÐÖMUÚLPUR úr ullarefnum, rnargir litir. Hagkvæmt verð. Herra STUTTFRAKKAR nýkomnir, allar stærðir. FACO-FRAKKINN væntanlegur næstu daga. KLÆÐAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR H.F. KVENBOMSUR, draplitar. og. brúnar. KULDASTÍGVÉL, draplit og brún. INNISKÓR, ódýrir, ýmsir litir. ' SMÁBARNASKÓR, ýmsir litir. OG MARGT FLEIRA. Hvannhergsbræður •f'ff-lítffWf****

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.