Dagur - 09.09.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 09.09.1959, Blaðsíða 8
Bagujr Miðvikudaginn 9. scptcmber 1959 Fornir siðir auka sjálfsvirðingu t r Ur ræðu Poul Petersen lögþingmanns á Olafs- vöku - þjóðhátíðardegi Færeyinga í>að er vel viðeigandi um Ól- afsvökuleyti, að minnast og nefna dæmi um virðingu fyrir forniyn siðum. Eyjan Man (Isle of Man), sem liggur milli Írlands og Bretlands, er 572 ferm. að stærð með 60 þús. íbúum og til- heyrir brezka samveldinu. Sagan segir, að Man félli und- ir veldi Noregskonunga á dögum Haraldar hárfagra um árið 800, en Godfred Croven konungur vann hana af Norðmönnum í orr- ustu á Skagafelli árið 1079 og gerði Man, ásamt Suðureyjum, að sérstöku konungdæmi, sem heldur sér enn í dag innan brezka samveldisins. Á eynni Man er það enn siður, að þingmenn gangi fylktu liði úr kirkju á þingvöll og setji þar þing, að fornum, norrænum sið, á gömlu Jónsvöku, 5. júlí, ár hvert. — Þingstaður eyjarinnar heitir á þeirra máli í dag „Tyn- wald“. — í broddi fylkingar gengur biskupinn af Suðureyjum og Man, eins og venja hefur ver- ið frá fornu fari. Þess ber að geta, að kristni var tekin þar, er norræn lög voru í heiðri höfð og lögleidd á þingi, og er það talið upphaf þjóðkirkj- unnar þar, sem og annars staðar á Norðurlöndum. Ólafur konungur helgi og arf- takar hans stofnuðu víða bisk- upsdæmi í ríki sínu, meðal ann- ars í Norðureyjum (Hjaltland og "Orkneyjar) með aðsetur í Orkn- eyjum. Magnúsardómkirkjan í Kirkwall (Kirkjuvelli) stendur enn til vitnis um það. Man og Suðureyjar voru og eru eitt biskupsdæmi. Man fékk líka sína Ólafskirkju eftir dauða Ólafs konungs helga. Eyjaskeggjar eru mjög upp með sér af hinu forna þingi sínu, sem er miklu eldra en enska þingið, en það var sett í fyrsta sinn árið 1042 af Alfred konungi, the Confessor í Glouiester dóm- kirkju (112 árum síðar en Al- þingi var sett í fyrsta sinn á Þingvöllum við Öxará). Efnið í þingvöll Manbúa (Tyn- wald) var tekið úr öllum 17 hreppum eyjarinnar, þar er, eins og áður er sagt, þingið sett að fornum sið og lög mælt af munni fram af lögsögumanni. Það kalla þeir brjóstlög er þannig eru fram sögð, (hin óskráðu lög), en lög voru ekki skráð fyrr en á 12. öld. Manbúar mótmæltu því árið 1420, er konungur þeirra, John Stanley, fékk samþykki þingsins til að skrifa upp brjóstlögin. — Þinghús og aðsetur þingsins, ásamt stjórn eyjarinnar, er í höf- uðstaðnum, Douglas. Þannig hafa Manbúar varðveitt norrænar siðvenjur, þó að þeir séu ekki af norrænu bergi brotn ir, heldur Keltar að uppruna og gengu undan Noregskonungi ár- ið 1079. Virðing fyrir fornum siðum gefur fólki samstöðukennd, skap- ar sjálfsvirðingu og öryggi. Færeyingar eiga fornanþingstað í Þinganesi í Þórshöfn. Þar var aðalþingstaður þeirra. Færeying- ar áttu eitt af elztu þingum, sem sögur fara af, en misstu það 1816, fengu það aftur 1852, en ekki í sömu mynd, þótt þingstaðurinn væri fyrir hendi. Lögmann áttu þeir, en misstu hann 1816, fengu hann aftur 1948, þá sem formann landsstjórnar, samkvæmt nýju heimastjórnarlögunum. Biskups- stól eiga þeir gamlan, en biskup- inn misstu þeir fyrir rúmum 400 árum, eða árið 1557 og hafa ekki endurheimt hann ennþá. Enn ganga þingmenn þar fylktu liði úr kirkju á Ólafsvöku ásamt lögmanni, prestum, pró- fasti og öðrum æðstu mönnum landsins, ekki á þingstaðinn forna, heldur í þinghúsið, sem stendur í gamla Húsatúni í Þórshöfn. Á þeim tíma, sem þinglaust var í Færeyjum, héldu prestar og prófastar uppi hinum forna sið. Þeir gengu fylktu liði úr kirkju á Ólafsvöku út af Reynisgarði, þar sem prestafundir voru haldnir. Rammi hinna fornu siða stend- ur þar enn, og þar er hin forna mynd smám saman að birtast á ný. Þingið er fyrir hendi, lög- maður og hin forna skrúðganga er enn farin. En enn er eftir að endurreisa hið forna biskups- dæmi. Rætt við Gísla Guðmundsson alþingismann Hvernig mæta ber eðlilegri fólksfjölgun 1 á Norðurlandi Knattspyrmimót Norðurlands hefst á Akureyri n.k. föstudag kl. 4 e. h. Þann dag verða leiknir tveir leikir, aðrir tveir á laugar- daginn og að síðustu tveir leikir á sunnudag. Þátttakendur eru frá Héraðs- sambandi Þingeyinga, Knatt- spyrnufélagi Siglufjarðar, íþrótta félaginu Þór og Knattspyrnu- félagi Akureyrar. Núverandi Norðurlandsmeist- ari er Knattspyrnufélag Akur- eyrar, og hefur það félag unnið til þeirrar nafngiftar 5 ár í röð og nú sér þetta félag um fram- kvæmd mótsins. Engu verður spáð um úrslitin, en víst má telja að keppnin verði hörð og spennandi. Gísli Guðmundsson alþingis- maður var hér á ferðinni um helgina og flutti ræðu þá á hér- aðssamkomu Framsóknarmanna í Eyjafirði, sem mjög var rómuð. Hann ræddi þar meðal annars um vöxt þjóðarinnar á næstu áratugum og kvað Framsóknar- flokkinn stefna að því, að þjóð- araukningin í hverjum lands- hluta gæti numið land í átthög- um sínum í sveit og við sjó og haft þar verkefni. Gísli Guðmundsson hefur átt sæti á Alþingi í rúmlega 20 ár, sem þingmaður N.-Þingeyinga og verður nú í haustkosningun- um annar maður á lista Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra, svo sem nú er nefnt í hinum nýju stjórnskip- unarlögum. Dagur átti viðtal það við al- þingismanninn, sem hér fer á eftir. Framfarirnar koma ekki til okkar eins og happ- drættisvinningur en koma samt. Framkvæmdir við Laugaskóla Hvítafelli, 25. ágúst. Heyskapur hefur gengið mjög vel í Reykjadal, þar til síðasta hálfan mánuð. Hey eru því mikil og góð, því að sprettan var fá- dæma mikil. Sumargistihúsið að Laugum hefur verið starfrækt í sumar, eins og að undanförnu, og hefur ferðamannastraumur verið mun meiri en undanfarin ár. Byrjað er á stórbyggingu að Laugum. Byggð verður ný borð- stofa, eldhús og íbúðir við hér- aðsskólann. En í mörg undanfar- in ár hefur þurft að tvísetja í borðstofu skólans vegna þrengsla. Nýjan veg er verið að leggja frá brúnni á Reykjadalsá að austan, vestan við skólann, með- fram ánni. Þannig á að losa skólalóðina við mikla umferð og ónæði. — Mjög miklar umbætur er verið að gera á íþróttavellin- Fyrstu umferð á kandidata- mótinu í Júgóslavíu lauk svo, að Friðrik Ólafsson tapaði fyrir Petrosjan. Á þessu mikla skák- móti, sem gefur sigurvegaranum rétt til einvígis í skák við heims- meistarann, keppa 8 efstu skák- menn heimsins. Eru þeir þessir: 1. Smyslov, Sovétríkjunum, 2. Keres, Sovétríkjunum, 3; Petro- sjan, Sovétríkjunum, 4. Pal Benkö, Bandaríkjunum, 5. Gli- goric, Júgóslavíu, 6. Friðrik Ól- afsson, 7. Fischer, Bandaríkjun- um og 8. Tal, Sovétrikjunum. um á Laugum. Verður hann stækkaður og sléttaður og verður þá af fullkominni stærð. — í skógræktargirðingu skólans hef- ur verið plantað miklu af trjá- plöntum. Er vöxtur þar mjög góður, einkum á íuru. Eitt nýbýli er í byggingu, að Vallholti. Verður það fjórða íbúðarhús í Stafnshverfinu. Þeir Stafnsbændur eru búnir að girða 16 ha. lands til skógræktar og hafa þegar plantað mjög miklu. Hvað telur þú, Gísli, að gera þurfi hér á Norðurlandi til að mæta fólksfjtílguninni á næstu áratugum? Hér er sem oftar léttara að spyrja en svara, segir Gísli. Eg álít skynsamlegt að gera áætlanir nokkuð fram í tímann, þó ekki of langt, því að þá verða þær úreltar þegar frá líður. Tæknin éykst og breytist. Atvinnuhættir, líka og sama er að segja um fl. En til þess að fólksfjölgun geti orðið hér fyrir norðan, þarf fyrst: Qg fremst að efla atvinnulífið, auka framleiðsluna og koma því þannig til leiðar, að allir hafi verk að vinna og geti lifað sæmilegu lífi á vinnu sinni. Því fleiri, sem að framleiðslunni vinna, beint eða óbeint, því betri verður afkoma heildarinnar. En til þess að efla atvinnulífið þarf fjármagn. Að því leyti, sem ekki er hægt að fá féð heima fyrir þarf að afla þess annars staðar, innanlands eða utan. Það er ekki hættulegt að taka féð að láni til að efla atvinnulífið, a. m. k. ekki ef um jafna og stöðuga þróun er að ræða. En það er ekki hægt að grípa upp fjármagnið hvenær sem vera skal, fremur en verðmæti úr skauti náttúrunnar. Framfarirn- Framhald, á 5. síðu. Frá Sjálfsbjörg Akureyri Félaginu hafa borizt margar góðar gjafir og áheit. — Minn- ingargjafir um látið fólk hafa einnig borizt félaginu, og eru þessar: Til minningar um: Kr. Hansínu Steinþórsdóttur 200.00 Hallgrím Pálmason .... 100.00 Friðjón Snorrason .... 3000.00 Stefán Randversson .... 110.00 Magnús Árnason......... 200.00 Stefán Árnason ......... 50.00 Unu Hjaltadóttur....... 20.00 Axel Schiöth........... 100.00 Jakobínu Halldórsdóttur 25.00 Kristófer og Guðmund Bjarnasyni ............ 50.00 Gísla Jónsson .......... 40.00 Steinunni Jónatansdóttur 50.00 Sigurjón G. Stefánsson 1670.00 Björn Eiríksson ...... 50.00 Sigurbjörn Árnason .... 120.00 Aðalfundur Rækfunarfélags Norð urlands var haldinn á Ak. 28. ágúst Fundurinn telur brýna nauðsyn á aukinni fræðslustarfserai í samböndunura á komandi ári Aðalfundur Ræktunarélags Norðurlands var haldinn á Ak- ureyri 28. ágúst. Mætíir voru fulltrúar frá öllum samböndum í Norðlendingafjórðungi, og auk þess frá ævifélagadeild Akureyr- ar. E'ormaðurinn, Steindór Stein- dórsson, setti fundinn og stjórn- aði honum. Ólafur Jónsson, ráðunautur, framkvæmdastjóri félagsins, skýrði frá störfum þess, lagði fram reikninga fyrir síðastl. ór _____ ‘mi og fjárhagsáætlun fyrir árið 1960. Starfsemi félagsins er einkum útgáfa Ársrits Ræktunarfél. Nl. Mikill áhugi ríkti um fræðslu- starfsemi úti í samböndunum á komandi ári og í ráði er, að halda ráðunautafund fyrir Norðurland í haust hér á Akureyri. Ur stjórninni átti að ganga Steindór Steindórsson, en var endurkosinn. Aðrir í stjórn eru Jónas Kristjánsson og Ólafur Jónsson. Samtals kr. 5785.00 Gjafir og áheit hafa borizt frá eftirtöldum: Gjöf frá gamalli konu kr. 500. — Gjöf frá N. N. kr. 1000. —Gjöf frá Axel Björnssyni kr. 200. — Gjöf frá gamalli konu kr. 50. —; Áheit frá Jóhönnu Magnúsdótt- ur kr. 100. — Gjöf frá gamalli konu kr. 50. — Gjöf frá styrktar- félaga kr. 100. — Gjöf frá gamalli konu kr. 50. — Gjöf frá Hallfríði N. N. kr. 100. — Gjöf frá V. Th. kr. 100. — Áheit frá Ólafi Jóns- syni kr. 300. — Áheit frá (A) kr. 150. — Gjöf frá öskudagsflokk kr. 216. — Gjöf frá Ólafi Sigur- bjÖmssyni kr. 1000. — Gjöf frá Axel Björnssyni kr. 100. — Gjöf frá N. N. kr. 30. — Gjöf frá Láru Pálsdóttur kr. 100. — Gjöf frá Guðlaugu Steingrímsdóttur kr. 50. — Áheit frá Franz Viðar Árnasyni kr. 100. — Áheit frá Stefaníu Ágústsdóttur kr. 150. — Gjöf frá nemendum Gagnfræða- skóla Akureyrar kr. 3700.00. — Samtals kr. 8046.00. Allar þessar gjafir vil eg fyrir hönd Sjálfsbjargar þakka, og biðja þeirn blessunar, sem hafa látið félagið njóta þess, er þeir minnast látins vinar og skyld- mennis. — Emil Andersen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.