Dagur - 19.09.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 19.09.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 19. sept. 1959 SfcrifsUila i llafnarsiva'li 1*11 — Sími lllilj KITSTJOKI: ERLI X (; If tt I) A V í I) S S O X Aui’lpiugastjóii: J.Ó\ SAMf’TLSSON \rj;angurinii kosiar kr. 75.IM) KlaAii'í kt'iuiu út á niiiM ikmliigum «g laugardiiguiu, þcgar efni stamla til r.jalililagi ér I. júli IMtUNTVrRK OI>l)S IIJÖRNSSONAR H.F. Morgunblaðsdrengskapur I MORGUNBLAÐIÐ segir • nýléga, að stefna vinstri stjórnarinnar hafi verið ,,hallærisstefna“. Eftir því á að hafa verið hallæri á íslandi á árun- j um 1956—1958. Vera má, að einmitt á því tímabili ' hafi verið töluvert hart í ári í Morgunblaðshöll- 1 inni, en hér á Norðurlandi hafa menn ekki heyrt þessa hallæris getið! Hér var atvinna með mesta móti og jafnari en nokkru sinni áður og mikið um hvers konar framkvæmdir, einkum í atvinnulíf- I inu, bæði til sjávar og sveita. Meðal annars af ’ þeim ástæðum var vinstri stjórnin vinsælli en flestar aðrar ríkisstjórnir. Hin ákveðna og yfir- lýsta stefna hennar í atvinnumálum í þeim lands- hlutum, sem helzt þurftu hjálpar með, mæltist vel : fyrir, af því að sú stefna var annað og meira en orðin tóm. I Nú virðist stjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- ’ isflokksins helzt hafa áhuga á því að kaupa togara handa ríkum mönnum fyrir sunnan.. Það á víst 1 ekki að verða hallæri þar á næstunni. Hér um slóðir hefði það þótt tilhlýðilegt að Morgun- blaðsmenn hefðu veitt vinstri stjórninni starfsfrið til að halda áfram þeirri uppbyggingu, sem hafin var með hennar atbeina — í stað þess að taka höndum saman við Einar Olgeirsson og hægri ' krata og koma efnahagskerfinu úr skorðum með j þeirra tilstyrk. í FRIR SKÖMMU ræddi Morgunblaðið mjög um f drengskap í stjórnarsamstarfi og treysti á, að les- * endum væri ekki „velgjuhætt". Árið 1953 var Ól- ! afur Thors studdur til stjórnarmyndunar. Þá var | ákveðið á Alþingi, að ekki þyrfti leyfi til að byggja ibúðir, sem ekki færu yfir 520 rúmmetra. I Þetta var gert til að greiða fyrir því að nokkur lausn fengist á húsnæðisskortinum, og þá einnig gert ráð fyrir, að aðrar byggingar og síður | nauðsynlegar biðu betri tíma. Þá var í smíðum i verzlunar- og skrifstofuhús eitt í miðbænum í | Reykjavík. Eigendur vildu fá að bæta tveimur j hæðum ofan á húsið, en ekki þótti fært að veita ; leyfi til þess að svo stöddu. Hlutaðeigendur gerðu j sér lítið fyrir og létu teikna þessar tvær hæðir, | sem hóflegar smáíbúðir og gátu þá hafið bygg- j inguna án leyfis. En á þessum hæðum var aldrei ! nein hæð innréttuð sem íbúð, heldur notaðar á • annan hátt. Húsnæðislausir Reykvíkingar kölluðu 1 þetta smáíbúðahverfið. En öllu gamni fylgir nokk- j ur alvara. Og málið var alvarlegt végna þess, að 1 i það var málgagn annars stjórnarflokksins, sjálft I Morgunblaðið, sem að svindlinu stóð — auðvitað I með fulltingi flokksins. Þannig höfðu ráðamenn ! Sjálfstæðisflokksins forgöngu um að brjóta niður j þær reglur, sem þeir, ásamt samstarfsflokki sín- ! um, höfðu sjálfir sett og bar að halda verndar- I hendi yfir. Þetta var Morgunblaðsdrengskapur. — ' Nú kvartar Morgunblaðið yfir því, og fer um það mörgum fjálglegum orðum, að stjórnarsáitmálar i haldist illa hér á landi. I ; Morgunblaðið ætti að forðast umræður um ' drengskap á stjórnmálasviðinnu, á meðan það ' getur ekki þvegið af sér þá smánarbletti, að hafa I reynt að spilla lánstrausti þjóðarinnar erlendis, j marglýst því yfir, í tíð vinstri stjórnarinnar, hve \ íslendingar væru tvístraðir í landhelgismálinu og' að kommúnistar réðu þar mestu, einnig gert til að spilla fyrir ár- angri af útfærslu fiskveiðitak- markanna og að egna Breta sér- staklega, og að vera bert að því að þjóna kaupkröíustefnu komm- únista, sem stjórnarandstæðingur, en lækka kaupgjald með lögum, sem stjórnarflokkur núverandi ríkisstjórnar. 11111111 iiiijiiiiiiiiimmiiiiii* 1KOSMNGASP JALLI Þeir sviku Norðlendinga. Þeir reyndust meiri flokks- menn en Norðlendingar, þeir Friðjón, Björn, Jónas og Magn- úr, þegar' þeir sömdu um, að Norðurlandskjördæmi eystra fengi 6 þingmenn en ekki 7, eins og réttlátt var samanborið við aðra landshluta. Sérstaklega hlaut Björn af þessu nokkurt ámæli í umræðum í efri deild. Talið var, að hann . hefði getað fengið nægilegt fylgi í flokki sín- um til að koma.þessari breytingu fram, því að Alþýðubandalags- menn virtust lengi vel hafa óbundnar hendur varðandi þing- mannafjölda. Líftrygging Alþýðuflokksins. Sumir segja, að Alþýðuflokkn- um sé vorkunn, þó að hann ryfi bandalagið við Framsóknarflokk- inn og tæki upp kjördæmamálið með Sjálfstæðisflokknum. Hann hafi sem sé alltaf haft áhuga fyr- ir tryggingamálum og þarna hafi honum boðizt tækifæri til að bæta við nýrri grein í tryggmg- arnar: Líftryggingu á sjálfum sér. Aðrir segja, að þetta ,hafi verið. óhyggilegt, því að líftrygging sem svona er til stofnað hljóti að falla í verði. Listi Sjálfstæðisflokksins. Hér í Norðurlandskjördæmi eys.tra vekur listi Sjálfstæðis- flokksins nokkra furðu, sem von er. Það hefði Benedikt á Auðn- um látið segja sér tvisvar, að maður úr stjórn Kaupfélags Þing eyinga léti skrá sig í sveit með andstæðingum samvinnufélag- anna. Hlýtur þar að hafa verið hart að gengið. Barði Friðriksson lögfræðing- ur hefur þrisvar verið í framboði í N.-Þingeyjarsýslu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, er ekki í þriðja sæti listans, svo sem búizt var við, og er raunar alls ekki á list- anum. Frambjóðandi sjálfstæð- isfh í S.-Þing. frá í vor er í 12. sæti og Árni Jónsson núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisfl. i Eyjafjarðarsýslu er í 9. sæti. Gísli Jónsson kennari er í 4. sæti og sýnist settur þar niður sem full- trúi N.-Þingeyinga, sem ætla mátti að fengju sætið, úr því að 3. sætið var frá tekið. Tvö efstu sætin eru skipuð, svo sem vænta mátti, og yrði Magnús uppbótarmaður, ef listinn fengi aðeins einn mann kjörinn. „Yíir kaldan eyðisand. . . . “ Margir Sjálfstæðismenn eru miður samvinnuþýðir, svo sem kunnugt er. Þeim gengur mjög erfiðlega að koma saman fram- boðslistum í ýmsum kjördæmum og hafa þegar rekið sig óþægilega á agnúa hinnar nýju kjördæma- skipunar. Miklar viðsjár eru með mönn- um í þeim flokki og fullur fjand- skapur sums staðar, t. d. á Aust- landi og Norðurlandskjördæmi vestra. Á Akureyri gerðust ýmis tíð- indi í sambandi við framboð flokksins hér í þessu kjördæmi. Barða Friðrikssyni var t. d. al- gerlega sparkað af listanum. — Sagan segir, að sjálfur hafi hann gengið af fundi er hann sá hvað verða vildi og flaug til ReA’kja- víkur. En vin sinn bað hann að láta sig vita úrslitin. V’inurinn sendi honum svohljóðandi skeyti að fundi loknum: „Yfir kaldan eyðisand... . “ og var það full greinilegt. Rafvæðingin. Morgunblaðið raupar af því, að fyrir þremur áratugum hafi sínir menn viljað rafvæða landið. Al- varan og áhugi Sjálfstæðisflokks ins í rafvæðingarmálum er sá, að á síðastliðnu vori stóð flokkurinn að því að skera niður 10 ára áætlunina um nálega 100 mill- jónir króna, meðal annars með því að fella niður fyrirhugaðar orkuveitur frá Laxárvirkjun. — Hér er sem oftar sitt hvað fram- kvæmdir og lýðskrum. ÞRÁTT FYRIR sól og hlýindi hér nyrðra, má sjá þéss mörg merki, að sumarið kveður fyrr en varir. Haustlitirnir eru þegar farnir að segja til sín, dásamlega fagrir og fjölbreyttir, þar sem gróður er fjölbreyttur. Allur gróður býr sig undir veturinn þessa mildu síð- sumardaga, hann liggur eins og flosteppi á frjósömum heiðalönd- um, þar sem lagðprúðar hjarðir hafa dvalið sumarlangt, en eru nú að yfirgefa. Göngur og réttir standa yfir þessa daga og fara fram að forn- um sið. Hestar og hundar duga gangnamönnum bezt við fjárleit- ir eins og verið hefur frá upp- hafi. Göngurnar eru ævinlega stór atburður í sveitinni. Ferðalög um fjöll og heiðar, með hest og hund að föripiautum, er tilhlökkunar- efni yngri sem eldri. Frá þeim ferðum eigá'margir ógleymanleg- ar minningar og hljóta mikla reynslu, því að gangnamenn þekkja vissulega fleira en sól og fegurð afréttanna. Þar reynir einnig oft á karlmennsku og rat- vísi. En hvernig sem viðrar eru göngurnar þó meiri snerting og nánari við náttúru landsins en önnur nauðsynleg störf byggð- anna. Og ef til vill er seiðmagn gangnanna að einhverju leyti sprgttið af þörf mannsins fyrir samband við landið og náttúru þess. Menntun kjarnorkusérfræðinga Á námskeiði sem nýlega var haldið af Alþjóða- kjarnorkustofnuninni (IAEA) og Vísinda- og menningarstofnun S. Þ. (UNESCO) í frönsku kjarnarannsóknastöðina í Saclay, var í'ætt um menntun sérfræðinga á hinum fjölmörgu sviðum, þar sem kjarnageislun er nú notuð — í læknisfræði, landbúnaði, iðnaði o. s. frv. Fulltrúa á þessari ráð:- stefnu áttu 40 ríki, þeirra á meðal öll þau ríki, sem haft hafa forgöngu um kjarnorkurannsóknir. Forstjóri rannsóknarstöðvarinnar í Saclay, Jean Debiesse, átti fund við fréttamenn eftir námskeiðið og lagði áherzlu á, að ríki eins og Frakkland, Bret- land, Bandaríkin og Sovétríkin, stæðu öll and- spænis sama vandamáli: hvernig á að haga mennt- un sérfræðinga í grein, sem er annars vegar svo ný af nálinni að varla eru fyrir hendi sérfræðingar til að hafa á hendi kennsluna, og hins vegar í svo örri þróun, að uðferðir sem eru góðar og gildar í dag, eru úreltar á morgun? Hvernig eiga háskólar og æðri menntastofnanir, sem þegar búa við fjárskort, að bera kostnaðinn af þessari nýju og óhemju dýru námsgrein? Á hvaða stigi námsins á sérhæfingm að hefjast? Vísindamennirnir, sem komu saman í Saclay,. lögðu áherzlu á mikilvægi þess, að náin samvinna væri milli háskóla og kjarnarannsóknarstöðva. Eigi eitthvert ríki kjarnarannsóknastöð með einhverjum mikilvægum tækjum, t. d. brennsluofnum, eiga þeir einnig að notast í þágu menntastofnana, þar eð einn slíkur tilraunaofn kostar upphæð, sem svarar til 350 milljóna ísl. króna, og slíkum fjármunum ráða fáir háskólar yfir. Þá var lögð á það rík áherzla, að þrátt fyrir skortinn á sérfræðingum væri ekki hægt að reikna með „skemmri skírn“ til að útvega á stuttum tíma sem allra flesta sérfræðinga. Notkun kjamorkunn- ar í þágu friðarins er geysivíðtækt svið, og mennt- un þeirra sem að henni vinna verður að vera sér- staklega staðgóð — bæði þeirra sem starfa við sjálfa bræðsluofnana og hinna sem halda rannsóknunum áfram og kanna ný svið. Af þessum sökum má sér- hæfingin ekki hefjast of snemma á námsferlinum. Með náinni samvinnu, bæði innanlands og ríkja á milli, er hægt að spara bæði tíma og peninga. Ann- ars vegar verður að vera samvinna milli háskóla og kjarnarannsóknastöðva og hins vegar milli ríkja, sem geta skipzt á námsmönnum og sérfræðingum. Á námskeiðinu var einnig drepið á þá þróun, sem útheimtir sérfrseðinga til að rannsaka og fara með geislavirkt ryk, og eðlisfræðinga með læknismennt- un til að rannsaka áhrif geislunar á mannslíkam- ann. í síðarnefnda tilvikinu er um að ræða sér- menntað fólk, sem geti uppgötvað, rannsakað og haft fullt vald yfir geisluninni, áður en hún veldur skaða. Sjálfsbjörg hefur eigið hús í smíðum Aðalfundur Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akur- eyri og nágrenni, var haldinn 9. þ. m. — Starf fé- lagsins hefur gengið með ágætum þetta eina ár, sem liðið er frá stofnun félagsins, og mikill stórhugur ríkjandi hjá félögunum. Á sl. vetri hélt félagið uppi nokkurri tómstunda- starfsemi, föndri, fyrir félagana, og voru þar margir góðir munir gerðir, og einnig hafði það með hönd- um nokkra skemmtistarfsemi. Nú hefur það hafizt handa um byggingu eigin húss fyrir starfsemina, og er ætlunin að það verði fokhelt áður en vetur gengúr í garð. Þegar húsið er komið upp gerbreyt- ist öll aðstaða félagsins til hins betra og gera má ráð fyrir stói'aúknu og fjölbreyttara starfi. Húsið, sem reist er við Hvannavelli, er ldaðið úr vikur- steini, ein hæð, 195 ferm., og mcguleikar eru til að stækka það síðar. Sigtryggur Stefánsson, iðnfræð- ingur, teiknaði húsið. Stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri skipa nú: Adolf Ingimarsson, formaður, Sveinn Þorsteins- son, gjaldkeri, Heiðrún Steingrímsdóttir, ritari, Ástþrúður Sveinsdóttir og Kristín Konráðsdóttir meðstjórnendur. Varaformaður er Þór Sigþórsson. Með stjórninni starfa ýmsar nefndir að fram- kvæmdum einstakra verkefna. Framhald á 7. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.