Dagur - 23.09.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 23.09.1959, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 23. sept. 1959 Bagur Ýmis tíSindi úr nágrannabyggðum Eldur laus í bragga Raufarhöfn, 21. sept. Eldur varð laus í gömlum bragga Haf- silfurs á öðrum tímanum í nótt. Þar bjuggu 6 manns og var að- eins einn íbúa braggans heima, þegar eldsins varð vart. Fljót- lega tókst að slökkva eldinn og verja nærliggjandi hús og tunnu- stafla. En skemmdir urðu tölu- verðar. Til dæmis misstu 3 stúlk- ur allt sitt sem í herbergi þeirra var. Allmargt manna vinnur enn við síldina, því að nær ekkert er farið af henni, utan örlítið magn til Svíþjóðar. En von var á einu eða tveimur síldartökuskipum innan tíðar. Tíðin er sérsíaklega hagstæð, 14—16 stiga hiti dag hvern. Ágætis afli er hér og hefur verið í sumar og hafa margir trillubátaeigendur notið þess ríkulega og fleiri haft gagn af. — Sjö til sextán skippund r r • i roðn Ólafsfirði, 21. sept. Bændur hafa heyjað vel og eru hættir. Göngur eru í dag og á morgun. Um 2000 fjár verður lógað. Þrír mótorbátar róa og afla vel, frá 7—16 skippund. Þeir róa á Skagagrunn. Mótorbáturinn Anna hefur fengið 5—8 skippund í róðri á Fljótamiðum. En lítið aflast á trillubátana á heimamið- um. Verið er að sprengja sneiðing- •inn í Ofærugjá á hinum nýja Múlavegi. Verkið gengur vel. Sæmilegur afli á Húsavík Húsavík, 21. sept. Slátrun hófst á þriðjudaginn og verður slátrað 32.450 fjár hjá K. Þ. Dilkar virð- ast í góðu meðallagi og vænni en í fyrra. — Sláturhússtjóri er Kristján Jónsson bóndi í Norð- urhlíð. 11—1200 fjár er lógað dag hvern. Fyrirhuguð er bygging nýs sláturhúss, en framkvæmdir ekki hafnar. Trillur og dekkbátar róa og afla sæmilega. Flytj a gangnahesta á bíl Fosshóli, 21. sept. Göngur eru búnar hér um slóðir, nema í Reykjadal. Þar verður réttað, í Hallbjarnarstaðarétt, þann 24. þ. m. Göngur tókust vel. Reykdæl- ingar gengu Bárðardalsafrétt, austan Fljóts, og óku 2 jeppum og vörubíl fram í Svartárkot. Á Einn af algengustu og kvala- fyllstu sjúkdómum eru tann- skemmdir. Fyrir nokkrum árum voru gerðar athuganir á þessu í Barnaskóla Akureyrar, og kom þá í ljós, að aðeins 4 börn af hverjum 100 höfðu óskemmdar tennur. Og það er síður en svo, að tannskemmdir sé þó nokkur barnakvilli. Tannpínuna þekkja flestir, enda þjáir hún mikinn meiri hluta fólks af og til, en erf- itt hef'ur reynzt úr að bæta. Þótt tannlæknar séu fyrir hendi og kunni sitt handbragð til hjálpar, hafa orsakir tannskemmdanna ekki verið fjarlægðar. Víða um lönd hafa læknavís- indin spreytt sig á þessu við- fangsefni. Það eru aðeins fá ár síðan Bandaríkjamenn tóku eftir því, að í sumiun héruðum þar í landi voru tannskemmdir mörg- um sinnum minni en annars vörubílnum höfðu þeir gangna- hestana 5 að tölu. Þaðan var far- ið á jeppunum, en tveir menn fóru með hestana. Á jeppunum var farið alla leið suður í Neðri- botn, skammt frá Laufrönd. Féð er feitt og hiti var mikill. Nokkúð fannst af afvelta fé og var þá gott að hafa bílana. Mikil Framsóknarskemmtun var á Húsavík í gær. Mér þóttu ræður manna góðar og eg dansaði 1 við kvenframbjóðandann úr Eyjafirðinum og líkað ljómandi vel. Sumum er nú farið að blöskra blessuð veðurblíðan og er það nærri von. Það er varla hægt að reka fé fyrir hita. staðar. Þá varð ljóst, að drykkj- arvatnið hafði úrslitaþýðingu á þessu sviði. — Fluorauðugt vatn varnaði tannskemmdum. Nú er kemiskum efnum blandað í vatn- ið með góðum árangri. Blaðið hefur áður sagt frá þessu og bent á. nauðsyn þess að þetta yi-ði rannsakað hér. Málinu hefur smám saman þokað áleiðis. Kurt Sonnenfeld tannlækni var falið það af yfirvöldum bæjarins að kynna sér þessi mál vestra. En hann er í Bandaríkjunum um þessar mundir og getur blaðið vonandi frætt lesendur sína um niðurstöður hans, bæði viðvíkj- andi kostnaði o. fl. er hann kem- ur heim. Okkar neyzluvatn er mjög snautt af fluor og spurningin er því helzt um, hvað kostar að bæta það og hvernig verður það haganlegast framkvæmt? Áðeins 4 af hverjum 100 börnum höfðu ósketnmdar fennur Rannsóknin gerð á 7-14 ára börnum í Barnaskóla Ákureyrar Sovézkir fónlistarmenn í heimsókn Halda tónleika hér á morgun, fimmtudag Nýlega er komin til landsins nefnd sovézkra tónlistarmanna á vegum MÍR, og héfur þegar haldið hljómleika á Akranesi, Hafnarfirði og í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. Eins og auglýst er annars staðar hér í blaðinu koma listamennirnir hingað til Akur- eyrar n.k. fimmtudag, og hafa tónleika þá um kvöldið. Listamennirnir eru fjórir, tvær konur og tveir karlar, tveir píanóleikarar, söngkona (sópran) og fiðluleikari. Söngkonan heitir Ljúdmíla fsaéva, fædd í Moskvu 1928. Hún lauk prófi frá tónlistarháskóla Gnésins í Moskvu 1951, og hlaut sama ár fyrstu verðlaun í söng- keppni í Berlín. Síðan hefur hún verið fastur einsöngvari með hljómsveit útvarpsins í Moskvu. Hún hefur haldið fjölda tónleika víðs vegar í Vestur-Evrópu og ýmsum Asíulöndum við mikið lof gagnrýnenda. Hún er talin ein af fremstu flúr-söngkonum (kól- eratur) Sovétríkjanna. Mikhail Veskrescnskí píanó- leikari er fæddur í Ukraínu 1935. Hann hóf nám í píanóleik aðeins 4 ára gamall. Prófi frá tónlistar- háskólanum í Moskvu lauk hann í fyrra, en nú kennir hann við skólann, og er nánasti samstarfs- maður aðalkennara síns, hins heimsfræga píanóleikara Lev Oborín. Voskresenski hefur farið víða um heim sem einleikari. Hann hlaut verðlaun í Berlín 1956 í tónlistarkeppni, sem kennd var við Robert Schumann, sams konar verðlaun í Brazilíu árið eftir, og ennfremur verðlaun í Búkarest 1958 í mikilli tónlistar- keppni til minningar um Enescu. Fiðluleikarinn ígor Politkov- ski er fæddur í Moskvu 1930. — Hann stundaði nám hjá David Oistrak og lauk prófi 1956. Árið 1955 hlaut hann verðlaun í keppni í Brússel, og 1957 hlaut hann hin frægu Jacques-Thibaud verðlaun í París. Hann er nú ein- leikari með Fílharmoníuhljóm- Framhald n 7. siðu. Kraninn valt við höfnina í fyrradag Þcssi stóri og myndarlegi uppskipunarkrani valt í fyrradag, er ver- ið var að skipa upp úr Sigurði Bjarnasyni. — Engin slys urðu á mönnum og litlar skemmdir á krana og skipi. — Gárungarnir segja að Hólmsteinn kranastjóri, sem er maður þéttur á velli, liafi eitt- hvað „rótað sér í sætinu“. — (Ljósmynd: E. D.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.