Dagur - 07.10.1959, Blaðsíða 4
D AGUR
Miðvikudaginn 7. október 1959
Dagu.b
Skrífstoiu i Háí»iarstr*ti 9(1 — Simi llöti
«ITSTJÓ«!:
£ R L í N G V K D A V í 1 > S S O N
A tigH vu jR»<f( jiK i:
JÓ\ S \ M l'íEl.SSOV'
irgangurinn kesiar kr. 75;O0
MlaBio kemnr út á iiitðvikuílíjgum og
íaugarttíSgnnvþcgar «tui stantia til
GjaltUlagí er 1. júli
PREN.TVEKK ÓÖÖS BJÖRNSSONAR H.F.
Margir munu gefa aðvörun í
haustkosningunum
DAGUR HEFUR AÐUR BIRT' nokkraf tölur,
sem sýna hvernig haustkosningarnar myndu fara
í Norðurlandskjördæmi eystra ef fylgi flokkanna
yrði óbreytt frá því í vor. Blöð andstæðinganna
hafa gert úlfaþyt út af þessu, af því að þar kem-
ur glöggt í Ijós, að Framsóknarflokkurinn þarf
ekki að bæta við sig miklu atkvæðamagni til að
koma fjórum mönnum á þing. En það liggur ljóst
fyrir, að nái fjórir Framsóknarflokksmenn kosn-
ingu, hlýtur annar hvor að falla, Magnús eða
Bjorn. En hvor þeirra sem félli fyrir fjórða manni
á lista Framsóknar, kæmist hann á þing þrátt
fyrir það sem uppbótarmaður. En við það hlyti
kjördæmið 1 þingmanni fleira. — Og með þessu
móti hafa alþingiskjósendur það á valdi sínu að
bæta sér upp það herfilega misrétti, að þetta
kjördæmi var svift réttmætri þingmannatölu 'við.
setningu laga um kjördæmabreytinguna.
AUÐVITAÐ VEIT ENGINN með neinni vissu,
hvernig atkvæði falla í haust. En eins og oft áður,
velta menn síðustu kosningatölum fyrir sér og
draga af þeim ályktanir. Yfirleitt gera menn ekki
ráð fyrir stórfelldum breytingum á fylgi stjórn-
málaflokkanna á fjórum mánuðum. En engum
dettur þó í hug, að tölurnar frá 28. júní í vor verði
alveg óbreyttar í haust. Það er engin gerbreyting
þó að Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk rúmlega
2600 atkvæði í vor, tapi 185 atkvæðum og ekki
heldur þótt Alþýðubandalagið, sem . hlaut um
1260 atkvæði, tapi 71 atky. Þessir flokkar hafa
nefnilega sitt hvað á samvizkunni, sem kjósend-
um er kunnugt. Sjálfstæðisflokkurinn lék marga
fyrrverandi fylgismenn sína grátt í kjördæma-
málinu. Hann neitaði að bera sérstaklega undir
kjósendur, hvort þeir væru fylgjendur kjördæma
byltingarinnar einnar út af fyrir sig. Bráðabirgða-
lögin, sem stjórn hans stendur að og ber ábyrgð
á, kom illa við marga. Kunnugir menn í Alþýðu-
bandalaginu eru berir að makki við íhaldið í
Reykjavík og hafa meira í huga af því tagi. Það
væri líklegt, að margir Alþýðubandalagsmenn,
sem vilja vinstri stjórn í landinu, hefðu fullanhug
á, að koma aðvörun á framfæri í kosningunum
nú í haust.
Bráðabirgðalögin um verð á landbúnaðarvör-
um ættu að vara menn við Sjálfstæðisflokknum
eins og hættumerki á háskaleið. Sjálfstæðisflokk-
urinn leikur þar tveimur skjöldum á blygðunar-
lausari hátt en oftast áður. Sjálfur forsætisráð-
herra hefur lýst því yfir, að Siálfstæðisflokknum
hafi ekki aðeins verið kunnugt um bráðabirgða-
lögin, áður en þau voru gefin út, heldur hafi ver-
ið haft um þau svofellt samráð: Alþýðuflokks-
stjórnin skyldi auðvitað gefa lögin út, Sjálfstæð-
isflokkurinn mótmæla þeim heiftarlega, en styðja
stjórnina eftir sem áður, og taka þannig á sig
ábyrgðina. Allir sjá og skilja þennan loddaraleik.
Bændur mótmæla og aðrar stéttir fordæma að-
ferðina.
KOSNINGARNAR í vor sýndu glögglega, að
Framsóknarflokkurinn er vaxandi flokkur. Það er
xneira en hægt að segja um hina flokkana. Með
tilliti til alls þessa, væri sú breyting á kosninga-
tölum, sem til þess þyrfti að fjórir Framsóknar-
menn hljóti kosningu, hvorki
stórfelld eða undarleg. Og hlut-
aðeigendur verða auðvitað að
sætta sig við, að allt þetta beri á
góma þegar á annað borð er rætt
um næstu kosningar.
JÓNAS JÓNSSON FRA HRlFLU:
Skáldavika á Akureyri
Um verzlunarmannahelgina í
sumar var mikið um gesti til Ak-
ureyrar og Eyjaíjarðar, ekki sízt
frá höfuðstaðnum. Var það þá
auðséð, að Akureyri er að i'ærast
í aukana sem ferðamannabær, eins
og almennt hefur verið búízt vifi.
Forstöðumenn verzlunarmanna-
hátíðarinnar í Reykjavík höfðu að
vonum mörg skemmtiatriði. Eitt
af þeim var að láta nokkra snjalla
leikara lesa kvæði Matthiasár ttm
Skúla fógeta í útvarpið. Þessi upp-
Jónas Jónsson frá Hriflu.
lestttr var einhver bezt'i skemmti-
þáttur þessara hátíðisdaga ' að því
er útvarpið snertir. Kva'ði Matt-
hiasar var vissuiega orð í tíma tal-
að á þessum hátiðisdegi, enda frá-
bærlega vel lesið.
Nú er það þjóðkunnugt, að tvii
áhiigamaiinalclög á Akurcyri háfa
beitt sér fyrir að heiðra sérstaklega
tvö þjóðskáld, sem tengd eru við
bæinn. Annaö er Nonni, Eyfirð-
ingur og Akureyringur. Hitt er
Matthías jochumssori. Hann dvaldi
síðari hhtta starfsævi sitinar á Ak-
urcyri, sem skákl og prestur.
Nonnafélagið hefur nú eignast
luis skáldsins, og komið þar fyrir
tiltöluiega fullkomnu minnínga-
safni. Er talið að NonnafelagiÖ og
menntamálaráð vinnt saman að
því að láta gera vandaða styttu af
skáldinu, og verði htin reist við
lnis hans. Mauhíasarfélagið hefur
fyrir sitt leyti fcst kaup á aðalhæð
Matthíasarhússins, Sigurhæðum.
og ætlar að eignast allt húsið til að
geta eignast þar fullkomið Matthí-
asarsafn, en það getur tekið nokk-
ttrn tíma og er ekki um það að
sakast. Vtða þarf aS koma við, en
fylgi málsins er nú orðið mikið.
Mattfriasarfélagið hefur á að skipa
mörgum áhugamönnum bæði í Ak-
ureyrarbæ og víðar. Þeir hafa á
stðustu misserum veitt félaginu
mikilsverðan stuðning. Akureyrar-
-bær, ríkið og Kaupfélag Eyfirð-
inga hafa tekið hér mannlega á
málum og af skilningi, og mun
meir á eftir fara. Þarí ekki að efast
um, að innan fárra missera verða
til á Akureyri tvö myndarieg minn-
ingasöin um þessi góðfrægu þjóð-
skáld.
í þessu sambandi er gott að
minnast þess, að þriðja þjóðskáld-
ið, og það ástsælasta mcðal þjóð-
arinnar, er nú búsett á Akttreyri,
og býr í .sínu eigin ltúsi. Er nauð-
synlegt að tryggja scr hús þess og
innbú í tíma, því að með þ\í férfg-
ist hið fullkomnasta minjasafn sem
yfirleitt er hægt að hugsa scr.
Nú er viðurkennt, að megintil-
gangur slíkra minningasaflta. sé að
auka skilning alþjóðar á skáld-
skap þeirra og sígildum andlegum
auði.í vcrkurn snillinganna. Verzl-
unarmenn í Rcykjavík sótttt til
Akureyrar skáldlcg áhrif til hátíða-
halda. Þá kom mér til hugar, að
aftur mætti ltiiggva i þann knc-
rttnn. Það gxti komið til mála, að
skáldafcliigin tvö á Akureyri og
stuðningsmcnn þeirra efndu til
skáldaviku á Akureyri, hvert sinn
þegar mest er þar um gestakomu
og sumarleyfishugur bxði t heima-
möatium og aðkomufólki. Þá væri
hugsanlegt að hafa í nokkur kvold
vakningarviku í Matthíasarkirkju.
Skáldavikunni yrði skipt jafnt milli
Nonna og Matthíasar. Listamenn
færu með valda kafla úr ljóðum
þeirra og skáldritum. A[ miklu er
að taka hjá báðum. Óhætt' er að
fullyrða, að hægt væri að halda
þessi skáldakvöld í heila öld, án
þess að endurtaka efni úr arfleifð
þeirra snillinganna. Eg vænti að á-
hugamenn á Akureyri athugi, hvort
þessi skáldavika gæti ekki orðið
varanlegur merkisþáttur í menn-
ingarlífi hins norðlenzka höfuð-
staðar. ¦
Friðjon nær ekki kosningu, en
verðor uppbóiarmaður
Alþýðuflokkurinn er að reyna
að telja mönnum trú um, að
Friðjón Skarphéðinsson sé í
baráttusæti. Samkvæmt kosn-
ingatölu sl. vor hafði Alþýðu-
flokkurinn ekki nema tvo þriðju
hluta af því atkvæðamagni, sem
þyrfti til að fá einn mann kjör-
inn hér í kjördæminu. Kosning
Friðjóns kemur því ekki til
greina. Hins vegar gefa sömu
kosningatölur til kynna, að Frið-
jón sé öruggur í uppbótarsæti
fyrir Alþýðuflokkinnn, og það
eins þó að flokkurinn fengi allt
að 160 atkvæðum færra en í vor.
Ætla má, að þeir 160 kjósendur,
sem hér er um að ræða, gætu,
Friðjóni að skaðlausu kosið B-
listann, lista Framsóknarfl,
og þannig hjálpað til að fjölga
þeim frambjóðendum, sem á
þing fara úr kjördæminu. Má
vera, að einhverjir þeirra manna
minnist þess, að Framsóknar-
menn á Akureyri komu Friðjóni
á þing vorið 1956 og sýndu hon-
um fullan trúnað.
Kjósendur, sem fylgt hafa
Alþýðuflokknum að málum, en
eru hins vegar sannir íhalds-
andstæðingar, munu einnig hug-
leiða, hvort þeir vilja í raun og
veru leggja fylgi flokks síns að
fótum Sjálfstæðisflokksins. Ef
þeir óska þess, geta þeir hrein-
lega kosið íhaldið. Séu þeir hins
vegar íhaldsandstæðingar, ætttu
þeir að styðja þann stjórnmála-
flokk, sem það telur höfuðand-
stæðing sinn, Framsóknarflokk-
ÞÁNKÁR OG ÞÝDINGAR
NÝTT.
Komnir eru á markað í Bandaríkjunum gluggar,
sem hægt er að opna með því að styðja á hnapp og
loka með því að kippa í snúru. Þverfetið kostar
um 3 dollara.
ADAMS FÆR ARF.
John Adams, enski læknirinn, sem fyrir fáum
árum var ákærður fyrir að hafa deytt sjúkling, sem
hafði arfleitt hann, á eitri, hefur nú enn orðið um-
talsefni í blöðum. Sök hans sannaðist ekki þá, en
málareksturinn vakti heimsathygli. Nú hefur ógift
kona í Eastbourne, en þar stundar Adams læknis-
störf, arfleitt hann að 500 sterlingspundum. Konan
var 90 ára. Ekki er þess getið, að málið þyki
grunsamlegt.
EKKI SAMÚÐ MEÐ NÝLENDUVELDUM.
André Maulraux, franski kennslumálaráðherr-
ann, var í haust á ferðalagi um Suður-Ameríku til
þess að afla fylgis við Frakka í Alsírmálinu, en það
reyndist ekki sérlega -létt, a. m. k. ekki meðal al-
mennings. Er hann talaði í háskólanum í Chile,
æptu stúdentarnir að honum og kölluðu sífellt:
„Lengi lifi Alsir! Niður með ráðherramorðingj-
ana!" Að lokum sprakk lítil sprengja í salnum, ogr.
þá flýðu flestir áheyrendanna. . •.
MARCEL PROUST.
(1871—1922) fránskur rithöfundur.
Marcel Proust sagði eitt sinn opinberlega, að rit-
höfundur nokkur- væri sneiddur öllum hæfileikum
andans. Maðurinn reiddist sem von var, og skoraði
Proust á hólm, en Proust var líkamlega fremur
veiklaður og manna ólíklegastur til afreka í bar-
daga. . ....
„En þér eigið auðvitað rétt á því að velja vopn-
in," sagði hinn reiði maður, um leið og hann flutti
Proust hólmgönguáskorunina.
„Þá vel eg penna," sagði Proust og bætti við:
„Þér getið litið á sjálfan yður sem dauðan, herra.
CONRAD PINEUS.
(1872—1935) sænskur matsmaður og listaverka-
saf nari.
Eitt sinn í veizlu kynnti húsfreyja hann fyrir frti
Wennerholm og sagði um leið hreykin: „Hún er
systir furstafrúar Bismarck "
Pineus nefndi nafn sitt og bætti við: „Og systir
mín heitir frú Waller."
Pineus var nútímamaður á marga vegu, en held-
ur þótti hann strangur og gamaldags í skoðunum á.
siðferði og hegðun.
Dag nokkurn gerði dóttir hans uppreist og sagði::
„Það slial eg bara segja þér, að eg trúlofa mig„
gifti mig og eignast börn þegar mér sýnist og eins;
og mér sýnist!"
„Ef þú lofar," sagði faðir hennar „að gera það t
þessari röð, þá skal eg láta það afskiptalaust."
KÓNGUR SKRIFAR KÓNGI.
Þeir, sem heyra og lesa þær tilkynningar, sent
fara á milli ríkja á þessari öld (sbr. mótmælaorð-
sendingar íslendinga til Breta), hafa kannski gam-
an af að heyra pistla, sem orðaðir eru hressilega.
Hér kemur hluti af bréfi, sem Kristján 4. Dana-
konungur (1577—1648) ritaði Karli 9. Svíaknungi::
Þétta ósæmilega og ósvífna bréf þitt hefur núi
verið afhent oss af sendiboðanum. Vér getum fund-
ið, hve hitinn í ágúst hefur haft óheppileg áhrif á
heilann í þér. Þú segir, að vér höfum rofið Stettín-
arfriðinn, en það er bláber lygi. Það er einnig lygi,
að vér höfum unnið Kalmar með svikum. Þú ættir
heldur að skammast þín fyrir að láta taka borgina
þarna rétt við nefbroddinn á þér. Hvað hólmgöngu
okkar viðvíkur, þá er hún óþörf, því að Guð hefur
þegar fellt þig í duftið. Þú þarfnast nú aðeins lækn-
is, sem getur haft umsjón með sjúkum heila. Þú
ættir að skammast þín, gamli hálfviti, • að ráðast
svona á heiðarlegan mann, en það hefurðu vafa-
laust lært af gömlu þvottakerlingunum, sem ekki
geta varið sig nema með kjaftinum.
Christian Rex.