Dagur - 14.10.1959, Page 2
2
D A G U R
Miðvikudoginn 14. október 1959
- Hvar á að sfaðsefja atvinnufækin
SÖGUR AF MARK TWAIH
Framhald af S. siðu.
stöðum á Norður-, Austur- og
Vesturlandi. Við þau, eða skip af
þ'kri stærð, eru víða miklar von-
ir bundnar. Einhverjir gallar
hafa komið fram á þessum Aust-
ur-þýzku skipum, eins og raunar
oftast vill verða, þegar um nýjar
gerðir skipa er að ræða. En að
ýmsu leyti líkar vel við þau, til
dæmis er aðbúnaður að skips-
höfn mjög góður. — Reynslan
ein mun skera úr því, hvers af
þeim má vænta. En hér er um að
ræða hina merkustu nýjung at-
vinnulífsins og viðleitni til að
efla jafnvægi í byggð landsins.
í atvinnutækjanefnd ríkisins
eru Gísli Guðmundsson, sem er
formaður hennar, og þeir
Tryggvi Helgason og Birgir
Finnsson.
Hvers vegna ekki skip
lík Snæfelli?
Ekki skal hér rætt meira um
skipin sjálf, byggingu þeirra eða
hæfni til verkefnanna, sem bíða
þeirra. Ný gerð af fiskiskipum er
ætíð forvitnileg. í skipasmíða-
iðnaðinum er ör þróun og fjöl-
breytni og beinlínis gagngerðar
breytingar vegna breyttrar
veiðitækni. Og hann sannast á
íslendingum þessi málsháttur:
Sá á kvölina, sem á völina.
Minnst var á það hér að fram-
an, að e. t. v. hefði útgerð Snæ-
fells á Akureyri haft einhver
áhrif til skilningsauka á því, að
hér fyrir Norðurlandi væri hægt
að hagnýta betur fiskimiðin til
atvihnuaukningar en gert hefði
verið, og fleiri skip mætti nefna
í því sambandi. En einkennilegt
er það og ekki jafn auðskýrt,
hvað veldur því, að einmitt
Snæfell hefur ekki verið tekið til
fyrirmyndar um smiði skipa af
svipaðri stærð. Margir álíta, að
einmitt þetta skip sé búið flest-
um kostum allra skipa íslenzka
flotans af s.vipaðri stærð, og
vissuiega styður reynslan þá
skoðun.
Dreifing atvinnutækj-
anna
En hvað sem skipasmíðar
snertir, þá er hitt víst, að
ákvörðun vinstri stjórnarinnar
um kaup á 12 togskipum, er hin
merkilegasta. Sú ákvörðun að
dreifa þeim til þeirra staða á
landinu, sem helzt þurftu þeirra
með til að byggja upp atvinnu-
lífið, er jafnvægisstefna í byggð
landsins, öðru nafni byggða-
stefna. Þorp og kaupstaðir um
land allt þurftu og þurfa enn
aukin atvinnutækiv meðal annars
aukinn skipa- og bátakost. Þjóð-
félagið fær aðstoð sína við þessi
og önnur skipakaup margborg-
aða frá útgerðarstöðunum. Þar
eru framleidd þau meginútflutn-
ingsverðmæti, sem þjóðin þarf til
að geta lifað og þar eru tiltölu-
lega fleiri vinnandi hendur held-
ur en t. d. í höfuðstaðnum.
Tvær stefnur
En eins og það er víst og óvé-
fengjanlegt, að vinstri stjórnin
vann að jafnvægi í byggð lands-
ins, og nefnd skipakaup eru
dæmi um, þá er hitt jafn víst, að
Sjálfstæðisflokkurinn, með mik-
inn hluta verkalýðsflokkanna á
bak við sig, er algerlega andvíg-
ur þeirri stefnu. Auðvitað þarf
Sjálfstæðisflokkurinn að látast,
láta svo sem hann hafi áhuga. En
stundum verður of mikill þrýst-
ingur innan frá og leikaraskap-
urinn víkur fyrir hinu eina og
sanna hjartans máli auðhyggj-
unnar á íslandi.
Sjálfstæðismenn vitna
sjálfir
í tímaritinu Stefni, tímariti
ungra Sjálfstæðismanna, útgefnu
í vor, er grein, sem heitir Tog-
araútgerðin og Sjálfstæðisflokk-
urinn. Einn kafli greinarinnar
ber nafnið Togararnir og kjör-
dæmamálið. Þar segir meðal
annars orðrétt:
„í sjálfu sér hlýtur að vera
rangt að staðsetja togaraútgerð
miðað við atvinnuástand í kaup-
túnum og kaupstöðum við sjávar
síðuna eingöngu. Einstaklingur,
sem rekur slíkt skip, velur þann
stað til útgerðarinnar, sem bezt
hentar þeirri starsemi.“
Og ennfremur segir:
„Engum, sem um þessi mál
hugsar, getur dulizt, að kjör-
dæmaskipun landsins á mestan
þátt í alltof mikilli og óskynsam-
legri drcifingu þessara dýru
tækja.“
Hverju svara kjósendur?
Það væri ókui'teisi að þakka
ekki jafn hreinskilna yfirlýsingu
frá málgagni Sjálfstæðisflokks-
ins. Samkvæmt „stefnu“ Sjálf-
stæðismanna, eiga skipin ekki
fyrst og fremst að vera fyrir
fólkið í þorpum og kaupstöðum,
sem nauðsynlega þarf aukin at-
vinnutæki, heldur fyrir einstakl-
inginn, sem skipið rekur. Hvað
sogjd- ■ kjósendur við svoná
„stefnú“yfirlýsingum og hverju-
munu þeir svara á kjördegi?
Gamla kjördæmaskipunin átti
mestan þáttinn í því, að togurun-
um var dreift milli útgerðarstaða
víðs vegar, að áliti Sjálfstæðis-
manna Þetta ætti ekki að vera
vandskilið. Kjördæmabyltingin
átti að koma í veg fyrir að
byggðastefnan hefði of mikil
áhrif eftirleiðis. Þá fara líka að
skiljast betur orð Gylfa ráð-
herra, þegar hann kvartaði und-
an samstarfi við Framsóknar-
flokkinn, af því að hann væri
svo heimtufrekur fyrir hönd
byggðanna. Góður vitnisburður
pólitísks andstæðings um störf
og stefnu Framsóknarflokksins.
Og Gylfi var svo sem ekki einn
um þessa skoðun. Hann átti
skoðanabræður víðar en í Sjálf-
stæðisflokknum, hvað þetla
snerti. Eða minnast menn þess
hverjir töluðu um óarðbæra
fjárfestingu út um land og póli-
tíska fjárfestingu út um land.
Allt var þetta, að þeirra áliti,
Framsóknarmönnum að „kenna“.
Ekki var að undra þótt kaup-
staðaflokkarnir allir tækju hönd-
um saman á Alþingi til að
„lækka gengi“ Framsóknar-
flokksins með því, að svifta hvert
einasta kjördæmi landsins, utan
Reykjavíkur, sínum sérstaka
fulltrúa á Alþingi.
Byggðastefna Framsóknar-
manna og „stefna“ Sjálfstæðis-
flokksins, eins og hún birtist í
hinni skjallegu heimild og áður
er til vitnað, eiga enga samleið.
Framsóknarflokkurinn vinnur að
því að bæta atvinnuskilyrði með
auknum atvinnutækjum og nauð
synlegum framkvæmdum, þar
sem þeirra er mest þörf. Sjálf-
stæðisflokkurinn er á móti og
telur það skipta miklu máli, að
einstaklingur, sem á skip, hagn-
ist sem mest á því sjálfur, hvað
sem öðrum líður.
Osamræmi í verðlagi
Ferðamenn kannast við, hve
mikið ósamræmi er í verðlagi
allrar þjónustu á veitingastöðum.
Bílstjóri einn, sem ekur að
staðaldri milli Reykjavíkur og
Akureyrar, gaf blaðinu ýmsar
upplýsingar um þetta. Án þess
að birta í þetta skipti tölur til
sönnunar þessu ósamræmi, næg-
ir að benda á, að um helmings
verðmunur er bæði á mat og
kaffi á hinum ýmsu stöðum.
Lítið heyrist um verðlagseftir-
litið nú í seinni tíð, hvað sem
veldur.
Frá Svalbarðseyri
Slátrun lauk á Svalbarðseyri
þann 10. þ. m. Alls var lógað
10.700 fjár, eða nokkru færra en
í fyrra, því að margt mun sett á
í vetur. Féð hefur aldrei verið
eins vænt og nú, á sumum bæj-
um 17—18 kg. meðalvigt. Slátur-
hússtjóri er Gunnlaugur Karls-
son.
Á félagssvæði Kaupfél. Sval-
barðseyrar er búizt við 4 þúsund
tunnum af kartöflum, sem koma
til sölumeðferðar. — Uppskeran
mun vera í sæmilegu meðallagi.
Mikið er ræktað af gulrófum í
Fnjóskadal og hafa þær reynst
sérlega vel.
Frá Barnaskóla Akur-
eyrar
Hin árlega sundkeppni skól-
ans um Snorrabikarinn fer fram
næstkomandi laugardag kl. 3.30
vð sundlaug bæjarins, og munu
margar sveitir keppa.
Aðgangur að sundkeppninni
verður seldur að þessu sinni, en
mjög lágu verði (5 kr. fyrir börn
og 10 kr. fyrir fullorðna). — Og
rennur ágóðinn í Minningarssjóð
Unu Hjaltadóttur, sem stofnaður
var s.l. vor til minningar um 12
ára stúlku, sem lézt hér frá
skólanum. Hlutverk þessa sjóðs
er að verðlauna eitt barn úr
hverri deild 6. bekkjar, sem bor-
ið hefur af í háttvísi og prúð-
mennsku í skólanum.
Dagur er mest lesna blaðið á
Norðurlandi.
Er Mark Tvvain fékkst við
blaðamennsku sem ungur maður,
kallaði ritstjórinn, húsbóndi
hans, hann einu sinni inn á
skrifstofu til sín og lagði ríkt á
við hann að slá aldrei neinu föstu
í frásögnum sínum, fyrr en hann
væri alveg sannfærður um, að
rétt væri. Sama kvöld var Mark
Twain sendur af blaði sínu í fína
veizlu í borginni. — Hann kom
þaðan með eftirfarandi frásögn:
.— Kona, sem kallar sig frú
Maldred Taylor, heur víst haldið
eins konar veizlu fyrir nokkra
gesti, sem mér var sagt, að hefðu
verið konur. Húsfreyjan heldur
því fram, að hún sé gift borgar-
stjóranum hér í borginni og læt-
ur sem hún sé ein helzta hefðar-
frúin á þessum slóðum.
*
Mark Twain fór sem unglingur
um borð í skip og vildi fá at-
vinnu sem léttadrengur. Skip-
stjói-inn leit vanþóknaraugum á
strák og sagði:
— Já, maður þekkir það nú.
Þeir, sem gagnslausir eru heima,
eru sendir á sjóinn.
— Nei, herra skipstjóri. Það
hefur nú breytzt mikið síðan á
æskuárum yðar, svaraði um-
sækjandinn.
*
Þegar Mark Twain var ungur
blaðamaður í San Francisco,
kom bálreiður maður eitt sinn
inn á - skrifstofu blaðsins og
heimtaðf áð fá að segja nokkur
vel valin orð við þennan druilu-
sokk, sem skriaði undir nafninu
„Mark Twain“.
— Þér verðið að bíða svo sem
andartak, sagði ritstjórinn, því
að hann var rétt.í þessu að aka
héðan til læknis með annan les-
anda, sem líka þurfti að segja
„nokkur vel valin orð“ við hann.
*
Eitt sinn ræddu Mark Twain
og kona hans mál nokkurt pg
voru mjög ósammála. Konan
reiddist.
— Já, þetta'vissi eg! hrópaði
hún. Það er eins og venjulega,
að þú vilt hafa síðasta orðið!
— Já, en elskan mín, sagði
skáldið, hvernig í ósköpunum
gat mér dottið í hug, að þú vær-
ir strax orðin þreytt á að rífast?
¥
Mark Tu’ain lofaði eitt sinn að
halda fyrirlestur fyrir félag
nokkurt í borgintii Denver. Hann
kom þangað að kvöldi til, það
var enginn til að taka á móti
honum á brautarstöðinni, svo að
hann hélt einn af stað til sam-
komuhússins. Er hann ætlaði inn
í fyrirlestrarsalinn, kom dyra-
vörður og heimtaði aðgöngumiða
ströngum rómi.
— Eg hef engan, svaraði Mark
Twain.
— Nú, þá verðið þér að kaupa
einn. Þarna er salan!
Mark'Twain hallaði sér bros-
andi að dyraverðinum og hvísl-
aði:
— Eg er fyrirlesarinn.
Dyravörður leit á hann með
vantrúaraugum, en svo brosti
hann og hvíslaði:
— Þér eruð víst þriðji fyrir-
lesarinn á síðustu tíu mínútum,
en þér skuluð bara fara inn.
¥
ÞaS hafði bætzt við nýr með-
limur í fjölskylduna, og nokkr-
um dögum seinna sat Mark
Twain og hossaði honum.
— Þú verður þó að viður-
kenna, sagði konan hans hreyk-
in, að þú ert hrifinn a barninu.
— Eg veit það nú ekki, svar-
aði Mark Twain, en eg skal
kannast við það, að eg befr virð-
ingu yrir krakkanum vegna fað-
ernisins.
Fjólublátt barnaþríhjól
tapaðist frá Fjólugötu
11 — Skilist gegn fund-
arlaunum.
Dansleikur
í Landsbankasalnum
laugardaginn 17. okt. kl. 9 e.
h. Gömlu og nýju dansarnir
Kaffi og rjómapönnukökur.
Kvenfélagið „Baldursbrá“.
Herbergi
með innfejíggðcrye $káp eí
til leigú." "tniTí rernur góð
stofa á ;$ama stað. — jUppl.
í síma 1316.
Bútasala i - ;;
VERZLUNIN SKEMMAN
Sími 1504
Ungar hænur
til sölu. — Sími 2159.
Tvö herbergi til leigu
Reglusemi áskilin.
Sverrir Pálsson,
Möðruvallastræti 10.
Sími 1957.
Árabátur til sölu
Upplýsingar í síma 1674.
Undirfatnaður
BRJÓSTHÖLD
SKYRTUR
MAGABELTl
BUXUR
SKJÖRT
UNDIRKJÓLAR
NÁTTFÖT
SLOPPAR
í flestum þessum tegund-
um höfum við til stór
númer.
Verzlunin Ásbyrgi