Dagur - 14.10.1959, Page 8
8
Miðvikudaginn 14. október 1959
Dagub
Björgvin og Steingrímur trölli við Torfunefsbryggju á Akureyri. ("Ljósmynd: E. D.).
Eiga þau aS vera til auðsöfnunar fyrir fáa, eða
eiga þau að vera fyrir fólkið í landinu?
Merk tilraun
Á síðustu misserum hafa kom-
ið hingað til Norð-austurlands 3
ný 250 rúmlesta fiskiskip, sem
vinstri stjórnin samdi um smíði
á í Austur-Þýzkalandi. Þessi
skip eru: Björgvin á Dalvík, Sig-
urður Bjarnason, Akureyri, og
Jón Trausti á Raufarhöfn.
Dalvíkurskipið er eign félags,
en þátttakendur í því eru Dal-
víkurhreppur o. fl. Sigurður
Bjarnason er eign Leós Sigurðs-
sonar útgerðarmanns á Akur-
eyri, en á, samkvæmt samningi,
að leggja meiri hluta afla síns á
iand í Hrísey. Jón Trausti er
eign útgerðarfélags, sem stofnað
er af fjórum hreppum á Norð-
austurlandi. Raufarhafnarhreppi,
Þórshafnarhreppi, Borgarfjarð-
arhreppi og Vopnafjarðarhreppi.
En félagið á von á öðru sams
konar skipi nú á næstunni,
Bjarnarey. Þessi tvö skip munu
leggja afla sinn á land eftir því
sem við verður komið á fjórum
fýrrnefndum stöðum.
Einnig er von á öðru togskipi
til Dalvíkur.
Björgvin, Sigurður Bjarnason
og Jón Trausti hafa verið á síld
í sumar. Hin tvö fyrrnefndu voru
meðal aflahæstu skipa síldveiði-
flotans. En Jón Trausti fékk
nokkru minna, eða rúmlega 6
þús. mál og tunnur, sem stafaði
af því að gallar voru á veiðar-
færum og bátum, sem keypt var
af Jörundarútgerðinni á Akur-
eyri.
Nú er verið að gera nokkrar
endurbætur á þessum skipum,
aðallega í sambandi við kjöb-
festu. En ætlunin er að þau
stundi tpgveiðar fyrir Norður-
landi í haust og vetur.
Atvinnutækjanefnd og
verkefni togskipanna
Atvinnutækjanefnd ríkisins,
sem skipuð var af vinstri stjórn-
inni 1955, lagði til við ríkis-
stjórnina að smíðuð yrðu 12
fiskiskip 150—250 rúmlesta, sem
til þess væru hæf, að stunda ým-
iss konar veiðar, þar á meðal
togveiðar og síldveiðar frá höfn-
um á Norður-, Austur- og Vest-
urlandi.
Þegar nefndin gerði þessar til-
lögur, mun hún mjög hafa haft í
huga árangur þarin^ sem orðið
hefur af útgerð stórra togbáta
hér við Eyjafjörð, til dæmis
Snæfells, og litið svo á, að hér á
Norðurlandi yrði að fjölga skip-
um, sem gætu stundað veiðar hér
allt árið og lagt afla sinn á land
á heimahöfnum, en þyrftu ekki
að fara til verstöðva í öðrum
landshlutum að vetrinum, því að
við þann afla, sem norðlenzkir
fiskibátar leggja á land í öðrum
landshlutum, tapast sú atvinna,
sem fólk hefur við verkun aflans
Einnig gerði nefndin tillögur
um ráðstöfun og staðsetningu
einstakra skipa. Ríkisstjórnin
samdi síðan um smíði skipanna í
Austur-Þýzkalandi og aflaði er-
lends lánsfjár í því sambandi, en
ráðunautur hennar og eftirlits-
maður við smíði skipanna var
Hjálmar Bárðarson skipaverk-
fræðingur, skipaskoðunarstjóri
ríkisins. Mun hann, ásamt nokkr
um þeirra aðila, sem fengu skip-
in, hafa ráðið stærð og gerð skip-
anna innan þess ramma, sem
settur var í lögunum.
Skipin eru nú flest komin
hingað til lands. Er hér um
merkilega tilraun að ræða, til
eflingar atvinnulífinu á mörgum
Framliald á 2. siðu.
| EKKIERÞETTA I
I OKKAR I
1 FRIDJÓN |
Dómsmálaráðherra Friðjón \
Skarphéðinsson vék nýlega |
| frá störfum í Húsnæðismála- §
l stjórn ríkisins þeim Hann- i
í esi Pálssyni og Sigurði Sig- I
i mundssyni. Um leið fól hann i
i sakadómara að rannsaka störf i
i þeirra í Húsnæðjsmálastjórn. |
i Sigurður hafði komizt yfir \
| bréf úr skjalatösku Hannesar i
i og birt það og borið hann og i
\ Ragnar Lárusson þungum i
i sökum og Hannes svarað. — i
i Þegar hér var komið heimtaði i *
i íhaldið að Hannes og Sigurð- i
i ur yrðu sviftir störfum. Dóms i
i málaráðherra gerði svo.
í Friðjón Skarphéðinsson i
i bæjarfógeti á Akureyri hefði i
i eflaust látið rannsaka störf i
| allrar stjórnarnefndarmanna, =
i ef vafasöm þættu. Ragnar i
Í Lárusson lá undir sömu ásök- i
i unum og Hannes Pálsson. — i
i Vitað er einnig, að hyer ein- i
i stakur nefndarmaður hafði i
1 ncitunarvald við úthlutun i
i lána og allir fjórir stjórnar- i
i neíndarmennirnir urðu að i
Í skrifa undir hvert það plagg i
i Húsnæðismálastofnunar rík- i
Í isins, sem einhverja þýðingu i
i hafði, til þess að það tæld i
Í gildi. Hafi afglöp orðið, eru =
i allir stjórnarnefndarmenn- i
Í irnir ábyrgir og sekir. =
í En nú er Friðjón ekki við |
Í dómstörf norður á Akureyri, i
i heldur starfsmaður Sjálfstæð i
Í isflokksins í ríkisstjórn. Þess i
: vegna eru pólitískir andstæð- i
Í ingar sviftir störfum, en |
i Sjálfstæðismaðurinn og Al- i
Í þýðuflokksmaðurinn undan- i
i þegnir rannsókn. Og mörgum i
Í Akureyringi mun koma í hug: i
i Ekki cr þetta okkar Friðjón. i
Áríðandi fiuidur
HVERFISSTJÓRAR: Áríðandi fundur verð-
ur haldinn að Hótel KEA (Gildaskála) á föstu-
dag 16. okt. kl. 20.30. — Mjög áríðandi að
allir hverfisstjórar frá kosningvmum í vor
mæti.
Snæfcll með 1832 mál síldar.
B-LISTINN ER LISTIFRAMSÓKNARFLOKKSINS UM LAND ALLT
aíítf'íííííní$íííííí$í5íí£í£ííííííííí$íííííííí$ííííí$ííí<£íííí$ííííííiííí Í$ií$ííííií£5ií$íííííí3$ííÝíSíííííí$í$íííí$ííiíí3ííí$$íí$í$ííí$íííí$íííí$ííí$í$í$í$í$í£ííí$ííýíííííí$íííí$í-.ííí!>tííí