Dagur - 24.10.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 24.10.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 24. október 1959 Yaldníðsla félagsmálaráðherra, Friðjóns Skarphéðinssonar Um þessar mundir er ekki meira um annað talað en hina ófyrir- leitnu valdníðslu Friðjóils Skarp- héðinssonar, þegar hann, sent lélags málaráðherra vék þeim Sigurði Sig- mundssyni og Hannesi Pálssyni frá störfum í húsnæðismálastjórn og fyrirskipaði sakamálarannsókn á þá, en lét stuðningsmenn sína, þá Eggert Þorsteinsson og Ragnar Lár- usson sitja áfram. Eins og alir vita, cr ekkert lán veitt af Húsnæðismálastjórn nema allir samþykki, og engin ákvörðun gild varðandi önnur mál, nema fyr- ir því sé samþvkki meirihluta hús- næðismálastjórnar. Allir þeir íjórir húsnæðismála- stjórnarmenn, sem taka ákvörðun um lánveitingu eru því samábyrgir, og ekki er hægt að koma fram á- byrgð á lánveitingu á einn frekar en annan. Ef einn er sekur, þá eru allir sekir. VALDNÍÐSLAN Friðjón Skarphéðinsson félags- málaráðherra virðist þó slá því föstu samkv. kröfu Morgunblaðsins, að hinir pólitísku andstæðingar hans séu sekir, en samhcrjar hans saklausir. Hvernig lí/t þjóðinni á að slíkur maður skuli einnig vera dðmsmálaráðherra? Eru ckki Alþýðuflokksbroddarn- ir orðnir fullkomlega berir að því að vera auðsveipt verkfæri Sjálf- stæðisflokksins og nota þá svívirði- legustu valdníðslu, sem nokkurn tíma hefur þekkzt á íslandi? SÁLSÝKISSKRIF F'ormaður húsnæðismálastjórnar,- Sigurður Sigmundsson, hóf órök- studdar ádeilur á samstarfsmenn sína og sannaði sjálfur fyrir alþjóð, að hann liefði ófrjálsri hcndi kom- i/t yfir eínkabréí til Ilannesar Páls- sonar. Slík framkoma formanns virðu- Icgrar stofnunar er að vísu furðu- leg og bendir til þess, að maðurinn sé sálsjúkur, en merkilcgt réttarfar má það heita að láta fram fara saka- málarannsókn á Hannes Pálsson, þó að fyrirrtamari Friðjóns Skarp- héðinssónar kunni að ltafa skipað sálsjúkan ntánn sem formann hús- næðismálastjórnar. Ef .til vilf hefði- félagsinálaráð-. hcrra -haft. nokkra ástæðu. lil að skipa annan formann eftir frum- hlaup Sigurðar Sigmundssonar. En sakamálsrannsókn Friðjóns á hend- ur Hannesi Pálssyni og jafnvel Sig- urði Sigmundssyni sannar aðeins eindæmd hlutdrægni og misbeit- ingu ráðherravalds. HVERJAR ERU ÁSTÆÐURNAR FYRIR FRIÐJÓNSRANNSÓKN? Ef dýpra er skyggnzt, ])á er hægt að sjá, hvaða ástæður muni vera fyrir þessu ófyrirleitna embættis- verki félagsmálaráðherra. Ntcr tvö þúsutid lánsurnstekjend- ur biða með óafgreiddar lánsum- sóhnir. Flestir þessara manna mutiu v'erða í hinlim mestu vandrœðutn. Frtí því að Friðjón Skarphéðinsson seitist í stól félagsmálaráðherra, hefur hann, sem ráðherra húsnteðis- rnála, eklii hreyft hönd cða fót til þess að bcila sér fyrir auknu fjár- rnagni til ibúðarlána. Flokkur ráð- herra, Alþýðuflokkurinn og stuðn- ingsflokkur hans, Sjálfsleeðisflokk- urinn, hafa þvert á móti, i krafti sins þingfylgis, komið i veg fyrir að nökkru fjármagni vœri beint lil ibúðarlána umfram lögboðnar tekj- ur byggingarsjóðs. Allir þingrnenn Alþýðuflókksins og Sjálfstæðis- jlokksins felldu á vetrarþinginu þá tillögu Framsókttarflohksins, að taka hluta af lekjuafgangi rikisins 1958 til ibúðarlána. Slíkt var þó alltaí gert, þegar Ey- stcinn Jónsson var fjármálaráð- herra. Alþýðuflokkurinn og Sjáll- stæðisflokkurinn kusu heldur að éta út tekjuafganginn. Þá varðaði ekki um hag húsbyggjenda. A sumarþing- inu svtefðu þessir sötnu flokliar með forsetavaldi, þingsályktunartillögu Þórarinns Þórarinnssonar utn 65 milljón hróna tekjyöflun fyrir veð- lánakerfið. Þó bent vteri á öruggar og fratnkvtcmaniegar leiðir til að afla þessa fjár, þá daufheyrðust þesir flokkar við öllu sliku. NÆGIR PENINGAR TIL BÍLAKAUPA Hinir tvö þúsund húsbyggendur máttu standa uppi allslausir á með- an tugmilljónum króna var varið til ýmissa stórbygginga, sem gátu beðið öllum að meinalausu. Ríkisstjénn Alþýðuflokksins sá um að bankarnir lánuðu tugi millj- óna til bílakaupa, á sama tíma og enginn húsbyggjandi fékk smá- víxil til íbúðar sinnar. Þessu var húsbyggendum cellað að gleyma, mcö þvi að höfða sakamálarann- sókn á liina þólitisku andsltcðinga Alþýðufloklisins og Sjálfstceðis- flokksins i húsnteðismálastjórn. Því- lík rannsókn átti að taka upp hug húsbyggenda fram ylir kosningar. SAKAMÁLARANNSÓKN í PÓLI- TÍSKUM 'Fll.GANGI. Félagsmálaráðherra Friðjón Skarp- héðinsson ásamt öllunt Alþýðu- flokknum á Alþingi, er sannur að því að.hafa á þessu ári staðið gegn allri fjáröflun fyrir veðlánakerfi. Það er sök fclagsmálaráðherra og •sluðningsflokka hans, að þústtndir ibúðarbyggcnda standattúttpþifjár- vatta tneð ibúðír sinar hálfgerðar, cða tn.cð jjárnáínskröfu r'eidda yfir höfði sér. A santa tíma hafa þessir sömu flokkar hlutast til um að milljóna- tugum væri vcitt til bílakáupa og miður þarfra stórbygginga, s. s. veitingaluisa, allt til að skapa aukna eyðslu. Félagsmálaráðh. Friðjón Skarp- héðinsson, cr einnig sannur að siik um það, að hafa eftir kröfu Morg- unblaðsins látið hefja sakamála- rannsókn á pólitíska andstæðinga sína í húsnæðismálastjéirn, að því ■ cr virðist eingöngu til -þctis að-gera st'örf þeirra toFtryggilcg, og leiða huga húsbyggenda frá þeirri van- rækslu sinni og stuðningsflokka sinna að útvega fé í veðlánakerfið. Valdníðsla og liirðuleysi unt af- komu húsbyggenda virðist vera sér- einkenni þessa íélagsmálaráðherra. FÉLAGSMÁI.ARÁDH ERRA FELLUR Á EIGIN BRAGÐI Friðjón Skarphéðinsson fyrirskip- ar sakamálarannséikn á péditíska andstæðinga sína í húsnæðismála- stjéirn, og rannsóknin á yrst og fremst að beinast að því, hvort hús- næðismálastjórn hafi tekið tillit til pólitískra skoðana lánsumsækjenda við veifingu lána. Sjálfur félagsmáiaráðherrann, sem einnig er dénnsmálaráðherra, gerir sig með rannsérkn þessari bcr- an að því, að vcra svo pólitískt hlutdrægur, að honum detlur ckki í hug að fyrirskipa rannsókn á pólitísku samherjana í Itúsnæðis- málastjórn, né víkja þeim lrá störf- um, þó þcir hafi sannarlega verið í einu og öllu samábyrgir um allar lánveitingat. Venjulegum húsbyggcnda finnst því embættisverk lélagsmálaráð- herra fullkomið rannsóknarefni. Væri ckki rétt fyrir dómsmáíaráð- hcrrann Friðjón Skarphéðinsson, að íyrirskipa sakamálarannséikn á fé- lagsmálaráðherrann Friðjón Skarp- héðinsson (yrir vítaverða hlut- drægni í embættisverkum. ÞJOÐIN DÆMIR Það er ekki hklegt að dómsmála- ráðhcrra Friðjón Skarphéðinsson víki lélagsmálaráðherranum Frið- jóni frá störfum, né láti fram fara sakamálarannsókn á störfum hans. En þjéiðin dæmir á sunnudaginn kemur. Á sunnudaginn 25. okt. n. k. þurfa húsbyggendur að gera það upp við sig hvort þeim finnst Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa í tíð Alþýðuflokks- stjórnarinnar hugsað um þarfir hús- byggjenda. I þeim cfnum munu þeir bera saman verk Framsóknar- flokksins annarsvegar og Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins hins- vegar. Það vcrður ekki hægt að dæma nema á einn veg x við B. ÖIl þjóðin verður svo að gera það upp við sig hvort hún vill kjósa ylir sig valdniðslu og ósvífna mis- beitingu ráðherravalds. Þeir kjósendur, sem ekki aðbyll- ast valdníðslu og misbeitingu ráð- lierravalda tnunu þ. 25. okt. n. k. setja x við B. — Húsbyggjandi. Frá aðalfundi PresfaféL Hólasfiffis Aðalfundur I’restafélags Hóla- stiftis var haldinn á Akureyri laug- ardaginn 17. og sunnudaginn 19. þ. m., og sat hann fjöldi presta úr hinu forna Hólabiskupsdæmi. Aðalmál fundarins var hið sama og á lyrsta fundi félagsins á Akur- eyri fyrir 60 árum: Kröfur nútímans til prestanna. Framstigu liöfðu séra Kristján Búason og séra Pétur Sigurgeirsson, og urðu miklar umræður um málið. Stofnað var á lundinum Æsku- lýðssamband kirkjitnnar i Hóla- stifti, og skipa stjórn þess: Sr. Pétur Sigurgeirsson, sr. Sigurður Guð- mundsson og sr. Árni Sigurðsson. Ályktanir fundarins voru þessar helztar: 1. „Aðalfundur Prestafél. Hóla- stiltis skorar á biskup laudsins og kirkjumálaráðherra að hlutast til um, að keypt verði bókasafn sr. Flelga heit. Konráðssonar, prófasts á Sauðárkróki, sé það falt, og verði safnið eign hins væntanlega Hóla- stóls, og því svo fljótt sem auðið er fenginn staður á Hólum. Leitað verði samstöðu við sýslunefnd Skagal'jarðarsýslu um þetta mál.“ 2. „Aðalfundur Prestafél. Ilóla- stiftis 1959 ítrekar fyrri samþykktir Framhald á 4. -siðu. ■ © ■ ........ ® - GUÐM. B. ÁRNASON: „Sameinaðir sföndum vér; sundraðir fötlum vér rr í sl. desembermánuði skrifaði eg greinarstúf, sem birtist í 7. tölubl. „Dags“, þ. 6. febr., undir yfirskriftinni: „Vill íslenzka þjóðin selja frelsi sitt fyrir baunadisk?“ í þessari gi-ein leitaðist eg við að vekja íslenzku þjóðina af þciin Þyrnirósar-svefni, sem hún hef- ur soíið í 17 sl. ár — fá hana til að rumskast og aðgæta hvað við henni blasir í framtíðinni, ef haldið er -áfram á sömu braut og farin hefur verið undanfarin ár. Aðalorsakir þess hve illa hoi'fði fyrir þjóðinni í stjórnmálum og efnahagsmálum — og hefði'einn- ig mátt segja í siðgæðismálunum — taldi eg þrjár: 1. Það glapræði, sem allir lýð- ræðisflokkarnir eru nú búnir að gera sig seka um — að Þjóð- varnarflokknum undanskildum — að taka í stjórn landsins, ganga til sapista^ við og.QÍla til áhrifá' og ófeálda í*Janáinu'* i 2 3 fítcnn, sem vitað er að eiga enga ósk heitari en þá að ganga af lýð- ræðinu dauðu, hafa stofnað til ófriðar og upplausnar í landinu með því að etja stétt móti stétt og unnið manna mest að því að auka hina válegu verðbólgu, sem ógnar nú þjóðinni með stöðvun atvinnuveganna og bölvun at- vinnuleysisins, nema rammar skorður verði við reistar. 2. Skefjalaus flokkastreita án tillits til þjóðarhags. 3. Ósæmileg og hatursfull bar- átta lýðræðisflokkanna sín á milli, sem hefur veikt þá mjög, en verið vatn á mylnu kommún- ista. Eg tók að lokum fram, að ef að sagan frá 1262 ætti ekki að endurtaka sig, þyrfti að verða stefnu- og hugarfarsbreyting hjá þjóðinni. Forystumenn hennar yrðu að semja frið og vinna sam- an í einlægni, og án flokkshyggju, að velferðarmálum alþjóðar. Og allir íslendingar yrðu að gera það upp við sig — án tafar — hvort þeir kvsu heldur að tryggja framtíð sína og frelsi, þótt það kostaði talsverðar kjara skerðingar í bráð — eða — að halda áfram á sömu braut, lifa um efni fram, sökkva í skuldafen og verða aftur — innan skamms — ósjálfstæð og lítilsvirt þjóð. En hvað hefur svo gerzt síðan eg skrifaði umrædda grein? Það er einkum tvennt, sem hæst ber í stjórnmálunum fyrir aðgerðir núverandi ríkisstjórnar: Stöðv- unarlögin, er ríkisstjórnin setti strax eftir valdatöku sína, og lögin um kjördæmabreytinguna. Um fyrra atriðið má segja, að það var gott og nauðsynlegt að stöðva verðbólguskrúfuna og taka til baka 6%.af hinum óraun hæíu kauphækkunum, sem knúðar voru fram á seinni hluta sl. árs og enginn grundvöllur var fyrir. Það hefur frestað hruni at- vinnuveganna og allir haft næga atvinnyiLög líðið vel þetta ár. En auðvitað þárf meiri aðgerðir ef duga skal. En sú staðreynd, að sömu flokkarnir, sem stóðu að kauphækkununum með komm- únistum í fyrra, skyldu sjá sig til neydda að taka þær strax aftur til báka, syhir ^svo ’ glöggt, sém verða má, að kauphækkunár- skrúfan var gerð af pólitískum ástæðum, eins og í verkfallinu mikla og örlagaríka 1955, aðeins til þess að koma ríkisstjórnunum frá völdum, en ekki til að bæta kjör verkalýðsins eins og látið var í veðri vaka. og er það ömur- legt tímanna tákn. Sá böggull fylgdi þó skamm- rifi við setningu þessara nauð- synlegu stöðvunarlaga, að ein af þörfustu stéttum landsins — bændurnir — voru beittir mis- rétti. Það voru teknar af þeim 4—5 milljónir króna, er þeir áttu að fá. Hefði þó litlu munað í þeirri miklu styrkja- og upp- bótamjólk — tveimur til þremur hundruðum milljóna króna — þótt ríkið hefði greitt bændum það, sem þeim bar. Og því ámæl- isverðari var þessi meðferð rík- kistjórnarinnar á bændum, þar sem þeir voru eina stéttin, sem sýndi þegnskap og fórnfýsi á eríiðum tímum fyrir nokkru síð- an, þegar ríkið var í þröng. Þá léíu bændur af mörkum ca. 10 milljónir króna gegn því að aðr- ar stéttir sýndu einnig þegnskap. Peningarnir voru hirtir af rík- inu. En þegnskapur annarra stétta er ógoldinn enn. Um seinna atriðið — kjör- dæmabreytinguna — er hins vegar ekkert gott hægt að segja, þar eð hún mun aðeins verða þjóðinni til ógæfu. Hún var knú- in fram af stjórnarflokkunum og kommúnistum með miklu offorsi vegna flokkshagsmuna og haturs Sjálfstæðismanna á- Framsókn- arflokknum. Miklum og dýrum þingtíma vaffeytGöl að makka við kommúnista um fylgi við breytinguna. Kommúnistar eru klókir menn. Þeir létu þingmenn stjórnarflokkanna ganga lengi á eftir sér með grasið í skónum — og sennilega bjóða þeim einhver fríðindi, þótt þcir hafi vafa- laust verið ákveðnir í að fylgja stjórnarflokkunuirr að ftlálum, þar eð þeir miQrlu háfá Trettilega ályktað að slór kjördæmi með hlutfallskosningum mundu hér, sem annars staðar, skapa fleiri flokka og meiri ófrið og öng- þveiti í landinu — einmitt það, sem þeir hafa barizt fyrir og( býggjá Vonii- sínar'um valdatöku; á. Með óheilindum, líkt : og í launamálunum, tókst þríflokk- unum að vinna mikinn sigur í kjöi-dæmamálinu. Menn létu blekkjast og trúðu fullyrðingun- um í blöðum þeirra, sem hamrað var á hvíldarlaust dag eftir dag fyrir kosningarnar, að það væri ekki kosið eingöngu um kjör- dæmamálið, heldur líka um ým- is önnur mál. Hefðu menn þó átt að sjá, að ef sú fullyrðing þrí- flokkanna var rétt, var ákveðið í stjórnarskránni um þingrof og kosningar þegar breytingar eru gerðar á henni, alger markleysa, aðeins til að eyða fé landsins og baki mönnum leiðindi og fyrir- höfn. Eftir kosningarnar kvað heldur við annan tón í blöðum þríflokkanna. Þá mátti segja sannleikann. Þá var sagt hiklaust einum rómi að kosningarnar hefðu verið þjóðaratkvæði-!! um k j ördæmamálið. Ástæðan til þess að eg hef hér að framan endurtekið með sem fæstum orðum efni framan- greindrar greinar í Degi og lítil- lega drepið á misferli núverandi ríkisstjórnar og óheilindin í stjórnmálunum, er sú, að við eigum nú í deilu, sem mér finnst að íslenzka þjóðin hugsi ekki nógu raunsætt um. Á eg þar við landhelgismálið. Svo sem kunn- Framhald ót 7. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.