Dagur - 24.10.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 24.10.1959, Blaðsíða 4
D AGUR Laugai’daginn 24. október 1959 4 Baguk SkrifsUihi í lialnaMragt **0 — Sími 1 Hifi UITSTjÓRI: E R L I \ O II H 1) A V í I) S S <) X AuiAýsing.'isrjói i: j Ó N S t M f! E 1. S S O N Árgangurittn kosiai kr. 75.00 HI.hVkS kéinur út á iiiiOvikiKliigiun og laugtmlögtmi. þi’gar t’(n.i stamla lil Gjalilrlagi rr 1. júli •RRENTvr.UK ODUS ItJÖUNSSONAR H.F. Á MORGUN VELUR ÞJÓÐIN Á MORGUN velur þjóðin sér fulltrúa þá er fara eiga með umboð hennar á Alþingi og vera eiga vökumenn hennar næsta kjörtíma- bil á sviði þjóðmálanna. Þá er skylt að hafa hliðsjón af afstöðu þeirra, sem í kjöri eru, til einstakra mála. Meira er þó um það vert að frambjóðendur fylgí þeirri eða þeim stjóm- málastefnum, sem farsælastar hafa reynzt þjóðinni undanfarin ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins eina stefnu í þjóðmálum, en liún er á þá leið, að enginn stjórnmálaflokkur getur haft hana í hámælum. Sá flokkur berst fyrir sérréttind- um 600 milljónera, nýríkra manna og brask- ara, svo að þeir verði enn ríkari, en þeir fá- tæku enn fátækari. En í staðinn fyrir að ganga fram undir þessu merki, kallar þessi flokkur sig „flokk allra stétta“. SJÁLFST ÆÐISFL. ER MÁLSVARI AIJÐHRINGA, LOKADRA HLUTAFÉ- LAGA OG STÓRGRÓÐAMANNA, Á SAMÁ HÁTT OG FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN HEFUR STUTT SAM- VINNUFÉLÖGIN. Öll félagasamtök alþýðunnar, svo sem sam- vinnufélög og verkalýðsíélög, eru Sjálfstæð- isflokknum þyrnir í augum. Þau standa í vegi fyrir því, að sagan frá myrkasta tímabili einokunar og áþjánar endurtaki sig. Þetta ætti hver maður á kosningaaldri að liafa hug- fast á kjördegi. Hin stórfelldu afglöp og óþjóðhollusta Sjálfstæðisflokksins í land- helgismálinu, sem e. t. v. hafa ráðið því á ör iagastundu að Bretar beita ofbeldi á íslands- miðum, er einnig dæmi um það, að „allra stétta flokkurinn“ á ekki trúnað skilið. Óheil indi hans í efnahags- og kaupgjaldsmálum sýna ennfremur hvers af honum má vænta. Þessi flokkur er hatramasti andstæðingur allra kjarabóta verkamanna og launþega yfir- leitt. En hann var þó sannanlegur kaup- kröfuflokkur, þegar vinstri stjórnin var við völd. Og enn ber að minnast þess, hvernig „flokkur allra stétta“ gerði sig að hreinu við- undri með útgáfu bráðabirgðalaganna, sem flokkurinn ber fulla og ótvíræða ábyrgð á og eru án alls efa út gefin með hans samþvkki, ef ekki að lians skipun. Þessi lög eru algert brot á öllum Aenjum um málsmeðferð og hreint ofbeldi gegn einni stétt landsins og hótún við allar aðrar. En Sjálfstæðisflokkur- inn þorir ekki að gangast við þessu óhæfu- verki, heldur mótmælir því á mannfundum, í blöðum og hvar sem við verður komið, NEMA Á ÞEIM EINA VETTVANGI, ÞAR SEM HANN RÉÐI ÞVÍ, HVORT LÖGIN VORU SETT EÐA EKKI, Þ. E. Á SJÁLFU STJÓRNARHEIMILINU, ÞAR SEM ÞESSI FLOKKUR HEFUR AÐSTÖÐU BALDURS GAGNVART KONNA. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til alls almenn- ings í landinu, lýsir sér bezt í herópi hans síð- ustu mánuði og er á þessa leið „Aldrei fram- ar vinstri stjórn.“ Flokkurinn leyfir sér að löðrunga þannig fjölmenn- ustu félagsmálahreyfingar fólksins. í samvinnufélögum, verkamannafélögum, sjó- mannafélögum og iðnaðar- mannafélögum, því að þær eru allar í vinstri stíl og fela í sér máttinn til að umskapa þjóðfélagið og velta af sér fargi auðhyggju og sérhags- munaálnifum íhaldsins. — Framsóknarflokkurinn er máttugasti andstæðingur sér- hagsmunastefnunnar og höf- uðborgarvaldsins. Þess vegna hljóta allir íhaldsandstæðing- ar að styðja hann með atkvæði sínu á morgun. - Syndaredstur Sjálfstæðisfl. Framhald af 1. síðu. um útfærslu landhelginnar í fyrrasumar, og skrifuðu þann- ig í blöð sín, að aðrar þjóðir máttu ætla, að útfærslan væri einkamál kommúnista, sem lítt væri mark á takandi. Vita menn ógerla hvaða áhrif málflutningur þeina liefur haft erlendis. Atvinnuaukningarféð Ein af sparnaðarráðstöfun- um stjórnarinnar, sem Sjálf- stæðismenn létu Alþýðuflokk inn mynda sl. vetur, var að lækka fjárveitingu til at- vinnuaukningar. En þetta fé hefur mörg undanfarin ár, einkum verið notað til að byggja upp atvinnulífið við sjávarsíðuna á Norður-, Aust- ur og Vesturlandi. Dieselstöðvar fullgóðar! Tíu ára rafvæðingaráætlun- ina létu Sjálfstæðismenn, í fé- lagi við Alþýðufl., skera niður um 100 mifljónir króna. En fólkið, sem þeir vildu svíkja unr orkulindir og vatnsorku- stöðvar, á að láta sér nægja dieselstöðvar og sögusagnir um það, að einhverjir Sjálf- stæðisþingmenn hafi fyrir 30 árum ætlað að rafvæða allt landið og veita ljósi og yl inn á hvert heimili. Rétt um sama leyti og þeir, eins og áður er sagt, tregðuð- ust við eftir mætti, að sjá fyrir hagkvæmum lánum lil að byggja upp ný hús í stað gömlu torfbæjanna. Hvað segja luisbyggj- endur? Þá er ekki úr vegi að minna á, lrvernig flokkurinn hefur staðið sig í því, að láta Al- þýðuflokksstjórn sína sjá um, að lánveitingar til íbúða í kaupstöðum og kauptúnum úti um land gæti haldið áfram á þessu ári. Það vi.ta ^IIIIIIIIIIIIIllllllltKlllllllllllllllllllllllflllllíHllllllllllt**,^ I Bíieigendur j ÍÞeir bíleigendur, sem] í lána ætla bíla á kjör- i I degi eru vinsamlega I i beðnir að hafa sam- i i band við kosningaskrif i i stofuna í Hafnarstr. 95 i i Símar: \ | 1443 og 2406 ! 7iiiiiniiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniif X B þeir, sem sitja uppi með hálf- gerðar íbúðir og hafa annað livort ekkert lán fengið eða orðið að sætta sig við að pírt væri í þá 10—20 þúsundum í von um álíka upphæðir ein- hvern tíma síðar. Með kló á hverjum fingri Svona mætti lengi telja og eru staðreyndirnar því ljótari, sem lengra er talið. Þrátt fyrir allar ár irðingar, bæði þær, sem hér eru taldar, og allar aðrar í sömu átt, tel- ur Sjálfstæðisflokkurinn sig málsvara landsbyggðarinnar og sjómannastéttarinnar og krýpur nú að fótum kjósenda með blíðu brosi og einskis nýtum slagorðum og biður um atkvæði. Állir hljöta að sjá, að fram- rétt íhaldshöndin er saurug af verkum sínurn og ránfugls- kló á liverjum fingri. Og eng- inn ætti í hana að taka. - Áðalfunílur Presta félags Hólastiftis Framhald af 2. síðu. sínar um endurreisn biskupsstóls í Norðurlandi." 3. „Aðalfundur Prestafél. Hóla- stiflis 1959 lýsir yfir óánægju með gildandi fyrirkomulag prestskosn- inga og skorar á næsta Kirkjuþing að taka málið til rækilegrar endur- skoðunar." 4. „Aðalfundur Prestafcl. Hóla- stiftis 1959 lýsir yfir, að liann kann því illa, að Alþingi taki ekki við fyrsta tækifæri til meðferðar og af- greiðslu þau mál, sem Kirkjuþing íslands leggur fyrir það.“ 5. „Fundurinn beinir þeim til- mælum til Útvarpsráðs, að Útvarpið taki upp sem sérstakan dagskrárlið kennslu í sálmasöhg, þar scm vakin er athygli á fögrum sáhnalögum, þau sungin og kynnt eftir föngum.“ Fyrri fundardaginn sátu prestarn- ir og nokkrir gestir boð vígslubisk- upshjónanna að Hótel KEA. A sunnudaginn messuðu prest- arnir á Akureyri og í nærliggjandi byggðum, víðast tveir og tveir sam- an, og voru messurnar mjög vel sóttar. Veður var afbragðs gott, logn og sólskin báða fundardagana. Gestir fundarins voru Olafur Ol- afsson kristniboði, scm flutti erindi og sýndi kvikmynd, og Valdemar V. Snævarr sálmaskáld. Stjórn I’restafélags Hólastiftis nú skipa: Séra Sigurður Stefánsson vígslubiskup, formaður, og prófast- arnir sr. Friðrik A. Friðriksson, sr. Páll Þorleifsson, sr. Þorsteinn E. Gíslason og sr. Björn Björnsson. ÞANKAR OG ÞYÐINGAR EFTIRVINNA Enski leikarinn Wilson Barett {>urfti citt sinn að láta gera við hús sitt og fékk til þess nokkra iðnaðarmenn. Hann spurði þá einn daginn, hvort hann ætti ekki að útvega þeim ókeypis aðgöngumiða að leiksýningunni, sem hann starfaði við um þær mundir. Jú, þeir vildu það gjarnan, og nokkrum kvöldum síðar sátu þeir í leikhúsinu og sáu leiksýninguna. ■ Þegar Barrett fékk reikninginn frá einum iðnaðar- manninum, rak hann í rogastanz, þegar hann sá eina færsluna. „Fimmtudagskvöld. Fjögra stunda eftirvinna í leik- htisinu, 32 shillingar.“ ÞEGAR STORKURINN KOM Er sá rimi nálgaðist, að von var á nýjum meðlim fjölskyldunnar, var Pétur litli, fimm ára gamall, send- ur til vinafólks úti í sveit. Það fæddist litil telpa, og faðirinn hringdi strax til vinafólksins og bað [)að segja Pétri tíðindin. „En gerið það mjög varlega," sagði hann. „Öll stór- tíðindi hafa mikil áhrif á.hann, því áð hann er svo viðkvæmur." Húsbóndinn kallaði á Pétur, setti hann á hné sér og sagðist rétt hafa verið að tala við pabba hans. „Og hugsaðu þér annað. eins,“ hélt hann áfram. „I morgun sá pabbi þinn stóran stork á flugi fyrir ofan húsið ykkar. Hann flaug alltaf í hr-ingi fyrir ofan húsið og teygði löngu lappirnar sínar og smálækkaði flugið. Hann var kominn þarna rétt að svefnherbergi pabba þíns og mömmu....“ „Flver fjárinn sjálfur," hrópaði Pétur. „Eg vona bara, að mamma hafi ekki rekið augun í hann. Hútt er nefnilega óiétt núna.“ MEÐAL VIÐ SVEFNGÖNGUM Mark Twáin lýsti því eitt sinn yfir í samkvæmi, að hann þekkti meðal, sem væri iirugg vörn gegn því, að ganga í s’vefni. — Æ, segið mér hvaða meðal það er, sagði einn við- staddra. 'Það kcmur stundum fyrir að ég geng í svefni. Mark Twain skrifaði nokkur orð í vasabókina sína, reif blaðið úr og rétti manninum. — Þetta fæst í öllum járnvörubúðum. Maðurinn horfði skiiningssljóum augum á Mark Twain, en svo las hann lyfseðilinn. Þar stóð: — Slór aslija af teiknibólum. Á hverju kvöldi, ríður en háltað er, slial strá þrernur matskeiðum af teikni- bólum allt i kringum rúmið. YFIRLÆKNIRINN Rosenthal (1851—1920), yfirlæknir á Borgarsjúkía- húsinu í Kaupmannahöfn, hafði mikla unun af að kenna læknastúdentunum, er hann fór í sína daglegu vitjun á sjúkrastofurnar. Eitt sinn kallaði hann þá alla að sjúkrabeði gamallar konu, sem hann kvað bera öll merki þess að hafa haft rakitis, cnsku veikina, í æsku. — Grei.nilegustu sporin eftir veikina, herrar mínir, sjáið þið á þeim scrstæðu breytingum, sem verða á tönnum sjúklingsins. Tcnnurnar I)cra þess mcrki, að truflun hefur orðið á kalkmynduninni í úppvextinum. Svo sneri liann sér að sjúklingnum og sagði: — Viljið þér vcra svo góðar að sýna ungu læknunum; tennurnar yðar, frú Jensen mín? — Já, það er guðvelkomið, sagði frú Jensen, þreif út úr sér báða tanngarðana og lagði þá á sængina. Rosenthal var ákaflega utan við sig og annars hugar. Einn morgun stóð hann í porti Borgarsjúkrahússins og vissi hvorki í þennan heim né annan. Starfsbróðir hans átti leið um og vakti hann af dvalanum mcð því að bjóða lionum góðan daginn. Rosenthal hrökk við, leit vandræðalega í kringum sig, gekk svo til dyravarðarins og sagði: — Heyrið mig, afsakið, en getið þér sagt mér — var ég að koma eða fara? Eitt sinn ætlaði Rosenthal að hlusta sjúkling. Hann tók hlustunartæki sitt, sjúklingurinn var látinn sitja uppi í rúminu og hjúkrunarkona lyfti upp skyrtunni. Rosenthal beygði sig með ldustunartækið yfir hiún sjúka, og um léið og hann þrýsti því að baki sjúklings. ins, sagði liann hátt og greinilega: — Halló, ungfrú, get ég fengið miðstöð?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.