Dagur - 24.10.1959, Qupperneq 5
Laugardaginn 24. október 1959
D A G U R
5
UFÉLÚGIN
Rógurion gegn þeim er rakalaus og til þess fram borinn
af íhaldiniL að leiða athyglina frá stórfelldum skattsvik-
um gróðamanna og flótta þeirra með f jármagn til R.víkur
Söngurinn er hinn sami.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem er
stefnulausari en allt sem stefnu-
laust er, syngur alltaf sama
sönginn fyrir hverjar kosningar.
Sá söngur er rógsöngur um sam-
vinnufélögin, og kannski er það
stefna, að syngja þann söng. Þótt
sön'gurinn sé ljótur, er hann að
vissu leyti ánægjuefni, því að
víst er, að vaxtarbroddur sam-
vinnufélaganna væri ekki eins
þróttmikill og raun ber vitni, ef
hugsjónir samvinnumanna og
framtak væru ekki umdeildar og
ættu sér ekki andstæðinga. Líka
er það ánægjulegt, að það eru
auðhyggjumennirnir og braskar-
ar þessa lands, hinir einu og
sönnu arftakar dönsku einokun-
arinnar, sem eru andstæðingar
samvinnufélaganna. Þeir gefa til
kynna, að eitthvað er í sam-
vinnuhreyfinguna varið. Enda
leysti hún einokunarfjötrana af
þjóðinni og hún berst enn fyrir
hagsmunum fjöldans, gegn .auð-
hring.um, fjárplógsmönnum og
bröskurum af öllum gráðum.
Salt í sár ílialdsins
Nú í haust hóf Sjálfstæðis-
flokkurinn enn eina herferð gegn
kaupfélögunum og Sambandinu.
Hér í blaðinu var þessari árás
hrundið og einnig sýnt fram á
með ljósum rökum, að heil-
steyptur samvinnumaður hlyti að
gjalda varhuga við Sjálfstæðis-
flokknum, sem leynt og ljóst
vinnur gegn samvinnuhreyfing-
unni, og þá um leið gegn hags-
munum mikils hluta þjóðax-innar.
í því sambandi var dæmi tekið
af landhelgisdeilunni. Þá sprakk
blaðra íhaldsblaðanna. Fram að
þeim tíma höfðu umræður verið
innan venjulegs ramma opin-
berra umræðna.
En það, var- eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði fengið salt í sár,
þegar minnzt var á þá og aðfarir
Bi'eta hér við land í sömu and-
í'ánni. Blöð Sjálfstæðisflokksins
pi-entuðu hvert eftir öðru: Of-
stæki, ofstæki. Ef til vill hefur
málpípum Sjálfstæðisflokksins
skilizt það betur en áður, hve
barátta þeirra við samvinnufé-
lögin var vonlaus og að samlík-
ingin hitti í mai'k.
v4 hann sök á því?
Sjálfstæðisflokknum kemur
það verr en flest annað, að
minnst sé á landhelgisdeiluna við
Breta. Hann var eini stjórnmála-
flokkurinn á íslandi, sem hafnaði
samvinnu um landhelgismálið,
þangað til almenningsálitið knúði
hann til þess. Sá flokkur getur
ekld hreinsað sig af þeim grun,
að hann sé í í'aun og veru valdur
að þeiri'i örlagaríku ákvörðun
Breta, að velja sér leið kúgarins
í viðskiptum sínum við minnstu
og vai'nax'lausustu þjóð veraldar.
Eða hvers vegna ætli brezkir
andstæðingar okkar í landhelgis-
deilunni hafi talið sér ávinning
að því að endurprenta greinar úr
Morgunblaðinu máli sínu til
stuðnings? Það var af því, að
þeim þóttu greinar Morgun-
blaðsins styrkja málstað sinn.
Þeir vilja knésetja félög
in með tvöföldum skatti.
Hinum 600 milljónerum og
máttarstólpum íhaldsins, sem
íhaldið þjónar af stökustu kost-
gæfni, þykir samvinnufélögum
aldrei nægilega íþyngt með skött
um og hafa jafnan bai'izt fyi'irþví
að koma tvöföldum skatti á fél-
lögin og útiloka þannig, að menn
hafi hag af því að mynda sam-
vinnufélög um vei'zlun og fi'am-
kvæmdir.
Þannig hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn oft talið það til séi'staki'a
skatthlunninda hjá samvinnufé-
lögunum að tekjuafgangui', sem
úthlutað er í í’eikninga félags-
manna, skuli ekki talinn skatt-
skyldar tekjur hjá félögunum. —
Allir hljóta að sjá hve fráleit sú
kenning er, enda er henni hafnað
í flastum eða öllum menningar-
löndum.
Samanburður.
Blaðið íslendingur sagði ný-
lega, eftir að hafa lýst því
hvei-nig allir aði'ir en samvinnu-
félögin standi undir kostnaði við
menntamál, eldvarnii’, lýðti-ygg-
ingu, gatnagei'ð o. fl.: „Tækju
samvinnufélögin þátt í sanngjörn
um álögum, mundu þær um leið
lækka á öðrum, eða að bæirnir
yx'ðu betur vegaðir, betur hýstir“
o. s. fi'v. „Þar sem útsvarsþung-
inn er tilfinnanlegastui', svo sem
hér á Akureyri, er ekki ótítt, að
fólk flytjist bui'tu og leiti þangað,
sem álögurnar eru léttbæi'ai'i.“
Hér hafa menn þá skoðun „fs-
lendings“ og sálufélaga hans al-
veg hreint út sagða. En hvers
vegna segir nú ritstjórinn ekki
satt og rétt frá.
Aðeins fjögur fyrirtæki
Veit hann ekki, að útsvör og
samvinnusk. Gefjunar, Sauma-
stofu Gefjunar, Iðunnar og
Heklu til bæjarsjóðs Akureyrar-
kaupstaðar á þessu ári er
431.800.00 krónur.
Og veit hann eklti, að starfs-
fólk þessara fyrirtækja greiðir í
útsvör og þinggjöld á þessu ári
2.183.000.00 krónur. Vinnulaun
þessa fólks eru um 19 milljónir.
Og þetta eru aðeins fjögur fyr-
irtæki, sem hér um ræðir.
Von er að íhaldsblöðin kjósi
fremur, að slá því fram órök-
studdu, að fyrirtæki samvinnu-
félaga auki útsvarsþunga á al-
menning, en að hafa það, sem
sannara er, að fyrirtæki sam-
vinnumanna og starfsfólk þeirra
greiðir árlega gífurlegar upp-
hæðir í bæjarsjóð — og að það
er m. a. þess vegna hve hér er
blómlegt atvinnulíf og almenn
velmegun — og að hér er hægt
að leggja verulegt fé til mennta-
mála, lýðtrygginga, gatnagerða o.
s. frv., og nefnt dæmi um aðeins
fjögur fyrirtæki SÍS á Akureyri
vitnar um.
Um minna munar
fyrir bæjarsjóð
Annað glöggt dæmi um veiga-
mikinn þátt samvinnumanna í
uppbyggingu bæjarins er Kaup-
félag Eyfirðinga, sem er lang-
stærsti útsvarsgreiðandi hér og
greiðir yfir hálfa milljón í bæj-
arsjóð í útsvar og samvinnuskatt
og nær 27 milljónir í vinnulaun.
Auk þess greiða svo hlutafélög
þau, sem KEA á hluti í, sín sér-
stöku útsvör, svo sem Þórsham-
ar, Oddi, Marz, Blikksmiðjan og
Útgerðarfélag KEA, og ennfrem-
ur kaffihrennsla, sem KEA og
SÍS eiga í félagi. — Kannski
bæjarsjóði komi illa að fá þessi
útsvör, og útsvör allra þcirra
hundruð manna, sem atvinnu
Framhald á 6. siðu.
Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að flokkseinræði á íslandi.
Marki sínu hyggst hann m. a. ná með því að hakla andstæð-
ingum sínum sundruðum. 1 klofningu vinstri manna eygir
íhaklið stærstu von sína um meirihluta á Alþingi og í rík-
isstjórn.
II.
Spurningin er: Vilja menn flokkseinræði Sjálfstæðisflokks-
ins? Ef menn svara neitandi, þá Iiljóta þeir að vilja leggja sitt
af mörkum til þess að koma í veg fyrir meirihluta íhaldsafl-
anha.
III.
Flokkar íhaldsandstæðinga eru 4: Framsóknarflokkurinn,
Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Þjóðvarnarflokk-
urinn.
Tölulega eru þessir flokkar samanlagt miklum mun öfl-
ugri heldur en hin sameinaða fylking íhalds-sérhyggjumanna
og tækifærissinna, sem mynda Sjálfstæðisflokkinn, en vegna
sundrungar sinnar, gamalla hleypidóma af ýmsu tagi, komm-
únistaveirunnar í verkamannasamtökunum, veiklyndis Al-
þýðuflokksins gagnvart íhaldinu o. fl., hafa þeir ekki mátt sín
eins gegn íhaldinu og efni hefðu annars staðið til.
IV.
Sjálfstæðismönnum hefur því heppnazt eitt aðalherbragð
sitt: að halda íhaldsandstæðingum sundruðum.
V.
Hinir sundruðu flokkar íhaldsandstæðinga eru flestir litlir.
Alþýðuflokkurinn er flokksbrot með reikula stefnu, Alþýðu-
bandalagið er samsetningur manna, með raunar ólík lífsvið-
horf, Þjóðvarnarflokkurinn vill vera flokkur með sérstaka
stefnuskrá, en er í raun og veru aðeins félagsskapur manna,
sem sérstöðu hafa í hersetumálunum.
VI.
Framsóknarflokkurinn er langöflugasti flokkur íhaltfsand
stæðinga, JAFNSTÓR ÖLLUM HINUM til samans. Fram-
sóknarflokkurinn er eini flokkurinn, senr íhaldið óttast að
geti komið í veg fyrir flokkseinræði þess. Enda er það Fram-
sóknarflokknum að þakka, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
EKKI meirihluta á Alþingi.
VII.
Hvarvetna um landið mun það bezt duga til þess að koma
í veg fyrir einræði íhaldsins, að fólk úr öllum stéttum SAM
EINIST UM STUÐNING VIÐ FRAMSÓKNARFLOKK-
INN. Eftir úrslitum seinustu kosninga að dæma er víða mjótt
GEGN EINRÆÐI IH&LDS
á munum, að Framsóknarflokkurinn bæti enn við sig þing-
mönnum.
VIII.
I Norðurlandskjördæmi eystra er Framsóknarflokkurinn
langstærsti og öflugasti stjórnmálaflokkurinn. Fylgi sitt á
Framsóknarflokkurinn meðal allra starfstétta í sveit og við
sjó. í nær öllum kaupstöðum og kauptúnum á Norðurlandi
er Framsóknarflokkurinn ýmist stærsti eða næst-stærsti flokk-
urinn.
IX.
Eftirfarandi tölur sýna fylgi flokkanna í þessu kjördæmi í
seinusíu kosningum:
Framsóknarflokkur 4696 atkyæði
Sjálfstæðisflokkur 2621 atkvæði
Alþýðubandalag 1262 atkvæði
Alþýðuflokkur 863 atkvæði
Þjóðvarnarllokkur 157 atkvæði
X.
Framsóknarflokkurinn berst fyrir þjóðlegri framfarastefnu,
sem miðar að
a) víðtækri atvinnuuppbyggingu um allt land til sjávar og
sveita,
b) réttlátari skiptingu þjóðarteknanna,
c) skynsamlegri nýtingu auðlinda landsins.
d) atvinnuöryggi.
XI.
NORÐLENDINGAR geta engan flokk fremur stutt en
Framsóknarflokkinn, Jjví að enginn flokkur hefur betur
stuðlað að framförum á Norðurlandi en Framsóknarflokkur-
urinn, — og eru nægar sannanir fyrir því. — ÍHALDSAND-
STÆÐINGAR geta engan flokk fremur stutt en Framsóknar-
flokkinn, Jjví að hann er, eins og hann ávallt hefur verið, öfl-
ugasti flokkur íhaldsandstæðinga og eini flokkurinn, sem
komið getur í veg fyrir flokkseimæði íhaldsins í framtíðinni,
á sama hátt og hann hefur til þessa átt meginþáttinn í að
sporna við íhaldseinræðinu.
d
XII.
Framsóknarflokkurinn heitir á frjálslynda rnenn til fylgis
við stefnumál sín. Stuðningur við Framsóknarflokkinn er
stuðningur við ábyrga lýðræðis-, framfara- og uppbyggingar-
stefnu, — þá stefnu sem bezt fellur að lundarfari ÍSLEND-
INGSINS, — og yfirgnæfandi meiriLiluti þjóðarinnar vill í
raun og veru fylgja. Úrslit seinustu kosninga sýna, að Fram-
sóknarflokkurinn hefur meðbyr. Hann gengur því ótrauður
til kosninga að þessu sinni.
INGVAR GÍSLASON.