Dagur


Dagur - 04.11.1959, Qupperneq 1

Dagur - 04.11.1959, Qupperneq 1
Fylgizt með því sem gcrist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 11. nóvember. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 4. nóvcmber 1959 61. tbl. Fyrsfa leiksýiiing LÁ í næsfu viku „A elleftu stund“, spennandi gamanleikur; sem Guðmundur Guonarsson sviðsetur Leikfélag Akureyrar hóf leik- æfingar í byrjun október og valdi enska leikritið Á elleftu stundu, og er það gamanleikur í þrem þáttum. Með aðal-hlutverkin fara: Björg Baldvinsdóttir og Jón Kristins- son. En alls eru leikendur 12 og þar af nokkrir nýliðar. Bráðlega munu æfingar hefjast á næsta viðfangsefni félagsins og VANTAR FÓLK Töluverður afli hefur borizt til Hraðfrystihúss U. A. undan- farna daga. En ekki hefur feng- izt nægilega margt fólk til að vinna að aflanum og er það í sannleika hart. Margar húsmæð- ur munu geta unnið t. d. hálfan daginn, ekki sízt síðan nýi leik- skólinn tók til starfa og getur annazt börnin. Þá er fjöldi fólks í skólunum, sem vissulega getur hlaupið undir bagga. það verður hið gamalkunna leik- rit fEvintýri á gönguför. Leik- stjórnina mun Jóhann Ogmunds- son, formaður LA, annast. Og fleira mun á prjónunum hjá Leikfélaginu. Heyrzt hefur að óperetta sé þriðja verkefnið, en ekki hefur blaðið fengið það staðfest, en það mun koma fram á sínum tíma. Leikféiag Akureyrar býr nú við betri skilyrði en fyrrum og má því nokkurs af því vænta. Því miður er það þó staðreynd, að stundum gengur erfiðlega að fá leikfólk í okkar 8 þúsund manna bæ og er það ekki vansa- laust. Tómlæti er versti óvinur leik- listarinnar og gengur næst dekr- inu. En fjölbreytt leiklistarstarf er menningarauki í hverju bæj- arfélagi, og víst eru það gleði- fréttir, sem vekja nokkra eftir- væntingu, hve L. A. hyggst af- reka á leiksviðinu í vetur. Tryggvi Helgason flugmaður og nýja sjúkravélin. (Ljósm. Nýja sjúkraflugvélin er komin Tiyggvi Helgason og Aðalbjörn Kristbjarnarson flugu henni frá Bradley Field í fimm áföngum - Síðasti áfangimi, frá Syðri-Straumfirði á vestur strönd Grænlands til Akureyrar, tók 6.25 klst. - Vélin kom á sunnudag Klukkan 10 á sunnudagskvöldið bcið hópur Akureyringa á flug- Vellinum cg horfði til Iofts. Frétst hafði að Tryggvi Helgason væri á leiðinni í nýjú sjúkraflugvélinni. Og innan stundar greindu menn liós vélarinnar í kvöldhúminu og mun þá mörgum hafa hlýnað um hjarta. Eftir fáeinar mínútur renndi flugvélin sér niður á ílugbraut- ina og að flugskýlinu, og var ferðalöngunum Tryggva Helgasyni og Aðalbirni Kristbjarnarsyni ákaft fagnað aí vinum og vandamönnum. NYI DRANGUR ER KOMINN I HEIMAHÖFN bráðlega leysa gamla Drang af hólmi, en hann hefur gegnt þörfu hlutverki Hið f ríðasta skip og mun gzr*‘s*-* ■' Um það bil þremur klukku- stundum síðar en hin nýja sjúkra flugvél Ienti á Akureyrarflug- vell á sunnudagskvöldið, lagðist Drangur hinn nýi að Torfunefs- bryggju á Akureyri. Má því segja, að síðasta helgi hafi ekki verið viðburðasnauð hvað sam- göngumálin snertir hér um slóð- ir. Drangur er 191 brúttolest að stærð eða nálega helmngi stærri en hinn aldni nafni hans, sem búinn er að gegna hinu þarfasta hlutverki á annan áratug. Hið nýja skip er með 400 hest- afla Vichmann dieselvél og tvær 35 hestafla Bolindervélar og búið öllum venjulegum öryggis— og siglingartækjum. Seturúm er fyrir 42 farþega og „kojupláss“ og bekkir fyrir 12 manns. Skipið mun geta flutt um 150 tonn af vörum. Það kostaði 4 millj. ís- lenzkra króna. Allur sýnist frágangur hinn vandaðasti og vel séð fyrir því, að farþegum geti liðið vel. Að ytra útliti er Drangur fallegt skip. Ganghraði hans var 10 míl- ur til jafnaðar á leiðinni hingað, en mestur ganghraði 11,3 mílur. Eigandi hins nýja skips er Steindór Jónsson útgerðarmaður, sá hinn sami, sem gert hefur út gamla Drang. Drangur er smíðaður hjá Ankerlakken í Florö í Noregi og er fyrsta skipið frá þeirri skiþa- smíðastöð, sem byggt er fyrir út- lendinga. Umboðsmaður skipa- smíðastöðvarinnar er Magnús O. Ólafsson, Reykjavík. Steindór lætur hið bezta af þessari skipasmíðastöð, svo og af sjóhæfni skipsins í heimsigling- unni. Iiann var sjálfur skpstjóri á heimleið og verður það fyrst um sinn. Um 5000 farþegar ferðuðust árlega með Drang síðustu árin. Búast má við að farþegum fjölgi með tilkomu hins nýja skips. En ferðir hans hafa verið tvær til þrjár í viku hverri. Viðkomu- staðir eru: Hrísey, Dalvík, Ólafs- fjörður, Siglufjörður og Sauðár- krókur og eru þær ofurlítið breytilegar i sambandi við land- ferðir vestur. Kjölur Drangs var lagður 2. apríl í vor. Hann var sjósettur 2. október og þá skírður með við- höfn og í heimahöfn kom hann, eins og fyrr segir, 2. nóvember. Vonandi reynist Drangur hið bezta skip, bæði eiganda sínum og hinum mörgu sem njóta ferða hass. En þeir eru ótrúlega margir eins og fyrr getur. 1 , Tók upp merki bróður síns. Öllum er kunnugt um afdrif hinnar fyrri sjúkraflugvélar, sem Jóhann heitinn Helgason flug- maður fórst með á Vaðlaheiði, ásamt farþegum. Þá ríkti sorg um norðlenzkar byggðir og bæi. En bróðir Jóhanns, Tryggvi Helgason, sýndi þá óvenjulegu manndómslund, á meðan flestir voru enn í sárum eftir hinn sorg- lega atburð, að bjóða fram krafta sína og hvetja til kaupa á sjúkra- flugvél öðru sinni. Hann tók hið fallna merki bróður síns, undir- bjó málið ásamt Slysavarnadeild kvenna á Akureyri og Rauða- krossdeildinni hér, með þeim ár- angri, sem hin nýja sjúkraflugvél sýnir. Margir lögðust á eitt við útvegun fjármagns með sameig- inlegu átaki, undir forystu frk. Sesselju Eldjárn. (Frh. á 2. sí.). Drangur hinn nýi fánum skrýddur við Torfunefsbryggju. — Ljósmynd: E. D.).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.