Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 6

Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudag'mn 11. nóv. 1959 Rabbað við Gunniaug Þorvaldsson Framhald af 5. siðu. Kanntu nokkrar draugasögur? Eg skal segja þér eina. Maður einn reri á sexaeringi hjá föðut- mínum á Hellu á Árskógsströnd. Um það leyti þóttust margir sjá framliðinn mann á Hillunum, og var það í hámæli. Nú vildi svo til, að sjómaður þessi, sem var frá Fagraskógi, átti leið yfir nefndar Hillur á leiðinni heim til sín. Dimmt var í lofti og tunglið óð í skýjum. Segir ekki af ferð- um hans fyrr en hann kom suður fyrir Hillnakofa. Þá sá hann hinn umtalaða „mann‘“ standa fyrir framan sig og veik hvorugur úr götu. Sjómaðurinn, sem hvorki var myrkfælinn eða hugdeigur og hafði auk þess broddstaf í hendi, bað draugsa að hafa sig frá. Draugsi anzaði engu og rót- aði sér hvergi. Þá reiddist sjó maðurinn, hóf upp stafinn tveim höndum og skipaði honum að víkja, ella fengi hann að kenna á broddstafnum. En rétt í þessu dró skýjaþykkni frá tunglinu og birti þá nokkuð. Stafurinn féll máttlaus niður og í götunni stóð gamla Skjóna frá Hillum., Fleiri sögur man eg af þessu taginu, en sjálfur varð eg lítið var við þess konar. Þó sá eg einu sinni svip í gamla bænum á Krossum. Þetta var kona og gekk hún úr búri og yfir í eldhús. Eg var í bæjardyr- unum og hljóp á eftir henni, en þegar eg kom að eldhúsdyrum, hvarf sýnin inn í fjóshurðina (innangengt milli eldhúss og fjóss), án þess að þær dyr opn- uðust. Bjart var af degi þegar þetta gerðist. Eg var þá strák- hnokki, töluvert innan við ferm- ingu. Ekki hafði eg vit á að verða hræddur. Fór eg nú inn til fólks- ins og sagði því fréttirnar og var heldur en ekki hróðugur. En það hló enginn nema eg að konunni í eldhúsinu, heldur fór heimilis- fólkið að pískra og pukra og ein- hver Ságði, að ekki yrði langt til géstkomu. Þá var Upsa-Gunna upp á sitt bezta og sáu hana margir, þeir líka er óskyggnir voru taldir og getur vel verið að þetta hafi verið hún, þótt eg geti ekkert um það fullyrt. Eg hef frétt að þú hafir heyrt yfirnáttúrlegan söng? Já, það er rétt. Þetta var um haust, árið 1914. Eg var þetta sumar í kaupavinnu hjá föður þínum á Hámundarstöðum, en unnusta; mín, Ingigerður Jó- hannsdóttir, var kaupakona hjá Kristjáni bóilda á Hellu. Við höfðum ákveðið að láta gefa okkur saman um haustið. Við höfðum fengið okkur húsnæði- á Brattavöllum og vorum komin þangað þegar það gerðist, sem nú skal greina: Eins og eldri menn muna, var ekki rúmgóðum húsakynnum fyrir að fara. Heimilisfólkið þurfti að búa saman í baðstof- unni. Þar sem við vorum ekki gift, þótti ekki viðeigandi að við svæfum saman. Eg svaf í rúmi ásamt Júlíusi Jónssyni bónda þar, sem var ókvæntur. Ingigerð- ur svaf undir hinni súðinni, ásamt Auði dóttur sinni, sem þá var 6 ára. En önnur dóttir Ingigerðar, Jóhanna, svaf í þriðja rúminu. Svo bar það til eitt kvöldið, þegar allir voru sofnaðir, að við vöknuðum allt í einu við undur- fagran söng. Það var unnusta mín ein, sem ekki vaknaði og það var hún sem söng. Hún söng fyrsta versið af sálminum: Ein kanversk kona. Við hlustuðum hugfangin á sönginn, yfirþyrmd af fegurð hans, svo að við mátt- um okkur hvergi hræra. Eg var máttvana og eins og dáleiddur af hrifningu. Aldrei hef eg heyrt aðra eins raddfegurð og enn er mér söngurinn í fersku mmni. — Morguninn eftir áttum við Júlíus tal um þetta og sagðist hann aldrei hafa heyrt arínað eins og myndi ekki heyra og aldrei yrði hann svo gamall, að hann gleymdi þessum söng. Söngfegurðinni er ekki hægt að lýsa með orðum. Röddin minnti lítils háttar á rödd Ingi- gerðar, en var þó ekki hennar rödd, svo margfalt fyllri og feg- urri og sá eini söngur, sem hef- ur náð alveg til hjartans og er greyptur þar æ síðan. Daginn eftir spurði eg Ingi- gerði, hvað hana hefði dreymt. Hún mundi það ekki. En eitt- hvað hlýtur þig að hafa dreymt, sagði eg, ekki söngstu svo lítið. Þá spurði hún, hvað hún hafi sungið. Eg sagði henni það, Ein kanversk kona. Þá mundi hún drauminn á svipstundu. Henni fannst hún vera í kirkju ásamt mörgu öðru fólki, en vissi ekki hvaða kirkja það var. En þegar átti að fara að syngja fékkst eng- inn til að ’byrja. Þá byrjaði hún sönginn og söng einmitt þennan sálm. Og Gunnlaugur hélt frá- sögn sinni áfram með þessum orðum: Eg er viss um, að Ingi- gerður hefur beðið fyrir framtíð okkar beggja þá um kvöldið, er hún la^ðist til svefns, eins og hún gerði svo oft, og .fékk^ þarna svarið við bæninni: Að biðja eins og kanverska konan og láta ekki hugfallast, þótt komi neikvætt svar, heldur halda bæninni áfram. En það var ekki nóg, að hún fengi þetta svar til sín, held- ur átti söngurinn að færa mér svarið líka, sagði Gunnlaugur Þorvaldsson að lokum. Eg þakka svörin og alúðlegar viðtökur. Innan stundar er Gunnlaugur búinn að ýta bátn- um á flot. Nú er færafiskur á víkinni. Æðarfuglahópur víkur sér aðeins frá bátnum. Það er engin hætta á ferðum, þótt ein- búinn í Torfunesi ýti úr vör, því að hann er góðvinur þeirra. Og stundum njóta þeir góðs af félagsskapnum, til dæmis þegar Gunnlaugur tekur gamla plóginn sinn og plægir kúffisk í beitu rétt framan við vörina. — E. D. Rússa-jeppi til sölu Skipti á Willy’s-jeppa koma til greina. Vilhjálmur Þórsson, Bakka, Svarfaðardal. SKIÐASLEÐAR SKÍÐI SKÍÐASTAFIR SKÍÐABINDINGAR SKAUTAR Senclum gcgn póstkröfu um land allt. JÁRN- OG GLERVORUDEILD Véia- og rafíækjasalan h.f. Strandgötu 6. Sími 1253 VASALJÓS RAFHLOÐUR Mjög gott verð. Véla- og raftækjasalan h.f. Strandgötu 6. Sími 1253 SKIÐAHUFUR fyrir unglinga og fullorðna. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. HAGLABYSSUR Einhleypur, kr. 1.075.00. HAGLASKOT, no. 12 og 16. RIFFILSKOT. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. MÚRHÚÐtlSARNET fœst hjá VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. úr^GEFJUNARGARNI 100 LITIR Krepsokkabuxur margir litir. Krepsokkar þykkir. VEFNAÐ AR V ORUDEILD ULTRAHVITT Húsmæðuc, atbagið: Þegar þvegið er úr Perlu þvotta- dufti.fáið þer hvíUrí þvott Þvotturinn er hvítari vegna Perfu- glampans.sem kemur í Ijós.þegar tauið er skoðað i dagsbirtu LJÓSAPERUR Hvergi meira úrval af LJÓSAPERUM. Einuig hvers konar efni til raflagna. Margs konar SMÁVÖRUR, svo sem: Klær, f jöltengisnúrur o. fl. R AFL AGN ADEILD SKIÐASKOR! Frá IÐUNN, allar stærðir frá 28-46, 3 teg. Frá Þýzkalandi, stærðir 36-46. SNJÓB0MSUR, stærðir 24-36. S0KKAHLÍFAR, stærðir 27-46. GÆRUSKINNSILLEPPAR, 35-46.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.