Dagur - 02.12.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 02.12.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gcrist hér í kríngum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út Iaugar- daginn 5. desember. £•><*. XLH. árg. Akureyri, miðvikudaginn 2. desember 1959 66. tbL Æílar sfjórnin að fresta Alþingi? Fyrsta umræða f járlaga hefur ekki farið fram - Bráðabirgðalögin eru óafgreidd - Kvartað undan málf relsi st jórnarandstöðunnar Þingsályktunartillaga Ólafs Thors hefur enn ekki komið til atkvæða, en líklegt þykir að ný- kjörið þing verði rekið heim, þrátt fyrir hörð mótmæli stjórn- arandstöðunnar. Finnst mönnum það hin mesta óhæfa, þar sem fjölmörg mikilvæg mál, m. a. efnahagsmálin, eru enn í full- kominni óvissu. Fjárlagaræð- unni og fyrstu umræðu um hana Hreindýr og sauðnaut svelta á Grænlandi Á svæðinu kringum Scoreby- sund í Grænlandi er nú haglaust með öilu og þúsundir sauðnauta og hreindýra í sveltu. ¦— Danski landshöfðinginn í Grænlandi hefur afþakkað boð bandaríska flughersins um að flytja fóður til dýranna í flugvélum. Að sjá jólasveininn Nokkur brezk börn munu koma til Reykjavíkur 17. des. til að sjá jólasveininn. Með þeim verður hjúkrunarkona og kyikmynda og sjónvarpsmenn. Síðar á að sýna atburðinn í sjónvarpi. Ekki er þess getið að börn þessi komi í herskipafylgd. — En það er fyrirtækið Nestle's ásamt Flugfélagi íslands, sem undirbúa för þessa. ætlar ríkisstjórnin að fresta og er það einsdæmi, en sýnir ótta við opinberar umræður. Þá er það föst venja, að bráða- birgðalög, sem ríkisstjórn sér sig til neydda að gefa út milli þinga, séu lögð fyrir næsta Alþingi til staðfestingar. Bráðabirgðalögin um verð landbúnaðarvara, sem gilda eiga til 15. des., þorir stjórnin ekki heldur að leggja fram og heldur þar sá einstæði og stórfurðulegi skrípaleikur Sjálfstæðisflokksins áfram. Ef til vill þykir stjórninni heppilegra að sniðganga þingræðisvenjur og gefa bara út ný bráðabirgðalög varðandi landbúnaðarvörur. ¦— Sýnilegt er, að Sjálfstæðisflokk- urinn getur í hvorugan fótinn stigið í þessu máli. Hann lofaði opinberlega fullum bótum er þing kæmi saman. Enn hefur hann ekki fundið ráð til að svíkja það loforð ,en eflaust verður þess leitað. Samkvæmt áliti kjördæma- byltingarmanna, er Alþingi nú skipað „samkvæmt þjóðarviljan- um". Mikil ávirðing er því ger, ef nú á að taka fram fyrir hendur þess í þingbyrjun. Stjórnarblöðin kvarta nú mjög yfir málfrelsi stjórnarandstöð- unnar og telja málþóf er tefji störfin! Svo gjörsneidd og ósam- stæð er núverandi ríkisstjórn öll- um úrræðum, að hún vill senda alþingismenn heim og slá vanda- málunum á frest. Ö^Stóí? Snjóplógur að verki á Akureyri. — (Ljósmynd: E. D.). Churchill 85 ára í afmæliskökunni voru efni frá 130 löndum. Meðal annrs voru bananar frá íslandi. — Gamla manninum bárust ógrynni heillaskeyta og gjafa hvaðanæfa úr heiminum. Þegar hin aldna hetja gekk hægum skrefum inn í neðri mál- stofuna stöðvaðist umræða þegar í stað, en fagnaðaróp kváðu við frá þingmönnum beggja flokka. Churchill mælti þá: „Leyfiðmér að segja, að eg er djúpt snortinn og þakklátur fyrir góðar óskir ykkar og tek á móti þeim með Sleði." „ .,, UM* Ánægjuleg kvöldstund Góð kvöldvaka. Ferðafélag Ak- ureyrar efndi til kvöldvöku í Al- þýðuhúsinu fimmtudaginn 26. nóv. Þar las Rósberg G. Snædal úr verkum sínum og Björn.Páls- son sýndi litskuggamyndir. — Kvöldvaka þessi var mjög vel sótt, enda hin ánægjulegasta. — Mun félagið, að sögn Kára Sig- urjónssonar, form. F. A., efna til annarrar kvöldvöku síðar á vetr- Hvers vegna er umboð Tóbakseinkasölu ríkisins á Ákureyri lagf niður? Megn óánægja verzlunarstéttarinnar Fjármálaráðherra beðinn um skýringar Þótt þróun í verzlunar- og viðskiptamálum hafi orðið sú á allra síðustu áratugum hér á landi, að yngri menn í verzlun- arstétt þekki ekki frjálsa verzlun vegna afskipta hins opinbera, ber einnig að þakka betri og stór- aukna þjónustu hinna ýmsu verzlana og verzlunarfyrirtækja við almenning. Þá bættu þjón- ustu ber fyrst og fremst að þakka hinni heppilegu samkeppni kaupmanna og kaupfélaga. En á tímum hinnar miklu þjónustu getvir út af brugðið. — Fyrirtæki með nafninu Tóbaks- einkasala ríkisins hefur haft hér umboðssölu á tóbaksvörum í nær 30 ár. Umboðið hefur Kaupfélag Eyfirðinga annast frá byrjun. Nú hefur umboð þetta verið lagt niður frá 20; oóvember sl. og Guðrún Krisfinsdófftr frá Akureyri f ær ágæta dóma í Kaupmannahöf n Ungfrú Guðrún Kristinsdóttir píanóleikari frá Akureyri hélt nýlega hljómleika í Oddfellow- húsinu í Kaupmannahöfn, en hún hefur um alllangt skeið stundað nám í Vínarborg. Um hljómleika þessa fóru danskir hljómlistargagnrýnend- ur mjög lofsamlegum orðum. — Meðal annars segja þeir: Guðrún náði sterkum tökum á leik sínum og leysti hin vandasöm viðfangs- efni með öruggri tækni og leik- snilli, svo að hvert einstakt verk hélt sínum sérstaka hljóm. — Þá segir ennfremur að leikur ung- frúarinnar hafi verið hlýr og hver tónn hafi fengið gullna vængi. Túlkun hennar hafi verið næm og sönn og telja verði að þessir hljómleikar hafi borið af öðrum slíkum að undanförnu. öðrum ekki verið falið það. Ak- ureyringar verða því að panta tóbaksvörur að sunnan og vekur þetta að vonum mikla gremju meðal kaupmannastéttarinnar, bæði hér á Akureyri og meðal 'annarra Norðlendinga, sem skipt hafa við umboðið hér, sér til mikils hagræðis. Þá hefur Akur- eyrarumboðið afgreitt tóbaks- vörur um allt land í júlímúnuði, er starfsfólk Tóbakseinkasölunn- ar í Reykjavík tekur sér sumar- frí. Ekki hefur blaðið getað aflað sér rökstuðnings, sem mæli með þessari breytingu og ekki sýnast nokkrar líkur til, að þetta spari fyrirtækinu útgjöld. Hafi um- boðið hér ekki reynzt starfi sínu vaxið, var eðlilegt að öðrum væri falið það. Ekki er því heldur til að dreifa. Það kemur að sjálfsögðu harð- ast niður á miður fjársterkum aðilum er með tóbak verzla, þeg- ar Akureyrarumboð Tóbaks- einkasölu ríkisins fellur niður og er þessi ráðstöfun algerlega gagn stæð bættri þjónustu hinna ein- stöku fyrirtækja við almemaing. Tóbakseinkasala ríkisins lýtur stjórn fjármálaráðherra, Guðm. f. Guðmundssonar, og væntir blaðið þess, að þaðan komi upp- lýsingar um ástæður fyrir því, að margnefnt umboð sé of mikil rausn við Akureyringa og aðra Norðlendinga. Uggvekjandi fréttir Nær daglega birta sunnanblöð- in fréttir af glæpum höfuðborg- arinnar, ráiuim, líkamsárásum, nauðgunum, innbrotum, skjala- fölsunum o. fl. auk hrottaleg- ustu umferðaslysa. Þriburafæðing Það bar nýlega til á Fæðingar- deild Landsspítalans, að kona ein ól þribura. Er það fyrsta þrí- burafæðingin í þeirri 28 ára gömlu stofnun. Móðirin er 22ja ára gömul. Hún og maður hennar eiga tvö börn fyrir. Hinir nýju borgarar vógu: Stúlka 10 merk- ur, stúlka 7 merkur og drengur 9 merkur. Öllum líður þeim vel. Barn varð undir drátt- arvél og lærbrotnaði Fyrir helgina lenti ungur drengur, sonur Sigurður Stef- ánssonar í Stærri-Árskógi, undir dráttarvél og lærbrotn^ði. —¦ Drengurinn var fluttur í sjúkra- hús. Bændaklúbbsfundur verður haldinn að Hótel KEA mánudaginn 7. <les. n.k. og hefst kl. 9 síðdegis. — Fundarefni: Hagnýting íslcnzkra fæðuefna og grænmetis. Frummælandi verður Stcingerður Ingimundardóttir, húsmæðrakennari. Þess er vænzt að húsmæður í héraðinu láti sig mál þetta miklu skipta og fjöl- menni á fundinn og taki bændur I sína með.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.