Dagur - 02.12.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 02.12.1959, Blaðsíða 8
Bagujr Miðvikudaginn 2. desembcr 1959 Afhyglisverl nýmæli á ís- lenzkum verSbréfamarkðSi FréUatilkynning frá Seðlabankanum Samkvæmt lögum nr. 35 frá 23. maí 1959 var stjórn Sogsvirkjun- arinnar heimilað að bjóða út til sölu 30 millj. kr. skuldabréfalán og skyldi fénu varið til virkjun- arframkvæmda við Efra Fall, sem eru langt komnar eins og kunnugt er. Skuldabréf þessi koma á mark aðinn 2. desember, en tekið verð- ur við áskriftum frá og með 1. desember. Sölu þeirra og dreif- ingu annast Seðlabankinn, en í Reykjavík eru þau til sölu í öll- um bönkum, sparisjóðum og auk þess hjá mörgum verðbréfasöl- um. Uti á landi eru bréfin til sölu hjá stærri sparisjóðum og útibú- um bankanna. Ekki verður sagt, að á íslenzk- um verðbréfamarkaði hafi til þessa verið um sérlega auðugan garð að gresja, a. m. k. síðasta áratuginn, og hefur þátttaka al- mennings í verðbréfakaupum því verið lítil. Orsök þessa hefur einkum verið sú, að yfirleitt hafa aðeins verið á boðstólum bréf til langs tíma og að ekki hefur ver- ið um að ræða tryggingu gegn verðmætisrýrnun bréfa af völd- SEXTUGUR Sæmundur í Fagrabæ Sæmundur Guðmundsson bóndi í Fagrabæ í Höfðahverfi varð sextugur síðastliðinn föstu- dag, 27. nóvember. Hann er eitt hinna mörgu systkina fi'á Lóma- tjörn. Sæmundur og kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Hóli í sömu sveit, hófu búskap í Litla- gerði í Dalsmynni árið 1929, en að Fagrabæ fluttust þau 1938 og hafa búið þar síðan myndarbúi. Þau eiga 10 börn, hið yngsta 13 ára og öll mannvænleg. Sæmundur er með vöskustu mönnum, mikill búsýslumaður og sérlega laginn fjárræktarmað- ur, enda hefur hann fjölda fjár. Lítt sér á, að maðurinn sé sextugur orðinn, hann er ungleg- ur í útliti, léttur í spori og ung- ur í anda. Blaðið sendir Sæmundi í Fagrabæ sínar beztu hamingju- óskir í tilefni afmælisins. um verðbólgunnar, nema að nokkru vísitölubréf veðdeildar. Með útgáfu þessa skuldabréfa- láns Sogsvirkjunarinnar er horf- ið inn á pýjar brautir, og eru nú kaupendum boðin hagstæðari kjör en áður hefur þekkzt á op- inberum, íslenzkum verðbréfa- markaði. Sérstaklega skal bent á, að verðbréf þessi eru til skamms tíma, frá 1—5 ára og verðgil.din 1000 kr. og 5000 kr. Gjalddagi er 1. nóvember. Vexth' á 1 árs bréfum eru 5 %%. Vextir á 2 ára bréfum eru 5.%%. Vextir á 3 ára bréfum eru 6%. Vextir á 4 ára bréfum eru 6y2%. Vextir á 5 ára bréfum eru 7%. Hér er einnig sú aðferð við höfð, að vextirnir dragast frá nafnverði lbréfanna við sölu þeirra, þannig, að kaupandi greiðir þeirri upphæð minna en nafnverð þeirra hljóða á. Allir vextirnir eru því fyrirfram greiddir. Kaupverð t. d. á 1000 kr. skuldabréfi til 5 ára er því 718.00 kr. miðað við, að það sé keypt 1. desember 1959. Verðtrygging skuldabréfa þess ara verður einnig að teljast at- hyglisvert nýmæli á íslenzkum verðbréfamarkaði. Henni er á þann veg háttað, að við innlausn hvers skuldabréfs greiðist verð- lagsuppbót á nafnverð þess í hlutfalli við hækkun rafmagns- verðs í Reykjavík frá því sem var í okt.—nóv. 1959, við útgáfu skuldabréfanna til gjalddaga þeirra. Lækki hins vegar raf- magnsverðið á sama tímabili, er skuldabréfið samt innleyst á nafnverði. Vextir eru einnig tryggðir á sama hátt, og er það einnig nýmæli. Innlausn bréf- anna fer fram í Landsbanka ís- lands, Seðlabankanum. — Rísi ágreiningur um framkvæmd þessarar verðtryggingar, skal málinu vísað til nefndar þriggja manna. Er hagstofustjóri odda- maður hennar, en hinir eru skip- aðir af Seðlabankanum og stjórn Sogs virk j unarinnar. Seðlabankinn væntir þess, að hinum nýju verðbréfum verði vel tekið af landsmönnum. Kjörin eru hagstæð, og fénu er varið íil nauðsynlegra framkvæmda við rafvæðingu landsins. Á óvissum tímum er það ekki lítils virði fyrir væntanlega kaupendur verðbréfa sem þessara, að geta keypt rafmaguið á því verði, sem það kostar í dag, til næstu fimm ára. Rafmagnstryggingin er því kaupendum hagstæð verðtrygg- ing og ásamt fyrrnefndum kjör- um gerir hún almenningi verð- bréfakaup aðgengilegri en verið hefur nokkru sinni fyrr. Fra?nhald á 7. siðu. Ymis flSindi úr nágrannðbyggðom Kvikiiaði í verkstæði Sauðárkróki, 23. nóv. 1959. — í haust var slátrað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga um 31 þúsund fjár, og er það allmiklu minna en á fyrra ári. Meðalþungi dilka var nokkru betri en þá, eða 13.97 kg. Hæsti meðalþungi dilka frá einu heimili reyndist vera 17.49 kg., og var það frá Gauksstöðum á Skaga, en þar býr Jón Stefáns- son. — Tveir dilkar reyndust þyngstir og jafnþungir, 25 kg., var annar frá Beingarði í Hegra- nesi, eigandi Bogi Pálsson, en hinn var eign Sverris Björnson- ar, Viðvík. Af kjöti þessu hafa verið flutt út um 70 tonn. Að öðru leyti er kjötið geymt hér á frystihúsi kaupfélagsins. Hjá Verzlunarfélagi Skagfirð- inga var slátrað um 5000 fjár. Ekki var að fullu lokið útreikn- ingi á meðalþunga dilka þar. Hrossaslátrun var mun minni en undanfarin ár, um 500, og var hér eingöngu um folöld að ræða. Föstudaginn 20. nóv. varð eld- ur laus í Vélaverkstæðinu Áki á Sauðárkróki. Talið er að kviknað hafi í á þann veg, að neisti af smergelskífu hafi hrokkið í benzín. Nokkrir bílar voru á verkstæðinu, en þeir náðust allir út án skemmda. Eldurinn magnaðist fljótt og var kominn upp í þak hússins á svipstundu. Slökkviliðinu tókst þó að ráða niðurlögum hans eftir stutta stund. Tjón varð mikið á húsinu og áhöldum, og er það metið á um 150 þús. krónur. — G. I. Gert við sæstrengiiin Hrísey 1. des. — í gær var lok- ið viðgerð á rafmagnsstrengn- um og erum við búnir að fá Lax- árrafmagnið. Viðgerðin hefur staðið yfir nær 3 vikur. Streng- urinn var færður nokkru norðar, en hann áður var og er botn þar sendnari og líklegt að minni hætta verði á skemmdum. Tekjurnar brugðust Dalvík, 1. des. — Tekjurnar af marsvínavöðunni ætla að verða minni en fyrst var ætlað, og missir nýja kirkjan spón úr ask- inum sínum, því að ákveðið var, að hagnaðurinn af þessum hval- reka rynni óskiptur til- hennar. Vinnan við hvalskurðinn var sjálfboðavinna. Söluheimild var af tekin vegna ótta við mjólkureitrun í kjötinu, en hér er mikið borðað af þessu ágæta kjöti og aldrei betra heilsufar. Spikið er brætt í beinaverksm. KEA á Ak, en Krossan.verksm. annast mjölv. Afli togbátanna er lítill og hálfs mánaðar ógæftir hömluðu veiðum. Fimmtug er í dag frú Anna Stefánsdóttir, Sólgarði. Enn er leitað að fé Reynihlíð, 1. des. — Enn er verið að leita að fé og enn eru menn að finna það. Ekki vantar mikið, og minna en ætlað var. — Austur á Fjöllum mun vanta 3. af hundraði ennþá. Lítið fæst af rjúpu, en verðið er hátt. Heilsu- far er gott, en engin mannamót. Ný vatnsveita Þórshöfn, 1. des. — Hér er unn- ið að nýrri vatnsveitu. Vatnið er tekið á nýjum stað, 3—4 km. frá þorpinu — og byggður nýr söfn- unargeymir. Framkvæmdum er um það bil að ljúka. Dilkar voru hér með lélegra móti, 15.1 kg. á mótiá 16 kg. tvö fyrirfarandi haust. Síldin tekin HYAR ER STEINGRIMUR? Margir hafa hringt til blaðsins að undanförnu og spurt eitthvað á þessa leið: Hvar er Steingrím- ur? Er Steingrímur veikur? Steingrímur hefur ekki komið með blaðið ennþá. Og hér er átt við Steingrim Jóhannesson blað- burðarmann, en hann er svo sem ekki týndur og ekki heldur veik- ur. En hann er hættur að bera út blöð, og er að því hin mesta eftirsjá fyrir kaupendur Dags hér á Akureyri, og einnig fyrir blaðið sjálft. Og hér sjáið þið mynd af Steingrími, sem tekin var fyrir helgina. Steingrímur Jóhannesson, fyrr- um bóndi í Yztu-Vík, nú til heimilis í Eiðsvallagötu 1 hér í bæ, er orðinn 76 ára og búinn að bera Dag til kaupenda á stóru svæði á Akureyri undanfarin 14 ár, án þess að niður hafi fallið nokkru sinni. Og enginn hefur unnið við blaðið af meiri trú- mennsku en hann. Einu sinni segist Steingrímur ekki hafa getað lokið við blað- burðinn á réttum tíma vegna veðurs. Þá átti eg, sagði hann, eftir þrjú blöð, fen veðrið var óstætt, bílar ultu, símastaurar brotnuðu og eg varð að hætta, komst ekki á milli húsa. En hvernig hefur þér annars líkað starfið? Degi fylgir oftast gott veður og fólkið hefur verið mér gott, und- antekningarlaust, og svo þakk- lótt fyrir blaðið, að starfið hefur verið mér mjög ánægjulegt. Hins vegar hef eg stundum lent í vandræðum með að koma blað- inu sómasamlega frá mér, þegar hvergi er hægt að koma því inn fyrir dyr og engin önnur ráð en að smeygja því á hurðarhand- fangið, og þannig vil eg helzt ekki ganga frá blöðunum. Líklega er þér ekki fagnað al- veg eins mikið þcgar þú crt að innlieimta blaðgjöldin? Jú, og þá kemst eg ekkert áfram, þ.ví að konurnar eiga oft heitt á könnunni og margir vita, að mér þykir kaffisopinn góður. En eg er farinn að stirðna og sjónin ekki góð, og betra að hætta við blaðburðinn í sæmi- legu lagi, heldur en að láta kvarta um vanskil. Dagur þakkar Steingrími störf- in hans öll við blaðið, bæði blað- burðinn og alla snúningana, sem hann hefur á sig tekið án endur- gjalds, og svo ánægjuna af fram- úrskarandi samstarfi. Steingrímur hefur líka haft á hendi afgreiðslustörf fyrir Tím- ann um fjölda ára og leyst störf sín jafn vel af hendi fyrir það blað. — E. D. Raufarhöfn, 1. des. — Katla og Helgafell voru að taka hér síld til Rússlands og Finnlands. Engir teljandi fjárskaðar urðu hér í nágrenni. Jón Trausti selur í Grimsby í dag og er það fyrsta söluferð þessa nýja togskips. Hesthiis og tamninga- stöð á Blönduósi Blönduósi, 1. des. — Hér er al- veg snjólaust. Fé er haft við hús, en ekki gefið ennþá. Viðbótarbygging Snorra Arn- finnssonar, gestgjafa, er að kom- ast undir þak. Hestamannafél. A.-Hún. hefur byggt 24 bása hestliús á Blöndu- ósi og hyggst reka tamningastöð í vetur. Daglega er flutt héðan 3—4,5 tonn af mjólk til Reykjavíkur. Mjólkurframleiðslan eykst veru- lega í sýslunni. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Sverrir Haraldsson, Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhreppi, og Jóhanna Þórarinsdóttir, Neðstabæ, Vindhælishreppi. Nýr Þjóðgarðsvörður Séra Eiríkur J. Eiríksson, Núpi í Dýrafirði, hefur verið ráðinn Þjóðgarðsvörður í stað séra Jó- hanns Hannessonar. — Umsækj- endur voru 6, auk séra Eiríks. Jarðfall við Faxafall Um helgina hljóp skriða eða jarðfall á veginn utan við Faxa- fall, skammt frá Garðsvík á Sval- barðsströnd, svo að ófært varð bifreiðum. Vegurinn var fljótt ruddur með dráttarvél.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.