Dagur - 02.12.1959, Side 4

Dagur - 02.12.1959, Side 4
4 ÐAGUft Skrifstnl.i í Ilufiiavsti.rti !)() — Sitni IltiG RITSTJÓRl: E R L í N G II R I) A V í 1) S S Ö N , ___ /y Aut;lýsittR.'t'itjói i: / f J Ó N S V MITLSS O'N / .\n»angttrtnn kostar kr. 75.00 ltlaiSiiS kvtttttr út á iniAvikiuliigum og laugartifigttni, |ict»ar cíni stamla til Cíjal<lrlai»i cr 1. júlí RRTNTVERK ODDS IIJÖRNSSONAR H.F. „Leiðin til bættra lífskjara44 I í FIMMTÁN ÁR hefur þjóðin árlega eytt : 5% meira en þjóðartekjurnar leyfðu og horft upp á 200 milljón któna greiðsluhalla á ári á sama tíma. En þetta liefur líka verið leið hinna bættu lífskjara fólksins í landinu. Oft hefur þetta verið gert að umtalsefni, var- I að við hættunni af því að brjóta hina ein- földu, sígildn gi’undvallarreglu viðskipta- lífsins, að eyða ekki meiru en aflað er. En t hljómgrunnur fyrirfannst enginn. 1 Ilorgarbúiiin, sem um hver áramót skuldar meira en við næstu áramót á undan og ekki hefur aukið eign sína, er illa á vegi staddur. Bóndinn, sem safnar skuldum, en bætir jörð- ina til frambúðar, getur hins vegar verið á V réttri leið, svo að dæmi séu tekin. : Þjóðarbúskapurin neinkennist af mörgum hliðstæðum þáttum. — Uppbygging atvinnu- veganna og stórframkvæmdir hafa krafizt er- fends fjánnagns í bráð, en skilar síðan inarg- földum gjaldeyri eða sparar erlendan gjald- eyri. Þar gildir sama máli og um framtak bóndans. Hins regar er innflutningur óhófs vara og óarðbærar fjárfestingar hliðstæða hins eyðslusama borgarbúa, og afleiðing þeirrar viðleitni þjóðarinnar um langt árabil, að eyða meiru en aflað er. Mörgum þykir hyggilegra að kaupa sér útvarpsgrammófón eða jafnvel brennivín, heldur en leggja spari- fé sitt á vöxtu í almennum peningastofnun- um. Þessir fjármunir dragast frá lífsnauðsyn- legri uppbyggingu atvinnuveganna. i „Leiðin til bættra lífskjara“ er eins konar f slagorð jiessa 15 ára tímabil, er liggur langt fram hjá viðurkenndum leiðannerkj- um, sem aðrar frjálsar þjóðir hafa ekki treyst sér til að víkja frá á hinni vandgengnu leið efnahagsmálanna. Því miður verður það að segjast eins og er, að stjórnmálaflokkar okkar hafa boðið landsfólkinu hreinar miitur fyrir hverjar kosningar. Hin stórfelldustu mútu- boð felast í orðum eins og þessum: „Leiðin 'til bættra lífskjara er auðfarin ef þið trúið j okkur fyrir stjórn landsins. . . .“ Flokkur, | sem gefur slík loforð, véít, að hann gétur ekki efnt þau, nema að ganga enn lengra á þeiiTÍ villigötu efnahagsmálanna, að miða enn við stundargengi og tefla sjálfstæði lands- I :ins í voða. Núverandi stjómarflokkar em uppvísir að einhverjum stórkostlegustu kosningablekk- I ingum, sem um getur í sögunni. Á öðrum degi hinnar nýju stjórnar sagði forsætisráð- | herrann, að 250 millj. vantaði í Útflutnings- I sjóð og ríkissjóð á næsta ári, gagnstætt full- ! yrðingum fyrir kosningar. Flokkurinn, sem i bauð hæsta boð fyrir kosningamar, skelfist i nú loforð sín og gylliboð og stendur ráðþrota : frammi fyrir vandamálum þjóðarínnar. ! Hann á það ráð lielzt að víkja alþíngis- < mönnum af hinu nýkjörna þingi og slá ! vandamálunum á frest um nokkurn tíma. | Vandséð er, hversu hann efnir loforð sín um I bætt lífskjör. D A G U R Miðvikudagimi 2. desember 1959 Miðvikudaginn 2. desember 1959 D A G U R 5 tjtgáfubækur Setbergs Landhelgisbókin. Setberg gefur út 12 bækur í ár, þeirra á meðal bækur eftir íslenzka höfunda, þýddar bæk- ur og margar barna- og ungl- ingabækur. Stærsta bókin verður „Landhelgisbókin“, sem Gunn- ar M. Magnúss hefur tekið sam- an. Ritið fjallar um fiskveiðar og landhelgismál íslands frá árinu 1400 fram til vorra daga. Þar er rakinn einn stórbrotnasti þáttur í sögu landsmanna, sókn og vörn kynslóðanna fyrir réttindum sín- um gegn yfirgangi erlendra þjóða í landhelgi íslánds. Fyrri hluti bókarinnar nær frá árinu 1400 til 1958. Hefst frásögnin, þegar hinir fyrstu erlendu menn koma hingað til fiskveiða, en þeir fóru síðar oft með yfirgangi og ofríki á hendur landsmönnum til lands og sjávar. Þá er í bókinni annáll, er greinir frá 200 sögu- legum atburðum í hálfa sjöttu öld. Síðari hlutinn hefst, þegar s/kipafldti íslenqinga leggur úr höfn 1. sept. 1958 til þess að verja hina nýju 12 mílna landhelgi og lýkur 1. sept. 1959. í bókinni, sem er prentuð á vandaðan pappír, eru 160 myndir efninu til skýringar, ýmsar þeirra stór- sögulegar frá fyrri tímum fram á þennan dag. Dýrkeýptur sigur. Af þýddum bókum má nefna þessa skáldsögu eftir enska rit- höfundinn John Braine. Bókin kom út í Englandi 1957 úndir nafninu „Room at the Top“ og vakti strax gífurlega athygli. — Kvikmynd hefur nýlega verið gerð af sögunni, þar sem franska leikkonan Simone Signoret leik- ur aðalhlutverkið, en fyrir leik sinn í kvikmyndinni hlaut hún gullpálmann á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í aprílmánuði 1959. Ný ljóðabók mannssonar: Ljóð af lausum blöðum. Hér eru 73 ljóð og löng kvæði á 170 þéttprentuðum síð- um í stóru broti. Og þessi furðu- lega fjölbreyttú ljóð bera með sér, að þau eru sprottin úr frjó- um jai-ðvegi og vel ræktuðum. Og þótt oft næði svalt um ís- lenzka mold, og klaki sé títt seinn að þiðna, þá er stöðugt vor í vændum, og vorblær í lofti. Oma söngvar, æskan hlær. Allt er létt til svifa. Sólin skín og grasið grær. Gaman er að lifa. Þannig er einkunnar-erindi ljóða þessara. Tjáning heilbrigðr- ar og starfsglaðrar æsku! Hér er slíkur fjöldi prýðilegra ljóða og fállegra, að eigi eru tök á að fjölyrða um í stuttum ummælum. Og svo fjölbreyttur auður verk- ræns æsku-áhuga með síungrar uppsprettu syngjandi starfsgleði á öllum sviðum heilbrigðs lífs streymir út frá ljóðum þessum, að eigi er unnt að birta dæmi né rekja langa sögu sumra þeirra, þótt freistandi sé. Hér skulu þó aðeins nefnd fáein minnisstæð ljóð: Hannes Hafstein. Sjó- mannaljóðin á bls. 22—33 og Til vers. Mold og menning. Hátíðar- ljóð 17. júní 1944. Vor. Sumar- morgunn í sveit. Draumadísin. Á norðurleið. Máttur ljóðs og lags. Minni konunnar o. m. fl. Hér eru innileg og gullfalleg ættjarðar- og átthagaljóð — allra alda og allra tíma. — Allt hug- rænt og starfandi líf er hér yrk- isefni í léttri, hversdagslegri frá- sögn og hugleiðingum, gaman- söm glettni, hrifbjartur fögnuður heilbrigðrar æsku í leik og söng og íþróttum, gleði jarðræktar- mannsins við gróandi mold, og hvating áhugamannsins til vor, sem hvatvíslega krefjumst„réttar vors“ af fósturjörðinni, að rækja engu síður skyldur vorar við hana og lífið! — Svona auðugt er lífið af yrkisefnum, þótt fjöldi ungra skálda virðist hvorki sjá það né skynja!-----— — Betri jólagjöf en „Ljóð af laus- um blöðum“ er tæplega hægt að velja ljóðelskum vini og ung- mennum, — piltum og stúlkum — sem enn hljóta að vera til — á strjálingi í landi sögu og ljóða! Máttur ljóðs og lags. „Lát þú tónanna mátt lyfta huganum hátt. Legg þú hörpu á kné eða fiðlu að armi. Syng þú hyldýpið blátt við sinn himin í sátt. Kveð þú harm þinn og söknuð að kærleikans barmi. Hvert sem liggur þín leið, hvort sem gatan er greið, eða gerist þér örðug um torsótta vegi, getur stuðull í brag, fagurt Ijóð eða lag gert þig léttari á fæti á nóttu sém degi. ■ •• I ' l ! 'I iT-jl : ■■-Ú I i~| Lát söngvanna klið boða fögnuð og frið, veita flóðbylgju hljómsins um titrandi strengi á vor fengsælu mið, um vor sólroðnu svið, á vor sígrænu tún og vor litfögru engi. Þó að pyngjan sé full, og þó gott sé þitt gull, er það gagnslaust í nesti til ódáinsheima. En í orði þess óðs og í lagi þess ljóðs sem lifir, felst auður, er sálirnar geyma. Ver þú tungunni trúr undir skini og skúr. Tem þú skap þitt með gripum á hörpunnar strengi. Lát þú tónanna mátt lyfta huganum hátt yfir hverfulleik jarðar — og endast þér lengi.“ Helgi Valtýsson. Ármann Dalmannsson: Ljóð af lausum blöðum. Bókaforlag Odds Björnssonar, Ak. 1959. Rímsnjöllum manni og ljóð- elskum, starfsglöðum og fjölhæf- um til þjóðnýtustu starfa verður allur vettvangur lífsins að yrkis- efni! Og það verður bjart yfir þeim vettvangi, þar sem lífið sjálft er í grózkufullri gróandi. Um hann allan leikur ljúfur blær. Glettinn með köflum og fjörkippóttur. En inn á milli blandinn hæglátum niði alvar- legrar undiröldu. — Svo víð- feðman vettvang og fjölskrúðug- an er nú orðið sjaldgæft að fyrir- hitta nema hjá einstöku ung- mennafélaga af eldra árgangi, sem svo djúpt varð snortinn af æskuhugsjónum þeim, sem gerðu heila kynslóð að drengjum, að allt hans líf upp frá því hefur orðið líkamning hugsjónanna: landið allt og landinu allt! Ur þessum jarðvegi er sprottin hin mikla og óvenju fjölskrúð- uga ljóðabók Ármanns Dal- Ámerískar drengjaskyrfur stærð 4-12, með slaufu og ermahnöppiim, í fallegum gjafakössum er tilvalin jólagjöf. ANNA & FREYJA DOMUR! Við bjóðum yíur bezta fáanlega úrvalið af BRJÓSTAHÖLDUM, SOKKABANDABELT- LM, LÍFSTYKKJUM, NÁTTKJÓLUM, UNDIRKJÓLUM og S0KKUM. ANNA & FREYJA Hinn 20. f. m. var til moldar borinn, að Ljósavatni, Sigurður Lúther Vígfússon á Fosshóli. Hann var fæddur að Úlfsbæ í Bárðárdal 30. sept. 1901. Árið 1930 reisti hann nýbýli á gljúfur- barmi Skjálfandafljóts, skammt frá Goðafossi, og nefndi það Fosshól. Þar dvaldi hann til ævi- loka. Hann virtist ganga heill til starfa fyrrihluta dags hinn 12. nóv., gunnreifur og gleðimáll að venju. Að morgni næsta dags var hann látinn. Sigurður Lúther valdi sér að bólfestu óvenjulega fagran stað. Við strengleika fljótsins, stemmdi hann sína strengi. Honum fylgdi jafnan flugniður fossins hvar sem hann fór. Frá Fosshóli liggja opnar leiðir í allar höíuðáttir. Auðveldar, til þriggja dala- byggða, en í austri rís Fljótsheiði og í vestri Vaðlaheiði, viðsjálar torfærur á vetrum, fyrir allan þann mikla mannfjölda, sem þarf yfir þær að sækja. Sigurður á Fosshóli tók sér snemma stórbrotin og vinsæl verkefni fyrir hendur. Hann var fylgdarmaður og hjálparhella þeirra sem um torleiði þurftu að fara. Hann vísaði veginn þegar dimmviðri og stórhríðar geisuðu og öðrum brást ratvísin. Hann lagði til farartækin þegar aðra skorti. Hann skipulagði ferðir þegar vanda bar að höndum. Hann færði sjúkum lyf og lækn- ishjálp, þegar mikils þurfti með. Honum virtist nautn að vaka um nætur við símastöðina á Foss- hóli, án endurgjalds, þegar síma- sambands þurfti við vegna sjúkl- inga eða þeirra, sem fjallvegir og hríðar seinkuðu för á vetrum, meir en eðlilegt var talið. Þrátt fyrir þetta rak hann bú- skap á Fosshóli ár hvert. Var póstur um skeið norður um Kinn og oft á vetrum til Akureyrár. Rak veitingaþjónustu á Fosshóli. Annaðist símstöð og pósthús. Hann var eftirlits- og viðgerðar- maður símalínunnar inn að Vaðla heiði og austur á Fljótsheiði. — Auk þess var hann í ýmsum fé- lagsmálastörfum innan sveitar, sem oft tóku drjúgan tíma. Full- trúi var hann mörg hin síðari ár á aðalfundi þriggja nærliggjandi kaupfélaga. Fréttaritári ýmsra blaða o. fl. o ,fl. Sigurðar á Fosshóli mun lengi minnzt af öllum þeim fjölda manna, sem af honum höfðu kynni. Hann var orðinn þjóð- kunnur maður sem gestgjafi, símstjóri og póstafgreiðslumaður. En hann var frægastur í sveit sinni og héraði sem maðurinn Sigurður á Fosshóli, sem var lífs- nautn í hverjum starfsdegi, er gaf honum tækifæri til þess að breyta eftir þeim boðorðum, sem hann lifði eftir og voru hans gullvæga lífsregla: að neita aldr- ei sanngjarnri bón nokkurs manns — að greiða götu hvers manns. Það er sjónarsviptir að slíkum manni. Það eru hörð örlög há- aldraðrar móður og þungt áfall ungri dóttur, að sjá honum á bak, og það er stórt skarð höggvið í hinn fámenna hóp dalsins, þar sem hann var búinn að starfa að flestum þáttum hins daglega lífs af sínu kunna eldfjöri og áhuga. Eg flyt Sigurði Lúther þakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir öll liðnu árin og sendi fjölskyldu hans allri fyllstu samúðarkveðj - ur. Eg flyt honum líka þakkir fyrir hönd allra sveitunga minna. Við eigum allir skuld að gjalda. Sigurður á Fosshóli er horfinn úr hópnum. Hans er hollt að minnast lengi, fyrir allt það, er hann hefur vel gert. Hann var ávallt með þeim fremstu í flokkn um. Karlmennið er hnigið í val- inn. — Veitingamaðurinn, sem veitti mörgum kulvísum gesti og gangandi hollan brjóstyl. Ferða- maðurinn, sem lagði fyrstur á torfæruna. Gleðimaðurinn, sem hóf fyrstur dansinn. Drengskap- armaðurinn, sem leýsti annarra vandræði þegar mest reið á og hafði svo óvenjulegar vinsældir, að hann átti næstum hvers manns hug. Maðurinn, sem um margt var einn hinn sérstæðasti er Þingeyjarsýsla hefur alið á síðari árum. Sem lítinn vott þakklætis, kostuðu Ljósavatns- og Bárð- dælahreppar útför hans. Ófeigsstöðum, 23 nóv. 1959. Baldur Baldvinsson. Alla setti hljóða, er andláts- fregn Sigurðar Lúthers barst þeim. svo mikil ítök átti hann í hugum samferðamanna sinna á lífsleiðinni. Mér er næst að halda, að yfir- leitt hafi menn ekki búizt við andláti hans svo fyrirvaralaust sem raun varð á. Þess vegna stóðu menn ráðvana frammi fyrir þeim dómi er enginn fær áfrýjað. Allir gamlir sveitungar Sig- urðar Lúthers minnast hans með þökk, virðingu og söknuði. Eg segi gamlir sveitungar vegna þess, að í þessum tveim hreppum, Bárðdælahreppi og Ljósavatns- hreppi, sem áður voru einn — átti Sigurður Lúther heimili sitt frá vöggu til grafar. Þegar hann, ásamt móður sinni, fluttist frá sínum fæðingarstað norður á hólinn við Goðafoss, fór hann yfir landamerki þessara sveita, og þótt vegalengdin væri ekki mikil, — aðeins ein bæjar- leið, — var þeirra saknað af þeirra sveitungum, og þrátt fyrir það, að skarð þeirra á heimajörð- inni væri fyllt af bróður hans og hans konu. Nú vita allir, að Sigurður Lúther gleymdi aldrei eitt augna blik sínum uppruna og þeim stað, þar sem vagga hans stóð. Það er mín trú, að þar hafi aldrei hallað frá helmingaskiptum um viðhorf hans til sinna góðu sveita. Það var ekki tilviljun ein, sem réð því, að Sigurður Lúther tók sér bólfestu á svo víðsýnum stað sem hóllinn við Goðafoss var. Það var miklu fremur lífs- viðhorf hans, sem því réð. Sigurður Lúther þúrfti að sjá vel til „veðurs“, hann þurfti að sjá vftt til vega. Vera þar, sem umferðin var mest og fjölbreytt- ust í héraðinu, — sjá menn. — Þarna mátti líka segja að „Veg- ur væri undir, vegur yfir og veg- ur á alla vegu“, og þar settist að „réttur maður á réttum stað“. Maður, sem í rauninni mat allt fá nýtt nema að veita, veita öðrum af sinni auðlegð, gæðasemþer fá- ar hliðstæður á, ljúfmennsku og hógværð, sem hvern mann prýð- ir og dreifir beiskju og mót- drægni, sem oft er á næsta leiti. Slíkt hlaut ætíð að hjaðna við að hitta Sigurð Lúther. Ekki stóð til, að slíkur maður aflaði sér verald- arauðs. En hann aflaði sér auðs, sem „mölur og ryð fá ekki grandað". Auður bóndans og mannsins, Sigurðar Lúthers, var frelsið til að hugsa öðruvísi og meta hlutina öðruvísi en allur fjöldinn, frelsið til að ganga á sinni eigin jörð, frelsið til að gera náunganum allan greiða, sem hann mátti framast, hvaðan sem hann kom og hvert sem hann fór. Hvort sem hann þekkti hann eða þekkti hann ekki. — Frelsið til að gera svo þetta allt fyrir sjáífan sig, eins og hann sagðist sjálfur gera. Þetta er hin sanna auðlegð hins ágætasta manns. Nú hefur breyting orðið á. Hóllinn við fossinn er að vísu hinn sami, víðsýnið þaðan hið sama og vegirnir til allra átta hinir sömu. En hinn rétti maður á þessum stað er kallaður burt og dóminum verður ekki breytt. Eg veit, að eg mæli fyrir munn allra íbúa hans gömlu sveitar, þegar eg flyt honum látnum beztu þakkir og óska þess og bið, að á ,,hólnum“, þar sem hann nú stendur, sé einnig vítt til vega að sjá, bjartara og greiðara, og nú sé hann leiddur þar, svo sem hann áður vildi að aðrir væru leiddir. Og móður hans, háaldraðri, og dóttur hans, sem enn eru heima á hólnum við fossinn, gefi Guð líkn með þraut. Minning mannsins lifir, þótt hann falli. Þórólfur Jónsson. Sigurður á Fosshóli var lands- kunnur ferðagarpur og gestgjafi, frábærlega vinsæll maður og um margt sérstæður. Hann var fædd- ur að Úlfsbæ í Bárðardal, vand- ist fagurri heiðavíðáttu, grónu hrauni, stórkostlegum gljúfrum og hvíldarlausum söng Goðafoss. Og þetta umhverfi mótaði hann og varð honum svo samgróið, að hvergi undi hann sér til lengdar annars staðar. Örskotslengd frá þeim stað, er Ljósvetningurinn sögufrægi kastaði goðum sínum í fossinn, sem síðan ber nafn af þeim atburði, byggði Sigurður Lúther bæ sinn og nefndi Foss- hól. Á þeim stað eru krossgötur á fjölförnustu leiðum Þingeyinga og mót þriggja hreppa sýslunnar. Um Sigurð má segja, að hann byggði bæ sinn um þjóð- braut þvera, og að hann greiddi hvers manns götu, meira en nokkrum manni getur talizt skylt. Fosshóll vai’ð brátt miðstöð næstu sveita. Þar var símstöð, póstafgreiðsla og viðkomustaður ferðamanna, og síðast, en ekki sízt: Þar var Sigurður Lúther Vigfússon, sem fáa átti sína líka í hjálpsemi, bjartsýni, hreinskilni og ólgandi lífsfjöri og fyndnum, landskunnum tilsvörum. Ferðamenn vissu, að ef Sigurð- ur Lúther gat ekki brotizt yfir fjöll og heiðar í myrkri ogskamm degisbyl, var öðrum það ofraun, og ef Sigurð vantaði að veizlu- borði til mannfagnaðar var mik- ils áfátt, því að hann var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom og var heill og einlægur gleðimaður og jafnan veitandi á vinafundum. Og jafn heill og óskiptur var hann í svaðilförum og mannraunum, lagði líf sitt og hesta sinna og bifreiðir sínar í hættu, án þess að spyrja um greiðslu, þegar mikils þurfti með. Sigurður gekk að hverju vanda- máli æðrulaus, fullur af lífsgleði, þrekmikill og djarfhuga. Hann var í sérflokki, rétthærri en aðrir menn. Hann var gæfu- samur glanni, sem guði hlýtur að hafa þótt vænt um. Ekki safnaði Sigurður á Foss- hóli veraldarauði, en hérað hans varð auðugra af honum. Þúsundir manna eiga honum þakkarskuld að gjalda, og nú finnst mönnum autt og tómt við Fljótsheiði, er hann er allur. Undirritaður þakkar hinum látna, góða drengskaparmanni, ógleymanleg ferðalög og öll góð kynni á fyrri árum og fyrir hönd þessa blaðs þakka eg honum fréttaritarastarf, sem hann innti af hendi af sérstakri trúmennsku um fjölda ára. Háaldraðri móður hans og einkadóttur sendi eg innilegustu samúðarkveð j ur. —o—■ En eftir dimman vetur mun heiðin anga á ný, fossinn syngja fagnaðarlag, regnboginn hvelf- ast í glitrandi fossúðanum og minning hinna beztu sona hér- aðsins verma þá, sem nú eiga vinar að sakna. Erlingur Davíðsson. HALLDÓR GUDLAUGSSON í HVAMMI SJÖTUGUR. í gær, sunnudaginn 29. nóvember, átti vinur minn, Halldór í Hvammi, sjötughafmæli. Þann dag var mikið um að vera á heimili þeirra hjóna í Litla-Hvammi. Eftir hádegið fylltist heimilið af fjölskyldufólki og vinum, sem komnir voru til að árna heilla ög þakka liðna daga. Þegar líða tók á kvöldið söfnuðust nálega allir íbúar Hrafnagils- hrepps saman í hinu nýja, glæsilega félagsheimili, Laugarborg, en þar höfðu hreppsbúar myndarlegt boð inni fyrir afmælisbarnið ásamt fjölskyldu, svo og margt annarra gesta. Allir, sem þarna komu, höfðu brýnt erindi, sem var það, að óska Halldóri og konu hans, Guðnýju, til hamingju og þakka lið— in ár, en sem kunnugt er hefur Halldór, meira en nokkur annar maður, annast félagsmálastörf fyrir Hrafnagilshrepp á liðnum áratugum, og þótt slík störf reynist sumum mönnum lítt til vinsælda, þá hefur slík gæfa fylgt Halldóri í störfum þessum, að hann nýtur þakklætis og virðingar allra er til þekkja. Halldór Guðlaugsson er fæddur í Hvammi 30. nóv. 1889. Olst hann þar upp hjá foreldrum sínum, Guðlaugi Jónssyni og Kristbjörgu Halldörsdóttur, en þau bjuggu góðu og myndar- legu búi í Hvammi um 30 éra skeið. Þau hjón voru bæðí fæddir Eyfirðingar, en því miður er ekki kost- úr á að rekja ætt þeirra nánar hér. Halldór lauk gagnfræða- prófi við GagnfræðaSkól- ann á Akureyri vorið 1910, en fimm árum síðar hóf hann búskap í Hvammi ásamt sinni ungu og glæsi- legu konu, Guðnýju Pálsdóttir, Hallgrímssonar frá Möðrufelli í Eyjafirði, og hafa þau búið þar alla tíð síðan, eða í nærfellt 45 ár. Hefur heimili þeirra verið í fremstu röð um reglusemi, myndarskap og gestrisni. Þau hjón eiga sjö uppkomin og mann- vænleg börn. Búa nú tveir synir þeirra heima í Hvammi, þar sem þeir, ásamt konum sínum, yrkja jörðina og ala upp nýja kynslóð. Halldór í Hvammi er merkur og sterkur hlekkur í lifandi keðju aldamótakynslóðarinnar. Ungur að árum tók hann ástfóstri við hugsjón ungmennafé- laganna og gerði hana að lífsstefnu sinni og að veruleika í hverju starfi. Þetta viðhorf hans hefur rh. a. gert hann að þeim gæfumanni, sem hann hef- ur verið, er enn í dag og mun verða. Snemma var Halldór vel valinn til félagsforystu og trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað, og hann brást heldur aldrei trausti þeirra, sem hann vann fyrir, og heldur ekki hinna, sem með honum voru í starfi. Stundum mun það hafa hent að mál, sem honum voru fengin til meðferðar eða umsjár fyrir aðra, komu allhart niður á hans eigin pyngju, án þess að um væri fengist af hans hálfu. Halldór hef- ur átt sæti í hreppsnefnd Hrafnagilshrepps um 40 ára skeið og þar af oddviti á annan áratug. Hann hefur lengi verið sýslunefndarmaður fyrir sinn hrepp og unnið mikið í félagsmálum fyrir Kaupfé- lag Eyfirðinga. En þrátt fyrir þessi tímafreku störf hefur hann ætíð stundað búskap sinn af kappi og forsjá og jafnan átt afurðamikinn búpening. Hall- dór var aðalfrumkvöðull að stofnun Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar, sem stofnað var fyrir 30 árum og hefur hann lengst af verið for- maður þess. Þetta starí hans hefur borið góðan ár- angur og bændur héraðsins vænta sér mikiis af hinni nýju búfjárræktarstöð S. N. E. í Lundi. — Bygging félagsheimilisins Laugarborg reis af grunni á tveimur árum og var það tekið í notkun á þessu ári. Það er mikið átak fyrir lítið hreppsfélag, að koma upp slíku félagsheimili og búa það viðeig- andi tækjum, en íbúar hreppsins hafa staðið þar fast saman og unnið þar ólaunuð störf af lofsamleg- um áhuga og látið auk þess mikið fé af mörkum. Og nú stendur félagsheimilið fullbúið og glæsilegt, sem tákn saYneiginlegs átaks samtaka fólks, sem veit hvað það vill. En einnig þetta átak sameinaðs hreppsfélagsc hefur verið unnið undir forustu Halldórs í Hvammi. í samsætinu í gærkveldi í Laugarborg var glatt á hjalla, margar ræður voru fluttur fyrir minni heiðursgestanna, eins og áður er sagt. Að lokum ávarpaði Halldór sína kæru sveitunga, þakkaði þeim auðsýnt traust og vinátta á liðnum áratugum og afhenti síð.an hreppsfélaginu, fyrir hönd þeirra hjóna, 50 þúsund krónur að gjöf, sem renna skyldi í skólasjóð Hrafnagilshrepps til eflingar því mennt- unarhlutverki, sem sjóðnum er ætlað að gegna. Á þennan fyrirmannlega hátt minntust hin vinsælu hjón merkra tímamóta á lífi sínu. Kæri vinur, Halldór. Um leið og eg lýk þessum orðum sendi eg þér beztu hamingjuóskir mínar, (Framhald á 7. síðu.) r

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.