Dagur


Dagur - 05.12.1959, Qupperneq 4

Dagur - 05.12.1959, Qupperneq 4
4 skrif'stoí'.i i H;tltiiitsir;»ti !)ll — Sitni 11<ÍG •• klTSTJÓHÍ: ERLÍN G IJ R I) A V í 1) S S (> N .■Vuglýsingastjúii: J ó \ S V M t E l, S $ O N Árgangnrinn kostar kr. 75.00 ltlatVið ktintu tit á niiðvtkmlítgtim og lattgardtiguni, (tcgar cfni stantla til Ojaltldagi t-r 1. júlí PRENTVERK OODS UJ()RNS-SO\AR H.F. ÞURFA STARFSFRIÐ ÞÓTT ráðherrarnir séu 7 að tölunni til 'virðast þeir ekki vera í sjöunda himni. Þing- frestunartillaga forsætisráðlierrans ber því ljóst vitni, að núverandi ríkisstjóm er ekki viðbúin þeim vanda, sem hún hefur tekið sér á liendur. En þar á hún þó alls enga af- sökun. Þeir stjómmálaflokkar, sem nri stjórna, höfðu stjómartaumana í sínum höndum frá Þorláksmessu í fyrra og hafa þess vegna aðstöðu til að vera öllum málum eins kunnugir og verða má. Ekki greinir þá heldur á um leiðir, því að aðalmálgögn stjórnarflokkanna beggja hafa lýst því yfir, sérstaklega þó Morgunblaðið, að flokkana greini ekki á um meginúrræði. Er þetta og i samræmi við stefnuskrár þessara flokka, sem eru líkar eins og eineggja tvíburar. En hvers vegna þora stjórnarflokkarnir þá ekki að leggja stefnu sína fyrir háttvirt Al- þingi, en biðja þingið um 2ja mánaða frest? Aldrei hefur það áður þekkzt, að fjárlaga- ræðan og fyrsta umræða fjárlaga færi ekki fram áður en geíið er jólafrí á Alþingi. Þetta þrjóskast þó stjórnin við að gera og hefur viðhaft hinar furðulegustu vífilengjur, þar til á miðvikudaginn, að fjármálaráðlierra þorði ekki að viðhafa fleiri undanbrögð og upplýsti, að búa yrði til nýtt fjárlagafrum- varp til að leggja fyrir þingið eftir áramót vegna væntanlegra efnahagsaðgerða. Hins vegar þykir honum ekki æskilegt að gefa þinghehni upplýsingar um efnahagsástandið, og þaðan af síður að gefa kost á umræðum um það mál málanna og er það furðulegt af fjármálaráðherra landsins. Um þingfrestunina er það að segja, að hún er lítt afsakanleg. Nú þegar hafa yfir 30 mál verið lögð fyrir Alþingi og mörg þeirra mikil- væg. Formaður þingfloltks Sjálfstæðismanna hefur afsakað þingfrestunina með þeim orð- um, að stjórnin þurfi „starfsfrið“. En ekki er sú afsökun í samræmi við lýðræði og þing- ræði. Fram að þessu hefur verið litið svo á, að þingið ætti að taka ákvarðanir stórra mála og ráðherrar starfa og stjórna samkvæmt þeim, en ekki öfugt. Afsökunin um „starfs- frið“ er meira í ætt við þau fræði, sem þýzkir tileinkuðu sér á dögum Hitlers en íslenzkt lýðræði fram að þessu. Ekki er því að neita, að efnahagsörðugleik- ar eru fyrir dyrum. Bent var á að 250—300 milij. kr. uppbætur og niðurgreiðslur, sem Emilsstjórnin bætti ofan á það sem fyrir var, væri hreinn vanskilavíxill, sem síðar yrði að greiða að fullu. Þessu neituðu Alþýðuflokks- menn gersamlega og Sjálfstæðisflokkurinn tók í sama streng og bar það blákalt fram fyrir síðustu alþingiskosningar, að hagur Út- flutningssjóðis stæði með blóma og einnig ríkissjóðs. Nú er komið að skuldadögum. — Sjálfur forsætisráðherra upplýsti á öðrum degi ráðherradóms síns, að 250 millj. kr. halli væri fyrirsjáanlegur á Útflutningssjóði — þvert ofan í yfirlýsingar þriggja ráðherra Emilsstjórnarinnar, sem allur landslýður hlýddu á í útvarpi fyrir kosningamar 25. okt. Ð A G U R Laugardaginn 5. desember 1959 Laugardaginn 5. desember 1959 D A G U R 5 J0NAS J0NSS0N FRA HRIFLU: ER STORSOKN SAMKEPPNISMANNA I ADSIGI! Ólafur Trygsvi Ölafsson álfatíu og Samvinnufélögin hafa undan- farið búið við sæmilegan starfs- frið, en tvennar kosningar sama árið hafa orðið tilefni aukinnar stríðshyggju í herbúðum sam- keppnismanna. Er þá mörgu við brugðið. Sambandið er fordæmt fyrir hina glæsilegu framkvæmd við ostaheildsöluna. Næst er kært yfir að Reykjavíkurbær nái ekki að leggja fimm milljóna aukaskatt á félagsmannaviðskipti SÍS og er samvinnulögunum frá 1921 kennt um hömlurnar. Þá áfella samkeppnismenn SÍS harðlega fyrir að eiga hluti í Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi og Esso, en þau fyrirtæki eru nú undir rannsókn vegna meintra fjármálaafbrota. Þá er SÍS og deildir þess mjög fordæmdar fyr- ir að hafa keypt og gert út olíu- skipið Hamrafell, þar sem rekstr- arhalli muni nú vera allt að 1 millj. króna á mánúði og geti vel orðið meiri. Af umræðum af þessu tagi unaangengna mánuði er sýnilegt að samkeppnismenn eru reiðu- búnir til að halda við innbyrðis óánægju í samvinnufélögunum, brjóta niður skattavernd þá frá 1921, sem við Hallgrímur Krist- insson stóðum fyrir að útvega eftir 40 ára réttleysisaðstöðu, og að notfæra sér út. í yztu æsar þau vandkvæði, sem biðu sam- vinnufélaganna af rekstri Hamra fells, ef olíufarmgjöld haldast á núverandi lágmai'ki. Mér þykir ekki hlýða að sitja hjá án þess að benda samvinnu- félögunum á aðsteðjandi hættu. Hef eg alltoft áður gerzt sjálf- boðaliði þegar samvinnufélögin hafa átt fleiri féndur en vini. Eg vann á einni tíð kauplaust að því að breyta fræðslusambandi Þingeyinga í samvinnuheildsölu. Annað sinn kvaddi Hallgrímur Kristinsson mig með Jónasi Þor- bergssyni, Tryggva Þórhallssyni og Páli Jónssyni í Fagranesi til að hrinda stórsókn samkeppnis- manna. Eftir fráfall H. Kr. bað stjórn SÍS.og allir framkvæmda- stjórar þess mig á fundi norður á Hólum í Hjaltadal, að standa fyr- ir landvörn kaupfélaganna í þrem samvinnumálgögnum, móti bandalagi tveggja flokka, sem vildu þjóðnýta, á vegum bæjar- stjórnanna, alla sölu landbúnað- arvöru í kaupstöðum landsins. Sú vörn lánaðist og þessi um- rædda hætta úr sögunni. Alloft hafa góðvinir mínir í stjórn SÍS leitað eftir og fengið stoð mína við að koma trúnaðarmönnum þeirra í þýðingarmikil embætti. Hef eg stundum litið meira á þeirra óskir heldur en mínar skoðanir um sum þessi málefni. Eg hef metið mikils heiður, ör- yggi og sæmd Sambandsins og gert ráð fyrir að leiðtogar þess mundu aldrei biðja um aðstoð nema þeir væru fullvissir að stefnt væri að framtíðarheill í þýðingarmiklum þjóðmálum. — Einstaka sinnum hef eg orðið að taka á mig þá ábyrgð að rétta hlut samvinnufyrirtækja án stuðnings frá réttum aðilum. — Þegar H. í. S. hafði verið dæmt í stórsekt og Sigurður Jónasson í miklar fébætur og 30 þús. sam- herjum í samvinnuhreyfingunni sveið þessi óvænta niðurlæging, bjargaði eg því sem bjargað varð með tveim ritgerðum, sem kaup- félögin komu á- framfæri um allt land. Sannaði eg þá, að þó að Sigurður Jónasson hafi ef til vill hækkað vöru sína meir en form- in leyfu, þá væri efnislega bót í máli að félagið hafði þá, að sið samvinnufélaga, endurgreitt við- skiptavinum sínum margar millj. kr. Verðhækkunin gat verið lagabrot en ekki siðabrot, þar sem gróða var skilað aft;ar til viðskiptamanna. Eg batjð leið- togum H. í. S. báðar þAssar rit- gerðir fyrir endurgjald vegna pappírs og prentunar, en félags- stjórnin óskaði e’.cki eftir þessari aðstoð. Þá var hlutafélagsandinn kominn í hásjeti. Ekki var hugsað sanngjarnlega til þeirra 30 þús- und félagsmanna SÍS, sem liðu fyrir vanhugsun eins eða tveggja ógætinna fésýslumanna. Vorið 1920 var aðalfundur SÍS á Akureyri. Heildsalan var þá hvítvoðungur í reyfum. Margir samvinnubændur höfðu þá hagn- ast á verðbólgu stríðsáranna og áttu innstæður í kaupfélögum sínum. Margir fundarmenn voru bjartsýnir og lögðu til að SÍS keypti millilandaskip og gerði það út. Bjartsýnu mennirnir vildu það eitt, sem þeir hugðu gott fyrir félagsskapinn og buðu að lána innstæður sínar í skipa- kaupin. Hallgrimur hélt þá snjalla ræðu. Hann fullyrti að eftir nokkrar vikur yrði komið ægilegt verðhrun og allra mest á skipum. Hann sagði að ef SÍS keypti millilandaskip mundi tap- ið á.þeim kaupum nægja til að leggja hina ungu samvinnuheild- sölu í rústir. Bjartsýnu mennirn- ir trúðu ekki þessum spádóm og vildu samþykkja skipakaupin. Hallgrímur kvað þeim heimilt að ráðstafa fé sínu eins og þeim sýndist, en ef fundurinn skipaði SÍS að kaupa millilandaskip mundi hann tafai'laust ganga úr þjónustu SÍS, því að hann ætlaði ekki að bera heildsölu Sam- bandsins til grafar. Tillagan var ekki borin fram. Verðfallið kom, en SÍS lifði, fyrir framsýni og manndóm forstjórans. Eg vil ekki heldur fylgja SÍS til grafar. Eg hef þar engin' völd fremur en hin 30 þúsundin. En vegna eldri skipta við samvinnu- hreyfinguna leyfi eg mér að benda forráðamönnum og félags- mönnum á hættu, sem mætti vera öllum jafnljós nú eins og hættan við skipakaup var H. Kr. 1920. Eg get gefið bendingar og góð ráð. Auðna ræður hvort þau geta orðið til bjargar. Eg vík stuttlega að ásökun sam keppnismanna. — Ostasalan var ranglega afflutt. Þar eru tryggð vörugæði, ágæt forstaða, afar heppileg húsakynni og fyrir- myndar starfræksla á öllu sem laut að þessari verzlun, en leið- togum samvinnúfélaganna láðist að útskýra þessa nýung fyrir neytendum, sem þó var auðvelt með ritgerðum og sýningum. Ef samkeppnismenn halda áfram að beita ósvífni, má benda þeim á fiskverzlunina í landinu, sem er í herfilegu ástandi, og bera sam- an framkvæmd samvinnumanna um sölu landbúnaðarvöru til neytenda í bæjunum. Kröfur samkeppnismanna um skattgreiðslur af innstæðum sam vinnumanna sem bíða nokkra mánuði í kaupfélögunum, eru svo marghraktar, að þar geta starfsmenn kaupfélaganna kné- sett talsmenn samkeppnismanna, hvenær sem tekin eru fram hin þrautreyndu vopn. Ef Emil lánar Olafi 100 kr. í viku eða mánuð, þá er Emil ekki að ríkari þó að honum sé borguð skuldin. Engin siðuð þjóð telur Emil skylt að hækka framtal sitt, þó að Ólafur hafi skilað peningunum. Samvinnumenn eiga að bjóða út lið oft og mörgum sinnum til að skýra á fundum eða í rituðu máli deiluefni eins og ostasöluna og tvöfalda skattinn. SÍS og kaupfélögin eiga í hundraða tali félagsmenn og starfslið, sem get- ur sótt og varið slík mál ágæt- lega, bæði í ræðu og riti. Tveir kaupfélagsstjórar, Björn Stefáns- son á Siglufirði og Egill Thorar- ensen á Selfossi, skrifuðu í haust ágætar greinar í samvinnublöðin, bæði vörn og sókn gegn and- stæðingum samvinnufélaganna. Slíkir menn verða áhrifamestir.í landvörn samvinnufélaganna. — Þeir þekkja bezt alla aðstöðu. — Þeir geta öðrum betur hrakið rökleysur andstæðinga, sem eru venjulega lítt kunnir málavöxt- um. Alveg sérstaklega geta starfsmenn félaganna komið með lifandi myndir úr athafnalífi sam vinnufélaganna. Hin stuttorða lýsing Björns Stefánssonar á djúptækum áhrifum kaupfélag- anna í byggðum og bæjum-, sem áður voril niðurbæld og kúguð undir járnhæl samkeppninnar, gildir hvarvetna á landinu, þar sem þarf að leysa erfið verkefni. Síðan stríðinu lauk hefur Sam- bandið og allmörg kaupfélög tek- ið upp þá ráðabreytni að stofna hlutafélag með samkeppnismönn um til að græða fyrir samvinnu- félögin. Hér var um algera stefnubreytingu að ræða. Kaup- félögin eru stofnsett til að verja samvinnumenn fyrir ásókn og veiðibrellum gráðugra og léttúð- ugra fjárbrallsmanna og kaupa- héðna. Það má jafnauðveldlega sameina suðrið og norðrið eins og að tengja gróðafélög og sam- i vinnufélög með kærleiksbandi. Þetta mátti sjá fyrirfram eins og kreppuna á vordögum 1920. — Samt hafa margir dugandi sam- vinnuleiðtogar farið villt í Keflavíkurþokunni og myndá'S gróðafélög til að afla mikils fjár með þessum hætti. En það hefur farið á annan veg. Hlutafélögin hafa hvorki grætt fyrir sig, hlut- hafa eða kaupfélögin. Nálega alls staðar hefur verið um tap að ræða, og það alloft mjög mikið. Þá hafa fylgt í slóð hlutafélag- anna kærur, stefnur, málaferli og sífelld brigsl um kaupfélags- hreyfinguna fyrir allar helztu tegundir auðgunarglæpa. Þar sem slík málaferli standa oft ár- um saman þar til lokadómar falla þá er samvinnuhreyfingin alla þá stund undir ádeilufargani, án þess að þekkja málavexti. svo að segja öll hin umræddu hlutafé- lagsbrot eru verk örfárra gróða- brallsmanna, sem hafa komizt eftir lilutafélagsleiðum inn í frið- lýstan hring. samvinnufélaganna. í þessu efni eru ekki nema einar útgöngudyr. — Samvinnumenn verða að slíta öll fjárhags- og samstjórnartengsli við hlutafé- lögin og þeirra talsmenn og postula. Þar getur komið til greina fjárhagslegt tjón eins og þegar heiðarlegur maður borgar víxilskuld fyrir óreiðumann í ábyrgðarflækju. En ef sam- vinnumenn gera ekki hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni, er þeim búinn mikill voði. Hamrafellið er toppblómið á hlutafélagsreynslu kaupfélag- anna. Samvinnumenn hafa stofn- að Olíufélagið með harðsvíruð- um fésýslumönnum. — Síðan Súezstríði lauk hafa olíufarm- gjöld lækkað allt að því um helming. Olíuskip af öllum stærð um liggja nú aðgerðalaus hundr- uðum saman á hvíldarhöfnum víða um heim. Eigendum þessara skipa þykir ódýrara að láta skip- in liggja aðgerðalaus heldur en Framhald á 7. siðu. Árið 1782, sem kennt er við móðuharð- indin, bjó að Skottastöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu maður sá er Einar hét. Hann varð bjargarlaus þegar líða tók á veturinn, eins og fleiri á þeim ógnarárum. Fólk hans dó úr hungri, nema dóttir hans er Elín hét. Þegar enn þrengdi að fór Ein- ar í ferðalag til að leita bjargar, en kom ekki aftur. Dóttirin var í bænum til vors. Þá yfirgaf hún hann og lagði land undir fót. Á endanum komst hún að túngarðin- um að Teigakoti í Tungusveit í Skagafirði, en missti þá meðvitund. Þannig fann Gísli bóndasonur hana og bar til bæjar og átt- ust þau síðar. Dóttir þessara hjóna, sem Þórey hét, var amma Olaís Tryggva Olafs- sonar, Spitalaveg 15, scm varð 85 ára 1. desember sl. En móðir Ólafs Tryggva var Jóhanna Júlíana Jóhannesdóttir, og faðir Ólafur Ólafsson. Ólafur Tryggvi er því bæði húnvetnskrar og skagfirzkrar ættar. En sjálfur seildist hann austur á bóginn og eignaðist bárðdælska konu, Magneu Jakobínu Magnúsdóttur, og áttu þau hjón- in tvo syni og eina dóttur. Hja dóttur sinni dvelst Ólafur nú, en hann er ekkjumaður. Ólafur Tryggvi er einn þeirra fáu manna, sem nú eru á líú, og var þó viðstaddur hina miklu hátíð hér á.Akureyri þjóðhá- tíðarárið 1874 En hann var þá í móður- kviði eins og Churchill, og svo fæddust þeir sama daginn, Ólafur á Borgarhóli í Öngulsstaðahreppi. Sem ungur maður gekk hann í Hólaskóla og kom þar sama ár og Jósep J. Bjömsson tók við skóla- stjórn, og var skólinn þá allt árið, og brautskráði nemendur sína eftir tveggja ára nám. Síðan gerðist hann starfsmaður búnaðarfélagsins í Hólahreppi, en var síð- an í Eyjafirði við jarðræktarstörf og barna kennslu og átti heima í Hólshúsum. Eftir það réðist hann til stórbóndans og kaup- mannsins á Grund, Magnúsar Sigurðsson- ar. Vann hann mikið að flutningum fyrir verzlunina. Þá voru vörur fluttar á fjór- hjóluðum hestvögnum en á sleðum á vetr- um. Síðasta veturinn flutti Ólafur mest af timbrinu í hina frægu og fögru Grundar- kirkju, en alls var hann 3 ár í þjónustu Grundarbóndans og stjórnað,i heyskap fyrir hann á sumrin. Vorið 1904 fluttist Ólafur til Akureyrar og vann um skeið hjá Sigtryggi Jónssvni timburmeistara. Sigtr. var þá að byggja Menntaskólahúsið, sem enn stendur. En um áramótin 1909—1910 verða þáttaskil. Þá réði Hallgrímur heitinn Kristinsson Ólaf i þjónustu KEA, en þeir höfðu áður starfað saman á Grund og síðan vann Ól- afur við kaupfélagið í samfleytt 47 ár. Blaðið hitti Ólaf að máli á fimmtudag- inn. Hann er mjög ern, hefur heyrn og sjón í góðu lagi og er líkamlega hraustur ennþá, að öðru leyti en því, að hann er dálítið þungur upp á fótinn og eru það líka einu ellimörkin. Þú hefur unnið ýmis störf við kaup- félagið, m. a. verið kjötbúöarstjóri? Já, víst í ein 13 ár. En þá var nú margt öðruvísi en nú er og ekki mikil þægindin. Þá voru til dæmis engin tæki til að frysta kjöt, en margs er þó að minnast sem ánægjulegt er, segir Ólafur, og mörg atvik spaugileg þá, ekki síður en nú. Það voru einhver álög held eg, að bændur sviku mig oft um kjötið í hvíta- sunnumatinn, en þá. varð maður að panta fyrirfram það er lóga átti og selja jafnóð- um. Eg hafði eitt sinn pantað nautgripa- kjöt að venju, en það kom ekki, og nú var laugardagurinn fyrir hvítasunnu. Fór eg nú til Hallgríms Kristinssonar og tjáði honum vandræði mín. En bóndinn á Tré- stöðum hafði lofað mér n.auti nokkru síð- ar. Það varð að ráði að eg tók hjólið mitt og flýtti mér út að Tréstöðum, kom naut- inu til Akureyrar og á hvítasunnudags- morgun fengu bæjarbúar gott kjöt, en það mátti ekki tæpara standa í það skiptið. Um áratugi var eg vigtarmaður og lengi vann eg við kaffibætisgerðina og hin síð- ari árin á skrifstofum félagsins. Þú hefur verð í þjónustu ailra kaupfé- lagsstjóranna við Kaupfélag Eyfirðinga? Rétt er það, að eg átti því láni. að fagna, og eg hef lifað það að sjá félagið sigra marga erfiðleika með samstilltum átökum hinna ágætustu manna, Vilíu gefa stutta lýsingu á hverjum fyrir sig? Ekki get eg það umhugsunarlaust, segir Ólafur, en þó hygg eg, að Hallgrímur Kristinsson hafi verið þeirra mestur mað- ur. Hann var harðduglegur hugsjónamað- m' og lagði grunninn að framtíðarbygg- ingu þessa félagsskapar. Hallgrímur gat verið funabráður og fór ekki dult með það. En augnabliki síðar var hann aftur orðinn sami, góði og glaði félaginn. Sig- urður bróðir hans var og er prýðismaður og'mjög farsæll í stai'fi, en ekki jafnoki bróður síns á verzlunarsviðinu. Vilhjálmur Þór var fyrst sendisveinn, en vann sig upp á skömmum tíma og sýndi snemma óvenjulegan dugnað og hæfileika. Hann er bæði hugsjónamaður og harðdug- legur kaupsýslumaðm'. Jakob Frímannsson kom einnig ungur til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Hann sýndi fljótt að hann var starfhæfur með afbrigðum, sem síðar átti þó eftir að koma enn betur í ljós. Allir kaupfélagsstjórarnir reyndust mér mjög vel, enda hinir ágætustu menn allir, þótt ólíkir væru um marga hluti. Samvinnumenn eiga hinum aldna heið- ursmanni, Ólafi Tryggva Ólafssyni, mikið að þakka. Starfsdagur hans var langur og störf hans vel af hendi leyst. Engan á hann óvildarmann, en marga vini, bæði meðal samvinnumanna og annarra sam- ferðamanna. En Ólafur Tryggvi Ólafsson hefur mörgum öðrum störfum gegnt um dagana. Hann var við veðurathuganir í 15 ár, á annan áratug hefur hann verið meðhjálp- ari í Akureyrarkirkju og er enn, hann var einn af stofnendum lúðrasveitarinnar og Söngfélagsins Geysis. Ólafur hefur liðsinnt hverju góðu máli og því er hann vinsæll og virtur og getur notið ævikvöldsins við yl minninganna. Loðkragaefni grátt, brúnt, svart. Dökkblátt | FóðursiIki \ VERZLUN í RAGNHEIÐAR O. BJÖRNSSON öiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiinimiiiiiaiiiiiiMiiiiimiiiiiiiiiiMMiin Þorsteinssoo sjöfíu og fimm ára Þann 3. des. sl. varð Hólmgeir Þorsteinsson frá Hrafnagili 75 ára. Hólmgeir Þorsteinsson er oft- ast kenndur við Hrafnagil, enda var hann eigandi þess og bjó þar rausnarbúi um 28 ára skeið, en hann er fæddur að Dalsgerði í Eyjafirði 3. des. 1884. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Páls- son og Kristjana Guðrún Ein- arsdóttir. Hjá foreldrum sínum ólst hann upp, ásamt systur sinni, Auði, er var kona Pálma Þórðar- sonar í Núpufelli. Hólmgeir hóf nám í Gagn- fræðaskóla Akureyrar haustið 1904. Að loknu námi mun hann hafa ráðist sem verzlunarmaður hjá Magnúsi Sigurðssyni, Grund, er allir kannast við, einn af svip- mestu mönnum innan Eyjafjarð- ar á sinni tíð. Haustið 1915 giftist Hólmgeir Valgerði, dóttur Magnúsar, hinni ágætustu konu, og eignuðust þau 4 dætur, er allar lifa. Konu sína missti hann 1949. Á Grund munu þau hjónin hafa verið til ársins 1917, en þá fiuttu þau til" Dalvíkur, er Hólm- geir tók við forstöðu fyrir — að eg hygg — fyrsta útibúi Kaupíé- lags Eyfirðinga cg stóð fyrir því í 2 ár, til 1919, en þá fluttist hann aftur að Grund í Eyjafirði og bjó þar á móti tengdaföður sínum um 6 ára skeið, en þá kaupir hann Hrafnagil. Þar bjuggu þau hjónin til ársins 1945, að þau flytjast til Akureyrar og síðan hefur Hólmgeir verið búsettur þar. Það fór sem vænta mátti um jafn fjölgreindan og starfshæfan mann sem Hólmgeir Þorsteins- son, að á hánn hlóðust mörg störf í sveit og héraði. Hann sat í hreppsnefnd Hrafnagilshrepps frá 1922 til 1941, þar af 20 ár oddviti, jafnframt átti hann sæti í stjórn búnaðarfélags hreppsins og skattanefnd. Hann var kjörinn í yfirskattanefnd Eyjafjarðar- sýslu 1939 og er það enn. Fulltrúi Eyfirðinga á Búnaðarþingi frá 1938—1954. Endurskoðandi Kaup félags Eyfirðinga samfellt um 30 ára skeið, og varaþingmaður Framsóknarflokksins í Eyjafirði kjörtímabilið 1942—46. í blað- stjórn Dags um fjölda ára. Hér hefur verið stiklað á því stærsta og mun eigi allt upptalið. En það sem dregið hefur verið fram er ærið nóg til að sýna hver maðurinn er og hvert traust hann átti. Það getur því naumast hjá því farið, er Hólmgeir nú lít- ur til baka yfir 75 ára farna leið, að hann játi með nokkrum fögn- uði, að framsýnin hefur farið vel með hann og hamingjan verið honum fylgisöm. Með það munu allir óska honum til hamingju. En eg efast heldur ekki um, þrátt fyrir gæfuríka ævi og mikla til- trú, að hann eigi líka einhvei'ja skugga í viðskiptunw sínum við samferðamennina, en það er að- eins lögmál, sem gildir um alla, er víða koma við almenn mál. — Það gerir enginn svo öllum líki. Við Hólmgeir mættumst fyrst í Gagnfræðaskóla Akureyrar 1904, er hann innritaðist í skól- hann ásamt fallegum, efnilegum hópi Inn-Eyfirðinga, þeim Jakob og Aðalsteini Kristinssonum, Jóni Sigurgeirssyni í Hólum, Þorsteini Sigurðssyni frá Sti'júgsá, síðar kennara í Rvík, og Helga Eiríkssyni, Þórustöðum. Mér er þessi hópur minnisstæð- ur, en þó einkum Hólmgeir Þor- steinsson, af sérstöku tilefni, og liggur ef til vill öfund, en eg hygg öllu frekar aðdáun að baki. Það var á fyrstu starfsdögum skólaársins, að skólapiltar héldu umræðufund. Um hvað var rætt man eg ekki glögglega, enda skiptir það engu máli. Það voru efribekkingar sem deildu um málið, og mun það undantekn- ingarlítið hafa verið reglan, að nýsveinar létu lítið til sín heyra á fyrstu umræðufundum. En nú brá út af reglunni, einn nýsveinn inn kveður sér hljóðs, og upp stendur fríður, snaggaralegur og djarflegur strákur, Hólmgeir Þorsteinsson, þá heyrði eg nafn hans í fyrsta sinni. Það skal í fá- um oi'ðum sagt, að eg varð svo hrifinn af þeirri ræðumennsku er hann sýndi þarna, að hún hreif mig svo, að eg efast um að eg hafi nokkru sinni orðið hrifnari af ræðumanni en þessum ný- sveini þá. Þessu hef eg aldrei getað gleymt og mér fannst þá og finnst enn, að hann hafi þá þegar verið jafnþjálfaður ræðumaður og hann er nú í dag. Þetta var ólíkt því almenna á þeim tíma, þegar ungir menn drógust með heimóttarhattinn og minnimátt- arkenndina í tonnatali, ef þá lík- ingu má nota, og voru þeim hreinn bölvaldur. Því minnist eg þessa, að þessi frjálsmennska hefur fylgt Hólm- geiri Þorsteinssyni alla tíð og gert hann að skeleggum funda- manni, ljósum í hugsun, rökfim- um, rökföstum og sérlega vel máli förnum. Hann hefði áreið- anlega sómt sér vel á þingbekkj- um hefði leið hans legið þangað. Þess má líka minnast í sambandi við þetta, að fundastjórastörf láta honum sérstaklega vel, enda hef- ur hann oft skipað það sæti, t. d. um 20 ára skeið samfellt fundar- stjóri á aðalfundum Kaupfélags Eyfirðinga. Hólmgeir Þorsteinsson er einkar skemmtilegur maður í hópi kunningja, léttur í máli og hrókur alls fagnaðar og hefur jafnan margt að segja. En innst inni er hann alvörumaður og kemur það hvarvetna fram í starfinu hans, þar er aldrei kast- að að höndum, og má það ljóst vera af þeim margþættu störfum er honum hafa verið falin. Þau bera manninum vitni, þögult, yfirlætislaust, en örugglega. Það mætti mikið um Hólmgeir skrifa og þess vert, en eg mun þó ekki lengja mál mitt meira. Eg vil leyfa mér að færa Hólmgeir Þorsteinssyni kveðju Eyfirðinga með þökk fyrir margþætt trún- aðarstörf. Fyrir hönd sveitunga minna, Svarfdælinga, færi eg honum heillaóskir og þökk fyrir þau ár er hann dvaldi á meðal þeirra og vann að áhugamálum þeirra, útibúi KEA, er hann stýrði með ágætum fyrstu bernskusporin. Að lokum færi eg honum mína vinarkveðju með innilegri þökk fyrir vináttu frá fyrstu kynnum og samstarf um langt árabil. Eg óska honum og allri fjölskyldu hans heilla í framtíð. Þór Kr. Eldjárn. Draumurinn eftir Hafstein Sigurbjarnar- son. (Skáldsaga.) — Ak. 1959. Bókaforlag Odds Björnssonar. Eg tel rétt að vekja athygli al- mennings á þessari nýútkomnu bók Hafsteins Sigurbjarnarsonar. Hún er hressandi og skemmtileg aflestrar, skrifuð á léttu og lát- lausu alþýðumáli og sögð með glampandi frásagnargleði. Hraði atburðanna er mikill og það lík— ar mörgum ágætlega, enda hafa margir okkar ágætu sagnamanna haft þann hátt á í frásögnum sín- um. Höf. er oftast blessunarlega laus við málalengingar. Hann virðist ekki í efnisskorti og þarf því ekki að teygja lopann. Mér er sagt, að höfundurinn sé aldraður alþýðumaður, bóndi vestur í Húnaþingi. Þetta er önn- ur skáldsagan, sem Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út eftir hann. Fyrri bókin kom út í fyrra. Var það sagan „Kjördóttirin á Bjarnarlæk“. Mér hefur skilizt, að hún hafi verið mikið keypt og jafnvel verið ein af metsölubók- um ársins. Hins vegar sætti hún nokkurri gagnrýni ritdómara. — Var bent á, að ýmislegt væi'i þar af vanefnum gert og annað ótrú- legt og njeð litlum líkindum. — Víst voru gallar á sögunni, — en er það nokkuð annað en búast má við á frumsmíði? Eru þær ekki fáar gallalausar skáldsög- umar? Eins mætti líka geta, að ýmsir góðir kaflar ei'u í sögunni, sem verðir eru góðrar viður- kenningar og athygli. Þessi nýja bók Hafsteins, „Draumurinn“, sýnir að ætlan minni, talsverða framför frá fyrri bókinni. Mér fannst því rétt, að vekja athygli á henni. Eg er þess fullviss, að bókin gefur þeim, sem les hana með athygli, ýmis umhugsunarefni, og þeim, sem vilja að sagan gangi fljótt og eitt- hvað sé alltaf að gerast, — er óhætt að kaupa og lesa „Draum- inn“. Vald. V. Snævarr. Atvinna! Ungur reglusamur maður óskar eftir vinnu í bænum nú þegar. Afgr. vísar á. Til sölu á tœkifœrisverði: Rafha- eldavél, eldri gerð, . nýtt gólfteppi 270x320 cm. — Dökk, tvíhneppt karlm,- föt nr. 39. — Nýr stakur jakki á meðalmann. Gunnl. Kristinsson, Norðurbyggð 1.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.