Dagur - 05.12.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 05.12.1959, Blaðsíða 8
8 Daguk Laugardaginn 5. desembcr 1959 Ung menntasfofnun í álögum Stundum voru ungar og fagrar konur í álögum og eru kannski enn. Göfuglyndir menn gátu leyst þær úr álögum, oft var það sjálfur konungssonurinn. Hér á Akureyri er ung og myndarleg menntastofnun á fögrum stað, Húsmæðraskólinn. Skólinn var byggður sem heim- angönguskóli, starfaði um nokk- urt skeið, en var síðan lagður niður sem slíkur. Síðan hefur skólinn skotið skjólshúsi yfir aðra skóla. Iðnskólinn starfar þar að mestu og öll matreiðslu- kennsla Gagnfræðaskólans fer þar fram. En sjálfur heldur skól- inn fjölmörg húsmæðranámskeið í saumum, vefnaði og mátreiðslu. Hið myndarlega húsnæði og góða aðstaða er því nýtt til hins ýtr- asta dag hvern. Nú standa yfir þrjú námskeið ■uncjir stjórn hæfra kennara. í fyrra sóttu yfir 160 konur þessi námskeið. Á þann hátt njóta fleiri konur kennslu í skólanum, en verða myndi í föstum skóla. Námskeiðakennslan hefur marga augljósa kosti. En hin unga menntastofnun var ekki til þess byggð að þjóna öðr- um skólum fyrst og fremst eða verða hluti af þeim, heldur til að veita húsmæðrum og verðandi húsmæðrum bæjarins þá fræðslu er hann mætti. Flestir eða allir skólar, aðrir en Húsmæðraskólinn, eru að LANDHELGISMERKI OG ÞYRILVÆNGJA Landshelgismerkin svokölluðu, sem seld voru um land allt kosn- ingadaginn, og seldust ágæta vel alls staðar, nema í Reykjavík, báru áletrunina: Friðun miða — framtíð lands. Andvirði mei'kjanna varð um 600 þús. krónur, samkvæmt upp- lýsingum Lúðvíks Guðmundss., formanns samtaka þeirra, sem að þessari merkjasölu stóðu. Ákveðið er, að hagnaðurinn af merkjasölunni renni í Land- helgissjóð og verði varið til kaupa á þyrilvængju á nýja Óðin, varðskipið, sem verið er að ljúka srníði á. Tilboð hafa þegar borizt um 6 gerðir þyrilvængja, frá Banda- ríkjunum, Frakklandi, Póllandi og Þýzkalandi. sprengja utan af sér vaxandi fjölda nemenda. Þegar úr því verður bætt og Húsmæðraskól- inn losnar, er um það að velja að endurreisa skólann í upphaflegri mynd, nýta hann til námskeiða- kennslu eða byggja við hann heimavist og starfrækja hann sem venjulegan húsmæðraskóla. Síðasta leiðin virðist þegar hafa verið valin með 50 þús. króna framlagi bæjarins til byggingar nýrrar heimavistar. En konungssoninn er ekki að finna í þeirri peningaupphæð, og álagafjötrana leysir enginn nema almennur áhugi, sem einhverju vill fórna fyrir málefnið. Boðið í leikhús Ung hjón, sem nýflutt voru í nýja húsið sitt, fengu einn morg- uninn tvo leikhúsmiða senda í pósti. Þau urðu glöð, því að mið arnir giltu að leik, sem vinsæll var í borginni, en sendandi hafði ekki getið nafns síns, svo að þau gerðu lítið það sem eftir var dags annað en gizka á, hver hefði ver- ið svona hugulsamur. Hjónin skemmtu sér prýðilega í leikhúsinu um kvöldið, en þeg- ar þau komu heim, sáu þau, að brotizt hafði verið irm og stolið öllum brúðargjöfunum. Á borð- inu lá miði frá þjófnum, og á honum stóð: „Þá vitið þið það.“ Dánardægur Þriðja des. fór fram að Lund- arbrekku jarðarför Sigrúnar Þorvaldsdóttur, fyrrum hús- freyju að Víðikeri, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsi'nu á Ak- ureyri 27. f. m., 81 árs. — Sigrún var ættuð úr Eyjafirði. Hún fluttist ung að Stóru-Tungu og giftist Tryggva Guðnasyni, er þar bjó þá með móður sinni. — Síðar fluttust þau að Víðikeri og bjuggu þar allan sinn búskap, eða þar til Tryggvi andaðist 1937. Sigrún var hin ágætasta kona. Þrjár starfsstúlkur Þvottahússins við vinnu sína. — (Ljósm.: E. D.). Þvoffahúsið Mjöll í nýju, góðu húsnæSi Er eina þvottahúsið á Akureyri og nýtur vaxandi viðskipta - Veitir betri þjónustu en áður Þvottahúsið Mjöll á Akureyri, sem lengi hafði aðsetur í brekkunni ofan við Sjöfn, flutti í haust í ágæt húsakynni við Skipagötu og starfar þar að fullum krafti og veitir viðskipta- vinunum betri þjónustu en áður og starfsfólkinu ólíkt betri vinnuskilyrði. í þvottahúsinu vinna að jafnaði veitt því forstöðu síðastliðin 12 14—16 stúlkui' og hafa mikið að gera. Unnur Sigurðardóttir hefur ár, eða frá þeim tíma að sam- vinnumenn keyptu það, og Þvottahúsið Mjöll í nýjum húsakynnum. — (Ljósmynd: E. D.). — Fimmfíu ára afmæli unpennafélagsins Framtíð í Hrafnagilshreppi var 18. nóv. Afmælisfagnaðurinn haldinn að Laugarborg Pétur Jónsson skósmiður. (Sjá grein á 7. síðu.) Miðvikudaginn 18. nóvember héldu ungmennafélagar í Hrafna gilshreppi hátíð, í tilefni 50 ára afmælis félags síns, að Laugar- borg. Ungmennafélagið Framtíð var stofnað 10. jan. 1909 að Grund, að tillögu Hólmgeirs Þorsteins- sonar. Stofnendur voru 22 og fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Jón Guðlaugsson í Hvammi, for- maður, Kristján Árnason, verzl- unarmaður, Grund, og Hólmgeir Þoi’steinsson. Samkoman í Laugarborg hófst með því, að núverandi formaður félagsins, Óttar Skjóldal, Ytra- Gili, setti samkomuna og rakti sögu félagsins, störf þess og fram kvæmdir fram á þennan dag. Fyrstu framkvæmdir félagsins voru sund'laugarbygging fyrir ofan Kristnes, við heitar upp- sprettur þar. Næsta starf félags- ins var að koma upp trjáræktar- stöð að Hrafnagili og var byrjað á því vorið 1913. Þá réðist félag- ið í að taka þátt í byggingu þing- húss að Hrafnagili 1924. Síðar byggði það steinsteypta sundlaug við Laugar að Hrafnagili. En Hólmgeir Þorsteinsson gaf land og afnotarétt að lauginni. Síðasta stóra átak ungmennafélagsins var þátttaka þess í byggingu hins nýja og glæsilega félagsheimilis, Laugarborgar. í afmælishófinu, sem var mjög fjölsótt af eldri og yngri félögum og gestum, var glatt á hjalla og margs að minnast. Að ræðu formanns lokinni tóku nokkrir af eldri félags- mönnum til máls og minntust fornra, ánægjulegra atburða frá fyrstu árum félagsins. Þeir voru: Halldór Guðlaugsson, Hvammi, Jónas Kristjánsson, samlagsstjóri, Hólmgeir Þorsteinsson frá, Hrafnagili, og voru þessir menn meðal stofnenda félagsins. — Þá tóku og til niáls: Þórir Guðjóns- son, málari, Akureyri, Hreiðar Eiríksson, garðyrkjubóndi, Laug arbrekku, og að lokum flutti Þóroddur Jóhannsson, formaður UMSE, kveðju frá ungmennafé- lögum við Eyjafjörð og árnaðar- óskir. Á milli ræða var sungið. Leikinn var gamanþáttur og að lokum stiginn dans. Veitingar voru hinar rausnar- legustu, og fór samkvæmið hið bezta fram að öllu leyti, og sást ekki vín á einum einasta manni. Unnur Sigurðardóttir, forstöðukona Mjallar. stjórnað því á myndai-legan hátt, og er mjög ánægð yfir breyting- unni. Þótt vélar og tæki séu í góðu lagi og húsakynni góð, hefst ekki undan að þvo og ganga frá taui, enda er ekki annað þvottahús til í bænum og væri þó sennilega nægilegt verkefni fyrir tvö góð þvottahús. Þvottahúsið tekur á móti öll- um þvotti, sem venja er á slík- um stöðum, en stundum er af- greiðslufrestur lengri en æskilegt væri, vegna þess hve verkefnin eru mikil. Ætla mætti, að með hinum nýju og fullkomnu tækjum, sem komin eru á nær hvert heimili, minnkaði þörfin fyrir þvottahús. Svo virðist þó ekki vera, því að þvottufinn, sem til þvottahússins berst, eykst ár frá ári. Þvottahúsið Mjöll veitir ódýr- ar^ þjónustu en þvottahús höfuð- staðarins. Það er hin þarfasta stofnun og þess vegna er ánægju- legt að betur sé að henni búið en áður var. Rætin frásögn Morgunblaðið birti frétt af flugi Tryggva Helgasonar flugmanns á Aliurcyri í gær. — Hún er rætin mjög og ósönn, og hefur blaðið neitað að gefa upp nafn heimild- armanns. — Síðar verður vikið nánar að þessari sorpblaða- mennsku. Akureyringar! Hin gullfallegu jólakort Slysavarnafélags íslands eru seld á skrifstofu Jóns Guð- mundssonar, Túngötu 6, Markað- inum og hjá Sesselju Eldjárn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.