Dagur - 12.12.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 12.12.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 12. desember 1959 B .Sktir'.tíifii i Hafiiímtra-ti 'M) — Símt RITSTJÓKÍ: ERLI N G U R 1) A V í 1) S S (> N A ttgl ýsingtist jóii: - J ÓN S A M 1’ E I. S S O N Argitngtirinn Vostai kr. 75.00 KlaðiO kcninr tit á iniði ikutiognni og laugaidíigitit), þrgar efni standa til OjaltUlagi rr 1. júlí IMtrNTVEKK ODOS HjÖRNSSONAR H.F. ÞEÍR SVIKU BÆNDUR ! NÚ ER afstaða Sjálfstæðisflokksins til bændastéttarinnar ljós orðin. í Morgunblað- inu 22. sept. síðastl. scgir m. a.: „Sjálfstæðisflokkurinn lýsti sig ]>egar í stað andvígan setningn bráðabirgðalag- anna um ákvörðun verðlags landbúnað- arafurða og mun þess vegna ekki styðja þau á Alþingi heldur leggja til að bænd- um verði bætt upp það tjón, sem þeir verða fyrir af þessum sökum.“ Þessar yfirlýsingar og aðrar svipaðar, birtar í blöðum og ræðum Sjálfstæðismanna fyrir ; kosningar, eru öllum hugsandi mönnum í , minni og margir trúðu þeim fullkomlega og efuðust ekki um heilindi flokksins í þessu I máli. ! f neðri deild Alþingis 7. desember komu I bráðabirgðalögin til atkvæða, á síðasta degi ] fyrir þingfrestun. Allir Sjálfstæðismenn í j deildinni greiddu atkvæði með því, að lög- ! unum yrði vísað til 2. umræðu, gegn atkvæð- ' utn Framsóknarmanna og fleiri. Þetta þýðir það, að þegar þingið kemur saman á ný, em j lögin úr gildi fallin, samkvæmt ákvæði í j þeim sjálfum. Þetta var líka síðasta tækifærið, sem Sjálf- j stæðisflokkurinn hafði til að taka afstöðu gegn lögunum á Alþingi og hana notaði hana á þennan hátt. ; Meðal þeirra, sem greiddu atkvæði með lögunum var landbiinaðarráðherrann,Ingólf- j ur Jónsson, og landbúnaðarmennirnir séra j Gunnar Gíslason og Jónas Pétursson. Landbúnaðarráðherra var spurður á i fundi deildarinnar, áður en atkvæðagreiðsl- ; an fór fram, hvort hann vildi lofa því. að j gefa ekki út ný bráðabirgðalög um afurða- I að svara. j Hinn 30. nóvember sl. kom til atkvæða í j efri deild svohljóðandi viðaukatillaga frá Ás- geiri Bjamasyni og Ólafi Jóliannessyni við írumvarp til laga um bráðabirgðafjárgreiðsl- i ur úr ríkissjóði: „Ennfremur er ríkisstjóminni heimilt að greiða þá 3,18% verðhækkun á af- urðaverði landbúnaðarins frá 1. sepí., sem framleiðendum landbiinaðarvara bar samkv. útreikningi hagstofunnar.“ Stjórnarflokkarnir felldu ]>essa tillögu með I nafnakalli. Allir viðstaddir Sjálfstæðismenn í i deildinni greiddu atkvæði gegn henni. Sam- hljóða tillaga var síðan flutt í neðri deild af j Ágústi Þorvaldssyni og Garðari Halldórssyni pg kom til atkvæða.4. desember. j Stjórnarflokkamir felldu þessa tillögu með ! nafnakalli. Allir viðstaddir Sjálfstæðismenn j gieiddu atkvæði gegn henni í deildinni nema Jónas Pétursson. Hann sat hjá við atkvæða- ! greiðsluna — greiddi ekki atkvæði! Af þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra greiddu atkvæði móti greiðsluheimild- inni til bænda: Magnús Jónsson, Friðjón , Skarphéðinsson, Jónas Rafnar, ennfremur uppbótarþingmaðurinn Bjartmar Guð- j mundsson. Fagriskógur og Arnarnes eru fögur bæjarnöfn. Þau benda til þess, að fyrrum hafi blærinn hjalað í laufi birkiskóganna norður þar og að konungur fugl- anna hafi löngum stundum setið á Arnarneshöfða. Þótt skógurinn sé eyddur fyrir löngu hefur Fagriskógur dýpri hljóm en nokkru sinni áður. Það- an er þjóðskáldið Davíð Stefáns- son, sem tvær kynslóðir hylla. En af Arnarnesi er örninn flúinn og hlakkar ekki lengur yfir veiði sinni á Arnarnesvík eða í Arn- arnestjörn. Arnarnestjörn er á milli Arn- asness og Fagraskógs, allstór, og skilur langur malarkambur hana frá sjó. En austast er ós, og þegar hann er opinn gætir flóðs og fjöru í tjörninni, en stundum lokar brimið ósnum og hækkar þá smám saman innan við og að síðustu brýtur vatnið sér braut, rýfur malarkambinn og ryðst fram með óhemju þunga, svo sem Hörgá í leysingum og litar sjóinn langt út á vík. En oftast er Arnarnestjörn með mildu yfir- bragði og speglar þá nágranna sína á lognsléttum fleti. Eitt sinn rak lifandi hval á malarkamb þennan og urðu þar hin ferlegustu fjörbrot. En ekki áttu orð þessi að greina frá hvöl- um, örnum eða þjóðskáldum, heldur frá síðsumardegi við tjörnina logntæru. Þangað ókum við, tveir félagar í veiðihug. Höfðum silunga- og laxastangir með venjulegum út- búnaði, og þetta nauðsynlegasta af öllu nauðsynlegu, sjálft veiði- leyfið, höfðum við einnig fengið, og var okkur því ekkert að van- bunaði. Og þótt veiðihugurinn segði eitthvað til sín nutum við þess að sjá sumardýrðina í sveit- unum. Dráttarvélarnar tóku breiða skára á grösugum túnum, annars staðar var þegar búið að hirða mest af fyrri slættinum og grasið farið að vaxa á ný og alls staðar voru dráttarvélar að verki að slá, snúa, múga eða draga hey- ið heim í garð, og sýndist okkur það ganga nærri eins vel og hjá Sæmundi í Odda forðum,og voru þó engir galdrar með í verki. Að- eins einn hestur gekk fyrir rakstrarvél og var allt of feitur. Og svo vorum við þá komnir. Við þrömmuðum eftir malar- kambinum og hugðum helzt veiðivon við ósinn. Sjórinn var á vinstri hönd en vatnið á hina. Báran lék við sandinn. Æðar- fuglinn synti fram og aftur við flæðarmálið og ungarnir stungu sér í ákafa. Skarfur einn tók löng köf nokkru utar og var fengsæll. Hann renndi smáfiski niður í heilu lagi og tútnaði háls- inn út um leið. Þar er nú ekki verið að steikja eða brasa. Og þá vorum við nú loksins komnir að ósnum, þ. e. a. s. þar sem hann átti að vera. En þar var bara enginn ós og vatnsyfir- borðið miklu hærra innan við en utan. En rétt í þessum athugun- um vakti silungur út á tjörn og annar og þarna og þarna. Og áð- ur en löng stund var liðin var línunni kastað út og fallegur ánamaðkur datt í vatnið og litlu vestar hvein í hjóli og línu og litríkur og oddmargur málm- hlutur klauf loftið og kyssti vatnið með háum smelli. Og svo byrjaði þessi eftirvænt- ingarfulla bið. Eftir dálitla stund þóknaðist einhverjum að narta í ánamaðkinn og aftur. Hann var við, og allt í einu renndi hann sér að beitunni og tók hana ákveðið. Stöngin titraði, véiði- maðurinn kánnski líka og innan fárra augnablika var tekizt á í alvöru. En það var ójafn leikur og bleikjan var dregin á land, skoðuð í krók og kring og beitt á ný. Bleikjan vildi heldur ána- maðkinn, en allt annað, og áður en löng stund var liðin var önnur . silfurgljáandi bleikja dregin. Þetta gekk eins og í sögu. Hér var auðvitað ekki um neina stórfiska að ræða, en það var heldur ekki með því reiknað og því engin vonbrigði. Þetta varð hinn dýrlegasti dag- ur. Þegar líða tók að kveldi, hætti vélaskröltið á bæjunum. Einhverjir ungir menn hrundu báti á flot og fóru á handfæri skammt undan landi. Það var logn og hljóðbært. Piltarnir í bátnum og stúlkur upp á bæjun- um kölluðust á gamanyrðum og sungu. En væri nú ekki reynandi að veiða þorsk líka. Það voru ekki nema nokkur skref yfir kambinn. Samþykkt, og næst -köstuðum við í saltan sæ. Og viti menn, þá urðum við nú fyrst varir. Stærð- ar þorskur gein við plastfiski fé- laga míns, og þrátt fyrir allar sínar stimpingar, var honum rennt á land. Hann var reiðilegur á að sjá með uggana þanda. Hann minnti á reiðan kött og nokkrir félagar hans létu glepjast af agninu. Þetta var líflegt. En það var ekki aðeins, að félagi minn drægi fleiri þorska. Hann segir allt í einu: „Ætli það sé ekki bezt að fara að vitja um.“ En vitja um hvað? Jú. Hann hafði nú reyndar haft þrjár stengur með sér, og nú hafði hann beitt tvo öngla, kastað þeim út á vatnið og fest stangirnar tryggilega. Þriðju stöngina not- aði hann við þorskinn. Þar þætti hann tveim bleikjum við veiðina. Dagurinn var fljotur að líða og tekið að húma þegar við lögðum af stað heimleiðis með silung og þorsk, sólbrenndir og sælir bæj- armenn. — E. D. - Ýmis tíðindi Framhald af 8. síSu. urðu alls ekki varir við rjúpur, og hættu menn því von bráðar að ganga til rjúpna. Góður afli Sauðárkróki, 11. des. — Fimm eða sex dekkbátar róa héðan og er afli mjög góður. En tregari er aflinn hjá togskipunum. Atvinna er sæmileg á meðan fiskast. ÞANKAR OG ÞYÐINGAR Bandaríska skáldið og blaðamaðurinn Eugene Field (1850—1895) fékk einu sinni bréf frá ungum manni, sem var að fást við að yrkja. í bréfinu var kvæði, sem. hét: Hvers vegna lifi ég? Svarbréfið v£p- sent óðara og var á þessa leið: — Af því að þér senduð kvæðið með pósti. Enska rithöfundinum Theodor Hook (1788—1841) voru eitt sinn sögð þau tíðindi, að pólitískur and- stæðingur hans hefði kvænzt. — Það gleður mig innilega að heyra, sagði hann, en svo bætti hann við, eftir dálitla umhugsun: — Ja, hví skyldi eg nú annars gera það? Þessi maður hefur eiginlega aldrei gert mér neitt til miska. Sá gamli. Konrad Adenauer, kanslari Vestur-Þýzkalands, hefur þurft að stjórna með aðstoð annarra flokka, en síns eigin, og hefur samkomulagið stundum gengið skrykkjótt, því að sá gamli er einþykkur og ráðríkur með afbrigðum. Eitt sinn sagði einn for- ingi eins samstarfsflokksins, Kristilegra demókrata, við hann: — Já, en dr. Adenauer! Þér getið nú alls ekki heimtað, að við segjum já og amen við öllu, sem þér hafið gert upp á eigin spýtur! — Eg heimta alls ekki, að þið segið amen, svar- aði Adenauer. Eugen d’Albert (1864—1932), tónskáldið þýzka og píanistinn, var nýkvæntur, rétt einu sinni, og nú var hann á hinni venjulegu brúðkaupsferð til ítalíu. Á veitingastað nokkrum á Sikiley fengu hjónin spaghétti, sem alls ekki var mönnum bjóð- andi. Brúðguminn bragðaði aðeins á þessu, en svo greip hann diskinn og henti öllu saman út um gluggann. „Helvítis óæti,“ kallaði hann, en svo sneri hann sér að konu sinni og bætti við: „Ja, eg er þó a. m. k. orðinn það skynsamari, elskan mín, að eg skal ekki fara næstu brúðkaups- fez’ð til ítalíu, það veit sá, sem allt veit!“ Ættfærsla. Liliukalani, drottning á Hawaieyjum, kom til Bretlands á 60 ára ríkisstjórnarafmæli Viktoríu drottningar, og þá var henni boðið til Windsor- kastala. Þær spjölluðu ýmislegt saman við þetta tækifæri, drottningarnar, og sú frá Hawai gat þess m. a., að hún hefði enskt blóð í æðum. — Nú, hvernig má það vera? spurði Viktoría. — Jú, einn af forfeðrum mínum át Cook skip- stjóra, svaraði hin. Úr öskunni í eldinn. Frederik North lávarður (1732—1792) var for- sætisráðherra Bretlands í meira en áratug, og eitt sinn á meðan lian gegndi þessu embætti, sat hann í leikhúsi ásamt fleira fólki; Maður nokkur, sem sat nálægt forsætisráðherranum, teygði sig í áttina til hans og spurði: — Hver er þessi Ijóta kerling, sem var rétt að koma inn? — Hún, sagði North lávarður, það er nú konan mín. — O, herra minn, getið þér nokkurn tíma fyrir- gefið mér? stamaði maðurinn, fullur örvæntingar, eg átti ekki við hennar hágöfgi, heldur þetta óféti, sem með henni er. — Það — það er dóttir mín. Hin hinzta bón. Þegar franski rithöfundurinn Francois Rabelais (1494—1553) lá banaleguna, heyrði hann, að lækn- arnir voru að hvíslast á og ráðgera að reyna við hann nýja lækningaaðferð. Hann notaði síðustu krafta sína til þess að setjast upp í rúminu, og sagði biðjandi rómi: — Æ, herrar mínir, leyfið mér nú að deyja eðli- legum dauða. Plutarchos (uppi um 100) var grískur rithöfund- ur og heimspekingur. Hann sagði þetta: — Ónytjungar, sem settir eru í virðingarstöður, líkjast helzt líkneskjum a súlum. Því hærra sem þeir eru, því minni sýnast þeir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.