Dagur - 12.12.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 12.12.1959, Blaðsíða 8
Laugardaginn 12. desember 1959 Daguk Dómsrannsókn á Húsavík út af ókennd um dýrum, sem sáust í fyrra Hundar hræddust dýr þessi, byssukúlur unnu ekki á þeim, en all margir sáu þau Samkvæmt því er fréttir hermdu í fyrra, sást torkennilegt dýr við Heiðarhöfn í Sauðanes- hreppi á Langanesi í fyrravetur. Nokkru síðar, eða 9 nóvember, sáust tvö dýr um 70 metra frá sjó skammt frá Laxamýri í S.-Þing- eyjarsýslu. Dýr það, er fyrst sást, en það fyrrahaust. En samkvæmt eldri heimildum hafa bjarndýr gengið á land, þótt ísröndin hafi ekki sézt í góðu skyggni af fjöllum. Einstakir jakar eru stundum á sveimi, þótt samfelldur ís sé víðs fjarri. Þá er það og kunnugt, að ísbirnir eru syndir vel og með afbrigðum þolnir. Blaðið hafði tal af Jóhanni Skaptasyni sýslumanni á Húsa- vík um þetta mál nú í vikunni og telur hann það nýtt í íslenzkri réttarsögu, að dómsrannsókn hafi farið fram út af ókenndum dýr- um. Sýslumaður telur að þessi dýr hafi verið ísbirnir. Nefndakosninagr á Alþingi var um 150 metra frá bænum Heiðarhöfn, var á leið til sjávar þrjú skot hefðu hitt, en það hélt leiðar sinnár og sást ekki síðan. Björn og Vigfús Jónssynir, bændur á Laxamýri, sáu hin dýrin og komust nærri þeim, svo að ekki voru nema 15 til 20 metrar á milli. Þeir bræður höfðu með sér skozkan hund, grimman, og sendu hann til dýranna, því að þeir hugðu þetta vera kindur. En seppi kom von bráðar til baka, ýlfraði hátt, og var hrædd- ur lengi á eftir. Það kom einnig í ljós við Heiðarhöfn, að hundar höfðu mikinn ótta af dýrinu þar. Ekki bar mönnum saman um útlit dýra þessara og hefur raun- ar aldrei fengist úr því skorið, Þann 25. nóv. sl. var á Alþingi kosið í nefndir. I efri deild féllu kosningar þannig: Fjárhagsnefnd: Karl Kristjánsson, Björn Jóns- son, Jón Þorsteinsson, Magnús Jónsson og Olafur Björnsson. Samgöngumálanefnd: Ólafur Jóhannesson, Sigurvin Einarsson, Friðjón Skarphéðins- son, Jón Árnason, Bjartmar Guðmundsson. Landbúnaðarnefnd: Ásgeir Bjarnason, Páll Þor- steinsson, Jón Þorsteinsson, Sig- urður Ó. Ólafsson, Bjartmar Guðmundsson. Sjávarútvegsnefnd: Sigurvin Einarsson, Björn Jóns son, Eggert Þorsteinsson, Kjartan Jóhannsson, Jón Ámason. Á fundi sameinaðs þings 5. des. var kosið í 20 nefndir, stjórnir og ráð. Stjórnarflokkarnir báru jafnan fram sameiginlegan lista, en stjórnarandstaðan hafði sam- starf um kosningu í stjórn at- vinnuleysistryggingarsj óðs. Kosn ingar féllu þannig: Menntamálaráð: Kristján Benediktsson, Magnús Kjartansson, Helgi Sæmundsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Birgir Kjaran. Varamenn: Jóhann Frímann, Sigurður Guðmundsson, Gunnlaugur Þórð arson, Baldvin Tryggvason, Eyj- ólfur K. Jónsson. Stjórn vísindasjóðs: Halldór Pálsson, Þorbjörn Sig- urgeirsson, Einar Ól. Sveinsson, Ármann Snævarr. þegar menn komu auga á það. Skotið var á það og fullyrt, að hvort hér hafi ísbirnir verið á ferð eða ekki. , Að beiðni Finns. Guðmunds- sonar tók sýslumaður Þingeyinga skýrslur af þeim Laxamýrar- bændum og lagðar hafa verið fram teikningar af hinum óboðnu gestum og þykir margt til þess benda, að um birni hafi verið að ræða. En ólíklegt er það þó öðr- um þræði. Bjarndýr hafa ekki gengið hér á land síðan frosta- veturinn 1918, svo að fullvíst sé. Ekki var neinn ís nærri landi í DANSINN Brezki stjómmálamaðurinn Ernest Bevin, (1881—1951, utan- ríkisráðherra í stjórn Attlees og lengi verkalýðsforingi), var eitt sinn í veizlu með Winston Churchill. Þetta var árið 1945, er kosningabaráttan stóð sem hæst. Það var dansað eftir borðhaldið, og Bevin var hinn duglegasti, en Churchill sat rólegur og spjall- aði við gamla konu, um leið og Iðnaðarnefnd: Hermann Jónasson, Ásgeir Bjarnason, Eggert Þorsteinsson, Kjartan Jóhannsson, Magnús Jónsson. í neðri deild eru nefndir þann- ig skipaðar: Fjárhagsnefnd: Skúli Guðmundsson, Einar Ol- geirsson, Sigurður Ingimundar- son, Jóhann Hafstein, Birgir Kjaran. Samgöngumálanefnd: Björn Pálsson, Lúðvík Jóseps- son, Benedikt Gröndal, Jónas Pétursson, Sigurður Ágústson. Landbúnaðamefnd: Ágúst Þorvaldsson, Karl Guð- jónsson, Benedikt Gröndal, Jónas Pétursson, Gunnar Gíslason. S jávarútvegsnefnd: Gísli Guðmundsson, Lúðvík Jósepsson, Birgir Finnsson, Pét- ur Sigurðsson, Matthías Matthie- sen. Varamenn: Kristján Karlsson, Tómas Tryggvason, Steingrímur J. Þor- steinsson, Páll Kolka. Áf engisvamarráð: Gunnar Árnason, Guðlaug Narfadóttir, Kjartan Jóhannsson, Magnús Jónsson. Varamenn: Eiríkur Sigurðsson, Hörður Gunnarsson, Sveinn Helgason, Páll Daníelsson. Stjórn atvinnuleysis- tryggingarsjóðs: Hjálmar Vilhjálmsson, Eðvarð Sigurðsson, Óskar Hallgrímsson, Kjartan Jóhannsson. Varanienn: ^Guttormur Sigurbjörnsson, Hannes Stephensen, Magnús Ást marsson, Jóhann Hafstein. Útvarpsráð: Þórarinn Þórarinsson, Bjöm Th. Björnsson, Benedikt Grön- dal, Þorvaldur G. Ki’istjánsson, Sigurður Bjarnason. hann horfði á dansinn. Allt í einu spurði konan hann: — Heyrið þér mig, hr. Churc- hill, hvaða dans er það, sem hr. Bevin dansar? Iðnaðamefnd: Þórarinn Þórarinsson, Eðvarð Sigurðsson, Sigurður Ingimund- arson, Jónas Rafnar, Ragnhildur Iielgadóttir. Varamenn: Rannveig Þorsteinsd., Magnús Kjartansson, Stefán Júlíusson, Valdimar Kristinsson, Kristján Gunnarsson. — Þetta er enginn dans, frú mín góð, sagði Churchill, þetta er verkalýðshreyfinjJ. Elzti maður landsins látinn Þann 10. þ. m. andaðist að heimili sínu, Lambanesi í Fljót- um, Kristján Jóh. Jónsson, á 105. Heilbrigðis- og félagsmálanefnd: Jón Skaftason, Hannibal Valdi marsson, Birgir Finnsson, Guð- laugur Gíslason, Gísli Jónsson. Menntamálancfnd: Björn Fr. Björnsson, Geir Gunn- arsson, Benedikt Gröndal, Alfreð Gíslason, Ragnhildur Helgadóttir. Tryggingarráð: Helgi Jónasson, Brynjólfur Bjarnason, Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson, Kjartan Jóhannsson, Gunnar Möller. Varamenn: Bjarni Bjarnason, Laugarvatni, Björgvin Guðmundsson, Ágúst Bjarnason, Þorvaldur G. Krist- jánsson. aldursári. Var hann elzti maður landsins og hafði skýra hugsun og minni fram á síðustu ár. Kristján fékk hægt andlát. Allsher j arnefnd: Björn Fr. Björnsson, Gunnar Jóhannsson, Sigurður Ingimund- arson, Alfreð Gíslason, Einar Ingimundarson. Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga: Jörundur Brynjólfsson, Björn Jóhannson, Jón Pálmason. Bruninn á Hófel Akureyri 1901 Árið 1901, 18. desember, var eg sendur til Akureyrar í verzlun- arerindum. Eg var þá 17 ára, en búsettur fram í Sölvadal. En þá var það altítt, ef færið var gott, að menn fóru gangandi til Akur- eyrar fyrir jólin, vanalegu höfðu menn lítinn sleða í eftirdragi, annað hvort skíðasleða eða lítinn meiðasleða. Þennan dag, 18. des., lagði eg af stað að heiman með lítinn sleða.. Farangur á sleðanum var mest prjónasaumur. — Færið var gott fyrir gangandi mann, hjarn og svellalög og árnar ísi lagðar. Klukkan var að vefða 6 er eg kom til Akureyrar, svo að eg gat ekki verzlað með prjónasauminn, dví að það var búið að loka búð- um. Eg fór því til Vigfúsar verts, eins og hann var nefndur í dag- legu tali, og baðst gistingar, og var það auðsótt mál, en sleðann með prjónasaumnum á, þurfti eg einnig að fá geymdan, en það gekk í nokkru þófi að eg fengi þann stað, sem mér fannst örugg- ur fyrir fingralöngum ferða- mönnum. Að síðustu tóku þeir Einar Gunnarsson og Stefán Sig- urðsson dótið af mér til geymslu, settu það undir stiga, sem lá úr forstofunni upp á næstu hæð, en búðin þeirra var rétt norðan við innganginn, og bjóst eg við að verzla við þá daginn eftir. Um kvöldið var mér vísað á rúm í stofu, sem var uppi á næstu hæð í suðvesturhorni. Þar voru 4 rúm, tvö við súðhlið og tvö við norð- urgaflinn. Á norðurhliðinni hékk 10 línu olíulampi, var hann rétt yfir höfðalaginu á því rúmi, sem var í norðausturhorni stofunnar. Þessi lampi átti að gefa næga birtu. Eg var þreyttur af göng- unni og vildi setjast snemma að. Þegar eg kom inn í stofuna voru þar tveir fyrir. Eg þekkti ekki nema annan, hann hét Vigfús Einarsson og átti heima frammi í Saurbæjarhreppi. Rúmið, sem hann fékk, var í norðausturhorni stofunnar. Þegar við, þessir þrír, vorum allir háttaðir, kemur eldri maður inn með stóra selskinns- tösku undir hendinni, sá eg strax að hann var töluvert drukkinn. Hann átti þetta rúm, sem var rétt undir lampanum. Settist hann á rúmið og opnaði tösku sína og fór að borða, sýndist mér hann hafa sviðakjamma. En þá fór Fúsi, nágranni hans í rúminu á móti, að reisa sig upp til hálfs og mæltist til þess að hann gæfi sér bita, en Fúsi var annálaður matmaður. Þessi alskeggjaði gamli maður tók þessari bón illa, og kvaðst ekki gefá honum svo mikið sem beinið. Jókst þessi senna þeirra, þar til gamli mað- urinn var orðinn reiðui'. Það var það síðasta, sem eg heyrði til þeirra, að hann óskaði eftir því að þetta dj........ hús brynni með öllu sem í því væri um nótt- ina. Þóttu mér þetta Ijótar kvöldbænir, breiddi því upp fyrir höfuð og sofnaði. Klukkan 5 um morguninn vaknaði eg. Þá lifði ljós á lamp- anum og var eg nokkuð hissa. Mér fannst eg vera búinn að sofa út, enda var ferðahugur í mér, eg ætlaði að taka daginn snemma. Fljótt tók eg eftir því, að það vai' einhver ónota lykt í stofunni, mér fannst það helzt vera bruna- lykt, og eg hvima í allar áttir, en það sást enginn reykur. Eftir nokkra athugun sá eg svartan blett á loftinu yfir lampanum. Datt mér í hug að loftið væri að ofhitna, fór fram á gólf og steig upp á rúmstokkinn hjá gamla manninum og rak fingurinn í svarta blettinn, en um leið rek eg fingurinn í gegnum og eldgus- an kemur rétt yfir andlitið á þeim gamla. — Varð honum heldur bylt við, hentist eins og fjöður fram á gólf, hrækti og skyrpti. Við þetta vöknuðu allir, enda kom voða hvinur þegar loftstraumurinn komst upp um gatið. Þá magnaðist eldurinn óð- fluga. Eg dreif mig í fötin og hentist um allan ganginn, kallaði að eldur væri í þessu herbergi. Eftir litla stund voru allir komn- ir á flakk, bæði á efri og neði'i hæðinni. Hesthúsið var áfast og innangengt í það suður úr veit- ingastofunni, en hún var fyrir þá óæðri í kjallaranum. Varð það fyrsta verk ferðamanna að forða hestum og farangri út úr hest- húsinu. Brátt stóð allt í björtu báli. Framhald d 5. siðu. Lindin blá \ Þú Ijóðar enn við lága þúst í heiði, lindin blá, min ceskuvina góð. i Þótt nú sé farinn bernskubær í eyði bý eg vel að fornri draunmglóð. I Hve liðnar stundir lifa mér í huga \ og leika eins og börn um sólríkt vor, 1 það eitt er nóg, til yndis mér að duga; í endurminning rek eg gömul spor. I Þinn ómur hlýnar yf ir rústum köldum í i eyðidalsins þröng, mín lindin blá. \ Hver horfin mynd, á tíbrá töfra-öldum titrar nýjust, þínum strengleik frá. I Nú sé eg rísa úr rofum týndra heima röðul alls hins bezta er hjartað á. Þú söngst mér Hkn í djúpum dapur-geima. Dreym mig oftar heim, ó lindin blá! í g_ i) i ■ 11111111 iii 11111111111111■1111111■11■1111111111111n111111■11111111111111111111■1111111111■111■■111■111111111■111ii1111111111111■11»

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.