Dagur - 19.12.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
KaupiS Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 23. desember.
XLII. árg.
Akureyri, laugardaginn 19. desember 1959
72. tbl.
Enskir áftu engan öxul í Kaidbak?
Eins og sagt hefur verið frá í
fréttum, seldi Akureyrartogarinn
Kaldbakur í Grimsby 14. þ. m.
Aflinn var 158 lestir og fyrir
hann fengust 10884 sterlingspund.
En síðan fór togarinn í slipp
þar úti. Þar var hann öxuldreg-
inn og kom í ljós að öxullinn var
ónýtur. Hann var settur í skipið
í Þýzkalandi fyrir þremur árum.
En þegar átti að skipta um öxul-
inn, áttu Bretar engan falann,
svo ótrúlega sem það nú hljómar.
Þá varð að ráði, að fá öxul frá
Reykjavík og mun hann hafa
verið sendur út með flugvél í
gær.
Vegna þessarar tafar er sýnt að
Kaldbakur verður ekki í heima-
höfn um jólin, en er væntanlegur
milli jóla og nýárs. Hinir Akur-
eyrartogararnir verða hér á jól-
um.
Harðbakur landaði hér á Ak-
ureyri 15. des. 126 tonnum af
heimamiðum. Hann er á veiðum,
en kemur heim fyrir jól.
Svalbakur landaði ca. 140
tonnum í gær og fer í smávegis
viðgerð, en heldur væntanlega á
miðin eftir jól.
Sléttbakur landar hér senni-
lega á mánudaginn. Togararnir
hafa allir veitt á heimamiðum.
Stopul vinna hefur verið í
Hraðfrystihúsi U. A. um hálfs
annars mánaðar skeið. Því valda
ógæftir, fiskileysi bg enfremur,
að togararnir hafa farið nokkrar
söluferðir með afla sinn.
Fitnmfán þúsund lífrar af rjóma
fil Reykjavíkur í dag
Sunnlendingar fullnægja ekki neyzluþörf Rvík-
ur - Smjörbirgðir mjög takmarkaðar í landinu
Bærinn á Stórhöfða. Séð inn í Herjólfsdal. — (Ljósmynd: Sn.).
Gert var ráð fyrir því í gær-
kveldi, að í dag yrðu sendir héð-
an frá Akureyri 12—15 þúsund
lítrar af rjóma til Reykjavíkur á
tveim til þremur bílum. — Er
ánægjulegt að geta hlaupið undir
bagga með sunnlenzkum fram-
leiðendum og höfuðborgarbúum
um jólin. Auk þess verður rjómi
sendur til Aust- og Vestfjarða
eins og um fyrirfarandi jól.
í haust og vetur hefur mjólk
verið flutt til höfuðstaðarins úr
Húnavatnssýslum og héðan frá
Akureyri. En nú er mjólkur-
framleiðslan að aukast syðra, svo
að sennilega, og vonandi, er ekki
þörf á að framhald verði á þess-
um dýru flutningum suður yfir
fjóll.
Eins og menn muna, varð sum-
arið sunnanlands eitt hið erfið-
asta til heyöflunar, svo að miklu
munar í framleiðslu mjólkur nú
í vetur. Þetta minnir okkur al-
varlega á þá staðreynd, að í engu
má út af bera, svo að ekki verði
skortur á neyzluvörum frá land-
búnaðinum. Hið mikla umtal og
vangaveltur um offramleiðslu
landbúnaðarins, og um nauðsyn
þess að fækka bændum um
helming og þar fram eftir götun-
um, var út i hött.
í landinu eru mjög litlar
smjörbirgðir og óvíst hvort full-
nægt verður neyzluþörfinni. —
Hins vegar munu ostar vera
nægilega miklir fyrir innan-
landsneyzluna.
Engar mjólkurvörur hafa verið
fluttar út á þessu ári, nema eitt-
hvað af kaseini, sem f ramleitt var
á mjólkurbúum á Norðurlandi.
Sennílega hægl að ma
Tilraunir við íslenzka staðhætti þola ekki bið.
Erlendis hafa opnazt nýir möguleikar við eldi
lax og silungs með margþættum tilraunum
Þcr GuSjónsson veiðimálastjóri
sagði h'tillega frá lax- og silungs
veiði á þessu ári í útvarpi í fyrra
kvöld. Ýmsar upplýsingar hans
voru mjög athyglisverðar.
Metveiði í ár.
Á þessu ári var metlaxveiði
hér á landi og afbragðs silungs-
veiði í Þingvallavatni og Mý-
vatni. Veður var óhagstætt hvað
laxveiði á stöng snerti fyrri hluta
veiðitímans, en síðari helming
hans var það ágætt sunnan- og
vestanJands. Laxveiði á stöng var
bezt í águstmánuði nú þriðja árið
í röð, en venjulega er júlí beztur.
Góðir f jármenn eiga fallegt fé. Þessa þrílembu fékk Ragnar Guðmundss., Vökuvöllum, af í jalli í liausl.
(Ljósmynd: E. D.).
Miðf jarðará bezt.
Veiði á stöng í flestum ám var
ágæt, en þó langbezt í Miðfjarð-
ará, Laxá í Ásum og á Blöndu-
kerfinu. Veiðin í Miðfjarðará var
tæplega þrisvar sinnum meiri
heldur en í meðalári. Hin góða
veiði á vatnasvæði Blöndu má
teljast árangur af ræktun Veiði-
félags Blöndu, en vatnasvæðið
var talið laxlaust af flestum, þeg-
ar félagið hóf starfsemi sína fyrir
um aldarfjórðungi.
Sjóbirtingsveiðin sunnanlands
hefur verið með minna móti í
sumar, en veiði vatnasilungs hef-
ur verið ágæt í mestu veiðivötn-
um landsins, þ. e. Þingvallavatni
og Mývatni. Murtuveiðiin í Þing-
vallavatni í haust var mjög mikil.
Veiddust rúmlega 40 tonn af
murtu og var mestur hluti henn-
ar soðinn niður til útflutnings.
Hátt verð.
Verðlag á laxi og silungi heíur
verið svipað og í fyrra innan-
lands, en á árinu 1958 fékkst um
þriðjungi betra verð að meðaltalí
fyrir þann lax, sem fluttur var
út. í ár er búið að flytja út um
20 tonn af laxi og silungi, bæSi
ísuðum, frystum og niSursoSnum.
Nokkuð er enn óselt af laxi og
silungi til útlanda af framleiðslu
þessa árs.
Eldisstöðvar.
Ný e^disstöð fyrir lax hcf starf-
semi sína á þessu ári og eru því
eldisstöðvarnar hér orðnar fjórar
talsins. Tilraun með fóðrun laxa-
seiða fór fram á vegum VeiSi-
málastofnunarinnar í eldisstöð
Rafmagnsveitu Reykjavíkur við
ElliSaár. \
AS fiskírækt hefur veriS unnið
á svipaðan hátt og á undanförn-
um árum. Laxaseiðum var sleppt
í margar ár víðs vegar um land-
ið, bæði kviðpokaseiðum og sum-
argömlum sleppiseiðum. Fisk-
vegagerð hefur engin verið í
sumar, en í undirbúningi eru
lagfæringar og endurbyggingar á
nokkrum stigum.
Þekktur sérfræðingur í fiski-
rækt, dr. Lauren R. Donaldson
ferðaðist hér í sumar. Hann taldi
mikla möguleika hér á landi. —
Sérstaka áherzlu lagði hann á
ræktun laxaseiða með það fyrir
augum að sleppa þeim í sjó, þeg-
ar þau hafa náð göngustærð og '
veiða síðan laxinn á göngum upp
í ferskt vatn, þegar hann kæmi
aftur fullþroska úr sjó. Með
þessari aðferS má stórauka laxa-
Framhald á 8. siðu.
Norðmenn kaupa tyggi-
gúmmí frá Ákureyri
Súkkulaðiverksmiðjan Linda á
Akureyri er fyrsta sælgætisverk-
smiðjan, scm hefur selt fram-
ieiðslu sína erlendis.
Norðmenn hafa keypt eina
milljón af tyggigúmmíplötum frá
Lindu fyrir 40 þús. kr. norskar
og vilja auka viðskiptin stórlega.
Linda er líka eina sælgætisgerS
landsins, sem framleiðir þessar
tyggigúmmíplötur að amerískri
fyrirmynd.