Dagur - 19.12.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1959, Blaðsíða 8
8 Laugardaginn 19. desember 1959 Baguk Hugsjónastefnur og sambúð þjóða Fyrir fáeinum dögum var dreift ávarpi á €—7 millj. heimili í Sví- þjóð, Danmörku, Noregi, Finn- landi, Færeyjum, Grænlandi og Islandi. Ávarp þetta er skrifað til að varpa ljósi á það hugsjónastríð, sem nú er háð í heiminum, og það á veita jákvæð viðbrögð öll- um mönnum og þjóðum, og er miðað við þá von mannanna, að friður og frelsi megi ríkja í heiminn, og mikill fjöldi á Norð- urlöndum vill vinna að. Landleiðin til Reykja- víkur enn opin Samkvæmt upplýsingum Ferða skrifstofunnar á Akureyri í gær, var vegurinn frá Akureyri til Reykjavíkur enn opinn og greið- fær, að undanskildum kafla á norðanverðri Oxnadalsheiði. En þar átti að hreinsa í gær. Á Holtavörðuheiði var einhver snjór, en þar var leiðinni haldið opinni. Til Húsavíkur er fært um Dalsmynni og innanhéraðs eru allar leiðir opnar og flestar snjó- lausar ,en víða hálka. Það sem af er hafa ekki telj- andi truflanir orðið á mjólkur- flutningum og löngum opnar leiðir um flesta vegi hér á Norð- urlandi. r Astaraugun Frægar ástarsögur frá ýmsum löndum. Guðmundur Frímann skáld á Akureyri valdi og þýddi. Útgefandi: Útgáfan Dögun á Akureyri. Þótt ekki hafi verið getið allra bóka, sem blaðinu berast nær daglega og ekki tök á því, er skylt að minnast á þessa nýút- komnu bók, „Ástaranugun". Enginn þarf að fela hana fyrir maka eða börnum. í henni eru 13 ástarsögur og eftir nær jafn marga höfunda, og margar sög- urnar eru fagrar. Þýðandinn hefur ekki látið leiðast út í þá freistni að velja sóðaleg eða klúr viðfangsefni. Hvergi er þar slegið á lægstu strengi mannlegra hvata með blygðunarlausum lýsingum á samskiptum manns og konu. — Hvergi er ástin svipt dul og töfr- um. Þýðandinn er næmur á mál og stíl, svo sem kunungt er. Hin nýja bók verður að teljast góð bók, jafnvel mjög góð bók. Ástin er alltaf jafn nýtt yrkisefni skáldanna og verður það á meðan helgustu tilfinningar og dýpsta sæla er ekki fótum troðin og auri orpin af kaldrifjaðri efnishyggju og dýrkun ljótleikans. Hafi þýðandinn þökk fyrir þessa bók. — E. D. Ullarvettlingar dömu, herra og barna VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Gáfuðum forvígismönnum Sið- væðingarinnar er ljóst, að sið- ferðisþróttur mannanna er fyrsta skilyrði fyrir nýjum og betri heimi, sem allir þrá. Þeim er líka ljóst, að hatur og ótti opnar leiðir kúgaranna, í hvaða mynd sem er, og gerir þær stuttar og fljótfarn- ar. Fólk ætti að kynna sér boð- skap Siðvæðingarinnar í ávarpi því eða bæklingi, sem áður getur og nefnist „Hugsjónastríð og sambúð þjóða.“ Meðfylgjandi nöfn þekktra manna, sem fylgja ávarpinu úr hlaði, eru nokkur trygging fyrir því, að það sé ómaksins vert að kynna sér efni og anda Siðvæðingarinnar. Hans Bjerkholt, framkv.stj. Alþýðusambands FCO, Noregi. Einn stofnandi norska kommúnistaflokksins, nú í Verkamannaflokknum. Margit Borg-Sundman, þingmaður, formaður miðstjórnar Bandalags kvenna í Finnlandi. Erling Börresen, bankastjóri Noregsbanka. James Dickson, stallari konungs, þingmaður, Svíþjóð. Johan Görresen, forstj., Noregi. Christian Harhoff, útgerðai'maður, Danmörku. Bengt Jonzon, fyrrv. biskup, Svíþjóð. Jörgen Jörgensen, varabankastj óri Verkalýðsbank- ans, Danmörk. Ole Björn Kraft, þingmaður, fyrrv. utanríkisráðh., Danmörku. Lennart Segerstrale, listamaður, Finnlandi. John Söderlund, framkv.stj. Sænska flutninga- verkamannasambandsins. Sveinbjörn Jónsson, forstjóri, Reykjavík. Góður árangur skauta- manna á Akureyri Á innanfélagsmóti Skautafélags Akureyrar, sem haldrð var hjá Stórholti í Hrafnagilshreppi 13. þ. m., náðist mjög góður árangur í skautahlaupi, enda góð skilyrði. 500 m. — A-flokkur. Björn Baldursson .........47.8 Bezti tími settur hérlendis. ísl. met á hann sjálfur, sett í Lille- hammer í Noregi, 46.6. Sigfús K. Erlingsson........49.2 Örn Indriðason .............50.8 500 m. — B-flokkur. Þórhallur Karlsson .........61.1 Kristján Árnason .......... 69.3 3000 m. Björn Baldursson ........ 5.41.1 Bezti tími settur hérlendis. fsl. met setti hann í Þrándheimi, 5.34.1. Örn Indriðason ..........5.48.7 Sigfús Erlingsson ...... 5.50.0 Ofanskráðir tímar, svo snemma vetrar, gefa vonir um mikinn ár- angur skautamanna á Akureyri síðar á vetrinum. ■■•■iiiiiiiiiiiittiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiililiiliiiiilliiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiii 1111111111111111111111"* KVEÐIÐ EINN GOÐAN VEÐURDAG. Svo er nú vetrarveðrið heitt að við erum hætt að trúa neitt á harðinda ugg, sem ávallt brást, og einkum þó veðurspána, er skammdegis-gróðurskúrir sjást og skaflar í fjöllum þána. 15 Og það mér virðist, í þetta sinn, þegar svo hlýr er veturinn, golan svo mild og grundin auð og grænkar í kringum hæi, að jól verð! hvorki hvít né rauð heldur í grænna lagi. Menn vissu dæmi þess veðurlags, frá veturnóttum til eldadags, að fannir og klaki, linnulaust, við langþreyttum sjónum blöstu, en nú eru túnin hirt um haust og heyjað á jólaföstu. Oft var það svo að enginn dró, obbann af vetri, bein úr sjó, þá hafísinn lagði hafþök frá Horni að Sléttugrunni. En nú stendur höndum einum á að aflann menn nýta kunni. Fyrir svella og fanna skort fá þeir, er iðka vcfrarsport, æfingasvæði engin spurt innan nálægra sveita, og verða því einatt eitthvað burt í önnur kjördæmi að Ieita. En bezt er að geyma lilýjan hött, hríðarmussu og ullarvött, ekki þarf svo að hræðast hót hann, sem á slíku lumar ef skyldum við halda skíðamót eða skautakeppni — í sumar. DVERGUR. iiai 111111111111111111111111111111 ■iiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiii,iii n ,,i, Miimiiiii ii,i,,,,,,,,, nmmuMMmMnnnitMnni' Samsöngur Karlakórs Akureyrar Heppnin var með þeim Eftir 6 spilakvöld Iðju hér á Akureyri varð Friðrika Tryggva- dóttir, Brekkugötu 15, sigurveg- arinn og hi'eppti fyrstu verðlaun, tvo farmiða með einhverju SÍS- skipanna til meginlandsins. Önn- ur verðlaun hlaut Ósk Óskars- dóttir, Strandgötu 45, en þriðju verðlaun, skíðaskó, hlaut Ingi- björg Björnsdóttir, Hvoli. Frið- rika fékk 1035 slagi, Ósk 994 og Ingibjörg 982 slagi. - Laxveiðin Framhald af 1. siðu. framleiðsluna og flytja laxinn út í meira mæli en áður til þess að: auka gjaldeyristekjur þjóðarinn- ar. Arðvænleg atvlnnugrein. Skilyrði til þess að taka upp nýjungar í fiskirækt eru ekki fyrir hendi hér nema að litlu leyti, en ráða verður bót á því ástandi hið fyrsta, með því að veita meira fé en nú er gert til vísindalegra tilrauna með fiski- ræktaraðferðir og skapa aðstöðu til að framkvæma slíkar tilraunir með því að koma á fót tilrauna- eldisstöð, sem hið opinbera ætti og ræki, enda er svo ráð fyrir gert í lögum um lax- og silungs- veiði, að ríkið reisi slíka eldis- stöð. Þetta mál er mjög aðkall- andi, þar sem hér er um nýja, arðvænlega atvinnugrein að ræða. Kirkjan. Messað á Akureyri kl. 5 e. h. n.k. sunnudag. Sálmar nr.: 74 _ 89 — 106 — 76 — 90. — Ath. breyttan messutíma. K. R. Hátíðamessur í Möðruvalla- klaustursprestakalli. Jóladag kl. 2 e. h. á Möðruvöllum og kl. 4.30 e. h. að Bægisá. — Annan í jólum kl. 2 e. h. á Bakka. — Þriðja í jólum (sunund. milli jóla og ný- árs) kl. 4 e. h. í Skjaldarvík. — Nýársdag kl. 2 e. h. í Glæsibæ. — Guðsþjónusta á gamlaársdag verður boðuð síðar. — Sóknar- prestur. Möðruvallakl.prcstakall. Flótta- mannahjálpinni hafa borizt þess- ar gjafir: Sö.fnun í Bakkakirkju kr. 1.075.00, frá börnum í Skriðu- hreppi kr. 200.00, í Hjalteyrar- skóla kr. 350.00, frá Kristínu Kristjánsdóttur kr. 100.00, Sól- veigu Sigurjónsdóttur kr. 100.00, Sigríði Einarsdóttur kr. 200.00, N. N. kr. 40.00, Ni N. kr. 40.00. — Samtals kr. 2.105.00. Beztu þakk- ir. — Zíon. Samkoma jóladag kl. 8.30 e. h. Allir hjartanlega velkomnir. Síldarspilið KAPPFLUGIÐ VEÐHLAUPIÐ Allt í einum kassa. Mjög hentugt til jólagjafa. Raftækjaverzlun Viktors Kristjánssonar Um síðustu helgi hélt Karlakór Akureyrar samsöng í Nýja-Bíó, bæði á laugardaginn og sunnu- daginn. Söngstjóri var Áskell Jónsson, einsöngvari Jóhann Konráðsson og undirleikari Kristinn Gestsson. Söngurinn var fremur þungur framanaf, en batnaði þegar á leið. Honum var ágætlega tekið, en hinn mikli annatími nú fyrir jól- in er öðrum tímum erfiðari til að fá fólk til að hlusta, og kom þetta Skóli og „vinaskip“ Árið 1953 völdu skólabörnin í Barnaskóla Akureyrar sér Hvassafell sem vinaskip. Síðan hafa börn, skóli og skip þetta skipzt á gjöfum. Skipverjar hafa fært skólanum ýmsa sjaldgæfa muni og skrifað löng og skemmti leg bréf frá fjarlægum stöðum, en skólinn hefur bætt og aukið bókakost farmanna. í gærmorgun voru litlu-jólin haldin í skólanum. Sjómennirnir höfðu sent skólanum fagurt jóla- tré og var búið að setja það upp og lýsa það. Barnaskóli Akureyrar var fyrsti skóli landsins, sem eignað- ist „vinaskip“, og er reynslan af því hin ánægjulegasta. greinilega í Ijós, því að húsið var ekki fullskipað. Sumir halda því fram, að karlakóramir, bæði hér og ann- ars staðar, séu í lægð þessi árin. Án þess að leggja dóm á það, var þessi samsöngur ekki því marki brenndur. Hins vegar gæti það verið til athugunar, hvort karla- kórarnir sniðgangi ekki of hin hressandi, djörfu og fjörugu lög, sem beint eru ætluð fyrir karla- kóra. Hér ætti e. t. v. við að segja: Meira líf og fjör. Margt var vel um söng kórsins. Hann hljómaði víða mjög vel, svo sem í Kvöldljóði Árna Björns- sonar, og hann náði valdi á hinu glæsilega lagi „Rændur koss‘ eft- ir Holger Wiehe. Fyrsti tenór hefur yfir mestum glæsibrag að ráða af röddum kórsins. Einsöngur Jóhanns Konráðs- sonar hefur stundum verið betri. E. e. v. hefði hann notið sín bet- ur í þessu lagi með píanóundir- leik aðeins. Söngstjórinn, Áskell Jónsson, er án efa mikilhæfur stjórnandi og hefur öryggi hans vaxið að mun hin síðari ár. Kórinn hafði góða aðstoð í ná- kvæmum og smekklegum undir- leik Kristins Gestssonai'. jmíMEÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.