Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 1
BLAÐ £ Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. i XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 23. desember 1959 DAGUR kemur næst út fimmtu- daginn 7. janúar 1960. 73. tbl. Litlu-jólin í Barnaskóla Akureyrar 1959. Börn og kennarar í aðalsal skólans. Lúðrasveit skólans leikur undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Allir syngja „Heims um ból' Ný fluQvél Loftleiða komin Greinargerð frá Osta- og smjörsölunni Hlaut nafnið Leifur Eiríksson. Tekur 80 farþega Á mánudaginn kom önnur hin nýja flugvél Loftleiða til Reykja- víkur. Áhöfnjin, var íslenzk og flugstjórinn Kristínn Olsen. Vélin er sú stærsta í íslenzka „loftflotanum" og tekur 80 far- þega, og er öll hin glaesilegasta. Breyta má sætum vélarinnar og f jölga þeim upp í 100. Kaupverð var 14—15 millj. kr. og þykir hagstætt. Með þessari nýju og stóru millilandaflugvél eykst sætafjöldi í vélum Loftleiða upp í 200. Félagið átti 2 Sky- master-flugvélar fyrir, sem hver um sig hefur 60 sæti. Hin nýja flugvél ber nafnið Leifur Eiríksson. Út af mummælum blaða og út- varps í sambandi við dóm sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur, sem upp var kveðinn 3. þ. m. í máli ákæruvaldsins gegn stjórn- armönnum Osta- og smjörsöl- unnar s.f., óskum vér að gera þessar athugasemdir: I. Með nefndum dómi var stað- fest, að fullkomlega er heimilt að pakka öllu gæðasmjöri í sams konar umbúðir, án þess að geta um framleiðanda. þessum þætti ákærunnar.“ II. Dómurinn hefur engin ákvæði að geyma þess efnis, að vöruhelitið „gæðasmjör“ sé al- mennt ólögmætt, þannig að oss beri að leggja það niður. III. Dómurinn taldi hins vegar, að niðurstöður rannsókna sýnis- horna af smjöri, sem lagðar voru fram í málinu, sýndu, að „veru- leg brögð“ hefðu verið að því, „að smjör er selt hefur verið sem „gæðasmjör“, hefur ekki uppfyllt þær kröfur, sem gera verður til vöru, verðugrar þess heitis“, eins og þetta er orðað í dómnum. Fyr- ir þetta var hverjum stjórnar- manna Osta- og smjörsölunnar s.f. gert að greiða 1.000 króna sekt. Stjórnarmenn Osta- og smjör- sölunnar s.f. hafa nú óskað eftir því, að þessum dómi verði áfrýj- að til Hæstaréttar, vegna þess að þeir telja, að grundvöllur sá, sem sektardómurinn er byggður á, •—- þ. e. niðurstöður rannsókna At- vinnudeildar Háskólans, — sé mjög óábyggilegur. Hæstiréttur mun væntanlega skera úr um þetta atriði á sínum tíma, en vegna blaðaskrifa þykir oss samt ekki verða hjá því komizt, að taka nú þegar þetta fram: 1. Jakob Vikse, mjólkurfræð- ingur, sem stjórnað hefur mati smjörs hjá oss, hefur skýrt frá því fyrir dómi, að við mat þetta hafi verið fylgt sömu reglum og við mat á útflutningssmjöri í Noregi, en þeim reglum hefur einnig verið fylgt við smjörmat í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. f málinu var lögð fram greinar- gerð Jakobs Vikse um það, með hverjum hætti smjörinu hafi ver ið gefnar einkunnir þær, sem liggja til grundvallar flokkun þess eftir gæðum. Of langt mál yrði að rekja þessa greinargerð ítarlega hér, en þó skal bent á eftirtalin atriði: Smjörinu eru gefnar 3 eink- unnir: 1. Fyrir útlit, pökkun o. fl. 2. Fyrir þéttleika eða gerð (,,konsistens“). 3. Fyrir lykt og bragð. Samtals eru notuð 40 gallaheiti í sambandi við þessa 3 eiginleika smjörsins, 14 um lið 1, 6 um lið 2, og 20 um lið 3, og verður því einkunnagjöfin sveigjanlegust að því er varðar þann lið (lykt og bragð). Fyrir hvern nefndra þriggja eiginleika fær smjörið einkunn, venjulega 6—14, sem er hámark. Síðan eru einkunnirnar lagðar saman og aðaleinkunn fundin með því að deila í útkom- una með 3. Sé aðaleinkunnin 9,5 eða hærri, telzt smjörið 1. flokks, en sé hún lægri, en þó ekki lægri en 6, fer smjörið í 2. flokk. Til þess að framkvæma svo nákvæmt mat, sem nú hefur verið lýst, þarf að sjálfsögðu sér- fróða og vel þjálfaða menn. Um atriði eins og lykt, bragð, útlit og þéttleika smjörs getur leikmenn að sjálfsögðu greint á, ekki hvað sízt þó um bragð. Einn vill hafa smjörið salt, annar dauft, einn vill hafa það súrt, annar án súr- keims, o. s. frv. Hins vegar hefur Framhald d 5. siðu. Berserkjasveppurinn er læknis- dómur við áfján sjúkdómum Jochum Eggertsson fann ber- serkjasvepp vestan við Bjarkar- lund sl. sumar. Guðmundur frá Miðdal sendi honum þá skeyti: „Sveppirnir eitraðir, má ekki nota í mat.“ Jochum svaraði um hæl með símskeyti. Þar segir, að sveppirnir séu ekki eitraðir, heldur hafi þeir lækningamátt gegn 18 sjúkdómum: Mæðiveiki, máttleysi, minnisleysi, nízku, leti, fjármissi, fylliríi, tízku, fram sókn, íhaldi, asnalegu brokki, klámi, heimsku, kjaftæði, kæruleysi, rokki, ormi og vall- gangi. Svo bætir Jochum við, að sveppirnir vaxi aðeins í Nesja- mennskunnar nýja mæðiveiki- hólfi, sýnilega sendir af forsjón- inni í tilefni mæðiveikinnar til mýkingar á sauðkindasöknuð og horrolluharmi beitarhúsabróður- kærleikans, svo að sauðkindasál- ir slátri ekki sjálfum sér — stop •— í misgirpum. Eg hef nú étið sveppina í hundraðatali og finnst þeir líkastir ungkálfakjöti eða kjúklingakjöti, segir Jochum að lokum. svepptegund þessari, sem svo mjög var á dagskrá í sumar í fréttum blaðanna. DAGUR keinur næst út fimmtudag- inn 7. janúar 1960. Segir svo í dómnum um þetta efni: „Sá verknaður ákærðu, að pakka öllu „gæðasmjöri" í sams konar umbúðir, án þess að fram- leiðanda sé getið, verður eigi tal- inn varða við 1. gr. fyrrnefndra laga, enda þykja umbúðir þessar hvorki gefa villandi upplýsingar um framleiðslustað vörunnar eða tilbúning hennar. Almenn skylda til að geta framleiðanda á vöru- umhúðum er ekki lögboðin, og skilyrði til sakfellingar með lög- jöfnun frá ákvæðum 9. gr. laga nr. 32/1933 bresta um tilvik það, sem til úrlausnar er í máli þessu. Ber því að sýkna ákærðu af Merkum áfanga náð í rafvæðingunni Fyrri vélasamstæða nýju virkjunarinnar við Efra-Sog gefur 13.500 kw orku Á laugardaginn var önnur vélasamstæðan við Efra Sog tengd Rafveitum ríkisins, og bættist þar við 13.500 kw. orka. Sogsvirkjunin öll framleiðir þá 73 þús. kw. Kostnaðaráætlun hinna nýju framkvæmda var um 192 millj. Gert er ráð fyrir, að Sogið verði fullvirkjað 1965 og að það framleiði þá 96.000 kílówött. En nýja virkjunin á að framleiða 27.000 kílów. orku, þegar báðar vélasamstæðurnar hafa verið teknar í notkun. Þessar virkjunar framkvæmdir allar á þessum stað, er gerðar hafa verið í áföngum síðustu áratugi, eru miklar og fagnaðarefni hjá fá- mennri þjóð. Hitt er þó enn meira fagnaðar- efni að enn er eftir næg orka óbeizluð í fallvötnum — eða yf- ir 95%. Hvort sú óhemju orka verður nýtt í framtíðinni, fer eftir því, hvort önnur öfl, svo sem kjarn- orka, verður hagkvæmari orku- gjafi. Jökulsá í Axarfirði. Margir leiða nú hugann að Jökulsá í sambandi við næsta stórátakið í rafvæðingarmálum. Hún býr yfir óhemju orku og hagkvæmum virkjunarskilyrðum. Hins vegar er ekki grunlaust um, að nokkurrar nærsýni gæti í yf' irsýn höfuðborgarbúa, hvað raf magnsmálin snertir. Sannleikurinn er sá, að fransk- ar og ítalskar húsmæður húð- fletta og hreinsa berserkjasvepp- ina, svo að þeir verði hæfir til Dagnr óskar lesendum sínum gleÖilegra jóla matar. Flestir muna fréttirnar af

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.