Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 4
DAGUR Miðvikudaginn 23. desember 1959 Skrifstohi i Hafiiarstræti ‘Kl — 'Sími 1 f<>ti UITSTJÓRt: E R L l N G U R A V í D S S O N Vui;lýsim*astji>ii: J Ó \ S VM l" El.SSON Átgangiirinn kostai kr. 75.00 Hlnðið kitnur ut á tniAr ikudngum og liuigárdögtun. ('cgar cfni standa til \ Ojalddagi cr 1. júlí HRENTVTUK OODS HjtfRNSSONAR H.F. I .. ...........-.. ■■ i ... n n—.1 JÓLIN SÍÐUSTU DAGAR hafa borið svip sinn af jólunum og undirbúningi þeirra. Þau em stærsta hátíð ársins og skærast ljós í hinu langa skammdegi norðursins. Allir aðrir árs- tímar eru betur fallnir til hátíðahalda og mannfagnaðar. Alla hina ytri gleði jólanna getum við öðlast á öðrum árstímum. En svo djúp og hrein er jólahelgin sjálf, þrátt fyrir vondan heim, spillt hugarfar og allt tildur á sjálfum jólunum, að engin jól eru hugsanleg á öðrum tíma. Já, svo djúpar rætur á jólaboðskapurinn í hug okkar og hjarta, að við verðum betri menn og betri konur, viljum gleðja livert annað, láta gott af okkur leiða og við rifjum upp kærleiksboðskap meistarans frá Nazaret öðrum stundum fremur þessa daga og vel er það. Engin móðir, hversu annríkt, sem hún á, má láta undir höfuð leggjast á jólum að segja ungum börnum sínum frá nokkrum veiga- miklum atriðum í boðskap frelsarans. Það frækorn, sem sáð er í opinn, saklausan og glaðan barnshuga, mun bera ávöxt þótt síðar verði. Og hvers vegna skyldum við ekki einn- ig gleðjast af öðrum dásemdum lífsins á jól- unum? Ekki stríðir það gegn fagnaðarérind- inu, og ekki er boðskapur frelsarans einka- eign hinna sorgmæddu eða ellimóðu. Enn eru menn að kaupa jólagjafimar. Bækumar verða oft þrautalending þeirra, lending þeirra, sem vilja gefa, en vita hins vegar ekki hvað gefa skal. Hér um bil allar bækur, sem út eru gefnar hér á landi, seljast á viku eða hálfum mánuði og eru keyptar til jólagjafa. Sjálfsagt eru þær allar lesnar, en þó ber þetta ekki vott um þann bókmennta- áhuga, sem við viljum þó vera láta. En bæk- ur eru góðir vinir og því góð vinargjöf. Þær bregðast engum, þótt aðrir vinir bregðist. Þær tala til okkar á einvemstundum, án þess að gera ósanngjamar kröfur til okkar. Margt góðra bóka er nú á markaðinum og valið auðvelt. En hins vegar mun nokkuð á skorta, að menn gefi sér tíma til að lesa bækur, svo sem vera ber. Það þarf bæði tíma og óskipta athygli til að njóta góðra bóka. í vr i um það, að sem flestir njóti ham- ingjusamra og gleðiiegra jóla, sendir blaðið lesendum sínum beztu jóla- og nýárskveðjúr. ÞANKAR OG ÞYÐINGAR Að lokum varð eg annað hvort að láta klippa mig eða kaupa mér fiðlu. — (F. D. Roosevelt.) Þú ert í rauninni líkur mér, sagði franski rithöf- undurinn Balzac eitt sinn við kunningja sinn, og það gleður mig þín vegna. Enginn er eins músikalskur og sá, sem leggur eyrað að skráargatinu, þegar hann heyrir stúlku syngja í baðherberginu. Þú skalt ekki efast um dómgreind konu þinnar. Mundu, hvaða mann hún valdi sér. HEFÐARFRUIN 00 UMRENNINGURINN HEFÐARFRÚIN OG UMRENNINGI RINN verður jóla- mynd Nýja bíós að þessu sinni. Þetta er regluleg Disney mynd, en þó að því leyti nýstárleg, að hún er CINEMA- SCOPE-mynd og eins og nafnið bendir til, fjallar myndin um hefðarmær og umrenning, þó þannig, að hefðarmærin er kventík af fínu hundakyni, sem verður ástfangin af ein- hverjum vita ættlausum flækingshundi. I myndinni er heil- mikið af skemmtilegum hundasónötum. í einu Reykjavíkurblaðanna var skrifað um þessa mynd: „Það ætti bókstaflega enginn að setja sig úr færi með að sjá þessa mynd. Hún er í senn bráðskemmtileg, jafnt fyrir börn og fullorðna og þar að auki er hún uppeldismeðal fyrir unga sem gamla; en það fer sjaldan saman að kvikmyndir séu bæði skemmtilegar og hafi uppeldisgildi." Það er sárasjaldan að hægt er að bjóða börnum upp á slíkar myndir og, þess vegna ættu allir foreldrar að leyfa börnum sínum að sjá hana.. Þessi mynd. hreyfii’ því bezta í hverri sál, tilfinningunni fyrir minnsta bróðurnum. Minnsti bróðirinn er hér ferfættur málleysingi, flækingsrakki, sem sumir gefa af borðum sínum, en aðrir reka út og sparká í. Þarna er réttiléga lýst misjöfnu innræti manna, en hið góða sigrar að síðustu. Mynd Walt Disneys, sem verðui' jólamynd Nýjá bíós að þessu sinni, er umfram allt alveg bráðskemmtileg. Nýársmyndir verða: Flotinn í höfn, bráðskemmtileg amerísk söngvamynd, sem kemur öllum í gott skap. Auk þess mun Nýjá bíó sýna fyrir yngri bíógesti hina gamalkunnu teiknimynd ÖSKUBUSKU, sem talin er ein af frægustu myndum Walt Disneys. Við komumst kannski til tunglsins, en það er ekki sérlega langt. Lengsta bilið er það, sem aðskil- ur mennina. — (Gaulle, forseti Frakklands.) Hefndin. -Enski læknirinn Archibald Hill fékk Nóbels- verðlaunin árið 1922. Það var skömmu eftir að ’Hill hafði tekið emb- ættispróf sitt, að hann sótti um inngöngu í Hið konunglega brezka læknafélag. í London, en inn- tökubeiðninni var ekki sinnt. Hill sendi nú hinum lærðu mönnum heilmikla vísindalega skýrslu um lækningaraðferð, sem hann hefði notað við einn sjúkling sinn — og tekizt hefði ágætlega. í skýrsl- unni stóð m. a. þetta: — Þetta var sjóliði, sem fótbrotnaði. Eg lagði báða hlutana hlið við hlið, bar límupplausn af sér- stakri gerð í sárið, þrýsti svo báðum pörtunum þétt saman og hélt þeim þannig, þar til límið var orðið þurrt. Sjúklingnum snarbatnaði á fáum dögum, og hann gat brátt notað báða fæturna eins og áður. Hinir lærðu menn í stjórn læknafélagsins rök- ræddu lengi og ákaft um þessa nýju aðferð við lækningar á beinbrotum, og að því loknu ákváðu þeir að birta skýrsluna. Skömmu eftir að skýrslan hafði verið prentuð og birt, fékk stjórn læknafélagsins enn eitt bréf frá Hill: — í síðasta bréfi mínu gleymdi eg að segja yður frá því, að þessi sjóliði, sem fótbrotnaði, hafði tré- fót. RökfræSi. Enski náttúrufræðingurinn Tómas Huxley (1825 —1895) var samstarfsmaður Darvvins og ákaflegur fyjgjandi þróunarkenningarinnar. Hann kom fram með þó furðulegu kenningu, að lífsþrótt sinn og heilbrigði ættu Englendingar einkum að þakka rosknu og ógiftu kvenfólki. Hann rökstuddi þetta þannig: — Enska þjóðin fær lífsþrótt sinn úr kjötinu af hinum afbragðsgóðu nautgripum bændanna, en gæði kjötsins eru undir því komin, að nautpening- urinn sé fóðraður nægilega mikið á rauðsmára. Það er um rauðsmárann að segja, að hann þrífst alls ekki nema býflugurnar aðstoði hann við frævun- ina, og býflugurnar eiga einn skæðan óvin, haga- mýsnar. En hverjir drepa mýsnar? Það gera kett- irnir. En hverjir eru það, sem sjá um, að ekki sé kattaskortur í landinu? Það gera piparkerlingarnar. Þess vegna er lífsþróttur og heilbrigði fólksins þeim að þakka. „Með kveðju frá höfundi.“ Skáldkonan Alice Lyttkens og maður hennar héldu einu sinni matarveizlu og buðu til hennar aðallega þeim vinum fjölskyldunnar, sem voru rit- höfundar eða áhuga höfðu á bókmenntum. Meðal géstanna var Eyvind Johnson (sænskur rithöf., f. 1900.) Er máltíðinni var lokið og búið var að drekka kaffisopa á eftir, dró Eyvind Johnson sig í hlé frá hinu fólkinu, fór inn í bókaherbergið og tók að glugga í hinar mörgu Og fallegu bækur. Hann greip bækur úr skápnum, hverja af annarri, og komst þá að því, að þær voru allar áletraðar með kveðju frá höfundi, hver einasta þeirra. Það var aðeins ein undantekning frá reglúnni, fjölskyldubiblían. Þegar frú Alice Lyttkens kom inn í bókaherberg- ið sitt morguninn eftir, lá biblían á borðinu, og á titilblaðnu stóð: — Till Alice frán Gud. J Ó LAT RÉ fyrir börn verður í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 3ja í jólum kl. 2 e. h. — Allir krakkar þangað, jólasveinn kemur í heimsókn og skemmtir með sögum og söng. — Aðgöngumiðar afhentir kl. 10—12 f. h. á sunnudaginn og við innganginn. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna. FYRIR HERRA. Tilvalin jólagjöf. NÝLENDUVÖRUDEILD OG ÚTIBÚIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.