Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 23. desember 1959 D A G U R 5 Jólasamkomur Hjálpræðishersins Greinargerð frá Osta- og smjörsölunni 1. jóladag kl. 20.30: Hátíðasam- koma. — 3. jóladag kl. 15.00: Jóla fagnaður aldraðs fólks. — Mánu- daginn 28. des.: kl. 20.00: Skandi- navisk-hátíð. — Þi-iðjudag 29. des. kl. 20.00: Jólafagnaður Heimilasambandsins. — Mið- vikud. 30. des. kl. 15.00: Jóla- fagnaður fyrir börn. Aðg. 3 kr. — Gamlaárskvöld kl. 23.00: Mið- næturguðsþjónusta. — Nýársdag kl. 20.30: Hátíðasamkoma. — Deildarstjórinn, Major Frithjof Nilsen, og frú, stjórna samkom- unum frá 26. des. til 29. des. — Verið hjartanlega velkomin. Frá Happdrætti Fram- sóknarflokksins Nauðsynlegt að gera skil á heimsendum miðum strax í dag. Dregið í kvöld. Skrifstofan opin til viðtöku skilagreina frá kl. 5—7 e. h. — Ingvar Gíslason. — Sími 1746 og 1443. Iðjuklúbburinn Spilakvöld verður hjá Iðju sunnudag 3. jan. kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. Góð kvöldverðlaun. Dans á eftir. — Helena syngur með hljómsveitinni. — Komið og skemmtið ykkur. STJÓRNIN. Framhald af 1. siðu. Vikse borið fyrir dómi, að reynd- um matsmönnum beri sjaldan meira á milli en hálft stig, þegar reir gefa smjöri einkunn fyrir lykt og bragð. 2. í dómnum er lýst niðurstöð- um rannsókna gerlarannsókna- deildar Atvinnudeildar Háskól- ans á 35 sýnishornum af gæða- smjöri, sem tekin voru hjá oss. Forstöðumaður deildarinnar, dr. Sigurðs Pétursson, hefur gefið sýnishornunum þessar einkunni: 13 sýnishorn taldi hann góða vöru, 15 sæmilega og 7 gallaða. Einkunnir þessar voru að jafn- aði byggðar á prófunum á útliti, gerð (,,konsistens“), bragði og! gerlagróðri (,,katalase“). Nú er það ljóst, að orð eins og „góður“, „sæmilegur" og „gall- aður“ eru mjög afstæðrar merk- ingar. Um aðferðir sínar við einkunnagjöfina bar dr. Sigurður Pétursson svo fyrir dómi: „Aðspurt segist vitnið ekki geta talið sýnishorn góða vöru, sem ekki hafi náð einkuninni „góður“ við allar þær prófanir, sem á sýnishorninu voru gerðar, enda kveðst vitnið hafa notað lýsingarorðið „góður“ sem hástig, en hins vegar lýsingarorðið „sæmilegur11 um söluhæfa vöru, sem vitnið hafði þó ekki verið ánægt með að öllu leyti. Bendir vitnið meðal annars á í því sam- bandi, að það hafi fylgt þeirri reglu, að gefa smjörsýnishornum ekki hæstu einkunn ef katalase- talan fer yfir 0 markið.“ Teljum vér ljóst, að mörg þeirra sýnishorna, sem dr. Sig- urður hefur talið „sæmilega“ vöru með þessari aðferð, myndu samkvæmt matsreglum þeim, sem lýst var í 1. hér að framan, geta talizt „góð“ vara. Um framkvæmd rannsóknanna bar dr. Sigurður svo fyrir dómi: „Aðspurt segir vitnið, að bragðprófanir á hverju smjör- sýnishorni hafi það jafnan fram- kvæmt sjálft ásamt einni til tveim og í stöku tilfellum þrem aðstoðarstúlkum. Tekur vitnið fram, að fyrir hafi komið að kall- að hafi verið til stúlknanna úr efnarannsóknardeildinni í þessu skyni, þegar aðstoðarstúlkur vitnisins voru ekki við. Einnig hefur komið fyrr, að skrifstofu- stúlka gerlarannsóknarstofunnar hafi verið við bragðprófanir. Segir vitnið, að yfirleitt hafi verið samkomulag milli þess og stúlknanna um bragð-matið, þótt fyrir hafi komið, að einstakir prófendur hafi viljað nota mis- munandi orð eða hugtök um galla þá, sem hlutaðeigandi töldu sig finna á sýnishornunum. Hins vegar tekur vitnið fram, að það hafi aldrei gert athugasemdlr um bragðgalla, nema það hafi fundið gallana sjálft. Segir vitnið og, að sjaldan hafi komið fyrir, að það hafi fundið bragðgalla á smjöri, sem aðstoðarstúlkur þess töldu sig ekki hafa fundið, enda telur vitnið aðstoðarstúlkur þessar fullt eins bragðnæmar og það er sjálft.“ , Þegar dr. Sigurður taldi sýnis- horn ekki ná því að teljast góð vara, var í langflestum tilvikum um það að ræða, að hann taldi smjörið haldið bragðgöllum. Dr. Sigurður er ekki sér- menntaður sem mjólkurfræðing- ur og þaðan af síður aðstoðar- stúlkur hans. Höfum vér því ’tal- ið, að ekki væri öllu meira leggj- andi upp úr dómum starfsfólks gerlarannsóknardeildarinnar um bragð, útlit eðá gerð smjörs, en hverra annarra leikmanna. Að- eins 1 þeirra 7 sýnishorna, sem dr. Sigurður taldi gallaða vöru, reyndist að hans dómi gallað við gerlafræðilega rannsókn. 25 af framangreindum 35 sýn- ishornum, sem gerlarannsökuð voru, fóru einnig til efnarann- sóknar í efnarannsóknadeild At- vinnudeildar Háskólans, en af einhverjum ástæðum, sem oss er ekki kunnugt um, voru 10 sýnishornanna ekki send til efna rannsóknar. Af þessum 25 sýnis- hornum, sem efnarannsökuð voru, voru 14 jafnframt bragð- prófuð í efnarannsóknadeildinni. Um bragðprófanirnar bar Jóhann Jakobsson efnafræðingur, for- stöðumaður iðnaðardeildar At- vinudeildar Háskólans, fyrir dómi á þessa leið: , „Vitnið segir, að það hafi upp- haflega verið að beiðni starfs- manna borgarlæknis, að bragð- prófanir voru framkvæmdar á efnarannsóknarstofunni og at- hugasemdir um þær skráðar í niðurstöður rannsóknar, en þar sem síðar hafi verið frá þessari beiðni fallið, er athugasemdum sleppt í seinustu rannsóknum. Vitnið segir, að þegar bragð- prófanir hafi verið framkvæmdar á efnarannsóknarstofunni hafi þær venjulega verið lagðar undir mat fjögurra til fimm starfs- manna. Telur vitnið sennilegast, að þegar annars er ekki sérstak- lega gétið eða athugasemdum sleppt á niðurstöðum rann- sókna, þá hafi bragðið ekki verið aðfinnsluvert að dómi prófenda. Vitnið tekur fram, að oft hafi kornið fyrir, að prófendur voru ósamhljóða um dóm sinn á bragði smjörsýnishornanna, enda kveðst vitnið hafa skýrt starfsmönnum borgarlæknis frá þessu og að áliti vitnisins mun það meðal anars hafa orðið til þess, að starfsmenn borgarlæknis aftur- kölluðu beiðni sína. Vitnið tekur fram, að það sem nú hafi verið bókað eigi við, þegar mjög veikur keimur fannst af smjörinu." Vegna þessara breytinga á óskum starfsmanna borgarlæknis voru 11 síðustu sýnishornin a£ þeim 25 sem efnagreind voru, ekki bragðprófuð í efnarann- sóknadeildinni. Um hin 14, sem bragðprófuð voru þar, er það að segja, að niðurstaða bragðprófan- anna varð einatt á aðra lund en hjá gerlarannsóknadeildinni, og þá fyrst og fremst með þeim hætti, að bragðgallar, sem gei'la- rannsóknadeildin taldi vera fyrir hendi, fundust ekki í efnarann- sóknadeildinni. 3. Vér teljum fráleitt, að hægt sé að byggja sektardóm á niður- stöðum rannsókna smjörsýnis- horna, sem tekin eru annars stað- ar en hjá oss, án þess að jafn- framt sé tryggð full sönnun þess, að smjörið hafi ekki getað spillzt hjá vörzlumanni, hvort sem hann er kaupmaður eða neyt- andi. Því skilyrði var ekki full- nægt um slík sýnishorn, sem um var fjallað í málinu. 4. Þrátt fyrir það, sem að framan hefur verið greint, viljum vér ekki halda því fram, að aldrei hafi komið fyrir, að smjör frá oss hafi reynzt lakara en skyldi. Hitt fullyrðum vér, að fyrii-svai-smenn Osta- og smjör- sölunnar s.f. hafa frá upphafi einskis látið ófreistað til þess að framleiðslan mætti verða sem bezt, og þeirri viðleitni verður að sjálfsögðu haldið áfram. Reykjavík, 16. desember 1959. LÚÐRASVEIT AKUREYRAR heldur sína árlegu jóla- og ný- árstónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 3. janúar næstk. kl. 9 e .h. — Auk Lúðrasveitar Ak- ureyrar mun lúðrasveit drengja úr barnaskóla Akureyrar leika á þessum tónleikum. JÖRÐIN GRUNDI SVARFAÐARDAL er laus til ábúðar í næstu fardögum. Allar upplýsingar varðandi jörðina geí’ur VALDIMAR ÓSKARSSON, Dalvík, sími 69. \ OLÍU OG TÓMAT fágt C ÓééM&ts tH&tvö/ave/'zfuHUÁH' DÓSIRNAR MEÐ VÍKINGASKI PIN U PENTA og BOLINDER er VOLVO framleiðsla. Diesel-, benzín- og steinolíu- vélar í smærri og stærri báta frá 5-180 ha. PENTA vélar eru í um 500 VOLVO bifreiðum hér á landi og Jrví auðveldara með varahluti. VOLVO FEMTA BOLINDER MUNKTELL BOLINDER vélar liafa verið framleiddar yfir 50 ár og eru dæmi um MB- vélar, sem gengið hafa yfir 30000 klukkustundir án viðgerða. BOLINDER DIESEL er framleidd í 1, 2, 3 og 4 strokka stærðum 10—50 hp. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! EINKAUMBOÐ: SVEINN BJÖRNSSON & ÁSGEIRSSON Hafnarstrœti 22, Reykjavík. — Sirni 24204. Söluumboð: VOLVO-umboðið, Akureyri. ALLIR KAUPA DELESIUS kr. 21.25 pr. kg. A B B 0 N Ð A N Z E kr. 14.75 pr. kg. APPELSÍNUR kr.20.75pr.kg. Ódý rara í heilum kössum. HÝLENDUVÖRUDEILD K.E.A. OG ÚTIBÚIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.