Dagur - 07.01.1960, Blaðsíða 1
$*>
DAGUR
kemur næst út miðviku-
dagimi 13. janúar.
XLin. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 7. janúar 1960
1. tbl.
Rúlla í stað kraftblakkar á Eyjaf jarðarbát
Mynd þcssa tók Jóh. Kristinsson kl. 12 a gamlaarskvöld vcstur yfir Pollinn.
Um 170 Akureyringar sfunda búskap
Sauðfé f jölgar og er uin 3300 og stórgripir 754
Bátar frá Eyjafjarðarhöfnum
eru flestir komnir suður á vertíð
og margir leigðir þangað að
þessu sinni.
Stjarnan, skip Kristjáns Guð-
mundssonár, er leigð Kirkjusandi
og er farin suður. Vörður frá
Grenivík fór suður fyrir jól með
rfeknet og rær siðan með línu frá
Grindavík. Áskell, Grenivík, fór
um áramótin og er gerður út frá
sama stað. Hlutafélagið Gjögur
gerir út báða þessa báta.
Kristján, Ólafsfirði, er leigður
til Stykkishólms, Þorleifur Rögn
valdsson suður, Einar Þveræing-
ur er 'hér á höfninni og á förum
suður, Gunnólfur er í slipp á
Akureyri og Stígandi er leigður
til Suðurlands.
Bátar og skip Valtýs Þorsteins-
sonar eru öll fyrir sunnan. —
Akraborg í útilegu, Garðar á
síld, Gylfi 2. með línu og þorska-
net og Gylfi 1. með hringnót. —
Sá síðastnefndi af bátum Valtýs
hefur engan hringnótabát, en
dregur nóttina inn á skipið með
rúllu, sem drifin er frá vökva-
Vb. Rafnkell talinn af
Enn er v.b. Rafnkcls frá Sand-
gerði saknað. Ilann fór í róður sl.
mánudagsnótt, en síðan hefur
ekkert til hans spurzt. Báturinn
var með 6 manna áhöfn og er nú
talinn af.
vindunni, og kemur í stað kraft-
blakkar. Byrjað var með þennan
nýja útbúnað í haust og hefur
hann gefizt vel. Skipstjórinn,
Sigurður Þórðarson, og Valtýr
Þorsteinsson létu gera
Framhald á 2. siðu
Guðrún Kristinsdóttir
leikur á
Tónlistarfélagið hefur
fyrir því happi, að rétt fyrir jólin
kom hingað heim til Akureyrar
ungfrú Guðrún Kristinsdóttir
pianóleikari og hefur hún ennþá
dvalið við nám erlendis. Ekki er
vafi á að því að bæjarbúar munu
almennt fagna því að fá að heyra
píanóleik hennar á ný, þar sem
jgjl
l'
nokkuð langt er síðan hún hélt
hér píanótónleika á vegum Tón-
listarfélagsins. — Tónleikarnir
verða í Nýja-Bíó þriðjudaginn
12. jan. kl. 9 síðdegis. Hún mun
leika lög eftir Schubert, Beet-
hoven, Bartók og Debussy.
Akureyringar hafa ekki lagt
búskapinn á hilluna, þótt menn
verði þessa lítið varir við aðal-
umferðaæðar bæjarins. Búskap-
inn stunda menn jöfnum höndum
sér til hugarhægðar og til að
afla tekna. Hið fyrmefnda mun
þó oftar ráða, þótt hvort tveggja
geti farið saman. Ennfremur eru
svo 20 bændur innan takmarka
kaupstaðarins, sem búskap
stunda eingöngu, og auk þess eru
stórbú tilraunaráðs á Galtalæk
og búfjárræktarstöð eyfirzkra
bænda að Lundi.
Hjáverkabúskapur bæjarbúa
fylgir útjöðrum kaupstaðarins og
er á sífelldum flótta undan bygg-
ingum íbúðarhúsa. Þó eiga fjár-
hús og hesthús sér griðland á fá-
einum stöðum og eru þar eins
konar nýlendur, smáhýsi mörg
og af margs konar gerð allt frá
yfirbyggingu skipa til söluturna.
En öll eru þau á vetrum full af
fénaði, vel fóðruðum, og þar eiga
margir, bæði ungir og gamlir
Akureyringar, ótal yndisstundir
meðal vina.
Blaðið hitti nýlega forðagæzlu-
mann bæjarins, Þórhall Guð-
mundsson, og spurði hann um
heyskap í sumar og tölu búfjár
hér í bæ. Gaf hann greið svör og
góð og fara hinar tölulegu upp-
lýsingar hér á eftir.
Heyskapur.
Heyskapur á Akureyri varð í
sumar 30750 hestar, þar af 460
hestar úthey og 880 hestar af
töðu, verkaðri sem vothey, og er
það um 4300 hestum meira en ár-
ið áður.
Á fóðrum.
Á fóðrum eru nú 3295 kíndur
INGIMAR EYDAL
FYRRVERANDI RITSTJÓRI LÁTINN
Ingimar Eydal, sem andaðist 28. desember sl., var jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. janúar sl.
Hann var 86 ára að aldri.
Ingimar Eydal var fyrsti ritstjóri Dags og annaðist rit-
stjórn hans samtals í 1814 ár, ýmist einn eða með öðrum
hin síðari ritstjórnarár. Hann lagði hornstein og hlóð
gunninn að farsælli útgáfu þessa blaðs í höfuðstað Norð-
urlands fyrir rúmum fjórum áratugum af sinni alkunnu
skarpskyggni og dugnaði. Hugsjónir samvinnustefnunnar
og baráttumál Framsóknarflokksins fyrir alhliða framför-
um og bættum hag almennings, mótuðu starf og stefnu
blaðsins frá öndverðu og gerðu það sncmma að stærsta og
öflugasta málgagni Norðlendinga.
Hinn fjölgáfaði, rökfasti og drenglyndi ritstjóri var
ágætlega ritfær og aðsópsmikill ræðumaður. Haim unni
listurn og glaðværð, en var þó djúphugull alvörumaður —
átti jafn auðvclt með að starfa með Lcikfclagi Akureyrar
og að stjórna fundum bæjaryfirvaldanna úr forsetastól. —
Ingimar Eydal voru falin margvísleg trúnaðarstörf auk rit-
stjórastarfsins, bæði fyrir Framsóknarflokkinn, sam-
vinnustefnuna, bæjarfélagið og ýmis félagasamtök innan
þess. Þjóðfélagið sæmdi hann heiðursmerki og nokkur
félög veittu honum þá virðingu, sem þau geta mesta vcitt.
Ingimar Eydal var hamingjuinaður vegna þess hve fjöl-
mörg áhuga- og baráttumál hans komust farsæþcga í liöfn.
Hann var virtur vegna vitsmuna sinna og dréngilegrar
og ötullar baráttu fyrir framfara- og menningarmálum og
hann naut ástríkis stórrar fjölskyldu til hinztu stundar.
Dágur kveður hinn látna og fyrsta ritstjóra sinn, Ingimar
Eydal, með dýpstu virðingu og þakklæti fyrir sína hönd og
þúsunda lesenda sinna og sendir ástvinum hans innilegar
samúðarkveðjur.
Vinir og samherjar minnast hins látna annars staðar í
blaðinu í dag.
og þrjár geitur. Ær eru aðeins
færri en í fyrra, en lömb til
muna fleiri, og er því útlit fyrir
að enn fjölgi sauðfé, þrátt fyrir
Framhald á 2. siðu.
NÝR BANKASTJÓRI
Rétt fyrir áramótin var Júlíus
Jónson, fyrrum bankag'jaldkeri
og settur bankastjóri um skeið,
skipaður bankástjóri útibús Ut-
vegsbankans á Akureyri, og mun
sú ákvörðun hafa verið gerð með
atkvæðum allra bankaráðs-
manna.
Júlíus Jónsson er 44 ára og
hefur starfað við bankann yfir
tvo áratugi og getið sér hið bezta
orð bæði í því starfi og utan
þess.
Blaðið árnar hinum nýja
bankastjóra allra heilla.
LANiJbtíUftÁSÁbN
229994
ISIANDS