Dagur - 07.01.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 07.01.1960, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 7. janúar 19G0 Fremiir rólegf hér um jó! og nýár Gamansömum mönnum segist svo frá, að í fréttum frá höfuð- stað landsins hafi fullyrt verið um hver áramót síðustu áratugi, að aldrei hafi ölvun og óspektir verið minni, muni því einhvern tíma hafa verið líf í tuskunum þar syðra. Samkvæmt upplýsingum yfir- lcgregluþjóns hér í bæ, Gísla Ólafssonar, var fremur rólegt á götunum og engar óspektir á gamlaárskvöld, eins og stundum hefur við borið rpeðal unglinga. Unglingar undu sér við 12 brennur í útjöðrum bæjarins undir umsjón lögreglunnar í stað þess að safnast saman á götunum og glettast við verði laga og rétt- ar og aðra borgara bæjarins. Hins vegar bar töluvert á ölv- un eftir miðnætti. Dansleikir voru haldnir á fjórum stöðum í bænum og þurfti lögreglan að hafa meiri afskipti af fólki þar en á síðasta ári. Tveir menn slösuðust á eða við þessa skemmtistaði og voru fluttir í sjúkrahús og rúða í verzlunar- glugga var brotin í ölæði. Kl. 12 á miðnætti á gamla- árskvöld var flugeldum skotið áð venju og varð bærinn eitt Ijóshaf Skákþing Norðlendinga Skákþing Nórðlendinga hefst á Akureyri 24. jan. n.k. Búast for- ráðamenn Skákfélags Akureyrar, sem standa fyrir þinghaldinu, við mikilli þátttöku í öllum flokkum, þar sem skákáhugi hefur farið mjög 'vaxandi, bæði í bæ og nær- liggjandi sveitum. — Formaður Skákféiags Akureyrar, Jón Ingi- marsson, tekur á móti þátttöku- tilkynningum.' Skákkeppni Skákkeppni fór fram sl. sunnu- dag milli Skákfélags Akureyrar og Ungmertnasamb. Eyjafjarð- ar. Teflt vaf á 51 borði. Úrslit urðu þau að Skákfélag Akureyr- ar vann með 30 vinningum gegn 21. Sérstaka athygli vakti þátt- taka Guðmundar Árnasonar, fyrrv. pósts, sem tefldi með Skákfélagi Al^ur.ey.rar, hann er nú 84 ára gamall. um stund. Og á sama tíma gladdi augað ártalið 1960, sem búið var til úr 75 kyndlum í Vaðlaheiði og biasti við. Að þessari smekk- legu og nýstárlegu skreytingu stóðu þeir Guðvarður Jónsson málari, Trausti Reykdal yngri og Jón Ingólfsson iðnverkamaður. - Bátar og skip á vertíð Framhald af 1. siðu. breytingu hér fyrir norðan, að því er Hreiðar Valtýsson fulltrúi skýrði blaðinu frá í gær, og taldi hann líklegt að þessi útbúnaður myndi henta vel á síldveiðunum fyrir Norðurlandi, þangað til eitthvað enn betra væri fundið upp, er hentaði bátum af þessari stærð. Valtýr Þorsteinsson hefur í hyggju að láta smíða 180—200 tonna stálskip í Noregi þegar bankarnir veita nauðsynlega fyr- irgreiðslu. Hér liggja í höfn togskipin Sigurður Bjarnason, Akureyri, Björgvin frá Dalvík, Skagfirð- ingur frá Sauðárkróki, Jón Trausti, Raufarhöfn, Bjarnarey, Vopnafirði og Hafþór frá Nes- kaupstað. Enníremur Snæíell, Akureyri. Nú er verið að brjóta upp kjölfestu Skagfirðings og Haf- þórs og hækka horðstokkana á Skagfirðingr,- Jóni Trausta og Björgvin. Oll munu þessi skip innan skammt tíma fara á tog- veiðar. Nær fisklaust er hér innfjarðar um þessar mundir og virðist friðunin annars staðar koma íyrr í ijós. r Friðrik Olafsson kemur Friðrik Ólafsson stórmeistari er væntanlegur til Akureyrar um næstu mánaðamót í boði Skákfé- lags Akureyrar, mun hann dvelja hér aðeins um eina helgi og tefla við Akureyringa og iicprsveita- ménn. Happdrætti Framsóknarílokksins Slærsti vinningurinn var íbúð í Laugarásnum í Reykjavík og kom hann á númer 18500. Miðinn var seldur í Reykjavík. Aðrir vinningar voru þessir: 2. Mótorhjól á nr. 178. Seldur í Reykjavík. 3. Matar-, kaffi- og mokkastell á nr. 30139. Seldur á Akra- nesi. 4. Riffill á nr. 14068. Scldur á Hólmavík. 5. Veiðistöng á nr. 32432. Seidur í Reykjavík. 6. Herrafrakki á nr. 11063. Seld- ur í Reykjavík. 7. Dömudragt á nr. 9011. Seld- ur í A.-Hún. JEPPI Hefi til sölu góðan Willy’s landbúnaðarjeppa. GiU'dm. Skaftason, lidl., Hafnarstræti 101, 3. hæð. Sími 1052. S. Málverk af Helgafelli á nr. 10275. Scldur á Húsavík. 9. Ferð til Kaupmannahafnar og heiin á nr. 31990. Seldur í A.-Skaft. 10. Flugfar til Englands og heim á nr. 35570. Seldur í V.-Skaft. Véla- og raftækjasalan h.f. Strandgötu 6. — Sími 1253 Ávallt mikið og f jöl- breytt úrval af góðum vörum með góðu verði. Óskum öllurn okkar mörgu viðskiptavinum gleðilegs drs og þökkum viðskiptin á því liona. Véla- og rafíækjasalan h.f. Strandgötu 6. — Sími 1253 Sjónleikur og eftirleit Fosshóli 5. des. — Nýlega fóru tveir ungir bændasynir í eftirleit, þeir Tryggvi Harðarson, Svart- árkoti, . og Gunnar Þórólfsson, Stórutungu. Þeir fóru á skíðum og leituðu í Grafarlöndum, við Móflárhnausa og í hrauninu á allstóru svæði. Lambhrút, bilað- an í fæti, fundu þeir og komu honum til byggða. Enn vantar fé í Bárðardal. Kinnungar hafa sett sjónleik- inn Vængstýfðir englar á svið og leikið fyrir fullu húsi í Yztafelli og á Hólmavaði. í kvöld sýna þeir sjónleikinn hér á Fosshóli. Leikstjóri er frú Kolbrún Björns dóttir, Yztafelli. Sæmilegt færi er um sveitir, einnig yfir Fljótsheiði, og í gær fór áætlunarbíllinn frá Húsavík yfir Vaðlaheiði. Áttræður varð Sigurgeir Guðnason, Jarlsstöðum, Bárðar- dal, á annan í jólum. Þakkarávarp Ollum þeim félögum og ein- staklingum, sem á liðnu ári hafa sýnt okkur vinsemd, sótt okkur heim og veitt ánægju og til- breytingu með myndasýningum, tali og tónum, eða boðið til skemmtunar utan hælis, svo og forráðamönnum kvikmyndahús- anna á Akureyri, sem hafa lánað okkur myndir til sýningar, flytj- um við alúðarþakkir og árnurn þeim heilla á komandi dögum. Sjúklingar í Kristneshæli. Gjafir til Iðavalla Þann 22. des. kom hingað her- flugvél af Keflavíkurvelli með góðar gjafir til nýja leikskólans, Iðavalla. Meðal þeirra gjafa voru nokkur þríhjól, smávagnar og ýmiss konar leikföng af öðru tagi. Herprestur afhenti gjafir þess- ar, en á móti þeim tók Theodór Daníelsson framkvæmdastjóri Iðavalla og Magnús E. Guðjóns- son bæjarstjóri. — Þökkuðu þeir gjafirnar, en aðrir munu sam- gleðjast börnunum með hina nýju dægradvöl. ■ Búskapur Akureyringa Framhald af 1. siðu. landþrengsli í haga. Afurðir sauðfjárins eru furðu miklar, miðað við aðstæður. Féð er yfir- leitt kappfóðrað og víðast haft á grindum. Nautgripir eru 574, þar af 208 geldneyti, og er það 4 geldn. og 1 kú færra en síðasta ár. Hross eru um 180 og um 20 færra en í fyrra og mikið um góðhesta, sem kunnugt er. Svín eru á nokkrum stöðum, auk þess hænsn, endur og gæsir. Nær 170 bæjarbúar stunda búskap, flestir í hjáverkum, auk 20 bænda. Þrátt fyrir landþrengslin eru hér á fóðrum um 200 nautgripir á vegum hins opinbera og bænda- samtakanna, sefir forðagæzlu- maðurinn að lokum. , - Bafnandi sambúð þjóða Framhald af 8. siðu. Sjálfstæðisflokkurinn þjóðinni þær mútur, að bæta lífskjör hennar, ef hann næði stjórnar- taumunum í sínar hendur. Slag- orðin, „leiðin til bættra lífskjara“ voru notuð í öllum tölublöðum flokkshlaðanna um margra vikna skeið og ræðumenn flokksins „skreyttu“ sig með þessum slag- oi'ðum, þar sem tveir menn eða fleiri voru saman komnir. Efnd- irnar geta menn gizkað á af ára- mótaboðskap forsætisráðherra og efnahagssérfræðinga ríkisstjórn- arinnar. í stað þess að minnast á „leiöina til bættra lífskjara", er nú komið nýyrðið „óðaverð- bólga“. I stað þess að efna gefin heit frá því 'fyrir kosningar um bætt lífskjör, segir ríkisstjórnin nú, að við blasi „greiðsluþrot út á við og upplausn inn á við“. 250 mil'Ij. kr.'vanti í Út.fl.sjoð aðöðru óbreyttu. „Þjóðin hefur lifað um efni fram“ og „allir verða að fóx-na nokkru". Ef þjóðin lætur sér slíkar blekkingar vel líka, þá er illa farið. Ef stjórnmálaflokkar mega endui'taka vinnubrögð af þessu tagi, og það hafa þeir vissulega gert, þá þarf engan að undra þótt hér þrífist það illgresi, sem á sér rætur í öðru landi, en nærist hér á afglöpum og ráöleysi lýðx-æðis- flokkanna, og á eg þar við komm.únisía. Niðurlagsorð. , Þótt drepið hafi verið á nokk- ur sönn atriði úr stjórnmálalífinu til viðvörunar, þá ætti það að vera einlæg von allra lands- manna, að stjórnai'völdunum takist sem bezt að leysa hið erf- iða vei-kefni efnahagsmálanna. — Sennilega er það aðeins á fæi'i samstjórnar allra flokka, að skapa nýtt efnahagskeiúi, sem ailur almenningur sættir sig við, ; Hinar nýju leiðir verða .síðar TÍLKYNNING frá Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar Ákveðið hefur verið að kosn- ing stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkaniannaléla«s o Akureyrarkaupst. fari fram að viðhafðri allsherjaratvkæða- ojreiðslu. o Kjörlistum með meðmæl- um 46 fullgildra félagsmanna skal skila til formanns kjör- stjórnar, ]óns Ingimarssonar, Byggðaveg 154, fyrir kl. 6 e. h. miðvikudaginn 13. jan. n. k. Stjórn Verkamannafélags A kureyrarkaupstaðar. til umræðu og verða ekki dæmd- ar fyrirfram. En efnahagsmál þjóðar verða auðvitað aldrei leyst fyrir. langa framtíð. Þau verða dagsins mál á hverjum tíma eins og hvers einstaks þjóðfélagsþegns. En um þau ber að fjalla á þann hátt, að hverjum meðalgreindum manni séu þau í aðalatriðum ljós og að hægt sé að treysta yfirlýsingum æðstu manna þjóðfélagsins. Hvort sem menn kveðja hið liðna ár með söknuði eða ekki, ber á það að líta, þegar horft er til framtíðarinnar, að aldrei fyrr hefur þjóðin átt meiri eða fjöl- breyttari atvinnutæki, aldrei skapað önnur eins verðmæti og aldrei lifað við jafnari eða betri kjör, en hún gerir hin síðari ár. Iðnaðurinn er orðinn stórveldi í landinu, sjávarútvegui'inn vex ört hin síðustu ár, lahdgrunnið er raunverulega friðað og fiski- gegnd eykst og enn eru ótæmandi vei'kefni í auðlindum lands og sjávar. Með þetta allt í huga er hægt með miklum rétti að horfá vonglaður til komandi tíma og ekki ástæða til að mála horn og klaufir á hverja mynd framtíðar- innar. Á meðan svo heldur sem horfir í mikilli, vaxandi og verð- rnætri framleiðslu og mark'aðir þrengjast ekki eríendis, jxarf ísg lenzka þjóðin engu að kvíða urfj framtíð sína, hvort sem hinir vísu 1 a ;i d sf a ú u r—f i m inginn krónu eða krónuna fimm- eyring — og þó að einn spónn vcrði tekinn úr aski hinná fá- tæku og ein ausa úr aski þeirra í'íku, yrðu lífskjör íslendinga samt betri en flestra eða allra nágrannaþjóða okkar. Megi nýja árið færa öllum landsmönnum gengi og gæfu. “ Erlingur Davíðsson. Hinar margeftirspurðu gráu ÐRENGJANÆRBUXLR eru komnar aftur, einnig KARLMJNÆRBUXUR UGLUGARN NÝKOMIÐ. Fallegir litir. Hvítar dömupeysur með grólu prjóni, væntanlegar í dag. KLÆÐAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR H.F. Jeppi til sölu árgerð 1954. Snæbjörn á Grund. Frá Húsmædraskóla Akureyrar Námskeiðin í fatasaunr, handavinnu, vefnaði og mat- reiðslu hefjast aftur um miðjan janúar. — Skrásetning jreirra, er námskeiðin ætla að sækja, fer daglega lram í skölanum kl. 7—8 síðdegis. — SÍMl 1199.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.