Dagur - 13.01.1960, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 13. janúar 1960
KlTSTJÓttl.
E R L I X G l ' R J) A V i 1) S S (> \
Auglýxiiigactjori:
J Ó N S \ M l ELSSON
Ánjar.;;iiriim kosiar kr. 7S.00
Jilai\ii\ kciimi' lil á miiiviknclöijum og
Imig.irilögnm, |>s-"ar ofni standa til
<.jaliltl;i(M rr 1. jiilí
1'RF.NTVPlíK ODDS UJÓRNSSONAR H.F.
Þegar einsfaklings-
framtakið bregzf
FLESTIR viðurkenna réttilega, að ein-
staklingsframtakinu ínegi ekki sníða of
þröngan stakk innan þjóðfélagsins. En allir
vita og hafa sannreynt, að þar sem verkefni
er einstaklingnum ofviða verða fleiri að
koma til, ríki, bæjarfélög eða annar félags-
skapur manna, Fyrir 10 árum tók skuldugur
útgerðarmaður á ísafirði sig skyndilega upp
og' flutti vélbáta sína vestur til Nýfundna-
lands og hugðist gera þá út þar. Fyrir 30 ár-
um gáfust menn einkaframtaksins í sama
kaupstað upp við bátaútgerð og bærinn var á
heljarþröm í atvinnumálum. Þá stofnuðu Is-
firðinsar félag, létu smíða 5 40 tonna báta í
Svíþjóð og gerðu þá síðan út þar vestra.
Rétt eftir stríðið var stofnað til togaraút-
gerðar á Akureyri. Annan togarann, Jörund,
átti einstaklingur, Guðmundur Jörundsson.
Fyrir tveim árum seldi hann skipið til
Stykkishólms Nú er hann að kaupa nýjan
helmingi stærri togara, eða 1000 rúmlesta
skip. Þegar hann fékk leyfi fyrir hinum nýja
togara ákvað hann að flytja suður til Reykja-
víkur og gera út þaðan. Á sínum tíma studdi
bærinn hann til að kaupa Jörund og var það
eðlilegt. Útgerðin gekk vel, því að eigandinn
var dugmikill og allmiklir fjármunir söfnuð-
ust í eins manns hönd vegna útgerðarinnar
og hagkvæmrar sölu togarans. Þessir fjár-
munir flytjast nú til höfuðstaðarins. í viðtali
við Morgunblaðið, nú nýlega, hefur svo
Guðmundur látið hafa þau ummæli eftir sér,
sem mjög eru til þess fallin að vekja ótrú á
togaraútgerð frá Akureyri. Þessi sami maður
hefur verið frambjóðandi á lista Sjálfstæðis-
flokksins við Eyjafjörð.
Að liinum togaranum, Kaldbak, stóð al-
menningur í bænum. Sú útgerð hefur að vísu
orðið fyrir áföllum, sem þó verða fremur
rakin til einstaklinga en almenningssamtaka.
Skipin eru þó orðin 4 og búið er að koma
upp miklu hraðfrystihúsi- Þessi skip hafa
skotið styrkum stoðum undir bæinn. Þau
hafa skapað atvinnu handa fjcllda manns,
sennilega framfærslu, beina eða óbeina, fyrir
1500—2000 manns.
Dæmin, sem hér hafa verið tekin af útgerð
einstaklinga og félaga, sýna, að almenningur
á \iðkomandi stöðum þarf að hafa hönd í
bagga um útgerðina. Því að svo getur farið,
jafnvel hjá hinum harðfengustu og ágætustu
framkvæmdamönnum, sem vissulega em
virðingarverðir, að þeim segist svo hugur um
einhvern daginn, að betra sé að flytja allt sitt
í brott og byrja á öðrum stað, án tillits til
þess hverjum afleiðingum það veldur á
brottfararstað, að öflug atvinnutæki hverfi
þaðan. Viðkomandi staður verður þá að
byrja á því á nýjan leik að byggja sér upp ný
atvinnutæki, einstaklingar eða félög.
Einar Guttormsson biður íyrir
eftiríarandi í Fokdreifar:
ÞEGAR eitthvað vantar í
bóndans bú, sem honum er nauð-
synlegt að hafa, og hægt er að
veita sér, verður honum fyrst
fyrir að bæta úr því.
Nokkuð svipað flaug mér í hug
eftir útvarpsumræðurnar um
frestun Alþingis og orsakirnar til
hennar. Stjórnin nýja bar sig
hálf illa og kvartaði yfir því, að
hún fengi ekki vinnufrið fyrir
andstæðingunum. Ef satt er, þá
er þetta eigi aðeins slæmt, heid-
ur hábölvað. — Núverandi lýð-
veldisstjórn íslands vanhagar um
næði. Slíkt hefur víst sjaldan
skeð fyrr. En hvað um það, hún
vill ekki láta vekja upp gamlar
ávirðingar.
Væri nú ekki vænlegt til ráðs,
til þess að slíkt komi ekki fyrir
aftur, að ákvæði á þá lund yrði
tekið upp í hin nýju stjórnskip-
unarlög lýðveldisins, að sérhver
alþingismaður, sem tæki sæti i
stjórn þess, legði þá þegar niður
þingmennsku, en varamaðurinn
kæmi í staðinn. Ef til vill má
breyta þessu með einföldum lög-
um, ef ráðherrunum fyndist
ósanngjarnt að taka við tvöföld-
um launum.
Sérhver ráðherra á aðeins að
hafa eitt starf á hendi, ráðherra-
embættið. Hvaða stöðu sem
menn hafa, eiga þeir að leggja
niður um leið og þeir gerast
stjórnendur íslenzka lýðveldisins.
Með þessu fyrirkomulagi er öll-
um stjórnmálaflokkum gert jafn
hátt undir höfði. Þessi tilhögun
ætti að koma í veg fyrir aliar
kvartanir um, að stjórnin hefði
ekki vinnufrið.
Ráðherrar mættu sitja þing-
fundi og hafa málfrelsi í stjórn-
armálefnum, bæði til framsögu,
eins og t. d. fjármálaráðherra, og
til varnar, hvor fyrir sína stjóm-
ardeild. Öðru eiga þeir ekki að
koma nærri í störfum Alþingis,
hvorki að kjósast í nefndir né
hafa atkvæðisrétt. Alþingi á að
vera spegill þjóðaróskanna, en
stjórnin skuggsjá þingviljans.
Ut frá þessum tillögum er eg
viss um að koma mætti á viðun-
andi tilhögun, sem ekki þyrfti
sífelldra breytinga við.
Verði tillaga þessi talin þess
verð, að tekin verði hún til at-
hugunar af hinum vitru, og hljóti
náð fyrir þeirra augum, verður
ekki sagt, að umræðunum 7. des.
hafi verið útvarpað að þarflausu.
Svo vill Jói fá orðið:
HINN allsráðandi sími hringdi
rétt einu sinni og einhver kven-
maður spufði eftir pabba. Það
var sú hin sama og 'hringdi rétt
áðan að spyrja eftir pabba. Það
er svo sem ekkert óvenjulegt, að
spurt sé eftir honum. Og eg sagði
sem var, að hann væri ekki enn-
þá komin heim af skrifstofunni,
en hann hlyti að fara að koma. —
Síminn er annars óþolandi, hann
hringir þegar verst stendur á, til
dæmis þegar maður er að borða,
eða þá sjaldan að eitthvað
skemmitlegt er í útvarpinu, jafn-
vel eftir að maðui' er háttaður og
sofnaður. Alltaf er stokkið til og
anzað þegar síminn hringir. Ein
hringing af hverjum tíu er vit-
laus, þ. e. sá sem hringir ætlaði
að hringja í allt annað númer og
bölvar svo vanalega í stað þess
að biðja afsökunar. Svona er
síminn.
Og enn var hringt. „Það er
Fæðingardeildin,“ sagði ákveðin
kvenmannsrödd, og bað fyrir
skilaboð til pabba, að hringja
tafarlaust á Fæðingardeildina,
þegar hann kæmi heim. Já, já,
sjálfsagt að skila því, sagði eg.
Og svona til vonar og vara leit
eg inn í eldhúsið og sagði
mömmu að pabbi ætti strax að
hringja á Fæðingardeildina þeg-
ar hann kæmi heim. Það var þá
síður hætt við að við gleymdum
því bæði. Það er svo leiðinlegt
þegar maður gleymir skilaboðum
úr símanum, eins og maður væri
einhver hálfviti.
Á Fæðingardeildina? sagði
mamma og snarstanzaði með
búrhnífinn í annarri hendinni og
kjötlæri, sem hún ætlaði að fara
að steikja í hinni og blóðlitað
vatnið úr nýþíddu kjötinu draup
á bládröfnóttan gólfdúkinn.
Það lekur úr kjötinu, mamma,
sagði eg. Jæja, sagði hún, og
munnsvipurinn varð einsogþegar
eg mölvaði stóru rúðuna óvart og
alltaf er verið að stagast á. —
Stóri bróðir stakk hausnum út úr
sínu herbergi og var allur eitt
glott en spurði ósköp sakleysis
lega, hvert pabbi hefði átt að
hringja. Á Fæðingardeildina,
sagði eg eins og satt var og svo
lokaði hann hurðinni og það
kvað við þessi rokna hlátur. Það
voru einhverjir strákar inni hjá
honum.
En mamma tók til við kjötið
með þessari líka litlu vonzku og
skellti því svo á steikarapönnuna.
Og rétt í þessu kom pabbi, bauð
gott kvöld og blés eins og hann
er vanur, vegna ístrunnar.
Þú átt að hringja á Fæðingar-
deildina, sagði eg við hann, það
liggur víst einhver ósköp á. —;
Hver var það nú, sagði hann, en
það vissi eg auðvitað ekki, en lét
þess getið, að það væri einhver
stúlka, sem væri búin að hringja
hvað eftir annað.
Já, ekki öðruvísi, sagði pabbi,
og mamma kom fram í eldhús-
dyrnar með samanherptar varir
og horfði fast á pabba til að vita
hvórt honum brygði nokkuð.
Pabbi tók símann.... dálítið
erfitt, já, já, það má búast við
því. ... 8 klukkutíma.... jú.. .
það er ekki gaman, já. .. . jamm,
eg kem þá rétt strax. ... jú, það
er ennþá betra, ef þú gætir
komið því við.
Strákarnir hlógu eins og vit-
lausir inni í herberginu. Hver
var þetta, með leyfi að spyrja?
sagði mamma fastmælt. Gömul
vinkona, sagði pabbi. Hún er á
Fæðingardeildinni og....
og lengra komst pabbi ekki, því
að mamma var komin á það stig,
þegar hún vill hafa orðið. . . .
Þegar hringt er frá Fæðingar-
deildinni, þá eru það feðurnir,
sem hringt er til, og svo sagði
hún öll ósköp, sem eg man ekki
hvað var og var vond, og pabbi
sagði: Góða mín, því er nú ver,
að maður á ekkert þar, og eg á
ekki von á neinu — ekki nokki'-
um sköpuðum hlut. Það verður
ekki fyrr en þú. . . .
Rétt í þessu er bankað og ung
og falleg hjúkrunarkona kom í
dyrnar og heilsaði glaðlega. Eg
þekkti það á röddinni að það var
sú sama og í símanum. Eg vona
að það hafi. ekki valdið misskiln-
ingi að eg hringdi úi' Fæðingar-
deildinni, sagði hún og hló svo
hjartanlega að jafnvel mamma,
sem ennþá var hrent ekki laus
við grunsemdir, tók undir. Nei,
nei, auðvitað ekki.
Eftir augnablik stigu þau öll
upp í nýja bílinn hans pabba og
það lá vel á þeim. Þau voru að
fara í afmrelisveizlu fram í sveit,
og einhver bíll hafði verið 8
klst. í gær að komast þá leið.
Svo er stundum sagt, þegar
síminn hringir: Ætli það sé nú
frá Fæðingardeildinni, og þá fara
allir að hlæja, nema þá helzt
mamma. — Jói.
Frá Æskulýðsheimili templara
í vetur hefur Æskulýðsheimili templara að
Varðborg verið opið á þriðjudögum og föstudögum
kl. 5—7 fyrir börn úr 4., 5. og 6. bekkjum barna-
skólanna og sömu daga kl. 8—10 fyrir unglinga. —
Nærri því öll miðhæð hússins er notuð fyrir þessa
starfsemi, og er þar komið fyrir góðu bókasafni,
lesstofu og leiktækjum. Aðsókn unglinganna hefur
aldrei verið eins mikil og í vetur. Aðgangur er
ókeypis fyrir alla.
Fyrir áramótin fóru fram tvö námskeið í papp-
írsvinnu, sem aðallega voru ætluð börnum innan
12 ára aldurs. Þá fóru einnig fram tvö námskeið í
flugmódelsmíði, auk þess hefur Módelklúbbur Ak-
ureyrar ókeypis húsnæði fyrir starfsemi sína í
Æskulýðsheimilinu. Meðlimir klúbbsins vinna þar
oftast tvö kvöld í viku.
Á næstunni hefjast námskeið í eftirfarandi
greinum:
1. Námskeið í bast- og tágavinnu hefst 18. jan.
Þar verða gerðir lampaskermar, skálar, föt, bakkar
o. fl. Einnig verður unnið úr kaðli, perlum og
fleiru. Þetta er einstakt tækifæri til þess að læra
gagnleg og skemmtleg tómstundastörf. Kennslan
verður sennilega í fjórum flokkum. Námskeiðið
hentar bæði ungum og gömlum. Kennari verður
frú Sigrún Gissurardóttir frá Rvík, en hún hefur
mörg undanfarin ár leiðbeint þar á slíkum nám-
skeiðum. Sökum annríkis dvelur hún hér aðeins
um tveggja vikna tíma, og er því nauðsynlegt að
þeir, sem vilja nota sér þetta einstæða tækifæri
tryggi sér aðgang sem allra fyrst.
2. Námskeið í ljósmyndagerð hefst svo fljótt sem
hægt er.
3. Námskeið í pappírsföndri fyrir yngri börn (8
—11 ára.)
Námskeið í skák mun fara fram, ef næg þátttaka
fæst.
5. Frímerkjaklúbbur verður stofnaður miðviku-
daginn 20. jan. kl. 8 e. h. Aðallega er hann hugs-
aður fyrir 12—16 ára unglinga. Er líklegt að
margir ungir frímerkjasafnarar vilji notfæra sér
þetta tækifæri til þess að ná sambandi við aðra,
sem hafa sama áhugamál og þeir.
Þetta verður fyrsti frímerkjaklúbburinn, sem
starfar í þessum bæ.
Allar upplýsingar um námskeiðin og aðra starf-
semi Æskulýðsheimilisins má fá hjá Tryggva Þor-
steinssyni í Varðborg á þriðjudögum og föstudög-
um kl. 5—7 og kl. 8—10. Sími 1481.
ÆSKUMAÐURINN
Mamma, mamma, þú vísaðir leið,
bess vegna verður ævibrautin greið.
Eg aldrei gleymi yndisstundum þeim,
eg á líka sjálfur dýi'ðarheim.
Ársólin gyllir ylríka strönd
á bak við eru öll mín björtu lönd.
Þú last mér sögur um ævintýraheim
og bjart verðui' alltaf yfir löndunum þeim.
Mamma, eg man jólin, eg þakka fyrir allt,
eg yla mér við minningar ef mér verður kalt.
Mamma, góða mamma, þú gafst mér fögur jól,
Jesúbarnið fæddist, þegar skein ei nokkur sól.
Jesú bar birtu í heiminn, blessuð er sú stund,
hann er mér styrkur og stoð á lífsins grund.
Eg hugsa um mína æsku, aldrei gleymi eg því,
hve indælt vár að vera föðurfaðmi í.
Eg finn að lífið brosir í fegurstu mynd,
eg vil vaxa og auðgast af hinni tæru lind.
Mörg eru verkefni sem mér finnst bíða mín,
eg vil vinna af kappi meðan sólin skín.
Við erum bræður og systui' ei má gleyma því,
friðarins hugsjón hæsta hún ber þessum orðum í.
Eg legg glaður á lífsins stig,
leiðtoginn ljúfi 'leiddu mig.
Kristín Jóhannesdóttir
frá Syðra-Hvarfi.