Dagur - 03.02.1960, Page 2

Dagur - 03.02.1960, Page 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 3. febrúar 1960 JÓN JÓNSSON, SKJALDARSTÖÐUM: NOKKRIR ÞÆTTIR UM Úr þáttum Jóns á Skjaldarstöðum um Jónas Hallgrímsson, í jóla- blaði „Dags“, hafa fallið niður nokkur orð á eftirtöldum stöðum: Á eftir orðunum á bls. 21, fremsta dálki, 3.—4. línu a. n.: „Rannveig systir hans giftist 19 ára gömul“, á að koma, „fyrri manni sínum, Tómasi Ásmundssyni“, og í öðru lagi á bls. 22, á eftir orðunum „orti mörg“ í 8. 1. a. n., á að standa: „veizlukvæði á dönsku um konungs- ættina, jólasöngva fyrir dönskumælandi yfrstéttarbörn og önnur samkvæmisljóð.“ í>á er í sama þætti sagt að þeir séra Einar Thorlacius í Saurbæ og séra Hallgrímur á Hrauni og Steinsstöðum væru systrasynir. Er þetta tekið eftir æviminningum Jónasar Hallgrímssonar með Helga- fellsútgáfunni á verkum hans. En samkvæmt upplýsingum Hólm- geirs Þorsteinssonar frá Hrafnagili, er þetta ekki rétt, þeir voru systkinasynir. Ólöf, móðir séra Einars, og séra Þorsteinn í Stærri- Árskógi voru systkin, bæði börn séra Hallgríms á Grenjaðarstað Eldjárnssonar. Áður en eg flyt úr nágrenni Steinsstaða langar mig til að minnast á lítið atvik, sem kom fyrir Jónas skáld á bernskuár- tim hans á Steinsstöðum, en mér láðist að geta í minningum um hann. Það var þannig: Þegar Jónas var 9 eða tíu ára var hann að kafa í fönninni eftir fyrstu vetrarhríðarnar og staddur í mýrinni sunnan við túnið á Steinsstöðum, líklega verið að líta eftir „tryppinu henni Toppu“, sem honum mun Iiafa verið gefið og úti var hjá öðrum hrossum í hríðinni. Fann hann þá grátittling, fros- inn niður í fönnina og þíddi vænginn nteð munninum, unz hann losnaði og 'flaug brott feginn lausninni. Flestir, Jónasi eldri, mundu hafa reynt að losa vænginn með höndinni og þá hætt við að vængurinn hefði skemmzt. Þegar Jónas kom heim Irá þessu atviki, fannst þeim það merkilegt að hann, svona ungur, fann þessa skynsamlegustu lausn á cfni þessu. — Um þennan atburð yrkir Jónas löngu síðar hið hugljúfa kvæði Grátittlingurinn, þar sem þessi erindi eru í: Eg fann á milli fanna í fellino- á blásvelli, lófalága \ ið þúfu lítinn grátittling sýta. Flogið gat ei hinn fleygi, frosinn niður við mosa. Augunum ótta bljúgum á mig skaut dýrið gráa. Kalinn drengur í kælu ' á kalt svell og Ijúft fellur. Lagðist niður og lagði lítinn munn á væng þunnan. Þíddi alveg og éyddi öllum dróma með stilli, sem að frostnóttin fyrsta festi með væng á gesti. Um leið og Jónas yrkir þetta verður honum hugsað til f jár- hagsörðugleika sinna og vanheilsu og bætir þessu dapurlega erindi við: Felldur er eg að foldu, frosinn og má ei losast. Andi guðs á mig andi; ugglaust mun eg þá huggast. Meiri gleðibragur er á kvæði Jónasar þegar hann skoðar Þingvallahraun og fjallið Skjaldbreið. Þess er getið, að jónas átti afburða reiðhest, hvítan að lit, sem Rannveig móðir hans hafði gefið honum, nefndi hann hestinn Baldur. Versið er svona: Vel á götu ber mig Baldur breikkar stirðnað eldasund. Hvenær hefur heims um aldur hraun það brunað fram um grund. Engin þá um ísafoldu unað hafa líii dýr. Enginn leit þá maður moldu móðu steins er uridir býr. Jónas átti vitran hund, sem hann hafði með sér í rannsókn- arferðum sínum. Hann hét Valdi. Vandi hann Valda á að sitja fyrir aftan sig á hestinum yfir vatnsföllin á leið þeirra sem voru mörg og stór. Um hann gerði hann þessa gaman- sömu vísu: (Framhald.) Eldur í stofunni í Víðinesi Öxarfirði 1. febrúar. Á laugar- daginn bar svo við, er heimilis- fólkið að Víðinesi var að borða hádegisverðinn, að reyks varð vart. Þegar farið var að athuga þetta betur, kom í Ijós, að stofa þar í húsinu var full af reyk og var þar kviknað í rúmfataskáp. Magnús Þorbergsson bóndi slökkti eldinn á stuttri stund. í stofu þessari var ungbarn og hresstist það fljótlega er það kom í ferskt loft. En þarna mátti þó engu muna. Um eldsupptökin er ókunnugt og hefur ekki fengist önnur sennileg skýring en sú, að á skáp þessum var glerskraut, sem sólin skein á er þetta gerðist. En það hefur við borið nokkrum sinnum, að t. d. glerkúlur verki sem brennigler og valdi íkveikju. TOGARARNIR Kaldbakur kom í morgun með ca. 140 tonn. Svalbakur er væntanlegur á morgun. Harðbakur fór nýlega á veið- ar. Sléttbakur kemur sennilega hingað á mánudaginn. Norðurlaiidsmót í körfuknattleik Þessir leikir hafa verið leiknir síðan blaðið kom út síðast: B-lið Þórs vann B-lið KA 58:50. A-lið KA vann A-lið Þórs 113:31. A-lið KA vann ÍMA 84:30. B-lið KA vann ÍMA 44:41. Mótinu lýkur í vikunni. Herbergi til leigu SÍMI 1303 eftir kl. 6. NYKOMIÐ Spænskar Moceasínur karlmanna. Telpna-töflur Stærðir: 27-33. Hvannbergsbræður ÚISÁLA í ÁSBYRGI KJÓLAEFNI (crepe) í kjólinn kr. 60.00. VELOUR-PEYSUR kr. 65.00. LEISTAR > 'Tr. 5,00. BARNASOKKAR kr. 7.00. SPORTSOKKAR, hvítir kr. 10.00. DÖMU-BUXUR kr. 18.00. ÚTIFÖT (buxur, vesti, stakkur) kr. 100.00. VERZL. ÁSBYRGI SKAUTASKOR KVENNA stærðir 35—41. SKAUTASKÓR KARLA stærðir 37—45. SKÍÐA- 0G SKAUTAKLOSSAR fyrir börn og unglinga. SKÍÐASKÓR margar tegundir. o o ÖTSALA MORGUNKJÓLAR ' ' kr. 125.00. SLOPPAR kr. 150.00. KJÓLAR kr. 350.00. PEYSUR - BLÚSSUR BÚTAR og margt fl. MARKAÐURINN SÍMI 1261. Samvinnubyggingafélag Eyjafjarðar heldur AÐALFUND mánudaginn 8. febrúar n. k. kl. 2 e. h. að Hótel KF.A (Rotarysal). Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Deildarstjórar, sem eigi hafa greitt gjöld sín til félags- ins, eru áminntir um að gera það hið fyrsta. — Kr. 10.00 af hverjum lélagsmanni. F. h. stjórnarinnar. ÁRNI JÓNSSON. ISABELLASOKKAR LEÐURSEÐLAVESKI og BUDDUR. ✓ VERZLUNIN SKEMMAN Sími 1504 Útlend Jarðarberjasulfa á aðeins kr. 13.00 dósin. KJÖTBÍIÐ K.E.A. Saltkjöfshakk gott og ódýrt. KJÖTBÚÐ K.E.A. Union innihurðarskrár og handföng Stakar skrár Stök bandföng Eldhússkápalæsingar krómaðax Glugsralokúr DO krómaðar JÁRN- OG GIÍERVÖRUDEILD GÆSADÚNN HÁLFDÚNN ÆÐARDÚNN Kaupið nú, því verðið er liagstcctt. P ó s t s e n d u m. JÁRN- OG .GLERVÖRUDEILD Nýkomið! POPLÍNKÁPUR með hettu. — Wttfóðraðar. CALYPSO-SOKKAR Tízkulitir. CAPRI-SOKKAR ÍSABELLUSOKKAR saumlausir og með saum. KLÆÐAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR H.F.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.