Dagur - 03.02.1960, Blaðsíða 5

Dagur - 03.02.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 3. febrúar 1960 D A G U R 5 irpresiana a i þá séra Pétur Sigurgeirsson og séra Kristján Róbertsson Áðsókn gífurleg að Eeikrifi L. A. Ævinfýri á gönguför Af því tiiefni að brátt er 20 ára afmæii Akureyrarkirkju og óð- um líður að hinum almenna æskuiýðsdegi þjóðkirkjunnai, sneri blaðið sér til sóknarprest- anna á Akureyri, þeirra séra Kristjáns Róbertssonar og séra Péturs Sigurgeirssonar, og heppnin var með i þetta skipti, því að prestarnir voru báðir niðri í bæ, og þeir voru báðir fúsir að gefa svör við spurningum blaðs- ins. Hvenær er hinn almenni æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar? Ilann er að þessu sinni 6. marz næstkomandi og er ákveðinn í livert sinni af æskulýðsnefnd í Reykjavík og æskulýðssambandi Hólastiftis. En það samband var stofnað 18. október í haust. Þú mun messa verða sungin i flestum kirkjum?? Já, um allt land, í eins mörgum kirkjum og unnt er. Þá verða seld sérstök merki til ágóða fyrir æskulýðsstarfið og efnt til sam- skota í öllum kirkjum. Hug- myndina að merki þessu átti sjálfur Marteinn Lúther. Þá mun forráðamönnum skóla verða skrifað bréf og til þess mælzt að þeir fjölmenni til kirkju með nemendur sína. En árshátíð ÆFAK? Hún fer fram 14. febrúar og hefst með kirkjugöngu. Að messu lokinni verður kaffisamsæti að Hótei KEA og er félögum heim- ilt að taka með sér gesti. Rétt er að minnast þess. að í fyrra færðu stofnfélagar Æskulýðsfélaginu fagran verðlaunabikar, sem veit- ist þeim sveitum, er mesta fund- arsókn hafa. Er fleira framundan í sam- bandi við æskuna? í sumar verður Evrópumót í fyrsta sinn á vegum Alkirkjuráðs- ins, þ. e. sambandi flestra kirkju- deilda heims. Mótið verður í Lousanne í Sviss 14.—24. júlí og munu þar mæta um 300 manns frá Norðurlöndum og þejrra á meðal 10 frá íslandi. Nú eru starfandi æskulýðs- deildir á Siglufirði, Húsavík, Grenjaðarstað, Siglufirði og Ak- ureyri og mynda samband innan hins forná Hólastiftis og munu þessar deildir væntanlega senda 5 manns til mótsins. Er ekki Akureyrarkirkja bráð- um 20 ára? Jú, hún var vígð 17. nóvember 1930 og verður því 20 ára í haust. Afmælisins mun verða minnst á virðulegan hátt. Fyrst má geta um það, að undanfarin ár hefur Akureyrarkirkja verið að safna til kaupa á pípuorgeli, og er nú búið að panta þetta hljóðfæri, sem verður hið stærsta sinnar tegundar á landinu og smíðað í Þýzkalandi. Þótt fjárhagurinn sé fremur þröngur, er von til þess, að orgelið verði komið merkisafmæli. Þá er búið að gera pöntun í myndarúður í alla kór- glugga kirkjunnar. Sú myndrúða, sem þar var áður, er nú í hönd- um þess, sem á að gera hinar rúð- urnar, og verða myndir þeiiTa samræmdar. Hér er gott tækifæri fyrir þá, sem vilja gefa kirkjunni góðar gjafir í tilefni afmælisins. Á næstu árum eignast kirkjan 4 gerðir af messuskrúða, svo að hægt verði að skipta um hökla eftir kirkjuárstiðum og helgidög- um. Fyrsta gerðin verður tilbúin fyrir afmælið. Á ekki kirkjan sjóð, sem verja átti til að skreyta í kringum hana? Arnaldur Guttormsson stofnaði sjóð, sem verja skyldi einkum til Er það ekki rétt, að Akureyrar- kirkja rúmi aðeins 16. hluta bæj- arbúa? Það mun vera, eða um það bil. En kirkjusóknin er því miður ekki mikil nema á hátíðum og tyllidögum, bá er hún mjög mik- il. í Akureyrarsöfnuði er góður kjarni og tryggur. Allstór hópur manna og kvenna sækir kirkjuna án undantekninga, en sá kjarni er þó of iítill. En andúð á kirkjunni finnst ekki. Viljið bið segja eitthvað sér- stakt að lokum? Leikstjóri er Jóhann Ögmundsson Margir spáðu illa fyrir Leikfé- lagi Akureyrar, er það valdi hinn kunna söng- og gamanleik, Æv- intýri á gönguför, sem fyrsta leik ársins í höfuðborg Norðurlands. En reynslan hefur sýnt, að L. A. valdi vel, því að þennan sjónleik vill fólkið sjá. Ævintýri á gönguför er eftir danska prestinn Jens Cnristian Hostrup. Höfundurinn er „sam- herji fcóndans og verkamannsins í baráttu þeirra við menntunar- hroka, peningamátt og stéttar- grillur“ og meðal annars þess vegna á þessi sjónleikur góðan hlj ómgrunn hér á landi. Hinn létti og skemmtilegi búningur deyfir hina sárustu þyrna hinnar aldagömlu ádeilu. Fá eða engin leikrit hafa oftar verið tekin til meðferðar hér á landi en Ævintýri á göngufór. Á Séra Pétur Sigurgeirsson og séra Kristján Róbertsson. Myndin er tekin um leið og viðtalið fór fram. að prýða umhverfið með blóm- j Framtíð kirkjunnar í landinu skrauti. Sjóðurinn er nú 11—12 virðist örugg og ástæðulaust að þús. krónur og nú er búið að ^ örvænta um hennar hag, því að gera við kirkjulóðina á þann hátt, kirkjan sækir fram á mörgum að sjóðurinn getur sinnt því hlut- ! sviðum. Búast má við breyting- verki, sem honum er ætlað. — ^ um í náinni framtíð á ýmsum Minningarspjöld fyrir sjóð þenn- starfsháttum hennar og helgisið- an fást einnig í Bókabúð Rikku. | um. En stefnan hefur enn ekki En hvað um Lögmannshliðar- j verið mótuð til fulls. Blaðið kirkju? j þakkar sóknarprestunum fyrir Lögmannshlíðarkirkja er að góð cg greið svör. verða 100 ára gömul. Það er fög-1 Sóknarprestarnir á Akureyri ur bygging og sérstaklega vel við eru ungir að árum, vel gerðir haldið. Búið er að samþykkja að panta í þá kirkju myndarúður. — menn og sérstaklega velviljaðir. Þeir eru miklir reglumenn, sem Teikningar eftir Guðmund frá 1 kallað er, og áhugasamir í starfi. Miðdal af guðspjallamönnunum. Söfnuður Lögmannshlíðarsókn- ar mun halda tvær kvöldskemmt- anir til fjáröflunar vegna kirkju- glugganna. Til dæmis munu þeir á hverjum vetri hafa með höndum leiðbein- ingarstarf fyrir 6—700 börn og ungling.a í æskulýðsfélagi kirkj- unnar. ■ Ferðafélag Akureyrar Framhald af 1. síðu. vegarstæði austur þar,- ennfrem- ur vegarstæði um Kerhólsöxl, sem talin er betri leið upp úr Sölvadal í Eyjafirði upp á há- lendið en áður hefur hefur verið álitið. Að sjálfsögðu hefur Ferðafélag- ið lítil fjárráð, en nýtur velvildar og stuðnings fjölda manna, sem skilja þýðingu þess, að opna leið- ir inn á hálendið og gera mönn- um þar með kleift að njóta ör- æfadýrðarinnar. Stjórn félagsins skipa: Kári Sigurjónsson, formaður. Karl Hjartarson. Karl Magnússon. Jón Sigurgeirsson. Tryggvi Þorsteinsson. Björg Ólafsdóttr,- Álfheiður Jónsdóttir. Sig. Hjálmarsson. Halldór Ólafssþn. Dúi Björnsson. Nemendur og fræðarar á fyrsta foringjanámskeiði ziiskulýðssambands Hólastiftis. Á myndina vantar séra Kristján Búason. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Akureyri var það fyrst leikið 1889, 1899 og enn 1919 og 1928. En síðast var það leikið 1933. Margir Akureyringar minnast eldri leikara úr Ævintýri á gönguför, svo sem: Valdimars Hallgrimssonar, Páls J. Árdals, Davíðs Sigurðssonar, Þorvaldar Davíðssonar, Einars Jónssonar, Jóhannesar Jónassonar, Tryggva Jónatanssonar, Ágústs Kvaran, Jóns Norðfjörðs, Gísla Magnús- sonar, Zóphoníasar Árnasonar og margra fleiri. Johann Ogmundsson hefur veg og vanda af Ævintýri á gönguför að þessu sinni, er leikstjórinn og leikur auk þess Skrifta-Hans. —• Þetta viðfangsefni bætir enn einu blómi í barm leikarans. Um leik- stjórn Jóhanns skal ekki fjölyrt. Nokkur atriði mega vera hraðari og nýliðarnir erU stundum í svo- litlum vandræðum með sjálfa sig framburðurinn er ekki nægilega skýr. En Skrifta-Hans er góður, alveg bráðskemmtilegur og væri sómi að honum á hvaða leiksviði sem væri. Júlíus Oddsson leikur Kranz kammerráð og hefur sjaldan tek- izt betur á leiksviði. En Skrifta- Hans og kammerráðið gefa mikið svigrúm í leik og eru að því leyti auðveldar persónur viðfangs. Sólveig Guðbjartsdóttir leikur konu kammerráðsins. Hin unga leikkona nær ekki fullri reisn hinnar stjórnsömu embættis- konu. Þó hefur hún nú sýnt, að hún er vel hlutgeng meðal yngri leikara á Akureyri og jafnvel meðal þeirra fremstu. Stúdentana leika þeir Þráinn Karlsson og Eggert Jónsson. Sá fyrrnefndi sýndi að þessu sinni góðan leik, sennilega sinn bezta. Sá síðarnefndi hefur ekki áður sézt hér á leiksviði, en á sýnilega ýmislegt í góðan leikara. Helena Eyjóll’sdóttir og Þórey Guðmundsdóttir leika Láru, dótt- Svale assesors og Jóhönnu bróð- urdóttur hans. Hlutverk Helenu er vandasamt, en var vel af hendi leyst. Þórey hefur áður komið á fjalirnar og er leikur hennar óþvingaður oggeðþekkur. Stefán Halldórsson leikur Svale assesor af töluverðum virðuleik. Sveinn Kristjánsson leikur hinn tvíráða Vermund og virðist hann ekki taka þetta viðfangs- efni sitt nógu alvarlega. Kjartan Stefánsson leikur Pét- ur, lítið hlutverk. Sennilega lum- ar sá maður á meiru en því, sem fram hefur komið hér á leiksvið- inu. Aðalsteinn Vestmann málaði leiktjöldin og hefur það tæplega farið fram hjá leikhúsgestum, hve þau eru að ýmsu leyti sér- staklega vel gerð. Áskell Jónsson annaðist söng- stjórn og hljómlist ásamt þeim Eydalsbræðrum. Aðsókn hefur verið feikna mik- il og uppselt á hverja sýningu löngu fyrir fram. — E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.