Dagur - 17.02.1960, Side 2

Dagur - 17.02.1960, Side 2
2 D AG U R Miðvikudaginn 17. febrúar 1960 " ■ m ' . J ; WFi $ Sviðscmynd úr sjónleiknum „Eftirlitsmaðurinn. (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Mennlaskólaleikurinn frumsýndur Eftirlitsmaðuriim eftir Nikolai Gogol Leikstjóri Karl Guðmundsson Menntaskólaleikurinn, Eftirlits- maðurinn, var frumsýndur í Sam- komuhúsinu á Akureyri sl. sunnu- dagskvöld undir leikstjórn Karls Guðmundssonar. — Leiknum var ágætlega tekið og voru leikendur og leikstjóri hylltir með lófataki og blómum í leikslok. Leikgleðin er einkenni skóla- leikjanna, þeir eru ferskir og oft- ast hraðir gamanleikir. Sjónleikurinn Eftirlitsmaðurinn eftir Nikolai Gogol er ádeila á embættismannastéttina í gaman- sömu formi. Þýðinguna gerði Sig- urður Grímsson. Það er sígilt efni og alltaf jafnvel þegið. Þótt skáld- verkið sé rússneskt, getur það engu að síður átt við hvar sem vera skal og nær vel eyrum fólks. Leikstjórinn, Karl Guðmunds- son, hefur annað hvort töluvert marga þá eiginleika, sem góðum leikstjórum eru nauðsynlegir, eða að þessi'i'ZO' 'manna hópur . úr Menntaskólanum á Akureyri Bn góður efniviður, nema hvort tveggja sé. Frumsýningin á sunnudags- kvöldið tókst með ágætum vel, at- burðarásin var hröð, látbragðið yfirleitt óþvingað, persónugerðir margar og sérstæðar, framburður einkum góður og leikendurnir kunnu hlutverk sín, það er raunar Mörgum þótti nýr heimur opn- ast í þróun mannkynsins, þegar það fyrst kom fram, að hægt væri að frjóvga konur án karlmannlegr- ar nálægðar. Þessi tækni hefur raunar þegar haft ótrúlega þýðingu á „óæðri“ verum jarðar í aukinni framleiðslu fæðutegunda. En til notkunar í þágu mannanna hefur þessi tækniaðferð mætt hinni hörðustu gagnrýni víða um heim. Til dæmis hefur erkibiskupinn af Kantaraborg nýlega reynt að fá stjórnarvöldin brezku til að banna með lögum þessa starfsemi að viðlagðri harðri refsingu. I Bretlandi er talið, að á ári hverju hin síðustu árin, fæðist ekki færri en 6000 börn, sem upp- ekki þakkarvert, en vill þó oft á skorta, jafnvel meðal þeirra, sem þó þykjast hafa slitið barnsskón- um á leiksviðinu. Stöður á leik- sviðinu voru nær alltaf eðlilegar og meðal leikenda voru án alls efa leikaraefni. Að samanlögðu sýnir þessi sjón- leikur MA mjög mikinn árangur af mánaðarstarfi, og hann er svo skemmtilegur, að það er ómaksins vert að" sjá hann. Stærstu hlutverkin voru leikin af Jóni Sigurðssyni, sem leikur Á fundi hreppsnefndar Hrafna- gilshrepps þann 12. febr. 1960 var einróma samþykkt eftirfarandi: Fundurinn mótmælir harðlega þeirri stefnu, sem fram kemur í hinu nýja efnahagsmálafrumvarpi rikisstjórnarinnar, sem mun leiða af sér stórfelldán'samdrátt' á öll- tim. 'm'eirl háttar> frámkvæmdum hjá flestum stéttúm þessa þjóðfé- lags, og þó ekki sízt hjá bændum landsins, ef það verður samþykkt á Alþingi. Oséð er hvert þjóðfélags tjón kann að leiða af svo stórfelld- um aðgerðum, sem að áliti fund- arins hefði vel mátt haga á annan veg, ef valdar hefðu verið skyn- samlegri leiðir. runa sinn eiga að rekjá til þessar- ar umdeildu tæknifrjóvgunar. í V.-Þýzkalandi og í Bandaríkjunum er svipaða sögu að segja, en i öðr- um löndum fara litlar sögur af þessu. Talið er, að meiri hluti þessara barna séu börn giftra kvenna, sem eiginmaðurinn sé raunverulegur faðir að, þótt tæknifrjóvgunina hafi þurft að nota af heilsufarsleg- um ástæðum. Margar ógiftar kon- ur, sem vilja eignast börn, kjósa fremur hina nýju aðferö en mök við hið sterkara kyn. Og enn eru það giftar konur, sem leita hinna tæknilegu ráða vegna ófrjósemi eiginmanna sinna, með eða án vit- undar þeirra. — (Frh. á 7. síðu.) borgarstjóra í rússneskum sveita- bæ, Aðalbjörgu Jónsdóttur, sem leikur konu hans, og Iðunni Steins- dóttur, er leikur heimasætuna. — Pétur Einarsson leikur eftirlits- manninn, sem leikurinn dregur nafn sitt af. Aðrir leikarar eru: Þröstur OI- afsson, Margrét Erlendsdóttir, Þor- leifur Pálsson, Þorsteinn Geirsson, Jón Sæm. Sigurjónsson, Gunnar Sólnes, Guðmundur Sigurðsson, Karl Grönvold, Ola Aadnegard, Hreinn Pálsson, Gunnar Árnason, Magni Steinsson, Kristinn Jó- hannesson, Kristín Halldórsdóttir, Laufey Þorbjarnardóttir og Barði Þórhallsson. Um einstaka liði frumvarpsins vill fundurinn taka fram: 1. Sú fyrirætlun ríkisstjórnar- arinnar að stórhækka vexti af öll- um lánum, bæði lausum og föstum og taka sér um leið eins konar al- ræðisvald um allar lánveitingar, bæði uni ;rl£jnsupph’æðir-i ag^ láns- tíma, mun leiða af sér slík'a geig- vænlega erfiðleika fyrir þá, sem staðið hafa og standa enn í stór- felldum framkvæmdum, svo sem húsabyggingum, vélakaupum og öðru, sem kostar mikil fjárútlát, að vart munu þeir undir þeim risa. Auk þess er Ijóst, nái þetta fram að ganga, að draga mun mjög úr getu manna til að stunda fram- leiðslustörfin á eðlilegan hátt og á þeim vettvangi, ekki sízt, mun stöðvunarstefnan koma niður með miklum þunga. 2. Verði samþykkt á Alþingi að hluti af hinum fyrirhugaða sölu- skatti renni til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem tekjustofn fyrir þau, skorar fundurinn á Alþingi að breyta lögum Jöfnunarsjóðsins á ,þá lund, að sveitahéruðin njóti sama réttar og önnur sveitarfélög landsins við skiptingu þess fjár. 3. Fundurinn vill mjög ákveðið fordæma þá fyrirætlun ríkisstjórn- arinnar, að taka hluta af því spari- fé landsmanna, sem ávaxtað er í samvinnufélögunum og ýmsum sparisjóðum út um land, og flytja það í banka í Reykjavík. Er víst að sú ráðstöfun mundi verða til stórhnekkis fyrir allt athafnalíf út um hinar dreifðu byggðir landsins. Ekki leysir fæknin ailan vanda Mófmæla stefnu stjórnarinnar LAGT I BLEYTI Vatnsdauft - Brimsalt - Illt skap Tillögur til úrbóta Er maður minn og strákar komu til miödegisverðar í gær, var eg ekki búin að færa upp úr pottin- um. Þeir gengu óðara að eldavél- inni og lyftu upp hlemmnum, það er þeirra vani. „Nei, er það nú saltfiskur ennþá einu sinni!“ hrópaði yngsti strák- urinn. „Maður fær aldrei pylsur á þessu heimili.“ „Eg vil heldur sperðla," sagði sá næstyngsti. „Svona setjist þið nú við borð- ið, strákar mínir,“ sagði eg. „Þetta er ljómandi fallegur fiskur.“ Pabbi þeirra var þegar setztur. Honum þykir saltfiskur góður. Máltíðin var ekki nema rétt byrjuð, er sá yngsti gretti sig og lagði frá sér hníf og gaffal. „Þetta er óætt! Eg ét ekki þenn- an fjanda. Þetta er brimsaltur and....“ „Steinþegiðu“ greip pabbi hans fram í. „Ekkert helvítis bölv hér við matborðið. Burt með þig heldur.“ Strákur minn skálmaði fram og rkellti á eftir sér hurðinni. „Á eg ekki að gefa þér franskbrauð með sultu?“ kallaði eg á eftir honum, en hann anzaði ekki. Voðalegt þegar börnin fást ekki til að borða. Eg bragðaði bita af diskinum hans. Guð minn góður! Mig log- sveið. „Þetta er rétt hjá blessuðu barn- inu,“ sagði eg. „Þetta er voðalega salt. Hann hefur lent á þykkasta stykkinu.“ VATNSDAUFUR ANDSKOTI. Maðurinn minn var nú staðinn upp af stólnum og fálmaði í kring- um sig. „Hvar er saltbaukurinn?" kallaði hann. „Er eg ekki búinn að margbiðja þig um að hafa hann aíltaf hér á borðinu? Ééita er vatnsdaufur andskoti!“ „Hvað segirðu, elskan mín? Finndu bragðið af því, sem er hérna á diskinum hans Nonna. Þetta er brimsalt.“ Hann bandaði frá sér. „Nei, komdu bara með saltið, strax!“ Hann var auðsjáanlega kominn í vont skap. Hann er ekki sterkur á taugunum, blessaður maðurinn minn. Eg fann saltbauk eftir langa mæðu. „Hérna, elskan mín.“ Hann greip hann þegjandi og hellti öll- um ósköpum á diskinn. „Þessir hálfvitar kunna ekki að útvatna saltfisk," sagði hann. KJARNI MÁLSINS. Já, þar er komið að kjarna málsins. Ef maður kaupir saltfisk í búð, eru þykku stykkin brimsölt en þau þunnu vatnsdauf. Það hlýt- ur allt að vera útvatnað jafn lengi, það þykka og þunna. Svo er böl- sótazt við matborðin, og allar taugar fara úr skorðum. Fyrir kemur einstöku sinnum, að allt er of salt, og Hfshætta að bragða á þykkustu stykkjunum, en i önnur skipti er allt vatns- dauft, og rifizt um saltbaukinn. FJÖGRA ÁRA NÁM. Það er ekki sæmandi að benda á annmarka og hafa enga tillögu fram að færa til úrbóta. Eg sé ráð til þess að bæta úr þessum vanda. Hví skyldi riiaður ætlast til þess að menn kunni það, sem þeir hafa aldrei lært? Það er ekki sann- gjarnt. Hvenær hefur verið haldið svo mikið sem eitt námskeið í saltfiskútvötnun? Aldrei, svo að eg viti til. Þessu þarf að gjör- breyta. Það þarf að koma útvötn- un inn í iðnlöggjöfina, gera hana að löggiltri iðn með fjögra ára námi. Svo eiga engar verzlanir að fá leyfi til þess að selja útvatnað- an saltfisk (eða saltkjöt) nema þær hafi í sinni þjónustu mann með sveinsprófi í iðninni. Þetta er nú ein af þeim hliðar- ráðstöfunum, sem stjórnin okkar ætti að hafa vit á að gera til þess að bæta um fyrir dýrtíðina, sem koma skal, en ekki treysti eg henni til þess. Eg held, því miður, að reyndin verði sú í þessu máli, að ekkert verði gert af hinu opin- bera, nema þá einhver vitleysa, en þetta er þó alvörumál. Það er hvort tveggja, að of saltur matur er óhollur Jyrir.heilsp og 4\ífy og svo er illt skap og rifrildi við mat- borðið ekki siður spillandi fyrir andlega og líkamlega heilsu. Eg verð líklega áð reyná að útskýra hér í þessari blaðagrein, hvernig' leggja skal fisk í bleyti og út- vatna hann.—Aörrr gera það varla. Afi minn, Pétur, þótti einn bezti saltarinriT§ Suðurnesjum um alda- mótin. Hann var því kallaður Salt-Pétúr. Fræðslu mína fékk eg frá honum. . . , HANN AFI MINN ÞAÐ SAGÐI MÉR. Taka «^al fiskinn með vinstri i >'/ , v hendi *(hér er átt við þurran salt- fisk) en hafa öxina i þe'irri hægri. Leggja skal fiskinn flatan (ekki upp á rönd) á þvottahúsborðið. Svo skal höggva eins ogt oft og þörf er á. Hann næst sundur fyrr eða síðar. — Því nefni eg öxi, að eldhúshnífar bita aldrei neitt. Sagir eru góðar, en þær finnast sjaldan. Nú skal taka bitana og setja þá í skál eða fat. Fylla skal ílátið með köldu vatni. Fiskurinn s-kal svo útvatnast þarna í sólarhring, en þynnstu bitarnir ekki nema í 16—18 tíma. Hraða má útvötnun með því að skipta um vatn. PYLSUR Á MORGUN. Það er ekki von, að öllum sé Ijós eða tiltæk þessi aðferð min, því að hún er talsvert margbrot- in, en þó er eg viss um, að allir, eða a. m. k. langflestir, gætu lært þetta á 4 árum, ef til iðnnámsins kæmi. En hvað um það. Eg vona, að þessar leiðbeiningar mínar verði að einhverju leyti blessunarríkar fyrir alla útvötnun i landinu, fyrir maga, heilsu og skap. — Eg'ætla að hafa pylsur i matinn á morgun. Húsmóðir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.