Dagur - 24.02.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 24.02.1960, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 24. febrúar 1960 Skrifsirilíi i Halníir.sli'ætt •)(> — Sími 1166 RITSTJÓRl: E R L f N G l? R I) A V í I) S S O N Auglýsingasljóii: J Ó N S A M V E l. S S O N Ai'gangiirinn kusiar kr. 75.IH) lllaóió ktarrtir tit á miíVvikutlðgunt og Isiugai'dögiim, btgar t'íni siantla (il Ojabklagi tr 1. jiilí I’RENTVF.RK (H)I)S UJ()RNSSONAR H.F. Ekkert umboð EFNAHAGSMÁLAFRUMVARP ríkLs- stjómarinnar er nú orðið að lögum. Með fullri virðingu fyrir þeirri staðreynd, að eft- ir eins ars stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks, var efnahagsmálum þjóðarinnar svo illa komið, að breytinga var þörf, fela hin nýju lög allt annað í sér en núverandi stjórnarflokkar boðuðu fyrir síðustu alþing- iskosningar. Um þessa stefnu var ekki kosið, hiin var þá leyndarmál núverandi stjómar- flokka og ekki lögð fyrir háttvirta kjósendur til umsagnar. Ríkisstjórnin hefur þess vegna engan siðferðilegan rétt til þess að gjör- breyta stefnunni, þvert gegn margítrekuðum yfirlýsingum sínum, á svo gjörræðisfullan og djúptækan liátt, sem nú er fram komið. Að þessu leyti er því stjórnin umboðslaus til þeirra ráðstafana, sem nú eru gerðar og hún fiefui' svikizt aftan að kjósendum sínum. „Fastagesti“ svarað. „FASTAGESTUR“ á pistil um Alþýðuhúsið í Fokdreifum síð- asta Dags. Segir hann þar lof og last á húsinu, starfsemi þess og þjónustu. Heilbrigð og rökstudd gagnrýni á alltaf rétt á sér, en því miður ber lítið á henni í áður- nefndum pistli. Höfundurinn hvikar hvergi frá öfgunum, hann virðist sem sé hafa fallið fyrir þeirri freistingu að 'gera að meg- inefni að vera fyndinn og „slá í gegn“. Það fyrsta, sem hann finn- ur að er hljómsveitin. Hún leiki sífellt sömu lögin og þar ofan í kaupið tómt rock, stemma megi klukkuna eftir lögunum sem leik- in eru. Alþýðuhúsið getur kallast eina samkomuhúsið á Akureyri, sem að staðaldri er opið almenningi. Það hlýtur þess vegna að geta tal- izt eðlilegt, að þeir sem þar eru „fastagestir" séu farnir að kann- ast við prógramm hljómsveitar- innar. Því miður er skemmtanalíf- ið hér ekki r.ógu almennt til þess að menn geti haft hljóðfæraleik að aðalstarfi að vetrinum. Af því leiðir, að minni tími er til æfinga en æskilegt væri. Vil eg þó halda því fram, að umrædd hljómsveit leiki að staðaldri ekki minna „ný- meti“ en hljómsveitir þær sunn- lenzkar, sem eg hef hlustað á. — „Fastagestur“ heldur því fram, að ekki fyrirfinnist jazz eða „latin American" músík á prógrammi hljómsveitarinnar, heldur aðeins rock. Sannleikurinn er hins vegar sá, að einungis tæpur helmingur prógrammsins er rock. En því miður er rock vinsælasti hluti prógrammsins, og það sem oftast er beðið um, og meðan svo er, verður ekki komizt hjá því, að leika rocklög. „Fastagestur" kvartar undan aðbúnaði á snyrtingum, en hrædd- ur er eg um, að umgengni gesta þyrfti þar fremur betrunar við. Heitt vatn var til staðar á snyrt- ingum karla, en loka varð fyrir það vegna þess, að ómögulegt reyndist að fá menn til að skrúfa fyrir að notkun lokinni. Eyddist oft allt vatn af hitunarkerfi húss- ins af þeim orsökum. Og að lokum þetta: Nokkur þekking á aðstæðum sakár ekki, þegar gagnrýna skal opinberlega menn eða málefni. Það er „Fasta- gestur“ vinsamlegast beðinn um að athuga næst þegar hann gerir sig að dómara í málum sem hann þykist hafa vit á. Hljóðfæraleik- NA RÍKU ER RÉTTU Oft hefur verið með réttu af því státað, að í okkar þjóðfélagi væri flestu gáfuðu og duglegu fólki kleift að ganga hinn bratta og erf- iða veg langskólanáms og hvers um, er sérmenntun lífsskilyrði og enn verður að sækja hana að nokkru út fyrir landssteinana. En nú á að þrengja liag hinna fátækari námsmanna, sem nám ÞANKÁR OG ÞÝÐINGAR Arnulf Overland, hið fræga norska skáld, var hand- tekinn af Þjóðverjum 1941 og sendur til Grinifang- elsisins. Dag nokkurn var öllum föngunum stillt í eina röð, og tilkynnt var, að sá af þeim, sem væri garðyrkju- maður, skyldi stíga fram úr röðinni. Enginn hreyfði sig. — Er þá enginn garðyrkjumaður meðal ykkar? öskraði þýzki foringinn. Enginn fanganna mælti orð. En allt í einu heyrðist hin rólega rödd Överlands: — Væri ekki hægt að handtaka garðyrkjumann? Dag nokkurn 1941 sat Överland inni á Leikhús- kafíihúsinu í Ósló með kunningja sínum, rithöfundin- um Finn Bö. Þeir ræddu um svikarana norsku og hvað gera skyldi við þá, er Þjóðverjar væru farnir úr landinu. -— Hver tillaga þín í málinu? spurði Bö. Óverland hugsaði sig um sem snöggvast og sagði svo: — Niðri við Skarpsno er víst eitthvað, sem kallað er rotnunartanki eða rotþró. Hvernig væri að koma þeim þar fyrir og láta vatnið úr klóökkunum þvo þá hreina? Arnulf Överland hefur tekið mikinn þátt í mál- stríðinu í Noregi. í fyrirlestri, sem hann hélt í Dan- mörku vorið 1956, lýsti hann baráttunni á heimavíg- stöðvunum þannig: — Við höfum þrjú mál í Noregi: „Rigsmál, lands. mál og slagsmál.“ Lincoln forseti gagnrýndi mjög ýmsar ákvarðanir eins hershöfðingjans síns. Að lokum missti hershöfð- inginn stjórn á skapi smu og sagði: — Forsetinn álítur auðsjáanlega, að eg sé full- kominn hálfviti. — Nei, það held eg nú ekki, sagði Lincoln, og. Nú væri fásinna, að fordæma hvert atriði hinna nýjn laga, þótt þau, sem heild, brjóti I meginatriði kosningaloforða stjórnarflokk- anna og ])á miklu framfarastefnu, sem farin ; hefur verið hér á landi undanfarna áratugi 1 og með þeim árangri, sem hvarvetna blasir i við í alhliða framförum til sjós og lands og ! vaxandi velmegun fólksins. Hin niiklu framfara- og velgengnisár und- i anfarið, brjóta í bága við íhaldsstefnu allra tíma, en hafa meðal annars mótast af félags- i hyggju, jöfnun lífskjara og víðtækri aðstoð i ríkisvaldsins til alhliða uppbyggingar og j miklum átökum til nýtingar auðlinda, svo ; sem rafvæðingin og stóriðnaður í sambandi j við hana ber vott um, og hér er nefnt sem j dæmi. Á meðan þróunin var örust skipti ís- I lenzka íhaldið um ham og þóttist vera frjáls- ; lyndur umbótaflokkur og þakkaði sér fram- í farirnar. Fyrir kosningar lofuðu íhald og ’ kratar bættum lífskjörum almenningi til j handa, og stöðvun verðbólgunnar án þess að leggja á nýja skatta, ennfremur stöðugum framförum, mikilli atvinnu, auknu frelsi á öllum sviðum og þetta mun eg gefa þér, sögðu þessir flokkar við háttvirta kjósendur, ef þú greiðir mér atkvæði. Nú, að kostiing- j um loknum er grímunni kastað, og loforðin í gerð ómerlc með algerðri stefnubreytingu. 1 Verðbólgan er aukin, nýjar álögur lagðar á ; almenning, dregið tir verklegum fram- j kvæmdum og þar með atvinnu, vextir hækk- aðir úr hófi fram og ekkert samráð haft við í aðra stjórnmálaflokka eða fjöldasámtök og 1 hverri tillögu til lágfæringar vísað á bug af j miklu stærilæti. Vinnubrögð stjórnarinnar er móðgun við þann heiðarleik, sem enn er eftir á hinum pólitíska vettvangi, ]>ví að auvitað er hverj- um stjórnmálaflokki skylt að boða stefnu sína í kosningabaráttu og vinna henni fylgi, í stað þess að halda henni leyndri og lofa allt öðru en ætlað var að efna svo sem nú er fram komið. konar sérmenntunar, án tillits til ættgöfgi eða ríkidæmi nánustu skyldmenna. Einnig þessu á að breyta. Það hefur verið mikil gæfa fyrir þjóðina, að hæfileikarnir hafa fengið að njóta sín á þennan hátt. Á öld byltingar í tæknilegum efn- SAGT TIL VEGAR „Sagt til vegar“ heitir lítið barnablað, eða réttara sagt minn- isblað, sem gefið er út af barna- starfinu á Dalvík, og Valdimar V. Snævarr, fyrrv .skólastjóra — En eins og kunnugt er meðal Dalvík- inga hefur hann undanfarin ár stjórnað samkomuhaldi fyrir börn með aðstoð kvenfélagsins þar. Blaðið hefst á minnisorðum úr Heilagri Ritningu, þá kemur ljóð eða sálmur og síðan hugleiðing fyrir börnin um eitthvað atriði trúarinnar — og smásaga. Blaðið er fjölritað og prýðilegt að efni og frágangi. Get eg ímynd- að mér að börnin, sem þessa blaðs njóta, leggi kapp á að halda því saman og varðveita, en það er þeim áreiðanlega mikils virði. Barnastarfið á Dalvík er kirkj- unni þar mikill stuðningur, og bornunum til blessunar. Valdimar á þakkir skyldar fyrir þessa út- gáfustarfsemi, sem þó er ekki nema lítið brot af öllu því, sem hann vinnur fyrir æskuna með ljóðum sínum og fræðslu í trúar- efnum. Hygg eg, að eg mæli fyrir munn margra foreldra á Dalvík, er eg þakka Valdimar Snævarr hið frjálsa safnaðarstarf, sem eg veit að er honum kærkomið og mikið áhugamál. P. S.. . stunda erlendis. Vegna hinna harkalegu ráðstafana ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum, er útlit fyrir, að mjög margir námsmenn erlendis verði að hætta námi. Árs yfirfærsla til námsmanna í Austurríki, Danmörku, Noregi og Hollandi hefur numið 20 þús. kr. Sú upphæð mun nú hækka upp í 35 þús. kr. I Þýzkalandi og Sovét- ríkjunum hefur yfirfærslan numið 24 þús., en mun, eftir gengisbreyt- inguna hækka í nær 43 þús. I Sví- þjóð og Bretlandi hækkar yfir- færslan um tæpar 20 þús. kr. og í Bandarkjunum mun meira. Álögurnar á íslenzkt námsfólk erlendis, samkvæmt nýja eína- hagsmálafrumvarpinu, eru því mjög tilfinnanlegar og óréttlátar úr hófi fram, en nokkuð mismun- andi eftir dvalarkostnaði x hinum ýmsu löndum. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta námsmönnum þetta upp nema að litlu leyti. Hér er stefnt að því, að þrengja svo kost hinna fátækari námsmanna, að „réttur- inn“ til náms á erlendum vett- vangi, sé aðeins fyrir þá ríku. N. K. L. jók vöruveltu Norska samvinnusambandið (N. K. L.) jók vöruveltu sína á síðast- liðnu ári um 30 millj. norskra króna, úr 327 millj. 1958 í 357 millj. 1959 og samsvarar það 9% aukningu. Auþningin skiptist þannig á vöruflokka: Nýlenduvörur 4,4%, sjávar- og landbúnaðarafurðir 10%, járnvörur 13,4%, rafmagns- vörur 26,5% og vefnaðarvörur 16,7%. — Mest jókst heildarsalan í Osló, 11,5%. bætti svo við eftir dálitla þögn: — En mér getur auðvitað skjátlazt. Hinn frægi enski dýramálari, E. H. Landseer (1S02—1873) var oft úti í sveit að mála. Eitt sinn sá hann í haganum mjög myndarlegan bola og fór strax að mála hann. Bóndanum þótti heiður að því, að boli hans skyldi lenda á lérefti frægs málara, og: fylgdi því starfinu af áhuga. Næsta sumar kom Landseer til hins sama staðar, og þá sagði hann bónda, að hann hefði selt málverkið; af bola á 600 sterlingspund. — Guð minn góður! hrópaði bóndinn klökkur. Mikill dæmalaus bölvaður hálfviti get eg verið! Eg. lét hann fara fyrir minna en hundrað! Eitt helzta boðorð biblíunnar er það, að maður eigi að elska náungann eins og sjálían sig. Þetta hef- ur mér alltaf tekizt, því að sjálfan mig hef eg aldrei þolað! — Hans Brix. Bruun Juul Fog Sjálandsbiskup (d. 1896) var nafntogaður fyrir það, hve gleyminn hann var og ut- an við sig. Sagt er, að um morguninn eftir brúðkaupsnóttina hafi hann risið upp við dogg og horft skelfingar- og undrunaraugum á stúlkuna í rúminu. — Hamingjan góða! Hvernig í ósköpunum stend- ur á því, að þér eruð komnar hingað, ungfrú Múnter? Abraham Lincoln gekk einu sinni á götu í Spring- field og leiddi stráka sína tvo, sem báðir hágrétu. — Nei, herra Lincoln, sagði kunningi einn, sem mætti þeim, hvað gengur að blessuðum drengjunum? — Nákvæmlega það sama og gengur að öllum heiminum, svaraði Lincoln. Eg á þrjár hnetur, og hvor um sig vill fá tvær. Þegar flækingurinn er orðinn ríkur, fær hann I nafnið ferðamaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.