Dagur - 24.02.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagitm 24. febrúar 1960
D AG U R
5
Nokkrir siuðningsmenn hins nýja efna-
hagsmálafrumvarps leiddir í vitnasfúku
Kaflar úr ræðu Garðars Halldórssonar,
alþingismanns, um efnahagsmálin
Garðar hóf mál sitt á því að minna á ummæli ýmsra for-
ystumanna núverandi stjómarflokka, sem þeir hafa áður við-
haft í umræðum um efnahagsmál. Hann sagði m. a.:
UMMÆLI GYLFA í>.
GÍSLASONAR.
Fyrsta vitnið er hæstvirtur nú-
verandi viðskiptamálaráðherra,
Gylfi Þ. Gíslason. En hinn 14. maí
1958 mælti hann svo hér í þessari
háttvirtu deild, með leyfi hæstv.
forseta:
„í nútíma þjóðfélagi, eins og
það er hér á Islandi, er vald laun-
þegasamtakanna svo mikið, að
skynsamlegri stefnu í efnahags-
málum verður varla fylgt nema
hún hafi beinan eða óbeinan stuðn
ing launþegasamtakanna. Laun-
þegasamtökin þurfa annað hvort
að styðja þessa stefnu eða a. m. k.
að eira henni, ef hún á að hafa von
til þess að geta borið góðan ár-
angur. Það er varla hægt að
stjórna til lengdar í fullkominni
andstöðu við öll launþegasamtök
landsins, nema þá að gera það
með ofbeldi."
Hvort mundi nú fremur vera, að
hæstvirt ríkisstjórn telji frum-
varp sitt um efnahagsmál, ekki
skynsamleéa stefnu í efnahags-
málum, eða, að hún hugsi sér að
stjórna með ofbeldi, svo að notuð
séu eigin orð hæstvirts viðskipta-
málaráðherra, því að vart þarf um
það að efast, að launþegasamtökin
í landinu séu á móti þeirri stefnu
í efnahagsmálum, er í frumvarp-
inu felst.
HVAÐ SAGÐI MAGNÚS
FRÁ MEL?
Annað vitnið, sem eg vil nefna,
er hæstv. 6. þingmaður Norður-
landskjördæmis eystra, Magnús
Jónsson. Hann mælti hér í þessari
háttvirtu deild 14. maí 1958, með
leyfi hæstvirts forseta:
„Það er talað um, að fjárfesting
sé of mikil í landinu, og það má
vel vera. Hins vegar hlýtur alltaf
fjárfesting að vera mikil í landi
sem á svo margt ógert, eins og við
eigum hér á íslandi, en það er a.
m. k. eitt sem ekki má koma fyrir,
og það er, að óhæfilega verði
dregið úr fjárfestingu til þeirra
þarfa, sem skilar okkur gjaldeyris-
verðmætum í þjóðarbúið, þ. e. a.
s. til framleiðsluatvinnuveganna.“
Og ennfremur: „Það sem mér
hrýs hugur við í þessu sambandi
er það, að þetta frumvarp hefur
í för með sér svo stórkostlegar
nýjar álögur." Og er þó ekki vafi
é, að álögurnar þá voru smávægi-
legar móts við það sem nú skal
koma.
EITT VITNI ENN.
Síðasta vitnið, sem eg mun nú
leiða fram, er háttvirtur 11. þing-
maður Reykjavíkur. Hann sagði
sama dag, hér á háttvirtu Alþingi,
með leyfi hæstvirts forseta: „Nú
er það þannig, að við því er í
sjálfu sér ekki nema gott eitt um
að segja, að mikil fjárfesting eigi
sér stað i þjóðfélaginu, því að
slíkt er einmitt undirstaða áfram-
haldandi framfara."
Það skyldi þó aldrei vera, að
hæstv. núverandi ríkisstjórn líti
svo á, að undanfarið hafi verið svo
miklar framfarir, að nú sé nóg
komið af þeim. Að vinstri stjórnin
hafi stuðlað að svo mikilli upp-
byggingu og framförum, að við
höfum ekki með meira að gera að
sinni. Eg býst nú raunar varla við,
að núverandi hæstvirt ríkisstjórn
vilji a. m. k. við það kannast, að
vinstri stjórnin hafi áorkað svo
miklu til heilla fyrir land og lýð.
Hitt veit eg, að fjöldi óbreyttra
kjósenda núverandi stjórnarflokka
kunni að meta verk hennar og
harmaði að dagar hennar urðu
ekki fleiri. Sjálfstæðisflokkurinn
þorði ekki að eiga það á hættu að
vinsældir vinstri stjórnarinnar
héldu áfram að vaxa. I krafti þess
valds, sem afnám kjördæmanna
veitti honum, á nú að færa efna-
hagsmál þjóðfélagsins í það form,
sem honum hentar, um það ber
þetta efnahagsmálafrumv. glöggt
vitni.
ÞAÐ ER YFIRVARP EITT.
Það er yfirvarp eitt að íslenzka
þjóðin sé orðin svo illa stæð efna-
lega, að það þurfi að leggja jafn
þungar byrðar á, sem þetta frv.
boðar. Meðal annars er það ljóst
af hinum ósamræma málflutningi
hæstvirts forsætisráðherra og
hæstvirts sjávarútvegsmálaráð-
herra við fyrstu umræðu þessa
máls fyrir viku síðan. Hæstvirtur
forsætisráðherra átti varla nógu
svartan lit til, til þess að mála
fjandann á vegginn, nógu ferlegan
í framsöguræðu sinni, enda kann-
ski varla von rúmum mánuði eftir
að hann hafði misst flugfjaðrirnar
— En hæstvirtur sjávarút-
vegsmálaráðherra var hins vegar
að túlka fyrir þingheimi, að það
væri nú ekki mikið sem vantaði
til þess að endar næðu saman hjá
ríkissjóði og útflutningssjóði. Al-
þýðuflokkurinn hefði nú ekki
skrökvað miklu sl. haust, þegar
hann sagði, að útflutningssjóður
hefði aldrei staðið betur og að
ekki liti út fyrir halla hjá ríkis-
sjóði.
MEGINÞÁTTUR
FRUMVARPSINS.
Það er einn og aðeins einn meg-
inþáttur í þessu frv. Það er að
þrengja að þeim, sem minna mega
sín, en skapa hinum, sem sterkari
eru fjárhagslega, mikla möguleika
tii þess að koma ár sinni enn bet-
ur fyrir borð. Peningavaldið á að
færast á fárra manna hendur,
þeirra, sem er hinn ráðandi kjarni
Sjálfstæðisflckksins. Þar er seg-
ullinn, sem á til sín að draga.
Það á að draga úr framkvæmd-
um, stöðva uppbygginguna út um
landið, bæði með því að minnka
útlán og hækka vexti og með því
að valda mjög mikilli verðhækkun
uppbyggingar og rekstrarvara, en
það leiðir óhjákvæmilega af 'svo
gífurlegri gengisfellingu, sem ætl-
uð er og auknum sköttum. Þaö
mun sannast, að verðhækkanir
verða verulega meiri en formæl-
endur frv. vilja vera láta nú. Og á
hverjum mun það bitna fyrst og
fremst? Það bitnar fyrst og fremst
á þeim, sem skammt eru komnir á
veg með að koma fyrir sig sæmi-
legri aðstöðu til afkomu.
ÞAÐ BITNAR Á ÞEIM
FÁTÆKU.
Það bitnar á þeim, sem eru að,
eða eiga eftir að eignast þak yfir
höfuðið. Þeim, sem eru að byggja
sér hús, eða eiga það eftir. Það
bitnar á þeim mörgu verkamönn-
um þessa lands, sem erfiðasta að-
stöðu hafa til að vinna fyrir sínu
daglega brauði og það bitnar á
þeim mörgu smáu bændum lands-
ins, sem enn hafa alltof lítinn bú-
stofn, lítinn húsa- og vélakost.
Það á að taka umbótaþrá þessara
manna allra kverkataki. Hvernig
heldur hæstvirt rikisstjórn að þeir
mörgu bændur, sem enn hafa veru
lega mikið minna bú en vísitölubú,
geti byggt yfir sig og búfé sitt eða
keypt sér nauðsynlegar vélar,
þegar t. d. dráttarvélar munu
hækka um allt að 50% frá því
sem nú er.
ER HANN BÚINN AÐ
GLEYMA?
Er Sjálfstæðisflokkurinn nú bú-
inn að gleyma því, hvað hann út-
hrópaði vinstri stjórninni fyrir það
að leggja 55% yfirfærslugjaldið á
rekstrarvörur landbúnaðarins og
sjávarútvegsins 1958?
Hann var ekki þá að túlka mál
ið á þann hátt sem eðlilegra var,
að vinstri stjórnin hlífði þessum
atvinnuvegum við þessum verð-
hækkunum, svo lengi sem unnt
var. Nú ætlar Sjálfstæðisflokkur-
inn að valda þessum atvinnuveg-
um allmiklu meiri verðhækkunum.
Það er sama hvaðan maður
fréttir ’ af landinu. Afkoma land-
búnaðarins var lakari sl. ár en
næstu árin þar áður. Bændur áttu
erfiðara með að slétta reikninga
sína um sl. áramót en verið heíur
síðustu árin.
Það munu fáir skilja á hvaða
forsendum sú vísitala byggist, er
var óbreytt sl. ár. Eg ætla að hún
hafi aldrei sýnt rangari mynd en á
sl. ári.
Nú spyr eg hæstvirta ríkis-
stjórn: Er hún búin að tileinka sér
þá kenningu, þann boðskap, sem
útvarpað var um gervallt landið 1
maí sl., að það megi fækka bænd-
um landsins um helming?
Efnahagsmálafrv. vekur grun
um, að henni sé ósárt þótt þeim
fækki a. m. k. nokkuð.
Eg sagði áðan, að það væri einn
meginþráður í þessu frv., að valda
enn meiri misskiptingu þjóðar-
teknanna, en nú er, og þar með
eignaskiptingu þjóðfálagsþegn-
anna, og skal eg koma ofurlítið
nánar að því.
Síðasta atriði kosningastefnu-
skrár Sjálfstæðisflokksins í haust
sagði að vísu nokkuð annað. Það
hljóðaði svo, með leyfi hæst. for-
seta: „Efnahagslegt sjálfstæði
þjóðfélagsborgaranna verði tryggt
með eignamyndun öllum til
handa.“
En það er nú engin undantekn-
ing með þetta atriði kosninga-
stefnuskrárinnar. Þau eru nú flest
þverbrotin með þessu efnahags-
málafrumvarpi.
SAMVINNUFÉLÖGIN.
Það er vissulega engin tilviljun,
það er staðreynd, þegar litið er
yfir landið, að þar eru framfar-
irnar mestar, þar er lengst komið
uppbyggingu og efnahagslegu
jafnvægi, þar sem samvinnufélög-
in, kaupfélögin, eru öflugust og
hafa starfað lengri tíð.
Samvinnufélögin hafa verið
meginaflgjafi framfaranna og upp-
byggingarinnar um hinar dreifðu
byggðir þessa lands.
Þessi samtök fólksins í landinu
hafa verið og eru ein þýðingar-
mesta undirstaða uppbyggingar-
innar.
Það er því vafalaust ekki tilvilj-
un, heldur liður í hinni markvísu
0-
trfi
GARÐAR HALLDÓRSSON
alþingismaður.
stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem
eg áðan nefndi, að samkvæmt
þessu frumvarpi á nú að fara að
draga hluta af innlánsdeildum
kaupfélaganna hingað til Reykja-
víkur. Það mundi áreiðanlega
ekki verða árangurslaust í þjón-
ustu þess tilgangs að þrengja að
fólkinu út um landið og draga úr
uppbyggingunni þar.
Þá mun það heldur ekki missa
marks það ákvæði frv. að leggja
í vald núverandi háttvirtrar ríkis-
stjórnar að ákveða vaxtakjör og
lengd lánstíma, lána úr stofnlána-
sjóðum atvinnuveganna, bygging-
arsjóði og Raforkusjóði.
Hitt undrar mig, að hæstvirt
ríkisstjórn skuli vera svo viss
um að ráðherrastólarnir verði til
langrar framtíðar setnir af sömu
flokkum og nú, að rétt sé, með
einni lítilli lagagrein að breyta
grundvallaratriði sextán sjóða á
þann veg, að háttvirt Alþingi af-
sali til ríkisstjórnarinnar beinu
löggjafaratriði.
Það er að vísu í fullu sam-
ræmi við þá stefnu hæstvirtrar
ríkisstjórnar, sem eg hef verið að
lýsa, en þó, að mínum dómi, eitt
djarfasta sporið sem hún stígur í
þessu frumvarpi.
Eg held að það ætti öllum að
vera ljóst, að þótt ástæða kunni
að vera til að breyta almennum
vöxtum við og við til hækkunar
eða lækkunar, eftir því sem að-
stæður breytast, þá sé það óhæfa,
að föst lán til uppbyggingar við
sjó og í sveit séu sömu breytingum
háð.
VÉR EINIR VITUM.
Það er vissulega rétt, sem hæst-
virtur viðskiptamálaráðherra sagði
1958: Það er varla hægt að
stjórna í fullkominni andstöðu við
launþegasamtökin í landinu, og
hvað þá ef margir aðrir snúast
gegn þessari fyrirhuguðu stefnu.
Það mál, sem hér liggur fyrir, er
svo stórt í sniðum og afdrifaríkt,
að eg vil alvarlega vara ríkisstjórn-
ina við að treysta um of á að:
Vér einir vitum, hvað rétt er að
gera. Um þetta mál veitir vissu-
lega ekki af að reyna að skapa
samstöðu. Leitast við að finna
grundvöll, sem hægt væri að sam
eina þjóðina um.
Verði þessi leið, sem hæstvirt
ríkisstjórn leggur til að farin verði
reynd, er of djarft teflt. Stökkið,
sem hún ætlar að stökkva, með
þjóðina í fanginu, er svo hátt, að
það er vonlítið að hún komi slysa-
laust niður.
Eg vænti að hæstvirt ríkisstjórn
noti komandi helgi til þess að end-
urskoða ákvarðanir sínar í efna-
hagsmálum, og að þegar hún kem
ur undan feldinum á mánudags-
morguninni verði hún komin að
þeirri niðurstöðu, að rétt sé að
fara að ráðum Framsóknarmanna
og reyna að ná sem víðtækustu
samstarfi til lausnar þeim vanda
sem við er að fást í efnahagsmál-
unum.
Sú leið ein mun leiða til far-
sællar lausnar efnahagsmálanna.
ÁLYKTUN
„Aðalfundur Búnaðarfélags
Saurbæjarhrepps, haldinn að Sól-
garði 19. febrúar 1960, telur aug-
ljóst að efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar bitni mjög á bænd-
um, og verði til þess að skapa aft-
urför hjá landbúnaðinum. Verður
að teljast ólíklegt að ungt fólk fýsi
að gera búskap að. lífsstarfi sínu,
enda næstum ókleift fjárhagslega
eins og nú horfir.
Að kaupa góða jörð og allt, sem
þarf til nútíma búrekstrar, krefst
hartnær milljón króna framlags,
og með versnandi afkomu og
hækkandi vöxtum, er unga fólkið
beinlínis neytt til þess að skapa
sér framtíð annars staðar.
Um leið og fundurinn mót-
mælir harðlega efnahagsfrumvarp-
inu í heild, leyfir hann sér að
benda háttvirtu Alþingi og ríkis-
stjórn á, að verði frumvarpið sam-
þykkt og hinum fyrirhuguðu, háu
vöxtum skellt á, er vá fyrir dyrum
hjá íslenzkum landbúnaði.“
■ Fiskur með flugvélum
Framha'ld af 8. siðu.
Því er nefnilega þannig háttað, að
íbúar stórborganna vita ekki
hvernig raunverulega nýr fiskur er
á bragðið. Þeir hafa aldrei kynnzt
öðru en gömlum togarafiski og
frosnum fiski og þar að auki eyði-
leggja þeir allt fiskbragð með
alls konar sósum og salötum. Það
sarf að kynna þessu fólki, hversu
raunverulega nýr fiskur er bragð-
góður og kenna því að meta hann.
Takmark okkar verður að vera,
að húsmæður stórborganna geti
hugsað sem svo að morgni dags:
„Eg vona að fiskflugvélin frá Nor-
egi komi það snemma, að eg geti
fengið glænýjan fisk í matinn í
dag.“
Þegar við verðum komnir svo
langt, verðum við númer eitt á
fiskmarkaðinum, ef til vill ekki að
magni til, en áreiðanlega að gæð-
um og það er meira virði.“
Þessar fréttir eru mjög athyglis-
verðar fyrir okkur Islendinga. —
Þetta eru mál, sem skipta okkur
engu minna máli en Norðmenn.
Landfræðilega séð höfum við ekki
lakari aðstöðu en þeir, því að, eins
ogð áður er sagt, vegalengdirnar
skipta ekki svo miklu máli lengur.
Þó að Norðmenn hafi stórborgir
Evrópu í huga aðallega, getum við
líka hugsað til stórborganna á
austurströnd Ameríku.
Við getum hugsað okkur til
dæmis, að fiskur, sem kemur að
landi í Vestmannaeyjum eða
Grindavík á mánudegi, sé verkað-
ur samdægurs, pakkaður í smekk-
legar umbúðir og ísaður, síðan
fluttur til Keflavíkurflugvallar í
þyrilvængjum og þaðan með flug-
vélum af þotugerð til New York,
Washington, Lundúna eða Parísar
og kemur þar á borð manna á
þriðjudag.
Við Islendingar verðum að
fylgjast vel með framvindu þess-
ara mála. Okkur er það lífsnauð-
synlegt að vera ekki eftirbátar
annarra, að afla og tryggja okkur
markað fyrir aðalútflutningsvöru
okkar, fiskinn.