Dagur - 24.02.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 24.02.1960, Blaðsíða 2
2 DAGCR Miðvikudaginn 24. febrúar 1960 Sfjórnarllokkðrnir hala nú afsalað sér Irausti þjóðarinnar Þess vegna er hætt við, að hinar nýju efnahags- þann hátt, að gengisfellingin og aðrar ráðstafanir koma á gífurl'egri verðbólguskriðu, sem stjórnin | sjálf nefnir „óðaverðbólgu". Krókótt virðist bún vera „leiðin aðgerðir séu feigðarflan og upphaf vandræða U1 bættra lífskjara“ °s stóryrði ° ° D i l Alþýðuflokksins í sumar drápu Sú ógæfa fylgir núverandi ríkis- stjórn, að fólkið treystir henni ekki. Stjórnarflokkarnir eru berir að þeim fádæma fölsunum í op- inberum málflutningi, og að því einnig, að segja eitt í dag og ann- að á morgun, svo að jaínvel hinir fylgispökustu hafa ekki við að trúa. Þetta kemur þeim auðvitað sjálfum í koll, þótt síðar verði. En hitt er þó alvarlegra, að þessir flokkar skuli vilja steypa þjóð- inni út í þá efnahagsbyltingu, sem nú er orðin lögfest, án þess að að hafa um það nein samráð við aðra stjórnmálaflokka eða fjöl- mennustu stéttarfélögin í landinu. Hver skyldi vera búinn að gleyma kauphækkunarstefnu Sjálfstæðis- flokksins sumarið 1958, þegar hann vann markvisst að því að allt kaup í landinu HÆKKAÐI um 6—9%? Er ætlast til að menn séu líka búnir að gleyma því, að nokkrum vikum siðar lýsti Sjálf- stæðisflokkurinn því yfir opinber- le:ga, að vandi efnahagsmálanna væri leystur ef kaupið LÆKK- AÐI um 6—9%. Hafa menn gleymt þeim boð-| skap Sjálfstæðisflokksins, að þjóð-! in væri að sligast undan erlendu lánunum, bæði afborgunum og vöxtum? Nú undirbýr ríkisstjórnin, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, að taka 7—800 milljón króna erlend lán til skamms tíma og kallar gjaldeyrisvarasjóð, sem þó á ekki að verja til stórframkvæmda eða atvinnuuppbyggingar eins og tíðk-j ast hefur um öll erlend lán að undanförnu, heldur eru þetta lán til að kaupa fyrir venjulegar eyðsluvörur, „kramvörulán", hef- ur þetta verið kallað. Þá lofaði Sjálfstæðisflokkurinn landsfólkinu betri lífskjörum al- mennt og án nokkurs fyrirvara, ef hann aðeins fengi að stjórna. Eítir kenningu flokksins átti hver mað- ur að geta orðið ríkur með hægu móti. Flokkurinn lofaði að efla framleiðsluna, auka þjóðartekj- urnar, svipta öllum höftum burt, lækka skattana og ganga af verð- bólgunni dauðri. „Leiðin til bættra lífskjara“ var ekki vand- farnari en það, að kjósa þennan ágæta flokk og fela honum stjórn- ina. Og það gerðu margir. Efndirnar á þessum síðasttöldu loforðum, sem öll eru skjalfest, eru þessar: í stað þess að gera menn ríka og standa við þau fyr- irheit, kom ný kenning og allmjög breytt. Hún hljóðar svo: „Þjóðin hefur lifað um efni fram“ og allir verða að íórna.“ Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að efla framleiðsluna og þjóðartekj>- urnar. Það loforð efnir flokkurinn með alhliða samdrætti á verkleg- um framkvæmdum og okurvöxtum til að koma í veg fyrir fram- kvæmdir. Það þurfti meira að segja að afnema lög um okurvexti til þess að ríkisstjórnin gæti inn- leitt og lögfest þá vaxtahækkun, sem hún nú hefur gert. Ollum höftum ætlaði stjórnin burtu að svifta. Einnig þetta lof- orð ætlar að verða stjórninni til eins mikillar skammar og öll hin lofcrðin. Aðeins 60% verzlunar- innar verður frjáls. Og nú átti Eysteinn ekki lengur að „pína þjóðina með skattaálög- um“. Nú átti andi Sjálfstæðis- flokksins að svífa yfir vötnunum, frjálshuga og óbundinn. Hverjar eru svo efndirnar? Nýju álögurnar eru áætlaðar 1300 milljónir, sem þjóðinni er gert að greiða, en fær í staðinn 152 milljónir í auknum trygging- um og 37 milljónir króna í niður- greiðslu innanlands. Svo átti að ganga af verðbólg- unni dauðri. Þessu loforði er fylgt eftir á ekki verðbólgudrauginn. Stór bók væri það og stórorð, ef þar væri saman komin fordæming Alþýðuflokksins á gengisfellingu. En þá var Alþýðuflokkurinn al- þýðuflokkur en ekki handbendi íhaldsins. Nú flytur þessi sami flokkur stórkostlegt gengisfelling- arfrumvarp og talar um það, sem hreinan lífgjafa vinnandi fólks. Stjórnarflokkarnir heita á þjóð- ina að fylgja sér og þeir biðja menn að fylgja rödd sannleikans, þ. e. þeirra eigin áróðri. Þótt menn séu allir af vilja gerðir, vita þeir alls ekki hvort stjórnarflokkarnir segja satt nú. Geri þeir það, hafa þeir logið hroðalega fyrir kosning- ar. En hafi þeir sagt satt þá, og í því trausti hlutu þeir meirihluta atkvæða, flytja þeir helber ósann- indi nú. Þessi vinnubrögð jafngilda því, að stjórnarflokkarnir afsali sér trausti þjóðarinnar. Elinborg Jónsdóttir ("til vinstri), Jónína Stebiþórsdóttir. Afmælisfagnaður Kvenfél. Hlífar Elinborg Jónsdóttir kjörin heiðursfélagi Kvenfélagið Hlíf hélt aðalfund sinn þann 19. janúar sl. Stendur nú yfir viðbótarbygging við barna- heimilið Pálmholt cg verður hún væntanlega fullgerð í vor. Verður þá hægt að taka um 100 börn á heimilið. Á fundinum baðst Elinborg Jónsdóttir eindregið undan for- mannsstörfum, en hún hefur verið formaður félagsins undanfarin 13 ár. Hún hefur rækt það starf af frábærri fórnfýsi og dugnaði. I stað hennar var kjörin formaður Jónína Steinþórsdóttir, að öðru leyti var stjórnin óbreytt. Stjóm félagsins skipa nú Jónína Steinþórsdóttir, form. Elinborg Jónsdóítir, varaform. Laufey Tryggvadóttir, gjaldk. Laufey Sigurðaraóttir, ritari. Dórathea Kristinsd., meðstj. Þann 4. febr. sl. minntist Hlíf afmælis síns að gamalli venju að Hótel KEA. Þar var Elinborg Jónsdóttir kjörin heiðursíélagi Hlífar, fyrir störf sin í þágu félags- ins og barnaheimilisins. Þar évarp- aði hinn nýkjörni formaður Elin- borgu, afhenti henni lieiðursskir- teini sitt og þakkaði henni fyrir hönd félagsins öll hennar miklu störf, sérstaklega þó í þágu Pálm- holts, en þar hafa hún og maður hennar, Sigurður Sölvason, sýnt mikla fórnfýsi, og borið hag þess mjög fyrir brjósti. Helga Jónsdóttir flutti henni þakkarorð og kvæði það, sem hér fer á eftir, sem ort var í nafni fé- lagsins. Elinborg Jónsdóttir þakkaði fyr- ir þennan þakklætisvott félagsins og minntist um leið þeirra kvenna, sem áður voru gerðar að heiðurs- félögum, en það eru: Kristbjörg Jónatansdóttir, Soffia Jóhanns- dóttir, Gunnhildur Ryel og Jón- inna Sigurðardóttir. Þá minntist hún sérstaklega Onr.u Magnús- dóttur, sem einnig var heiðursfé- lagi, en hún lézt í sumar háöldruð. Var hún lengst allra formaður HHfar, samtals 15 ár og var alla tíð mjög annt um hag félagsins. Þá söng Sigurveig Jónsdóttir gamanvísur með undirleik Ingi- Framhald á 7- siðu Skaufamót Islands 1960 Framkvæmdastjóri ÍBR, Sigur- geir Guðmannsson, setti mótið með nokkrum orðum. Hann var jafnframt mótsstjóri. Ræsir var Bened. Jakobss. íþróttakennari. Fyrst var keppt í 500 m. hlaupi, þar náði Agúst Karlsson góðu hlaupi í fyrsta riðli, í næsta riðli tók Sigfús forustuna, en í þriðja riðli tók Björn vel á og klukkurn- ar sýndu 50,1, sem varð bezti timi. 3000 m. hlaupið var afar erfitt, þar sigraði Skúli með yfir- burðum. Hann vann Björn í sam- hlaupi með 10 sek., byrjaði að síga fram úr í miðju hlaupi og jók síðan forskotið jafnt og þétt. Eng- um hinna tókst að nálgast tíma þessara tveggja. Sýnt var því að keppnin um bikarinn yrði milli þessara tveggja, en Björn stóð hálfu stigi betur eftir daginn. Örn varð þriðji maður í þessu hlaupi, en hann var smávegis meiddur í hné og háði það honum nokkuð. Á sunnudagsmorgun var svellið sprautað og var nú ísinn miklu betri en fyrri daginn. Þegar mótið hófst var auk þess komið hið bezta veður, nærri logn, sólskin og 5—6° frost. Vitað var að 1500 m. hlaupið myndi miklu ráða um árslit móts- ins. Björn, sem hljóp i 1. riðli á móti Sigfúsi, sýndi nú hversu íomnir JAKKAR úr ull — mohair — ullarfrotte. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 RUSINUR með steinum RÚSÍNUR steinl. í I. vigt RÚSÍNUR steinl. í pk. KÚRENUR í pök. VÖRUHÚSIÐ H.F. HEY Góð taða til sölu, ca. 200 hestar. Verð frá 100—130 krónur pr. hestur. Ingólfur Lárusson, Sjöfn mikill keppnismaður hann er með því að vinna þetta hlaup á ágæt- um tíma. Sigfús reyndi að fylgja honum, og varð annar. Enda þótt Skúli hefði þau hlunnindi að hlaupa á eftir Birni og hafa hans millitíma á þessari uppáhalds- vegalengd sinni, tapaði hann nærri tveim stigum. Sýnilegt var að hann var nokkuð stífur, og hafa vafalaust 3 km. frá deginum áður sagt þar til sín. Ágúst varð fyrir því óhappi að detta á þess- ari vegalengd, hann varð þó fljót- ur á fætur aftur, en tapaði tals- verðum tíma. I 5 km. höfðu Björn og Skúli heppnina með sér, því að þeir hlupu í 1. riðli, en er þeir voru að Ijúka hlaupinu tók að hvessa. — Skúli vann á ágætum tíma, en samt átti Björn rúml. heilt stig til góða og varð þannig örugglega Islandsmeistari í þriðja sinn. Úrslit: 500 metrar: 1. Björn Baldursson 50.1 sek. 2. Sigfús Erlingsson 51.0 sek. 3. Skúli G. Ágústsson 52.5 sek. 4. Ágúst B. Karlsson 53.2 sek. 5. Órn Indriðason 53.5 sek. 6. Birgir Ágústsson 55.4 sek. 7. Jón D. Ármannsson 55.5 selp 8. Þórhallur Karísson 56.5 sek. £ <r 1500 metrar: 2 1. Björn 2.38.7 mín. 2. Sigfús 2140.3 Iriín. 3. Skúli 2.44.2 mín. 4. Örn 2.44.9_Tnrn. 5. Þórhallur 2.51.1 mín. 6. Jón 2.51.7 mín. 7. Birgir 2,5.4.8 mín. 8. Ágúst 3.01.6 mín. 3000 metrar: 1. Skúli 5.54.3 mín. 2. Björn 6.05.2 mín. 3. Örn 6.19.0 mín. 4. Sigfús 6.22.4 mín. 5. Þórhallúr' 6.43.2 mín. 6. Ágúst 6.45.5 mín. 7. Jón 6.51.5 mín. 8. Birgir 6.58.6 mín. 5000 metrar: 1. Skúli 9.47.2 mín. 2. Björn 10.00.4 mín. 3. Örn 10.06.3 mín. 4. Sigfús 10,12.2 mín. 5. Jón 10.57.8 mín. 6. Birgir 11.05.5 mín. 7. Þórhallur 11.06.8 mín. 8. Ágúst 11.10.6 mín. Stig: 1. Bjcm 223.927 stig 2. Skúli 225.003 stig 3. Sigfús 229.386 stig 4. Örn 232.264 stig 5. Jón 247.096 stig 6. Þórhallur 247.413 stig 7. Ágúst 248.376 stig 8. Birgir 249.984 stig íbúð óskðsf fil Eeigu ekki minni en 3 herbergi og eldliús. — Einhver fyrir- lramgreiðsla ef óskað er. — Upplýsingar í síma 1491 og 1483.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.