Dagur - 24.02.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 24.02.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt meS því sem gerist hér í krignum okkru. Kaupið Dag. — Sími 1166. ÐAGUR kemur næst út miðviku- daginn 2. marz. XLIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 24. febrúar 1960 9. tbl. Myndin hér að ofan er af komu skautamannanna hingað til Akur- Órn Indriðason. Vinstri röð:' Skúli Ágústson, fremst, þá Jón Dal- mann Ármannsson og Þórhallur Karlsson — (Ljósmyd: E. D.). Björn Baldursson varS Is Skautamót íslands fór fram í Reykjavík um síðustu helgi. — Keppendur voru 8 og allir frá Akureyri, því að Reykvíkingar drógu sig í hlé á síðustu stundu, mörgum til undrunar. Skautamótið vakti athygli í höfuðstaðnum og sunnanblöðin komu auga á, að frosið vatn er það eina, sem með þarf til að iðka eina fegurstu vetraríþrótt sem til er. Björn Baldursson varð skauta- meistari Islands í þriðja sinn. Skautamenn á Akureyri hafa sýnt mikinn dugnað í þessari íþrótt. Leiðandi maður þeirra um mörg undanfarin ár er Jón Dal- mann Armannsson. Geta má þess, að enginn þeirra 8 skautamanna, sem um getur hér að framan, nota vín eða tóbak, og er það þeim til sóma, en mætti verða öðrum íþróttamönnum til umhugsunar. Nýtt hljóðfæri Párísarbúi einn, að nafni Francois Baschet, hefur smiðað nýtt hljóðfæri, sem vakið hefur mikið umtal. Það er í fimmtíu hlutum, og má nota hvern þeirra sem sjálfstætt einleikshljóðfæri. Sagt er að hljómurinn líkist cem- balói og klukknahljóm. Hið nýja hljóðfæri er kallað kristalsorgel. mótinu á bls. 2. LÖG UM EFNAHAGSMÁLIN SAMÞYKKT Sterk mótmælaaída hefur risið gegn því um allt iand Efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar er nú orðið að lög- um. Allar breytingartillögur stjórn arandstæðinganna voru stráfelld- ar og vilji almennings að engu hafður. Eigin kosningaskrá, sem hátíðlega var birt öllum almenn- ingi í haust, er margsvikin, en meginatriði hennar voru þessi: Stöðvun verðbólgunnar, jafnvægi þjóðarbúskaparins, stéttafriður, uppbygging atvinnuveganna, auk- in framleiðsla og bætt lífskjör al- mennings. Útlánsvexlir bankanna hækka sem hér segir: Nú Áður Forvextir 11% 7% Framlengingarvextir eftir 3 mánuði Hl/2% 7(2% Vextir af yfirdrætti á hlaupareikningum, reikn. mánaðarlega eftir á 12% 8% Vextir af reikningslánuni og viðskiptalánum, auk viðskiptagjalds 1% á ári 11% 7% Fasteignaveðslán og handveðslán til lands tíma með breytilegum vöxtum 11% 7% Sömu Ián með föstum vöxtum 10% 5% Vextir af afurðavíxlum 9% 5% Framlenging sömu víxla eftir 3 mánuði 9(4% 5i/2% Ilækkun á innlánsvöxtum verða þessir: Nú Áður Á almennum sparisjóðsbókum 9% 5% Á sparisjóðsbókum með 6 mán. uppsagnarfresti 10% 6% Á tíu ára sparisjóðsbókum 11% 7% Á ávísanasparisjóðsbókum 6% 4% Á hlaupareikningi 4% 2('2% Hjá fjárfestingarsjóðunum verður hækkun útlánsvaxta þessi: Nú Áður Húsnæðismálastjórn, A-lán 9% 7% Byggingarsjóður sveitabæja og Byggingarsjóður verkamanna 6% 31/2% Ræktunarsjóður og Fiskveiðasjóður 6'/z% 4% Auk þess styttist lánstími tveggja síðastnefndu sjóðanna í 15 ár úr 20 árum. iVARUG FLUGBR4UT Ríkisstjórnin hefur nú gefið út sína fyrstu stóru tilkynningu til þjóðarinnar um vexti. Auk þeirra okurvaxta, sem meginþorri efnalítils fólks verður nú að taka á sínar herðar og mörgum mun verða um megn, hefur svo ríkisstjórnin barið það í gegn á Alþingi og látið lögfesta, að sparisjóðir og innlánsdeildir, hvar sem er á landinu, skuli af- henda Seðlabankanum í Reykja- vík helming þeirrar sparifjár- aukningar, sem hér eftir berst þessum stofnunum. Sjá allir hvert þetta leiðir í peningamálum. FRAMSOKNARVISTiN Á FÖSTUÐAGINN * Þriðja spilakvöld Framsóknar- manna verður næsta föstudags- kvöld að Ilótel KEA kl. 8.30. — Lýkur þar með spilakeppni þeirri, sem hófst 22. jan. sl. og háð úrslitaspilið um hinn glæsi- lega Philipsplötuspilara. Ágæt aðsókn hefur verið að þessum spilakvöldum og dansað af fjöri til lri. 1. Nýlega voru Ijósmerki sett við flugvöllinn hér á Akureyri og var þess full þörf, og þó fyrr hefði ver- ið. Þau eiga að stöðva alla umferð á þjóðveginum við cnda flugvallarins á mcðan flugvélar lenda eða hefja sig til flugs. Betra hefði verið að loka veginum á öruggari hátt á meðan flugtök og lendingar flugvéla standa yfir, en ljósmerkin eru þó hin þörfustu, og að sjálfsögðu bcr vegfarendum að virða þau undanbragðalaust. — (Ljósmynd: E. D.). INNBROT Um helgina var sprengdur upp gluggi á rakarastofu Ingva og Haralds við Ráðhústorg 9 hér í bæ og 4.700.00 krónum stolið og einhverju fleiru. Þá hefur tvívegis verið brotizt inn í radiovitann á Akureyri, en engu stolið þar. Þar eru dýrmæt aðflugstæki fyrir flugið til Akur- eyrar. Bæði' eru mál þessi í rannsókn hjá lögreglunni, en sökudólgar ófundnir ennþá. ÆVINTYRI A GÖNGUFÖR Leikfélagið hefur sýningar að nýju á „Ævintýri á gönguför". Næstu sýningar næstk. laugar- dags- og sunnudagskvöld. Þá er ráðgerð sýning fyrir eldra fólkið kl. 3 á sunnudag. Eins og áður hefur verið auglýst, er sú sýning ókeypis fyrir alla í bæ og héraði, 70 ára og eldri. -— Ef um hjón er að ræða, þar sem annar aðilinn hefur náð þessum aldri, er hinn að sjálfsögðu velkominn einnig. Það af eldra fólkinu, sem ekki getur sótt þessa sýningu, er vel- komið á þær sýningar er síðar verða auglýstar. — Vinsamlegast látið aðgöngumiðasöluna, sími 1073, vita um þátttöku yðar. — ^Svarað í sima eftir kl. 2 daglega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.