Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 9. marz. XLIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 2. marz 1960 10. tbl. Framsóknarflokkurinn imin af alefli berjast gegn kreppu og samdráttarstefnu ílialdsius og kratanna MÖRG MÁL Á BÚNAÐARÞINGI Þorsteinn Sigurðsson setti þingið með ræðu og landbúnaðarráðherra flutti ávarp Búnaðarþing hófst í Reykjavík á föstudag og situr þessa dagana á rökstólum um hin ýmsu mál landbúnaðarins. Þarsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélagsins, setti þingið með ræðu og minntist þá Svavars Guðmundssonar, sem lengi var útibússtjóri Utvegsbankans hér á Akureyri, en er nýlátinn, rúmlega sextugur að aldri. >á rakti hann í stórum dráttum verkefni Búnaðarþings. En það er tvíþaett. I fyrsta Iagi gerir Bún- aðarþing samþykktir um hin ýmsu mál Búnaðarfélags Islands og í öðru lagi er Búnaðarþing ráðgjafi þings og stjórnar um öll land- búnaðarmál og fylgist með laga- eetningu og reglugerðum, sem um þau mál eru sett hverju sinni. Ræðumaður svaraði þeim firr- um sumra lærðra manna, að ís- land væri lélegt landbúnaðar- land, enda hefði reynslan sannað, að landbúnaður ætti mikla fram- tíð hér á landi, ef kosti hans væri ekki þrengt um of. Innanlandsþörf fyrir landbún- aðarvörur færi ört vaxandi og mætti ekkert út af bera til þess að vöruþurrð yrði, svo sem smjörleysið nú. Um offramleiðslu væri því ekki að ræða. >á vék formaður að hinum nýju aðgerðum ríkisstjórnarinnar, hinum erfiðu lánakjörum og hækkuðu verði innfluttra vara, sem gera mundi bændum mjög erfitt fyrir. Hann taldi vafasamt að Iandbúnaður nokkurs lands þyldi 6% vexti, hvað þá hina gíf- urlegu vaxtahækkun, sem hér hefði verið gerð. Hann hvatti að lokum bænda- NIÐUR UM ÍS, EN VAR BJARGAÐ Nú er Pollurinn undir ís og snjó, svo að hvergi sér vök. Isinn liggur alla leið út að Krossanesi, en auður sjór er við austurlandið. En ísinn er ekki traustur, þótt hann hindri algerlega ferðir smærri báta, það fengu tveir ung- ir menn að reyna, sem lögðu ís inn undir fót og gengu úr Sand víkurbót út að Krossanesbryggju. En þar brast ísinn og fór annar piltanna í sjóinn, en hélt sér þó uppi á skörinni á meðan hinn kallaði á hjálp. Kaðli var síðan kastað til piltsins og hann dreg- inn til lands. stéttina til samheldni, sóknar og varnar í sameiginlegum hags- munamálum Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra lýsti því yfir í ávarpi við þetta tækifæri, að áburður og innfluttar fóðurvörur yrðu greidd- ar niður. Hann hvatti mjög til aukinnar framleiðslu landbúnaðarvara. Kaldur veruleiki Daglega birtast mönnum efndir kosningaloforðanna um „bætt lífs- kjör“. Okurvetxir, verðhækkun erlendra vara — en óbreytt kaup. Þetta kusu þeir yfir sig, sem studdu íhald og krata. Framundan blasir einnig við sá kaldi veruleiki, að atvinna dregst saman. | r _ | A fundi miðstjórnar FramsóknarfIökksins, sera haldinn var í Reykjavík um síðustu helgi, var einróma samþykkt: LANDHERMENN KVEÐJA ÍSLAND hefur verið opinber- morgun stigi 1300 Tilkynnt lega, að á bandarískir hermenn af Keflavík- urflugvelli um borð í stórt flutn- ingaskip, er flytji þá héðan. Var haldin kveðjusýning af þessu til- efni á föstudaginn var. Hér er þó ekki verið að fækka varnarliðsmönnum á Islandi, svo sem sumir halda fram, heldur er aðeins um skipulagsbreytingu að ræða, því að nýir sjóliðar eiga að fylla skarðið. Með hverju ári, sem líður, virðist hlutverk varnarliðs hér á landi fara minnkandi. Fjögur þús- und manna lið mun nú talið vera á Keflavíkurflugvelli og fleiri stöðum hérlendis, að erlendum starfsmönnum meðtöldum. BÍLVELTA Á VATNSSKARÐI Sex stórir og fullhlaðnir flutn- ingabilar frá Akureyri voru á leið frá Reykjavik til Akureyrar. Þeir lögðu af stað á laugardaginn, en á sunnudaginn voru þeir á Vatns- skarði. Hjá bænum Vatnshlið sprakk framhjól á bíl Páls Ás- geirssonar og valt bíllinn við það út af veginum. Páll fékk höfuðhögg og mun hafa fengið snert af heilahristingi og liggur nú í Varmahlíð, sam- kvæmt læknisráði, tvo til þrjá daga. Bílstjórarnir gistu í Varmahlíð um nóttina, en héldu áfram ferð- inni á mánudagsmorgun. Komu þeir í Bakkasel laust fyrir kl. 5 síðdegis, en höfðu gengið af bíl- unum á Oxnadalsheiði á svo- nefndum Flóa, og komust í Bakka- sel á tveim jafnfljótum. En jafn- snemma og þeir félagar komu þar kom hjálparlið frá Akureyri, trukkur og jarðýta og voru þá ORFEVS Filmía sýnir þessa frönsku mynd á laugardaginn kl. 3 í Borgarbíó. Kvikmyndi? Orfevs er byggð á grískri goðsögn um Orfevs og hans heittelskuðu eiginkonu. — Höfundurinn, Jean Cocteau, sýn- ir hér teikn og fyrirboða, sem erf- itt er að skýra, en allir geta þó notið vegna efnismeðferðar og hugmyndaflugs skáldsins. bílarniy sóttir upp á heiðina, en ekki farið nema í Bakkasel um kvöldið. Um hádegi í gær voru bílarnir 5 komnir niður að Steinsstöðum og voru ókomnir á fimmta tíman- um í gær, er þetta er ritað. Mjög mikill snjór er í Oxnadal. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins, haldinn í Reykjavík, 26.-28. febrúar 1960. ályktar eftirfarandi: ■, I. Kjördæmabreytingin, sem leidd var í lög á sl. ári, er þegar — eins og Framsóknarflokkurinn sagði fyrir — far- in að valda ógiftusamlegum afleiðingum m. a. í ágengni við þingræðið og kuldalegu viðhorfi hins ráðandi meiri hluta á Alþingi til landsbyggðarinnar. Stjórnmálaflokkar þeir, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur, sem breytt kjördæmaskipun veitti í síðustu kosn- ingum skilyrði til að mynda meirihluta stjórn og neyttu þess, hafa með hroka og sjálfbirgingshætti hafnað allri sam- vinnu við aðra stjórnmálaflokka og stéttir þjóðfélagsins um aðferðir til úrlausnar á erfiðleikum hinna vandasömu og viðkvæmu efnahagsmála, sem öllum ætti þó að vera ljóst að ekki veitir af að sem allra flestir taki sinn þátt í að leysa friðsamlega. Þetta gerðu stjórnarflokkarnir þrátt fyr- ir nauman meirihluta sinn innan þings og utan, sem feng- inn var á fölskum forsendum þ. e. með kosningayfirlýsing- um, sem nú eru að engu hafðar. En friðsamlegar lausnir í þessum efnum fást ekki nema með víðtæku samstarfi, sem leiðir af sér almennt traust á því, að ekki sé meiru fórnað en óhjákvæmilegt er — og alls ekki því, sem sízt skyldi. Ríkisstjórnin hóf samskipti sín við nýkjörið Alþingi með því að láta þingmennina fara heim og þar með fjarlægja líka sína eigin stuðningsmenn utan af landinu. A meðan þinghléið stóð samdi hún harkalegar afturhaldstillögur í efnahagsmálum, sem síðan voru knúðar gegnum Alþingi með hörðum flokksaga í liði ríkisstjórnarinnar, án þess að nokkur leiðrétting stór eða smá frá öðrum væri tekin til greina. Með framkvæmd þessara tillagna er lagt út í glæfraspil. Þjóðin verður að gera sér þess grein. (Framh. á bls. 2.) ar um 2.83% Með harðfengi tókst að fá þá hækkun, sem ranglega var af bændum tekin í haust í fréttatilkynningu frá for- manni ,sexmanna nefndarinnar", segir meðal annars svo um hið nýja samkomulag neytenda og framleiðenda: „I samningum þeim, sem fram fóru voru gerðar veigamiklar breytingar á tekju- og gjaldahlið- um þess rekstrarreiknings, sem miðað er við — rekstrarreikningi vísitölubúsins svokallaða — þann ig að beinn samanburður við hinn eldri grundvöll er nokkuð óviss. Segja má þó að hinn nýi grund- völlur feli í sér sem næst 2,85% hækkun á afurðaverði vísitölu- búsins, hins vegar er þessi hækk- un nokkuð misjöfn fyrir ýmsar greinar landbúnaðarins, og hæst fyrir sauðfjárbúið. Hvað viðvíkur þeirri hlið sem að neytendum snýr, þá er útkom- an sú, að mjólkurverð og verð é öðrum mjólkurafurðum helzt óbreytt, þar sem ríkissjóður mun hækka niðurgreiðslur á þessum vörum sem nemur þeirri níu aura hækkun er framleiðendum ber, en minnka niðurgreiðslu á kinda- kjöti að sama skapi. Þrátt fyrir lækkaða niður- greiðslu á kindakjöti, mun verð á fyrsta flokks súpukjöti lækka úr kr. 21.00 í kr. 18.35. Stafar þessi lækkun af því að sauðfjár- afurðirnar, gærur og ull, eru nú skráðar í verðlagsgrundvellinum á útflutningsverði, að viðbættum öllum útflutningsuppbótum, sam- kvæmt gamla genginu. í hinum gamla grunni voru út- flutningsuppbætur ekki reiknað- ar nema að nokkru, þar sem upp- bótunum og ennfremur á síðasta ári sérstöku 85 aura verðjöfnunar- gjaldi af sölu kindakjöts innan- lands var varið til þess að verð- bæta bændum það kjöt er flytja varð út á lægra verði en fékkst fyrir það innanlands. Með bráðabirgðalögunum frá 15. desember 1959, tók ríkissjóð- ur að sér að tryggja greiðslu á þeim halla er bændur kynnu að verða fyrir vegna útflutnings landbúnaðarvara og fellur þar með niður áðurnefnt 85 aura gjald og ennfremur notkun út- flutningsuppbóta á gærur og Ull til áðurnefndrar verðjöfnunar á kjöti. Hvað sauðfjárbúskapnum við- víkur, verður árangurinn því, að þrátt fyrir mun hærra samanlagt verð fyrir afurðir af hverri kind til bóndans, þá kemur fram áður- nefnd verðlækkun á kindakjöti, sem nemur kr. 2.65 á súpukjöti og samsvarandi laekkun á öðru kindakjöti. Smávægileg hækkun mun eiga sér stað á þeim kjöttegundum, sem ekki eru niðurgreiddar, en það er nautakjöt, kálfakjöt og hrossakjöt.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.