Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 5

Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 2. marz 1960 D A G U B 5 Magnús Pélursson, kennari, sjölugur SíðastliSin Í0 ár hefur Akureyr- ingum gefizt kostur á að sjá mann einn vasklegán teinréttart og hlauþ- andi við fót, jáfhvel upp iiinar bröttu brekkur á Akureyri. Þannig birtist hann Akureyringum fyrir 40 árum, og þannig er hann enn í dag, þótt sjötugur sé. Þetta er Magnús Pctursson, kennari við Barnaskóla Akureyrar, sem liefur stundað kénnsíu í 47 ár, og þar af 41 ár á Akuréyri, en fastur kennari við BarnaskóÍa Akúreýrar hcfúr hann verið í 36 ár, eða frá haustinu 1924. Mun enginn hafa vérið þar kennari sí'o mörg ár. Magnús Pétursson er fæddur 26'. febrúar árið 1890 í Geirslilíð í Borg- arfirði syðra. Faðir hans var Pétur Þorsteinsson bóndi Jrar, en móðir hans hét Helga Guðriður Jónsdótt- ir frá Akranesi. Áriit 1910—1912 stundaði Magn ús nám við Alþýðuskólann á Hvít árbakka. Búlræðingur frá Hvann- eyri varð hann vorið 1913. Þá tók hann þátt í ntörgum námskeiðum næstu ár: Kennaranámskeiði 1914, námskeiði fyrir leikfimikennara á Hvanneyri 1913, og í Reykjavík 1922 og oftar. Þá var hartn á handa vinnunámskeiði á Akureyri árið 1921. Síðan hefur harin sótt fjölda námskeiða og verið óþreytandi að afla sér meiri menntunar, einkum í öllu því, er lýtur að handiðju. Árin 1913—1919 var hann kennari við Hvítárbakkaskólann, en þá flytur hann til Akureyrar og stundar |>ar fyrst smábarnakennslu, en verður síðan fastur kennari við Barnaskóla Akureyrar haustið 1924 og liefur verið það óslitið síðan. — Þetta er langur kennaraferill, en nú, Jregar Magnús stendur á sjötugu, virðist hann ennjxi ganga með óskertum starfskröftum að kennslu sinni, og enn er hann hinn sami glaði og ljúfi kennari og félagi og liann var fyrst er ég kynntist honrim fyrir 30 árum. Auk kennslunnár hefur Magnús oft stundað ofurlítinn búskap, og leikfimiflokk hafði hann um langt skeið, sem mikið þótti kveða að. Auk Jáess kenndi hann allvíða sund á fyrri árum. Flaustið 1918 kvæntist Magnús úrvalskoriu, Guðrúnu Bjarnadóttur frá lllugastöðum, Engihlíðarhreppi í Húriavatnssýslu. Þau hjön eign- uðust 6 börn, eina dóttur og fintm syni, er öll liafa komizt til mennta. Börn Jreirra hjóna eru þessi: Sverrir Hermann, nú kennari og námsstjóri í Minneapolis í Bandaríkjunum, Haraldur Bragi, uppeldisfræðingur, nú kennari í Minneapolis, Ingi- bjiirg Ragnheiður, íjrróttakennari, nú við hjúkrunarnám, Bjarni Við- ar, hagfræðingur, Ragnar Magni, klæðskerameistari, nú búsettur í Kaliforníu, og Gunnar Víðir, við- gerðarmaður skrifstofuvéla í Rvík. Þau Magnús og Guðrún áttu miklu barnaláni að fagna, en sii hamingja var ekki nein tilviljun. Þau örlög réðust að verulegu leyti á hinu ágæta heimili þeirra. Þó að Jrar væri oft nokkur fátækt, ríkti Jiar jafnan mikil reglusemi, hlýja og ást- ríki samfara glaðlyndi og góðum heimilisanda. Þetta var grundvöllur barnalánsins. Fyrir nokkrum áruni síðan rnissti Magnús konu sína, én á síðastliönu hausti kvæntist hann aftur. Seinni kona hans er Margrét Jónsdóttir, skáldkona, sem er landsþekkt fyrir ljóðabækur sínar og fleiri ritstörf. Þótt Magnús Pétursson hafi aldr- ei orðið neinn toppmaður á venju- legan mælikvarða, þá ér þó saga lians ævintýriö um fátæka drenginn, sem ruddi sér braut, ekki með lang- skólanámi heldur með sífelldu námi í áföngum, og varð þrátt fyrir allt áhrifamaður á sínu takmarkaða sviði. Þeir skipta nú orðið Jjúsund- um drengirnir, sem Magnús hefur með starli sínu og kennslu búið undir lífið. Það haía stundum verið til dálítið baldnir dréngir í Barna- skóla Akureyrar, þótt Jreir hafi ætíð verið fáir, en þegar Jjeir voru komn- ir í leikfimisalinn eða handavinnu- stofuna til Magiiúsar, þá voru Jjeir jafrtari éiris ög sakláús lömb. Hann hafði fágqetlega gott lag á að skapa Jiannig andriimsloft í kennslustofu sinni, að öllum liði vel. Það gerði meðal ániiars lians glaða og hlýja framkoma. Ekki þykir mér trúlegt að nokkur drengur hafi skilið við Magnús Péturssön öðruvísi cn með hiýjum og þakklátum hug. Árás á samvinnulélögin Þrátt fyrir Jjröng lífskjör hefur Magnús ætíð verið vakandi maöur. Hann varð snemma fyrir sterkum áhrifum frá ungmennafélagshreýf- ingunni, og J>au áhrif hafa enzt honum ævilangt. Hann tileinkaði sér ungur allt Jrað bezta, sem hún hafði að bjóða. Enda starfaði hann um fjölda ára af líl'i ög sál íyrir þennan félagsskap. Hann er ágæt- lega máli farinn, vel ritfær, skáld- mæltur vel, Jjótt hariri auglýsi það ekki að jafnaði. Af starfi sínu í ung- ménnafélagsskapnum - hefur hann vafalaust tileinkað sér }j:í þjónustu- lund og Jjégnskap, sem einkennt hafa öll störf hans fram á Jjennan dag. Og af þrjáfíu ára samvinnu við Magnús Jjekki ég engan, er taki honum fram í Jjessum fágætlega v'érðniætú dygðum. Magriús liefur aldrei sótzt eftir neinum vegtyllum né hirt um að auglýsa verðleika sína, en harin hefur ætíð unnið öll sín störf af hljóðlátri trúmennsku, og jafnan miklu meira en skyldustörlin. I hinní helgu bók, biblíunni, standa þessi orð: ,,Biðji einhver Jjig að ganga með sér eina mílu, þá gakk með hónum tvær.“ Magnús er eirin Jjeirra manna, sem aldrei telur eftir sér að ganga seinni míluna. — Með slíkunr mönnum er gott að vera og gott að vinna. Þótt Magnús gengi eigi langskóla- leiðina, er hann þó vel menntur iriaður. — Hann átti tvo drauma á yngri árurn: Að komast í skóla og eignast bækur. Skólanámið var stutt en haldgott. Bækur varð hann lengi vel að neita sér um, en nií á seinni árum, eftir að börnin komust upp, rættist einnig sá draumur. Hann á nú Stórt og verðmætt bókasafn, lík- lega eitt hið stærsta í eigu kennara, sem hefur orðið að spara hvern eyri alla sína ævi. Það væri hægt að skrifa eriri léngra mál um Magnús Pétursson. Hann er svo óyenjuleg- ur maður á marga lund og svo hug- þekkur öllúfti- Jjeim, sem kynnast honum og hafa samstarf við hanri, en nú veröur senn staðar numið. En Jjað vil ég segja í lokin, að Barnaskóli Akureyrar hefði verið stórum fátækari, ef Magnús hefði ekki helgað honum krafta sína öll beztu ár ævinnar. Og við stöndum öll í Jjakkarskuld við þennan yfir- lætislausa og glaða þegnskapar- mann. Hann hefur ekki orðið auð- ugur af Jjcssu ævistarfi, en ég hygg að hann skilji þó við það á sínum tíma sáttur við alla og Jjakklátur guði og góðum mönnum. Og þó að hann hafi ekki safnað auði, sem mölur og ryð granda, hefur hann Jjó verið mikill hamingjumaður. Ög mér er nær að háldá áð ef Magniis mætti velja sér ævistarf á ný, myndi harin segja eins og Pestalozzi á úr- slitastund: „Ég ætla að verða kenn- ari.“ Nú er Jjcsí glaðværi, elskulegi og þjónustúfúsi maður orðinn sjötug- ur. Lögin kippa nú undan honum kennarastólnum seinna á þessu ári. Annars efast ég um að Magnús liafi hokkurntíriia setzt á stól við kennslu störf öll sín starfsár. Nú, eftir lang- an og mjög farsælan vinnudag, get- ur Magnús snúið sér að bókum sín- um meir én áður vanrist tími til. Ög ekki ætti Margrét skáldkona að verða afbrýðissöm, Jjótt hann halli sér lítið eitt meira að ljóðadísinni sinni, sem hann hefur í önn dagsins orðið að vanrækja. Magnús er enn beinn í baki og hvatur í spori, og á honum sjást lítil ellimörk, þótt hárið sé orðið fannhvítt fyrir áratugum. Það er góð viðbót við aðra hamingju lífs- ins að bera aldurinn svoria vel. Þakka ég svo að lokum Jjessum vini mínum fyrir þrjátíu ára sam- fylgd og samvinnu. Þar hefur engan skugga borið á. Loks Jjakka ég hon- um af heilum hug starf hans við Barnaskóla Akureyrar. Sú Jjjónusta hefur verið óvenjulega brotalaus. Ég sendi Magnúsi Jjessa fátæklegu afniæliskveðju með mikilli virðingu og Jjökk, og ég er ekki í vafa uiri, að ég nrá einnig senda hana í nafni allra samstarfsmanna hans við Barnaskóla Akureyrar. Hannes J. Magnússon. Engin félagsmálahreifing hefur haft eins gagnger, augljós og bæt- andi áhrif á efriahag almennings landinu og samvinnuhreifingin. — Hugsjón samvinhunnár er félags- legt jafnrétti og samhjálp, þar serii maðurinn er settur ofar fjármagn- inu (gagnstætt hlutafélögum), steinum rutt úr götu með samein- uðum og félagslégum átökum, sem einstaklingi er um megn, og fram- kvæmdir gerðar fyrir fólkið og af fólkinu sjálfu með sameiginlegan, bættan hag fyrir augum. Á al- þjóða vettvangi er samvinnu- stefnan talin skjótvirkust til hjálpar þeim þjóðum, sem enn eru skammt á veg komnar á sviði efna hags- og félagsmála. Fyrsta verkefni samvinnuhreif- ingarinnar á íslandi var að brjóta verzlunarfjötrana af fólkinu og losa það undan ánauð harðsvír- aðrar kaupmannastéttar, sem mergsaug almenning og drottnaði í skjóli peningavaldsins. Þetta hef- ur tekizt giftusamlega, og í hverju héraði landsins eru nú samvinnu- félög og við hverja höfn hafa þau félagslega miðstöð fyrir nærliggj- andi sveitir og þorp. En samvinnufélögin hafa mætt fjandskap kaupmannastéttarinnar frá fyrstu tíð og verið beitt slíkum fantabrögðum frá upphafi til þessa Nýjar Kvöldvökur í nýjum búningi Helga sig nú persónusögu, ættfræði og öðrum þjóðlegum fróðleik Nýjar Kvöldvökur hófu göngu sína fyrir 53 árum og munu því vera elzta tímarit, sem gefið er út á Norðurlandi. Fyrstu 10 árin var séra Jónas á Hrafnagili ritstjóri, en við tók af honum Ingibjörg Benediktsdóttir og síðan Þórhall- ur Bjarnarson. Árið 1928 keypti Þorsteinn M. Jónsson ritið og var Friðrik A. Brekkan þá ritstjóri í fjögur ár, en síðan mun Þorsteinn hafa ann- ast ritsttjórn þar til hann seldi Kvöldvökuútgáfunni ritið 1956. Þá tóku við ritstjórn Gísli Jóns- son menntaskólakennari og Jónas Rafnar, fyrrv. yfirlæknir. Nýjar Kvöldvökur koma nú í breyttu formi og eru ritstjórar fjórir, þeir Gísli Jónsson mennta- skólakennari, Jónas Rafnar, lækn- ir, báðir búsettir á Akureyri, Ein- ar Bjarnason rikisendurskoðandi og Jón Gíslason fræðimaður, báð- ir úr Reykjavík. Breytingunni verður bezt lýst með eftirfarandi ávarpi útg.: „Islendingar hafa löngum verið miklir áhugamenn um ættfræði og persónusögu, enda höfum við jafnan átt á þessu sviði hina ágætustu fræðimenn, bæði lærða og leika. Það gegnir því nokkurri furðu, að hér á landi skuli ekki vera til neitt tímarit, sem að mestu eða öllu leyti sé helgað þeim fræðum. Því er það, að Kvöldvökuútgáf- an hefur nú ákveðið, að tímaritið Nýjar Kvöldvökur skuli að lang- mestu leyti verða vettvangur fyr- ir persónusögu, ættfræði og ann- an þjóðlegan fróðleik á svipaðan hátt og áður voru Oðinn og Sunn- anfari. Mun þannig með tíman- um safnast saman í ritinu ættar- tölur hvaðanæfa að af landinu, sem gerir mönnum auðveldara að átta sig á ættum sínum. Leitast verður við að fá greinar um menn og konur úr öllum byggðarlögum landsins og eru all- ir þeir, sem þannig vilja varðveita minningu um þá, sem þeim er annt um, hvattir til að senda rit- inu afmælisgreinar, ævisöguþætti og annað skylt efni og myndir, sem verða birtar eftir því sem unnt er. Ritstjórar munu sjá um, að ættartölur þeirra, sem um er skrifað, verði raktar og birtar eftir því sem ástæður leyfa. Einnig verða birtar sjálfstæðar greinar um ættfræði frá öllum tímum ísl. sögu og fléttað inn í sögulegum staðreyndum og rann- sóknum, sem þurfa þykir.“ Ritið er 56 lesmálssíður, prýtt fjölda mynda og ágætlega vandað að frágangi. Efni þess er meðal annars: Séra Friðrik J Rafnar vígslubiskup eftir séra Sigurð Stefánsson, Friðrik Magnússon útvegsbóndi eftir séra Sigurð Einarsson, Valborg Sigrún Jóns- dóttir frá Flatey eftir Bergsvein Skúlason, Ingimar Eydal rit- stjóri og kennar ieftir Hólmgeir Þorsteinsson, íslenzkir ættstuðlar eftir Einar Bjarnason, ritdómar eftir Jón Gíslason, ætt forseta Is- lands, sjálfsævisaga Jónasar Jón- assonar frá Hofdölum, framhalds- saga eftir Þórdísi Jónsd. o. fl. dags af auðhyggjumönnum, að til samjöfnunar verður að leyta til frásagna hinna hugvitsömustu glæpasagnahöfunda. Kaupsýslu-. menn og auðjöfrar, sem tíðast taka sér í munn slágorðin: „einstakl- ingsframtak" og „ffjáls sam- keppni“, afneita þessum há- stemmdu orðum í verki og vilja ekki keppa við samvinnufélögin heldur nota pólitiskt vald sitt á löggjafarþinginu til að knésetja keppinautinn. Hinir miklu andstæðingar sam- vinnufélaganna mynda kjarna Sjálfstæðisflokksins og ráða þar lögum og lofum. Nú finnst þeim bæði mátturinn og dýrðin sín megin og þá láta þeir ekki drágast að tauma eitri í bikar samvinnufé- laganna og skipa þeim að drekka í botn. I efnahagsfrumvarpinu er ákvæði um, að samvinnufélögum sé skylt að afhenda Landsbankan- um verulegan hluta af sparifé félagsmanna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er öflugasta tæki auðmahna og braskara og er hugsjónalegur arf- taki þeirra manna, sem lengst og harðast börðust fyrir viðvarandi verzlunarkúgun á íslandi, sýnir hér hið gamla hugarfar. Flokkur- inn hefur notað völd sín á Al- þingi og í ríkisstjórn til að fremja þá fáheyrðu ósvífni, að svifta samvinnumenn umráðum yfir eig- in sparifé. Vestrænar lýðræðisþjóðir telja samvinnuhugsjónina meðal beztu arfleifða sinna. Ríkisstjórnir þeirra þjóða, sem skammt eru á veg komnar í verklegum efnum og búa undir ógn hungurvofunnar, veita samvinnufélögin ríflegán stuðning og telja það fljótfömustu leið til velmegunar að efla þau sem mest. Hér á landi er öfugt að farið hjá núverandi ríkisstjórn. Hún viðurkennir samvinnuhreyfinguna stundum í orði, en hatar hana í verki og beitir hana ofbeldi strax og valdaaðstaða leyfir. Þótt hér hafi aðeins verið drep- ið á árás ríiksstjórnarinnar á sam- vinnufélögin hefur hún einnig hug á að seilast í sparisjóði úti um land og draga sparifé þeirra til Reykjavikur. Hin ýmsu héruð mega hvorki hafa rekstursfé sitt óskert innan samvinnufélaganna, né heldur mega sparisjóðir sveita og kaupstaða ávaxta sparifé borg- aranna að frjálsum vilja heima fyrir, heldur verða þeir að afhenda hluta þess til Seðlabankans í Reykjavík. Um Heima er bezt — Heima er bezt — ég heiðursgest hiklaust ætla að telja. Andans nesti flytur flest fyrir menn að velja. — Heima er bezt — og hefur heimilisrita prýði. [frétzt Eystra, vestra, syðra sézt, sem hjá norðurs lýði. — Heima er bezt — á báruhest berist lengi veiði. — Heima er bezt — og hylli Heillir veg þess greiði. [mest. JÓHANNES ÖBN á Steðja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.